Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
MYND ER MINNING
Fermingarmyndir
„Bókanir hafa farið mjög vel af
stað, en einungis standa u.þ.b. 600
stæði eftir sem farþegar geta
tryggt sér,“ segir Guðjón Helgason,
upplýsingafulltrúi Isavia, en nýverið
var þeim tilmælum beint til fólks
sem hyggst leggja land undir fót
um páskana og ferðast til og frá
Keflavíkurflugvelli á eigin ökutæki
að bóka bílastæði við flugstöðina
fyrirfram.
Er það gert til að forðast það að
fólk fái ekki stæði fyrir bíla sína
þegar á flugvöllinn er komið, en í
fyrra fylltust stæðin og olli það flug-
farþegum töluverðum óþægindum.
Guðjón segir allt útlit vera fyrir
að stæðin fyllist einnig í ár. Þá segir
hann mikilvægt að fólk leggi ekki
bílum sínum við innganginn að
brottfararsalnum. Mikilvægt sé að
hafa svæðið óhindrað þegar mikil
umferð fólks er um flugvöllinn. Þeir
ökumenn sem ekki fara eftir þess-
um tilmælum mega búast við sekt.
Hægt er að panta bílastæði á
bókunarkerfi sem finna má á heima-
síðu Isavia, en forpöntun fylgja
einnig betri kjör á þjónustunni.
Bílastæðin við Leifsstöð
fyllast á næstu dögum
Morgunblaðið/Hari
Leifsstöð Búast má við margmenni
á flugvellinum um páskana.
Um 600 laus
stæði yfir páska
Bílastæðavandi
» Hægt er að panta bílastæði
við Keflavíkurflugvöll í bók-
unarkerfi á heimasíðu Isavia.
» Stæðin fylltust í fyrra og
stefnir í sama ástand nú.
» Þeir sem leggja bílum sínum
við innganginn að brottfararsal
flugvallarins verða sektaðir.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Eldsneytisverð hefur haldist svo
gott sem óbreytt hér á landi frá
áramótum. En það er þó einn aðili á
markaði sem hefur verið að lækka
sig að undanförnu og það er
Costco,“ segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við
Morgunblaðið, en eldsneytisverð á
bensínstöð Costco lækkaði seinast
um fimm krónur fyrir um viku.
Algengt verð olíufélaganna á
bensíni í gær var 212,80 krónur og
á dísilolíu 206,60 til 206,90 krónur.
Verð á bensíni hjá Dælunni og
Orkunni X var á bilinu 203,10 til
203,40 krónur og á dísilolíu var
verðið 195,70 til 195,80 krónur. Á
bensínstöð Costco í Garðabæ var
hins vegar hægt að kaupa bensín á
183,90 krónur og dísilolíu á 180,90
krónur.
Fólk njóti gengisbreytinga
„Næstlægsta verð á bensíni sem
fólk finnur í almennri sölu er hjá
Dælunni á 203,10 krónur. Það mun-
ar því tæplega 20 krónum á lítra-
verðinu hjá þeim og Costco,“ segir
Runólfur og bætir við að almennt
sé fylgni á milli lækkunar
eldsneytisverðs og styrkingar ís-
lensku krónunnar gagnvart Banda-
ríkjadal, en frá því í janúar síðast-
liðnum hefur dollarinn fallið og
stendur nú í um 98 krónum.
„Costco eru einir um að láta neyt-
endur njóta þessarar þróunar,“ seg-
ir Runólfur.
Þá segir Runólfur það áhuga-
verða þróun að á bensínstöðvum í
námunda við Costco megi gjarnan
finna lægra eldsneytisverð en á öðr-
um stöðvum. „Lægsta verðið er yf-
irleitt næst Urriðaholti, en svo hef-
ur reyndar eitthvað bólað á lægra
eldsneytisverði á Egilsstöðum og
Akureyri,“ segir hann.
Hækkanir samhliða söfnun
Eggert Þór Kristófersson er for-
stjóri N1. Hann segir ýmislegt geta
haft áhrif á ákvörðun eldsneytis-
verðs, s.s. heimsmarkaðsverð á olíu
og ástand alþjóðastjórnmála.
„Verð á heimsmarkaðsverði get-
ur breyst hratt og oft er hækkun á
mörkuðum núna því margir eru að
birgja sig upp fyrir sumarið. Þessi
hækkun á það oft til að ganga til
baka, það er mjög algengt,“ segir
hann og bætir við að sumarhækk-
anir nái oft hámarki í lok apríl.
„Svo má ekki horfa framhjá ólgu
í stjórnmálum á heimsvísu. Öll um-
ræða um aukinn pólitískan þrýsting
á Rússa hefur t.a.m. alltaf neikvæð
áhrif á olíuverð með þeim afleið-
ingum að það hækkar.“
Eldsneytisverð
nær óbreytt
frá áramótum
Verð á bensíni og olíu hjá Costco í
Garðabæ lækkaði nýverið um fimm krónur
Þróun eldsneytisverðs og gengi dollars
220
215
210
205
200
105
100
95
kr./lítra 1$=
Eldsneytisverð Gengi dollars, kr.
1. janúar 2018 27. mars 2018
Verð hjá Costco 27. mars:
Bensín: 183,90 kr., dísel: 175,90 kr.
Sjálfsafgreiðsluverð á þjónustustöð:
Bensín Dísilolía
Gengi bandaríkjadals
Runólfur
Ólafsson
Eggert Þór
Kristófersson
Sigurður Bogi Sævarsson
Arnar Þór Ingólfsson
Sá möguleiki er nú ræddur að hluti af
Hamraneslínu, sem liggur í gegnum
hið nýja Skarðshlíðarhverfi í Hafn-
arfirði, verði settur í jörð. Sem kunn-
ugt er felldi úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála á mánudag
úr gildi framkvæmdaleyfi vegna svo-
nefndrar Lyklafellslínu sem koma
átti í stað háspennulínunnar sem
kennd er við Hamranes. Einnig er til
umræðu að færa línurnar úr Skarðs-
hlíðarhverfi til bráðabirgða uns önn-
ur lausn finnst.
Að Hamraneslína, sem er milli
Geitháls og Straumsvíkur, skuli
liggja í gegnum Skarðshlíð er fyrir-
staða uppbyggingar í hverfi þar sem
gert er ráð fyrir á sjötta hundrað
íbúðum og margvíslegri starfsemi
þar sem Hafnarfjarðarbær leggur
mikið undir. Lyklafellslína myndi
hins vegar liggja af Sandskeiði vest-
an Bláfjalla suður að Helgafelli og
þaðan í Straumsvík.
Frestun óhjákvæmileg
„Úrskurðurinn þýðir frestun, það
er óhjákvæmilegt. Hversu lengi er
ekki hægt að segja á þessu stigi. Við
munum ræða við Skipulagsstofnun
og sjá hvaða leiðir eru færar,“ segir
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landsnets, í samtali við
Morgunblaðið.
Fulltrúar fyrirtækisins og Hafnar-
fjarðarbæjar funduðu um úrskurðinn
í gær og möguleg næstu skref.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála telur að í gögnum
Landsnets hafi ekki verið sýnt nægj-
anlega fram á að jarðstrengskostir
væru ekki raunhæfir. Þá hafi sam-
anburður á umhverfisáhrifum þeirra
og loftlínu, eins og Landsnet vill
reisa, verið með þeim hætti sem lög
gera ráð fyrir. Hjá Landsneti hefur
hins vegar komið fram að lagning
jarðstrengja í vegstæði Bláfjallaveg-
ar væri tæknilega framkvæmanlegur
kostur en rúmum fimm milljörðum
króna dýrari en loftlína.
Miður ef uppbygging tefst
Ógn við vatnsból var einnig meðal
atriða sem felldu framkvæmdaleyfið,
en úrskurðurinn um Lyklafellslínu er
svar við kæru sem Náttúru-
verndarsamtök Suðvesturlands og
Hraunavinir lögðu fram.
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Hraunavina, segir að sér þyki miður
ef uppbygging í Skarðshlíðarhverfi
tefjist vegna þessa, en að setja loft-
línu yfir grannsvæði vatnsbólanna
hafi verið afleit hugmynd. Vissulega
vanti íbúðarhúsnæði en sé hreint
drykkjarvatn ekki í boði bresti allt
annað.
Eydís Franzdóttir, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Suðvesturlands,
fagnar úrskurðinum og því að nú sé
hægt að skoða aðra möguleika við til-
færslu Hamraneslínu. „Auðvitað má
vera ljóst að það þarf að færa Hamra-
neslínu frá byggðinni. Réttara sagt:
það er búið að skipuleggja byggð of-
an í háspennulínu sem er algjör
óvissa um hvert er að fara. Mér finnst
að Hafnarfjarðarbær hafi gengið of
hratt fram í skipulagningu á þessu
svæði miðað við framgang mála hjá
Landsneti,“ segir Eydís.
Ljósmynd/Efla
Rafmagn Hamraneslína við Elliðavatn, þar sem hún liggur frá Geithálsi, þaðan um Heiðmörk suður í Straumsvík.
Línurnar í jörð eða
bráðabirgðaflutningur
Tafir eru fyrirséðar vegna úrskurðar um Lyklafellslínu
Lyklafellslína
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Straumsvík
Reykjavík
Hamraneslínur 1 og 2
Ísallínur 1 og 2
Lyklafellslína
Búrfellslína 3