Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 37
Á höfuðborgarsvæðinu hefur veðurverið furðulega milt í marsmán- uði. Fólk hefur í óskhyggju jafnvel bitið í sig að farið sér vora hér við nyrsta haf. x x x Víkverji trúir því ekki fyrr en hanntekur á því. Í raun finnst honum hálfóþægilegt að veður sé svo gott í mars. Það hlýtur að þýða að ofsa- veður sé handan við hornið. Það er ekki veðurguðunum líkt að leyfa eyja- skeggjum að sigla í gegnum mildan vetur. x x x Í gegnum tíðina hafa frasar eins ogpáskahret og skíðamót 17. júní tek- ið sér bólfestu í þjóðarsálinni og ekki endilega að ástæðulausu. x x x Kunningi Víkverja fékk bjartsýnis-kast um síðustu helgi. Ákvað að komið væri vor og reif sig upp á milli kl. 7 og 8 á laugardagsmorguninn til þess að fara í golf á Hellu. Veðrið mun hafa leikið við kylfinga um morguninn að hans sögn. x x x Ekki varð sú upplifun til að draga úrbjartsýni kunningjans og hann taldi sér trú um að hann gæti leikið golf með góðu móti um páskana. Vík- verji hefur takmarkaða trú á að svo verði. x x x Víkverja finnst þó um að gera aðnjóta þess á meðan ágætlega viðrar. Til dæmis er hægt að virða fyrir sér mannlífið á meðan beðið er í bílalestum borginni. x x x Sýnist Víkverja að bílalestin semáður hófst í Hlíðunum nái nú nánast að Háskóla Íslands. Í umferð- inni gefst nægur tími til að horfa í kringum sig og spá í veðrið enda tek- ur óratíma að komast á milli staða. x x x Víkverji finnur til með foreldrumsem þurfa að hendast hingað og þangað til að skutla afkvæmum í tóm- stundir. Hversu mikill tími myndi sparast á degi hverjum með því að búa úti á landi? vikverji@mbl.is Víkverji DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til að setjast niður með öðrum og ræða sameiginlegar eignir og ábyrgð í dag. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu. 20. apríl - 20. maí  Naut Sum verkefni kalla á skrýtnar lausnir svo þú skalt ekki útiloka neitt í þeim efnum. Efasemdir sem hafa hrjáð þig að undanförnu heyra sögunni til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Bjartsýni þín leiðir þig langt og þeg- ar sá gállinn er á þér njóta samstarfsmenn þínir einnig góðs af. Láttu því reyna á sam- starfsvilja annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta fjármálin reka á reiðanum. Stilltu eyrað á niðinn sem segir þér hvers þú raunverulega þarfnast og finndu róna sem þú hefur lengi þráð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dropinn holar bergið svo þú skalt ekki gefast upp á að berjast fyrir málstað þínum. Afstaða þín mun gefa þér færi á að hugsa ým- islegt til enda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfa/n sig og næra líkama og sál. Drífðu þig út og lyftu glasi ef þú hefur tök á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og þá ríður á að þú bregðist rétt við. Miðlaðu góðlátlegum og einlægum orðum til einhvers sem hefur átt í erfiðleikum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til að hreinsa til í geymslunni og losa þig við hluti sem nýtast þér ekki lengur. Vinnuskipti og fjárfestingar geta fært þér aukna velsæld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það vefst fyrir þér að ganga frá máli sem þér hefur verið falið að leiða til lykta. Hvettu alla til þess að taka höndum saman til að ná markmiði eða skipuleggja uppákomu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í tilraunum þínum til að gera alla ánægða gætirðu gleymt meginatriðinu: líf þitt skiptir líka miklu máli. Vertu sátt/ur við sjálfa/n þig og ákvarðanir sem þú tókst á sín- um tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Vertu staðföst/fastur og forðastu að falla í freistni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur svo margt á þinni könnu að hætta er á því að hlutirnir fari úr böndunum. Ekki vera of fljót/ur á þér að segja já við verk- efnum og við fólk. Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálm: 68.20) OCEAN MIST Modus Hár og Snyrtistofa Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki Ocean Mist er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Verð 2.560 kr. Sjá nánar á harvorur.is Veðrabrigði“ eru klassískt yrkis-efni eins og sannast á Helga R. Einarssyni: Búkur kætist, örvast lífsins losti er loksins kemur þíða’ á eftir frosti. „Ég þakka það og þennan stað,“ sagði karl við kellu sína’ og brosti. Síðan yrkir Helgi um „leiðindi“: Á Stínu með freknurnar starð ’ann, svo strákurinn hennar loks varð ’ann. En allt er nú breytt hún ei þráir neitt nema eins og t.d. að jarð ’ann. Ég veit ekki hvort rétt er að segja að Pétur Stefánsson kvarti undan svartþröstum þegar hann segir á Leir að þeir séu farnir að kyrja ástarsöngva sína um miðjar nætur og halda fyrir manni vöku: Vorið nálgast, vaknar þrá, vetur senn að baki. Ýmislegt vill andann hrjá, einn um nótt ég vaki. Enda lítinn frið að fá fyrir þrastakvaki. Og Ingólfur Ómar segir að allt bendi til þess að vorið sé í nánd, – „en það mun þó kannski kólna eitt- hvað, allavega er ekki langt í það. Þrestirnir eru ansi kvikir og það er ekki amalegt að vakna upp við fallegan söng í bítið“: Blístrar fugl á birkigrein, blíðan söng mér færir. Syngur burtu sorg og mein, sinnið endurnærir. Og hann lætur „þessa fylgja þó snemmt sé“: Gleði borið getur art, greikkar spor til muna. Eykur vorið yndisbjart, orku þor og funa. Ármann Þorgrímsson og Sig- mundur Benediktsson hafa gaman af því að kveðast á. Ármann byrjar með athugasemdinni „þannig var það“: Þegar lífið lék mig verst og lánið blakti á skari hjálpaði þá montið mest mínu heilsufari Og Sigmundur svaraði, – „Rétt er það Ármann. Minnimáttarkennd er niðurdrepandi“: Böguglingur bærir holt, braginn hringar slyngur. Glaður syngur sitt með stolt sannur Þingeyingur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðrabrigðum, svart- þröstum og vorkomu Í klípu „TIL AÐ LESA NÆSTA SETT AF BOÐORÐUM, SKROLLAÐU NIÐUR EÐA RENNDU FINGRINUM TIL VINSTRI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD AÐ VIÐ FÖRUM ÁÐUR EN KÚREKAMYNDIN HEFST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það eina sem virkilega skiptir máli. Ó NEI! ÉG MISSTI SÍMANN MINN Í VATNIÐ! ÞAÐ ÚTSKÝRIR FÚLA TÍSTIÐ FRÁ KARFANUM ÞÚ STALST ÖLLU Í SÍÐUSTU VIKU SEM VAR EKKI SKRÚFAÐ NIÐUR! HVERS VEGNA ERTU KOMINN AFTUR? VIÐ KEYPTUM SKRÚFJÁRN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.