Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 31

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 ✝ Daníel ÞórirOddsson fædd- ist í Borgarnesi 3. júlí 1930. Hann lést í Brákarhlíð 12. mars 2018. Foreldrar Daní- els voru Guðrún Emilía Daníels- dóttir og Oddur Búason. Daníel kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ólöfu Ísleiks- dóttur, 17. apríl 1954. Dóttir Ólafar og Daníels er Guðrún Emilía Daníelsdóttir sem gift er Jóni Kristni Jak- obssyni, börn þeirra eru Ólöf Kristín Jónsdóttir í sambúð með Guð- mundi Birki Krist- björnssyni og eiga þau soninn Jón Ant- on. Daníel Andri Jónsson. Daníel fór ungur að vinna og vann megnið af sínum starfsaldri hjá Kaupfélagi Borg- firðinga, síðan hjá Samvinnutryggingum og Vá- tryggingafélagi Íslands. Hann var í Lionsklúbbi Borgarnes í áratugi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ég sé í anda svipinn þinn hann síast inn í huga minn. Ég kom til þín, þú kættir mig með kærri þökk nú kveð ég þig. (Ó.Í.) Í lífinu ferðast þær saman gleðin og sorgin, þegar náin ást- vinur deyr fyllist hugurinn af gleðilegum minningum sem valda manni sorg, en á endanum verður gleðin aftur sterkari en sorgin. Í dag er borinn til grafar elskulegur faðir minn, minning- arbrotin skjótast fram og til baka í huga mér þar sem ég sit hér og pára smá þakklæti um liðna tíð á blað, minningar eins og þegar þið mamma kennduð mér að hjóla, synda, kasta flugu og læra á bíl, en umfram allt kennduð þið mér að vera góð manneskja, muna að taka tillit til annarra og sýna ást og umhyggju. Talandi um að læra að kasta flugu, það var gaman að sjá þig munda flugustöngina. Þú varst einstaklega fiskinn og laginn við veiðiskap, sem þú stundaðir af kappi hvort sem þú varst með veiðistöng í hönd eða veiddir í gegnum ís. Ófáar voru ferðirnar okkar saman. Þegar 18. maí rann upp og bílprófið var í höfn komst þú með lyklana að bílnum þínum fína og sagðir: „Jæja, á ekki að fara á rúntinn?“ Það var ekki alltaf létt verk að keyra út úr innkeyrslunni á Borgarbraut 25. Þegar ég fór suður í skóla tók maður oftast Akraborgina á föstudögum heim og hver var þá mættur á bryggjuna á Skagan- um, jú auðvitað pabbi, alltaf boð- inn og búinn að aðstoða og hjálpa. Alltaf voruð þið mamma til taks að passa gullmolana ykkar Ólöfu Kristínu og Daníel Andra. Talandi um það, þegar ég átti þessar elskur var held ég ekki liðinn klukkutíminn frá fæðing- unni, þá var hersingin af Borg- arbraut 25 mætt. Mamma og pabbi giftu sig 17. apríl 1954. 64 ár eru ekkert smá, það var ekki alltaf dans á rósum enda eitthvað skrítið við það, en alltaf kysstust þau þrjá kossa áð- ur en þau lögðust til svefns á kvöldin, sem við og komandi kynslóðir mættum taka til fyr- irmyndar. Pabbi átti langan og farsælan starfsferil, byrjaði snemma að vinna hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, lengst af sem verslunar- stjóri í vefnaðarvörudeild, þaðan lá leiðin til Samvinnutrygginga en starfsævina endaði hann síð- an hjá Vátryggingafélagi Ís- lands. Mér er sérstaklega minnis- stætt að ég man aldrei eftir að pabbi hafi verið veikur heima, hann fór alltaf til vinnu. Það var margt brallað á gullaldarárum Kaupfélags Borg- firðinga þegar það var á Egils- götunni, heyrði ég margar skemmtilegar sögur þaðan og var líka svo lánsöm að ná að vinna þar í nokkur ár, ómet- anlegt og sennilega hægt að skrifa heila bók um þau skemmtilegu ár. Pabbi var félagi í Lionsklúbbi Borgarness í áratugi, hann var einnig á sínum yngri árum starfandi hjá Slökkviliði Borg- arness. Síðustu æviárin átti pabbi öruggt skjól með mömmu á Brákarhlíð og langar mig fyrir hönd okkar fjölskyldunnar að þakka starfsfólki þar fyrir ynd- islega umönnun og hugulsemi. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og allt, ég passa mömmu, það veistu vel. Þín dóttir Guðrún. Elskulegi tengdafaðir minn til rúmra 30 ára, þig hitti ég fyrst þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttir þinni. Margar yndislegar stundir höf- um við átt saman og minning- arnar hrannast upp. Þeim ætla ég að halda fyrir mig en eitt get ég sagt af heilum hug, að þar bar aldrei skugga á. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allar góðu sam- vinnustundirnar á liðnum árum og bið ég góðan guð að geyma þig. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur Jón Kr. Jakobsson. Elsku afi, það er svo margs að minnast, endalaust af góðum stundum og dásamlegar eru minningarnar. Glaðlegur, léttlyndur og skilningsríkur eru orð sem lýsa þér best, alltaf boðinn og búinn að hjálpa, spjalla eða bara hlusta. Sumarbústaðarferðirnar stóðu alltaf fyrir sínu með þér og ömmu í Ölfusborgir og svo seinna meir á Akureyri, í þeim ferðum var ýmislegt brallað. Sundferðirnar, ísrúntarnir, söngstundirnar, grínið og glens- ið ásamt alls konar skemmtileg- heitum. Í Ölfusborgum voru tívolíferð- irnar einstakar og ætli við höfum ekki haft það jafn skemmtilegt þar ég og þú að fara í klessubíl- ana, vinna bangsa og fara í trylli- tækin. Eden var svo alltaf á heimleiðinni, þar var ísinn best- ur og auðvitað með súkku- laðidýfu, muna samt að dýfa tvisvar sinnum, svo var 50-köll- unum dælt í apann vinsæla. Það var aldrei langt að fara til ömmu og afa í heimsókn og kom ég oft við bara til að spjalla. Afi hafði alltaf frá mörgu að segja bæði um liðna tíma, þegar hann var ungur piltur, og eins það sem var að frétta þá og þegar. Um nokkurt skeið var ég vön að fara alltaf í hádegismat til ömmu og afa, steiktur fiskur með lauk var það allra besta og þá stapp- aður saman við kartöflur, en það var algjörlega þitt hlutverk. Fiskurinn var einfaldlega betri þannig. Svo má nú ekki gleyma að eftir matinn vorum við afi alltaf vön að horfa saman á Ná- granna. Ef við vorum heppin fengum við eitthvert gotterí í eftirrétt „a la amma“ með. Þetta voru okkar stundir sem ég mun svo sannarlega ylja mér við ásamt öllum þeim minningum sem ég á með þér, elsku afi minn. Þegar hann Jón Anton langaf- astrákur fæddist svo fyrir rúm- um tveimur árum var aldeilis mikil kátína á heimilinu. Þú fyllt- ist af þakklæti og varst alltaf svo glaður þegar hann kom til þín og ég er svo ánægð með að hann hafi fengið að kynnast þér, al- gjöru gulli af manni. Með kveðju og hjartans þakk- læti fyrir allt og allt. Þín afastelpa Ólöf Kristín Jónsdóttir. Elsku afi minn. Minningarnar eru svo ótal margar að ég veit ekki hvar ég á að byrja, þú varst mér ávallt góður, kenndir mér margt. Ég fór stundum til ykkar ömmu í pössun þegar ég var lítill og voru það alltaf jafn ljúfar og góðar stundir. Þú vissir margt um bíla og þér fannst gaman að tala um liðna tíma og segja mér sögur um allt mögulegt. Ég man nú eina sér- staklega vel og hvað amma hló alltaf jafn mikið þegar þú sagðir þá sögu. Það var um þegar mamma þín sendi þig í sveitina, en þar varst þú nú ekki lengi, þar sem þú straukst frá bænum og flúðir heim á leið. Mikið var greinilega um glensið, kannski pínu uppátækjasamur og stríð- inn sem ungur piltur. En það var vel hægt að hlæja að þessu. Ævi þín var mikilsmetin, þú varst virkur í Lionsklúbbi Borgarness og mikill tryggingakall. Ófáar voru ferðirnar með ykkur ömmu í sumarbústaðinn ykkar við Gufuá, þar voruð þið með ágæta trjárækt og gaman að bralla með ykkur þar, enda var úr mörgu að velja til að gera og þar var hægt að láta hugmyndaflugið reika. Söngstundirnar voru alltaf jafn góðar og langar mig hér að láta lítið kvæði fylgja með sem var svo oft tekið. Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi að sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tæi. Hvíl í friði, elsku afi minn. Með kveðju og hjartans þakk- læti fyrir allt og allt. Þinn Daníel Andri Jónsson. Með Daníel Þóri Oddssyni er genginn góður og vænn maður. Hann var maðurinn hennar Ólaf- ar Ísleiksdóttur, eða Lóu móð- ursystur minnar. Daníel, eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður fæddist, lifði og starfaði í Borgarnesi. Hann var Borgnes- ingur fram í fingurgóma og þekkti allt og alla. Daddi byrjaði ungur að vinna fyrir Kaupfélagið og þar vann hann lengst af í vefnaðarvörudeildinni. Þar að- stoðaði hann margan manninn við innkaup, leiðbeindi viðskipta- vininum af heilindum enda með sérstaka þjónustulipurð. Þessi meðfædda þjónustulund nýttist honum líka vel þegar hann hóf störf hjá Samvinnutryggingum, síðar VÍS. Daddi var einstaklega myndarlegur og snyrtilegur maður. Hann var ræðinn, kurteis og hafði góða nærveru. Daddi lagði alla tíð mikið upp úr því að vera á nýjum og góðum bílum. Nú er ég á síðasta bílnum sem þau hjónin áttu og með honum fylgdi diskur með safni af dásamlegum djasslögum sem lýstu vel tónlistarsmekk hans. Daddi og Lóa hafa alltaf verið hluti af mínu lífi. Ég var ekki gömul þegar ég byrjaði að heim- sækja þau upp í Borgarnes. Ég var orðin virkilega spennt þegar rútan stoppaði við húsið hjá Dadda og Lóu. Þá voru ævintýri handan við hornið. Bíltúrar um Borgarfjörðinn með nesti sem borðað var í góðri laut eða skroppið upp að Langá, horft á laxana stökkva og nokkrar veiði- sögur sagðar. Þegar von var á Dadda og Lóu í heimsókn til Fannýjar ömmu og Ísleiks afa á Lokastíginn var tilhlökkun í loft- inu. Ég, þá nokkurra ára, settist út á tröppur og beið eftir því að sjá þau beygja upp götuna. Þeg- ar bíllinn þeirra birtist stökk ég inn og kallaði að þau væru að koma og mikið var amma þá glöð. Í þá daga var nú ekki alltaf verið að ferðast á milli Borg- arness og Reykjavíkur þó svo Daddi hafi átt oftar en margur erindi í bæinn í tengslum við vinnu sína. Eftir að ég hitti Hörð var hon- um afskaplega vel tekið af þeim hjónum. Daddi og Hörður höfðu allt frá fyrsta fundi um margt að spjalla, það fór alltaf vel á með þeim, oft slegið á létta strengi en einnig rætt um landsmálin og það sem við vorum að fást við hverju sinni. Því gladdi það okk- ur mjög þegar þau komu og heimsóttu okkur í sumarbústað- inn og við eigum dásamlega góð- ar minningar frá þeim heim- sóknum sem ylja. Það var eins með viðmót Dadda og Lóu í garð Gunnars, þau létu sér annt um hann, alltaf að spyrja og sam- gleðjast og fylgdust allt fram til þess síðasta með honum og Mar- enu Lind. Hin síðari ár voru Dadda og Lóu erfið sökum heilsubrests, að tapa áttum í tilverunni er örugg- lega eitt af því erfiðara sem manneskja lendir í. En hún Guð- rún frænka mín hefur staðið eins og klettur við bakið á foreldrum sínum og það sama má segja um Jón og börnin þeirra. Nú hefur Daddi fengið hvíldina, en minn- ingin um hann mun lifa í hjört- um okkar. Við þökkum Dadda fyrir margar góðar og gefandi samverustundir og við munum ávallt minnast hans með hlýhug. Elsku Lóa frænka, Guðrún og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Daníels Þóris. Fanný Gunnarsdóttir og Hörður Gunnarsson. Daníel Þórir Oddsson ✝ Rannveig Þór-ólfsdóttir fæddist í Innri- Fagradal í Saur- bæjarhreppi í Dalasýslu 25. júlí 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 25. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Þór- ólfur Guðjónsson, bóndi í Innri-Fagradal, f. á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði 21. ágúst 1892, d. 2. ágúst 1965, og Elínbet H. Jóns- dóttir, f. á Brekku í Hnífsdal 4. maí 1898, d. 25. apríl 1992. obs Einarssonar, sjómanns á Ísafirði, eru Jóna Guðmunda, f. 2. mars 1923, d. 9. nóv- ember 2005, var gift Rögn- valdi Ólafssyni úr Bolung- arvík, og Einar Jakob pípulagningamaður, f. 13. júní 1925, d. 30. nóvember 1988, var kvæntur Kristínu Sig- urjónsdóttur. Rannveig Þórólfsdóttir var gift Eggerti Einarssyni vél- stjóra sem er látinn. Börn þeirra eru Hjalti, f. 29. októ- ber 1954, Halla Eggertsdóttir, f. 10. október 1955, og Auður Eggertsdóttir, f. 4. mars 1960. Barn Höllu er Eggert Orri Er- lendsson, f. 26. apríl 1977, hans börn eru Jasmín Eir og Kara Björt. Rannveig var hjúkrunar- fræðingur og starfaði við það alla sína starfsævi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkini Rann- veigar eru Ingi- björg Þórólfs- dóttir, f. 25. júlí 1927, d. 9. nóv- ember 2005, Sig- urður bóndi í Innri-Fagradal, f. 11. nóvember 1932, kvæntur Erlu Karlsdóttur frá Kollsá, og El- ísabet Þóra Þór- ólfsdóttir, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara, f. 29. sept- ember 1939, gift Gísla Valdi- marssyni rekstrarstjóra í Garðabæ. Hálfsystkini Rann- veigar sammæðra, börn Jak- Ég vil minnast minnar ást- kæru móður með fáeinum þakk- arorðum. Þú varst sannarlega okkar lífsins tré, þú varst eins og fædd til að hjúkra og hlynna að og alltaf að, dugnaðurinn engu líkur og þá varstu með svo ríka réttlætiskennd og áttir þínar ákveðnu skoðanir um jöfnuð og bræðralag. Systkini mín tvö voru alvar- lega fötluð en hún mamma var ætíð til staðar fyrir þau eins og alla sem henni voru kærir. Og minningarnar koma fram í hugann ein af annarri. Minnisstæðar eru allar ferð- irnar út í Sumó, sumarbústaðinn á Vatnsleysuströnd, okkar Fagradal. Ég sé fyrir mér þegar tekið var til nesti, náð í Mummu móðursystur og svo af stað, röskleiki þinn engum líkur, allt skyldi vera eins og bezt varð á kosið. Þið Orri úti í beðum, við Mumma sáum um krakkana og kaffistofuna og svo finnst mér nú að við höfum verið úti í sólbaði alla daga. Skógræktin þín orðin himinhá og veitir svo fallegt skjól, en á henni hafði áður eng- inn trú nema þú, mamma mín. Ég man allar vel heppnuðu berjaferðirnar. Sömuleiðis ferð- irnar í kirkjugarðinn til að setja niður blóm og hlúa að, alltaf sama alúðin hjá þér hvað sem var gert. Ég er svo innilega þakklát fyrir samfylgdina, mamma mín, fyrir óeigingirnina og dugnaðinn og reisn þína alla tíð. Nú ert þú laus úr fjötrum þessa jarðneska lífs og nú vona ég að þú sért komin í fallega berjalaut og himneska blóma- brekku. Blessuð sé þín bjarta og vermandi minning. Halla Eggertsdóttir. Hún Venný systir mín hefur kvatt okkur í bili. Hún lést á Hrafnistu að morgni sunnudags- ins 25. febrúar sl. eftir um tveggja ára dvöl þar. Það fer ekki hjá því þegar ná- inn ættingi hverfur af sviðinu eftir langa samfylgd að upp í hugann koma ýmsar minningar. Við ólumst upp hér í Fagradal við öll venjuleg sveitastörf og þótt við systkinin værum öll samrýnd þá var það svo að Venný varð mér nákomnust fyrstu árin. Má vera að það hafi verið af því að snemma kom í ljós sá sterki eiginleiki hennar, sem fylgdi henni allt til enda, að hlúa að þeim sem á aðstoð þurftu að halda. Hún gekk í skóla á Laugarvatni og lauk þar gagn- fræðaprófi, en í framhaldi af því fór hún í hjúkrunarnám og starf- aði síðan alla sína starfsævi við hjúkrunarstörf. Hún beitti sér fyrir ýmsum umbótum á því sviði, m.a. vann hún að stofnun dvalaheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi og var forstöðukona um tíma. Maður hennar var Eggert Einarsson vélstjóri og eignuðust þau þrjú börn. Og nú kom í ljós hversu sterk hún var því tvö af börnum hennar náðu ekki eðlilegum þroska, hvorki andlega né líkamlega, og má nærri geta að það hefur orðið foreldrunum mikið áfall að þessi fallegu englabörn þeirra skyldu hljóta þau örlög. En þrátt fyrir þennan annmarka höfðu þau einn eiginleika, sem ekki er öll- um gefinn, en það er óvenju- sterkt minni. Með einbeitni og ótrúlegri þolinmæði kom hún þeim til nokkurs þroska og nú dvelja þau á Skálatúni við afar góðar aðstæður og gott atlæti. Og nú þegar mamman er farin tekur Halla systir við að annast um þau af sinni einstöku alúð. Það var gaman að ræða við Venný á góðum stundum, bæði mál líðandi stundar og eins vangaveltur um lífið og til- veruna, en hún var trúuð og hugsaði mikið um þau málefni, gat sér þess jafnvel til að hún ætti ættir að rekja til Austur- landa frá fyrri tilverustigum. Hún ætti nú að komast að því fljótlega. Venný, mín góða systir. Ég þakka þér samfylgdina gegnum lífshlaupið og óska þér góðrar ferðar þar sem þú getur svifið frjáls á nýjum brautum. Sigurður í Fagradal. Þegar við lítum til baka og minnumst Rannveigar skólasyst- ur okkar og vinkonu koma þrjú orð upp í hugann sem lýsa henni og eiginleikum hennar: Góðvild, gleði og baráttuhugur. Við kynntumst fyrst í ágúst 1948 þegar við hófum nám í Hjúkr- unarskóla Íslands sem þá var uppi á háalofti á Landspítalan- um. Við vorum á heimavist og þetta voru skemmtilegir tímar. Við töldum kjark hver í aðra þegar við þurftum að leysa hin ýmsu erfiðu verkefni. Eftir út- skrift 1951 fórum við hver í sína áttina út á land. Rannveig giftist unnusta sín- um, Eggerti Einarssyni vél- stjóra, ágætismanni, þó leiðir þeirra skildi síðar. Þau eignuð- ust þrjú börn. Tvö af þeim voru fötluð. Fyrir sextíu árum voru allt aðrir tímar og litla hjálp að fá við slíkar aðstæður. Rannveig barðist eins og ljón fyrir börnin sín svo þau fengju að ganga í skóla og fengju þá aðstoð sem þeim bar. Þetta tókst henni. Rannveig var afbragðs hjúkr- unarkona og virt og vann alla tíð við fag sitt. Hún var í níu ár for- stöðukona Hrafnistu í Reykjavík og önnur níu ár forstöðukona Sunnuhlíðar í Kópavogi og fórst það starf vel úr hendi. Rannveig hafði átt við veikindi að stríða mörg undanfarin ár og höfum við dáðst að dóttur henn- ar, Höllu Eggertsdóttur sjúkra- liða, sem hefur sinnt móður sinni af mikilli alúð. Við þökkum Rannveigu samfylgdina, alla tryggðina og vináttuna og biðj- um guð að blessa börnin hennar, barnabörn og barnabarnabörn og aðra aðstandendur. Þorgerður Brynjólfsdóttir og Guðrún Margeirsdóttir. Rannveig Þórólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.