Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
✝ Guðrún Páls-dóttir fæddist
5. september 1929 í
Reykjavík.
Hún lést á líkn-
ardeild Grundar
11. mars 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ingunnar
Guðjónsdóttur frá
Laugabökkum í
Ölfusi, f. 1903, d.
1962, og Páls Ein-
arssonar rafmagnseftirlits-
manns frá Borgarholti í Stokks-
eyrarhreppi, f. 1904, d. 1958.
Alsystur eru Guðríður, f. 1925,
Ruth, f. 1926, og Guðbjörg, f.
1928. Ingunn og Páll skildu
1932.
Samfeðra systkin eru Grettir,
f. 1935, og Hallgerður, f. 1943,
d. 1993. Síðar hóf Ingunn sam-
búð 1941 með Óskari Erlends-
syni klæðskera, f. 1896, d. 1978.
Eftir að Guðrún lauk gagn-
fræðaprófi vann hún hjá Árna í
Varðarhúsinu við Kalkofnsveg
við verslunarstörf. Þann 23. des-
ember 1950 gekk hún í hjóna-
hildur, f. 1954, gift Valdemar
Olsen fjármálastjóra, f. 1948.
Börn þeirra eru: a) Rúnar Örn
lögfræðingur, f. 1974, b) Guðrún
hönnuður, í sambúð með Gauki
Úlfarssyni leikstjóra, f. 1973.
Þeirra sonur er Örnólfur Bjarki,
f. 2015. Dóttir Gauks er Hekla, f.
2007. c) Valdimar verkfræð-
ingur, f. 1981. 3) Guðjón Ingi
hóteleigandi, f. 1958, í sambúð
með Sigríði Dögg Geirsdóttur
viðskiptafræðingi, f. 1961. Börn
Guðjóns eru: a) Gunnar verk-
efnastjóri, búsettur í Vínarborg,
f. 1982, í sambúð með Gregori
Brandl blaðamanni, f. 1978, b)
Helgi veitingamaður, búsettur í
London, f. 1983, og c) Brynja
fulltrúi í vörugreiningadeild
Krónunnar, f. 1986, gift Jóhanni
Rúnar Þorgeirssyni upptöku-
stjóra, f. 1985. Þeirra dóttir er
Silja, f. 2014. Börn Sigríðar eru
Andri Heiðarsson rafvirki, f.
1988. Ingveldur Dís Heiðars-
dóttir tölvunarfræðingur, f.
1991, í sambúð með Dovydas
Stankevicius tölvunarfræðingi,
f. 1994, og Gígja Heiðarsdóttir
nemi, f. 1995.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 23. mars
2018, klukkan 15.
band með Árna
Árnasyni versl-
unarmanni, síðar
forstjóra Aust-
urbakka hf., f.
1927, d. 2011. Þau
eignuðust þrjú
börn: 1) Árna Þór,
fv. forstjóra Aust-
urbakka hf., f.
1951, giftur Guð-
björgu Jónsdóttur
kennara, f. 1951.
Þeirra börn eru: a) Sandra Dögg
sjúkraþjálfari, f. 1976, gift Dav-
íð Guðmundssyni lögfræðingi, f.
1972. Þeirra börn eru Daníel
Aron, f. 2002, Helena María, f.
2005, og Carmen Sara, f. 2011.
b) Árni Árnason flugstjóri, f.
1978, í sambúð með Klöru Sól
Ágústsdóttur, f. 1992. Börn hans
frá fyrra hjónabandi með Hörpu
Dögg Magnúsdóttur, f. 1979,
eru Tara Lóa, f. 2006, og Árni
Jóhann, f. 2009. c) Agnes Þóra
íþróttanæringarfræðingur, f.
1988, gift Ara Þór Kristinssyni
tæknimanni, f. 1987. Sonur Ara
er Hafþór Breki, f. 2012. 2) Þór-
Glæsileg kona hefur kvatt
þetta líf. Það er mikill söknuður
í hjarta mínu. En ég samgleðst
mömmu því hún var svo tilbúin
að kveðja og takast á við það
sem beið, óhrædd og södd líf-
daga. Minningarnar eru margar
og hlýjar og síðustu ár urðum
við samrýndari og nánari, hún
varð mín besta vinkona.
Hún var ótrúlega góð
mamma og leyfði okkur að fara
okkar leiðir enda var hún oft á
fleygiferð um heiminn að kanna
nýja staði.
Hún var prívatmanneskja,
þurfti ekki marga í kringum
sig, en um leið var hún mikil fé-
lagsvera og leið vel að ferðast
um heiminn óháð öðrum í góð-
um hópi. Hún tók margar þær
fallegustu myndir sem ég á af
börnunum mínum og hún var
alltaf með myndavélina með-
ferðis á sínum yngri árum. Fyr-
ir tíma snjallsímanna.
Ferðirnar um heiminn voru
margar og eignuðust þau pabbi
góða vini út um allan heim.
Heimili þeirra var eins og hótel,
mjög oft fólk að koma eða fara.
Ef ég fór til útlanda þá tók
hún mig á eintal og bað mig um
að kaupa eitthvað fallegt fyrir
sig, eitthvað sem var í tísku. Og
mikið samgladdist hún mér
þegar ég keypti mér eitthvað
nýtt, þá sagði hún oft „ég hefði
örugglega keypt mér svona
þegar ég var ung“.
Það er margt að þakka og ég
vil sérstaklega þakka þér allt
sem þú gerðir fyrir okkur hjón-
in og börnin okkar. Þú varst
okkar stoð og stytta.
Mamma átti þrjár eldri syst-
ur og voru þær mjög nánar,
bjuggu þrjár á Sléttuveginum
og nutu þess að vita af hver
annari svona nálægt, en hefðu
óskað að næstelsta systir þeirra
hefði líka getað búið svona ná-
lægt, en hún dvelur á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Ég kveð þig, elsku mamma,
og óska þér góðrar ferðar inn í
ljósið.
Þessi jákvæðu orð frá Brama
Kumaris lýsa því hvernig þú
tókst á málum:
Friður er ekki hlutlaust við-
horf heldur virkt hugarástand.
Hann krefst stöðugrar athygli
og staðfestu ef við viljum geta
lifað og brugðist við sem frið-
sælar verur í hvaða erfiðleikum
sem er í lífinu.
Til þess þarftu að vera hug-
rakkur og aðgætinn.
Þú varst gætin og góðviljuð
og glaðværð þín marga hressti.
Hjartnæma trú á góðan Guð
þú gafst mér að veganesti.
(Jón Gunnlaugsson)
Þín dóttir,
Þórhildur.
Ég kveð ástkæra móður
mína með söknuði og þakklæti
fyrir öll árin sem ég fékk að
eiga með henni. Hún var góð og
glæsileg kona sem studdi og
trúði á mig í því sem ég var að
gera hverju sinni. Þetta fallega
ljóð eftir Davíð Stefánsson
finnst mér eiga vel við.
Ég flyt þér, móðir, þakkir
þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið
þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
Þinn
Árni Þór.
Ég fékk það tækifæri þegar
ég var 18 ára að búa hjá ömmu
og afa í Flórída. Það var ynd-
islegt að fá tækifæri til þess að
búa hjá þeim og kynnast þeim
betur þar sem að þau höfðu bú-
ið í Bandaríkjunum alla mína
ævi. Amma hafði marga frá-
bæra kosti og það sem stóð upp
úr eftir dvölina hjá henni var
hversu vel hún sinnti mér; lék
með mér í sundlauginni áður en
ég kynntist öðrum krökkum á
mínum aldri, var alltaf að skera
niður ávexti fyrir mig (líka til
þess að þeir myndu ekki
skemmast), var alltaf til í að
spila við mig og var góður fé-
lagi. Hún tók líka hlutverk sitt
sem forráðamaður mjög alvar-
lega og hafði stundum áhyggjur
af mér. Hún sagði mér ekki frá
því fyrr en eftir að hún var flutt
aftur heim til Íslands.
Amma skildi mikilvægi þess
að halda heilanum í formi jafnt
og líkamanum. Besta leiðin til
þess væri að leggja bílnum
mjög langt frá innganginum að
versluninni sem hún taldi líka
betra fyrir bílinn, að vera dug-
leg í sundlauginni, gera minnis-
æfingar með spilum og læra
nýja hluti eins og að lesa Mogg-
ann á netinu. Þegar hún var
flutt heim lét hún ekkert stoppa
sig að fara í göngutúr. Ef það
var mjög kalt og hálka þá labb-
aði hún á ganginum inni eða
skellti sér í pelsinn sinn og
labbaði ferðir á upphituðu
stéttinni fyrir utan hjá sér. Það
var mér mikilvægt að fá að
kynnast ömmu minni svona vel
og fá innsýn inn í líf hennar og
það jákvæða hugarfar sem hún
hafði í garð hreyfingar og hug-
arleikfimi.
Þegar ég og maðurinn minn
giftum okkur gaf hún okkur
góð ráð sem við tökum mikið
mark á og er þar einna helst að
fara aldrei að sofa ósátt, ræða
frekar málin og leysa úr þeim
eins og mögulegt er. Einnig tal-
aði amma oft um hversu mik-
ilvægt það væri að virða áhuga-
mál hvort annars og sýna þeim
áhuga. Þegar amma og afi fóru
til útlanda fékk amma oft að
velja hvað þau gerðu í heilan
dag og síðan fékk afi að velja
annan dag fyrir sig. Þannig
fengu þau bæði að njóta þess
sem þau langaði mest að gera
hvort með öðru.
Ég hef alltaf litið upp til
ferðalaga ömmu og afa en það
er ekki margt fólk á hennar
aldri sem hafði ferðast svona
gríðarlega mikið og séð svo
fjölmarga staði á tímum þegar
ekki var jafnauðvelt að ferðast
og núna er.
Við amma höfðum alls ekki
sömu skoðanir á sumum mál-
efnum líðandi stundar en kost-
urinn við að hafa búið saman og
þekkjast svona vel var að mér
leið alltaf vel með að segja
henni mínar skoðanir, sem hún
hlustaði á og virti þrátt fyrir að
hún væri ekki alltaf sammála.
Sömuleiðis var gaman að fá að
heyra skoðanir hennar og hvað
henni fannst um það sem var í
dagblöðunum, sem hún grand-
skoðaði daglega.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þín mikið en ég veit að
þú varst tilbúin að fara til afa.
Takk fyrir allt.
Agnes Þóra Árnadóttir.
Við fórum í síðasta göngu-
túrinn hennar saman og síðasta
bíltúrinn, okkur óraði þó ekki
fyrir að svo væri. Hún var
heimskona, langt á undan sín-
um samtíma, hugsaði um heils-
una, ferðaðist og hafði gaman
af að taka myndir sem við
barnabörnin fengum að skoða.
Hjá þeim hjónum var allt nýtt
og það átti líka við um tímann.
Enginn dagur var látinn fara til
spillis. Slík var ferðagleðin og
áhuginn að þau afi hafa líklega
farið marga hringi í kringum
hnöttinn saman og upplifað
ólíka menningarheima á tímum
þegar ferðalög Íslendinga voru
ekki eins algeng og nú er.
Þau hjónin áttu vini frá öll-
um heimshornum og frá unga
aldri vorum við barnabörnin
alltaf hvött til að láta reyna á
tungumálakunnáttuna í samtöl-
um við þá. Ævintýraþráin bar
þau til Ameríku þar sem þau
bjuggu í næstum þrjátíu ár,
fyrst til Kaliforníu og síðan í
Flórída. Þau buðu okkur oft í
heimsókn á sumrin og með
ömmu og afa í Ameríku fengum
við þar að upplifa Disneyworld,
Seaworld, Great America og
fjölda annarra skemmtilegra
staða. Það var alveg sama hve-
nær maður hringdi, kom í
heimsókn eða hitti á þau, alltaf
var tekið á móti með miklum
kærleik. Við vorum alltaf vel-
kominn, enda eins og okkar
annað heimili.
Hún amma var einstaklega
góð í að gleðja okkur krakk-
anna þegar hún gat og mundi
alltaf eftir afmælisdögunum
okkar. Þá fengum við sérvalin
afmæliskort send frá Ameríku,
mætt þrem vikum fyrir tímann.
Okkur fannst hún flott amma,
ólík öllum hinum. Hún prjónaði
ekki eða tók slátur, talaði aldrei
um sveitina og gamla tíma,
heldur horfði hún á dýralífs-
myndir og matreiðsluþætti, tal-
aði um upplifanir sínar af Afr-
íku og Kína, Singapore og
Swiss. Hún var alltaf svo dug-
leg í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur og hafði mikinn metnað,
enda kvartaði hún aldrei yfir
neinu. Svo var hún með skýrar
skoðanir, alveg sínar eigin á
bæði borgarþróun og pólitík.
Hún tók þátt í umræðunni.
Minning hennar mun lifa
með okkur.
Rúnar Örn, Guðrún
og Valdimar.
Guðrún Pálsdóttir
✝ KristbjörgGuðrún Krist-
jánsdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
31. október 1931.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu, Kópa-
vogi, 15. mars 2018.
Foreldrar
Kristbjargar eru
Kristján Krist-
ófersson frá Stóra-
Dal undir Eyjafjöllum, hús-
gagnabólstrari í Vestmanna-
eyjum, f. 4. febrúar 1901, d. 8.
ágúst 1983, og Þóra Valdimars-
dóttir frá Hálsi í Svarfaðardal,
húsmóðir í Vestmannaeyjum, f.
20. júní 1902, d. 10. ágúst 1994.
Bræður Kristbjargar eru 1)
Valdimar Þ. Kristjánsson, f. 9.
maí 1927, d. 3. október 2015.
Maki hans er Guðrún Þorgeirs-
dóttir, f. 1. ágúst 1927, d. 4. júní,
2010. Valdimar og Guðrún eign-
uðust þrjú börn. Fyrir eignaðist
Valdimar soninn Kristján Þór, f.
11. apríl 1955. Kristján Þór ólst
upp hjá föðurforeldrum og er
uppeldisbróðir Kristbjargar.
Maki hans er Íris Jónsdóttir, f. 6.
apríl 1962, d. 11. febrúar 2012.
Kristján og Íris eignuðust eina
dóttur. Áður eignaðist Kristján
son og Íris dóttur. 2) Jón Krist-
jánsson, f. 26. febrúar 1929, d.
18. júní 1999. Maki hans er Ingi-
björg Karlsdóttir, f. 7. nóvem-
ber 1934. Jón og Ingibjörg eign-
uðust fjögur börn.
Eiginmaður Kristbjargar var
Bergur Heiðmar Vilhjálmsson
frá Heiði á Langanesi, f. 12. júní
1933, d. 22. maí 2017. Foreldrar
Bergs voru Valgerður Margrét
Lárusdóttir frá Heiði, húsmóðir
og verkakona á Þórshöfn, f. 25.
ágúst 1907, d. 31. mars 1993, og
Vilhjálmur Guðmundsson frá
Skáholti, skáld, f. 29. desember
1907, d. 4. ágúst 1963. Stjúpfað-
ir Bergs er Snorri
Hafsteinn Bergs-
son, verkamaður á
Þórshöfn, f. 18.
ágúst 1911, d. 18.
maí 1994. Krist-
björg og Bergur
eignuðust þrjú
börn: 1) Gretar Þór
Bergsson, f. 30. jan-
úar 1960, 2) Þórir
Bergsson, f. 6. des-
ember 1963, og 3)
Kristín Bergsdóttir, f. 6. sept-
ember 1970. Sambýlismaður
Kristínar er Einar Baldvin Páls-
son, f. 16. júní 1967.
Kristbjörg og bræður hennar
ólust upp í foreldrahúsum,
fyrstu árin í Nýjabæ og svo á
Kirkjubóli. Þar hóf hún einnig
búskap með Bergi og bjuggu
þau þar fyrstu árin, en byggðu
síðar einbýlishús í Landagötu
31. Þegar eldgos braust út í Eyj-
um flýðu þau heimili sitt um
miðja nótt og sneru ekki aftur
til búsetu í Eyjum. Þau festu
kaup á fokheldu húsi á Mela-
heiði 15 í Kópavogi og fluttu
þangað árið 1974. Þar undu þau
sér vel fram á efri ár, eða þar til
heilsa þeirra beggja brást og
þau fluttu á Hrafnistu í Kópa-
vogi árið 2013.
Í Vestmannaeyjum starfaði
Kristbjörg m.a. í vefnaðar- og
tískuversluninni Framtíðinni og
sem talsímakona á Símstöð
Vestmannaeyja. Að gagnfræða-
prófi loknu fór hún til Reykja-
víkur og lauk þar námi í hús-
mæðraskóla. Eftir brottflutning
frá Vestmannaeyjum 1973 hóf
Kristbjörg fljótlega störf á
skiptiborði Landspítalans og
vann þar fram að eftirlauna-
aldri.
Útför Kristbjargar fer fram
frá Digraneskirkju í dag, 23.
mars 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Ég minnist þín og sakna um
daga og nætur. Hjarta mitt er
fullt af þakklæti sem á sér engin
takmörk. Ásýnd þína, brosin þín
sem bíða mín, varðveiti ég í huga
mér, að eilífu.
Góða nótt, elsku mamma mín,
og sofðu rótt.
Þín,
Kristín.
Kristbjörg Guðrún
Kristjánsdóttir
Þetta er snemma
í janúar 1985.
Ég kom inn á Vog
rétt fyrir hádegi
þennan dag. Að
kvöldi þessa dags klukkan hálfníu
hefst AA-fundur í stóra salnum á
Vogi. Ég sit um miðbik salarins á
mínum fyrsta AA-fundi, sveittur,
spenntur, taugaveiklaður, upp-
fullur af ótta og kvíða. Tveir menn
sitja upp við tússtöfluna innst í
salnum, komnir til að halda fund-
inn. Þegar klukkan er orðin hálf-
níu stendur annar mannanna á
fætur og gengur að ræðustól sem
stendur fyrir framan töfluna.
Hann er hávaxinn, grannur og
teinréttur, ljós yfirlitum og sam-
svarar sér vel. Hann minnir mig á
breskan lord. Andlitið er opið og
Guðmundur
Snorrason
✝ GuðmundurSnorrason
fæddist 19. janúar
1931. Hann lést 28.
febrúar 2018. Útför
Guðmundar fór
fram 16. mars 2018.
bjart, snyrtilegt yf-
irskegg, bros leikur
um varirnar, bros
sem nær til augn-
anna. Mér finnst
stafa einhverri ólýs-
anlegri birtu frá
þessum manni.
Hann byrjar að
tala. Rómurinn er
bjartur og ómþýður.
Mér finnst eins og
að hann sé að tala
beint til mín, þótt rúmlega 60 aðr-
ir séu í salnum.
Hann talar um alkóhólisma,
sem hann segir að sé sjúkdómur.
Hann talar um AA-fundina, segir
þá grunninn að lausn vandans.
Hann talar um fjölskylduna, von-
ina, kærleikann, fyrirgefninguna,
heiðarleikann, sambandið við al-
mættið, handleiðsluna, sam-
kenndina, umburðarlyndið, þolin-
mæðina og margt fleira. Hann
talar allt það góða sem er í boði í
lífi án áfengis og fíkniefna. Ég sit
sem bergnuminn og hlusta. Innra
með mér kviknar von sem ég hef
aldrei fundið áður. Eftir þennan
fyrsta AA-fund á Vogi hef ég ekki
orðið samur maður.
Maðurinn sem þarna talaði og
snart mig svo djúpt var Guð-
mundur Snorrason sem nú í dag
er borinn til grafar, saddur líf-
daga.
Eftir þennan AA-fund á Vogi
áttum við Guðmundur samleið í
33 ár í fyrstu og þar með elstu
AA-kirkjudeild landsins, sem er í
Langholtskirkju á laugardögum
kl. 13, en deildin átti 50 ára af-
mæli á síðasta hausti.
Öll þessi ár var Guðmundur að
miðla til mín og annarra von og
birtu. Hans svar við erfiðleikun-
um var gjarnan þetta: Munum
alltaf að öll él birtir upp um síðir.
Við félagarnir í laugardags-
deildinni söknum vinar í stað.
Stórt skarð er höggvið í raðir
„öldungaráðs“ deildarinnar við
fráfall Guðmundar Snorrasonar.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði og einlægri virðingu, kæri vin-
ur og félagi. Ég veit að það verður
tekið vel á móti þér að ferðalok-
um.
Guð blessi þig fyrir allt sem þú
hefur gefið mér.
Fólkinu þínu votta ég mína
dýpstu samúð.
Þinn félagi og vinur,
Guðjón Smári.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar