Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Rétta
þjálfunin
sem veitir vellíðan!
Vorafsláttur í ræktina!
Kynntu þér málið á jsb.is
ICQC 2018-20
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Þegar maður er búinn að sitja ásama bekk útí sal, fjögurkvöld í röð, og rýna gaum-
gæfilega í átta hljómsveitir á kvöldi
flytja tónlist sína eins vel og þær
geta, mætti segja að maður sé tekinn
að þreytast aðeins í eyrunum. Það er
þó alls ekki sú tilfinning sem er
ríkjandi í lok fjórða undanúrslita-
kvölds Músíktilrauna, heldur smá
depurð yfir því að nú séu bara úrslit-
in eftir. Fjölbreytnin í undanúrslit-
unum er alltaf jafn mikil. Maður veit
hreinlega aldrei hverju maður má
eiga von á. Þess vegna elskar maður
þessa keppni svona mikið.
Síðasta undanúrslitakvöldið
einkenndist af lágstemmdu poppi og
einlægni og þannig hljómaði Vox,
sem fyrst var á sviðið. Þrjár stúlkur
sem sömdu prýðileg lög og höfðu
unnið í útsetningum en áttu eftir að
æfa þar til þær kynnu lögin afturá-
bak og áfram. Það er næsta skref,
því efnið ykkar er prýðilegt.
Enn meiri einlægni tók við hjá
Grey Hil Mars, tríói úr Reykjanesbæ
sem lék þjóðlagarokk. Grétar Hilm-
arsson, stór og mikill rumur með
hár og skegg í allar áttir, söng með
afskaplega hrjúfri röddu lög um erf-
iðar tilfinningar og móðurást. Þetta
hljóta að vera einlægustu rokkarar á
Íslandi og bræða köldustu íshjörtu.
Dúettinn Trapísa söng líka um
ást og um það að gera sitt besta og
fyrra lag þeirra var mjög flott með
frábæru gítarsándi. Taugarnar voru
þó eitthvað að stríða liðsmönnum,
enda nýbyrjaðir að koma fram, og
seinna lagið fór forgörðum. Þetta er
efnilegt en ekki tilbúið.
Síðust á svið fyrir hlé var hljóm-
sveit úr Reykjavík sem kallaði sig
Sif, og inniheldur fimm grunnskóla-
nemendur úr Norðlingaskóla á aldr-
inum 14-16 ára. Eydís Ýr Jóhanns-
dóttir söngkona stóð sig með
eindæmum vel, en sveitin þarf að
þétta sig og æfa upp svolítið meiri
kraft.
Eftir hefðbundna kaffi- og
pissupásu steig á svið undarleg
hljómsveit sem kallaði sig Odd-
weird. Fyrra lagið þeirra var mjög
góður geim-djass, en seinna lagið
væri hugsanlega hægt að kalla sirk-
us-hugleiðslutónlist fyrir píanó og
blokkflautu. Guðmundur Elí Jó-
hannsson á heiður skilinn fyrir
frumlegheit og það verður gaman
að fylgjast með þróuninni hjá honum
í framtíðinni.
Þá erum við komin að Morra,
sem eins og Oddweird, léku ill-
skilgreinanlega tónlist. Eina hljóð-
færið var einn rafmagnsgítar sem
var lúppaður og bjó þannig til undir-
leik fyrir blúsrokkaðan söng. Þetta
mætti alveg kalla lo-fi blús, en það er
tvímælalaust pláss fyrir trommur og
bassa í þessum hljóðheimi, sem var
full-brothættur og nakinn svona.
Bjartr tók einnig þátt í fyrra og
þá var hann með kraftmeira sett.
Seinna lag hans var áberandi betra
núna, en ég saknaði myrka bassa-
drifna hljómsins hans.
Lokasveit kvöldsins, og jafn-
framt síðasta band til að leika í und-
anúrslitum Músíktilrauna árið 2018,
var Academic, sem er viðeigandi
nafn á fimm tónlistarskólanem-
endum. Þau spiluðu fágað og slípað
popp sem rann greiðlega í gegn á út-
pældan hátt.
Þegar atkvæði höfðu öll verið
talin úr sal var það Academic sem
kosin var áfram, en dómnefnd valdi
síðan Grey Hil Mars í úrslitin. Einnig
bætti dómnefnd við tveimur hljóm-
sveitum til viðbótar sem líka spila í
úrslitum í ár, en það eru Hugarró
frá fyrsta kvöldinu, og Mókrókar frá
öðru kvöldinu. Þessi bönd eru þá öll
komin í úrslit og leika aftur á laug-
ardagskvöldið 24. mars í Hörpu.
Sjáumst þá!
Alls kyns tilfinningar
Morgunblaðið/Hari
Hárprúður Grétar Hilmarsson, söngvari Grey Hil Mars sem komst áfram.
» Fyrra lagið þeirravar mjög góður
geim-jass, en seinna
lagið væri hugsanlega
hægt að kalla sirkus-
hugleiðslutónlist fyrir
píanó og blokkflautu.
Einlægni Síðasta undanúrslitakvöldið einkenndist af lágstemmdu poppi og
einlægni og þannig hljómaði hljómsveitin Vox sem var fyrst á svið.
Akademísk? Kristín Sesselja
Einarsdóttir, söngvari og
gítarleikari Academic.
Víti í Vestmannaeyjum
Kvikmynd eftir leikstjórann Braga
Þór Hinriksson sem byggð er á
samnefndri skáldsögu Gunnars
Helgasonar og segir af átökum
nokkurra krakka á fótboltamóti,
innan vallar sem utan. Með helstu
hlutverk fara Lúkas Emil Johan-
sen, Róbert Luu, Ísey Heiðars-
dóttir, Viktor Benóný Benedikts-
son, Jóhann G. Jóhannsson, Óli
Gunnar Gunnarsson, Ilmur Krist-
jánsdóttir, Gunnar Hansson og Sig-
urður Sigurjónsson.
Pacific Rim Uprising
Framhald kvikmyndarinnar Pacific
Rim frá árinu 2013. Nokkur ár eru
liðin frá því Stacker Pentecost og
mönnum hans tókst að ráða niður-
lögum síðasta Kaiju-skrímslisins og
loka fyrir gátt þeirra á botni Kyrra-
hafs. Einhver hefur nú opnað gátt-
ina á ný og árás yfirvofandi. Leik-
stjóri er Steven S. DeKnight og
með aðalhlutverk fara John Bo-
yega, Scott Eastwood og Cailee
Spaeny.
Metacritic: 46/100
Pétur kanína
Blanda leikinnar myndar og tölvu-
teiknimyndar sem forsýningar hefj-
ast á um helgina. Myndin er byggð
á sögum enska barnabókahöfund-
arins Beatrix Potter um uppreisn-
argjörnu kanínuna Pétur sem á í
útistöðum við skapvondan bónda.
Leikstjóri myndarinnar er Will
Gluck og meðal leikara í íslenskri
talsetningu eru Sigurður Þór Ósk-
arsson, Hannes Óli Ágústsson, Vala
Kristín Eiríksdóttir og Þuríður
Blær Jóhannsdóttir.
Metacritic: 52/100
Bíófrumsýningar
Fótboltafjör, skrímsli og
uppreisnargjörn kanína
Átök Úr kvikmyndinni Pacific Rim
Uprising sem segir af baráttu
manna við risastór skrímsli.