Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is BLÓMLEGIR PÁSKAR með Ísblómum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Forkynning stendur nú yfir á tillögu að deiliskipulagi í austurhluta Urr- iðaholts í Garðabæ. Deiliskipulagið nær til 21,5 hektara svæðis þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfi fyrir um 495 íbúðir í 2-5 hæða fjölbýlishúsum, rað-, par- og einbýlishúsum. Íbúð- irnar eru af mismunandi stærð og geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði með íþrótta- aðstöðu. Gert er ráð fyrir gatna- og veitu- framkvæmdum í austurhlutanum næsta vetur og að einstaka bygging- arlóðir geti orðið byggingarhæfar sumarið 2019. Nú eru í Urriðaholti fullfrágengin hús með 460 íbúðum Yfir 500 íbúðir eru á hinum ýmsu stigum framkvæmda og á þeim öllum að vera lokið síðari hluta næsta árs. Áætlað er að íbúðirnar í austurhlut- anum verði fullbyggðar árið 2021. Íbúafjöldi í Urriðaholti í heild gæti orðið allt að fimm þúsund manns. Skipulagssvæðið er í eigu Urr- iðaholts ehf. sem er félag í meiri- hlutaeigu Oddfellow-reglunnar á Ís- landi. Urriðaholt ehf. hefur staðið að gerð deiliskipulagsins, í samráði við Garðabæ. Svæðið liggur að Flótta- mannavegi en austan hans er upp- land Garðabæjar og golfvöllurinn Oddi. Vestan skipulagssvæðisins eru vesturhluti Urriðaholts og háholtið þar sem mikil uppbygging á sér stað um þessar mundir. Kynningarfundur Forkynning stendur til 10. apríl 2018 og meðan á henni stendur er til- lagan aðgengileg á heimasíðu Garða- bæjar og á heimasíðu Urriðaholts. Almennur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl í Urr- iðaholtsskóla og hefst hann klukkan 17:30. Á fundinum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður. Kynna nýtt íbúða- hverfi í Urriðaholti Deiliskipulagstillaga Nýtt hverfi í austurhluta Urriðaholts í Garðabæ GARÐABÆR KÓPAVOGUR HAFNARFJÖRÐUR Heimild: Garðabær – Deiliskipulag Urriðaholts, austurhluti 1. áfangi, 8. mars 2018  Reiknað með 495 íbúðum  Gætu verið fullbyggðar 2021 Heldur færri eru byrjaðir á grá- sleppuveiðum nú en á sama tíma í fyrra, eða 62 á móti 80. Afli til þessa er nánast sá sami og í upphafi vertíð- ar fyrir ári, en mestu hefur verið landað á Bakkafirði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að ágætlega líti út með verð fyrir afurðir. Í fyrra var meðalverð um 195 krónur fyrir kílóið af heilli grásleppu, en nú heyrist verðtilboð upp í 210 krónur. Byrjuðu á vorjafndægri Fyrsti dagur grásleppuveiða í ár var á vorjafndægri, 20. mars, og voru margir mættir á veiðistað á mínút- unni átta þegar heimilt var að leggja netin. Samkvæmt reglugerð mátti hefja veiðar fyrst á svæðum D, E, F og G, þ.e. við Norðurland, Austur- land og að Garðskagavita. Heimilt er að hefja veiðar 1. apríl í Faxaflóa, utanverðum Breiðafirði og Vestfjörðum, en innanverður Breiðafjörður verður opnaður 20. maí. Á þeim svæðum sem opnast fyrst lýkur veiðum 2. júní, 14. júní á svæðum A, B1 og C og 2. ágúst í inn- anverðum Breiðafirði, B2. Upphafsfjöldi veiðidaga í ár er 20, en dagafjöldinn verður endurskoð- aður þegar ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar liggur fyrir. Í fyrra var einnig lagt af stað með 20 daga, en fjöldinn var síðan aukinn í 36 daga. Þegar nokkuð var liðið á vertíðina var veiðidögum fjölgað í 46. Aukinn dagafjöldi nýttist ekki öllum útgerð- um því 60 af um 250 útgerðum voru búin að taka upp netin þegar tilkynn- ing ráðherra birtist. Meðalfjöldi báta á grásleppuveiðum síðustu fimm ár er 284, flest voru leyfin í notkun 2015 eða 320, en fæst 2014 þegar 223 bátar stunduðu grásleppuveiðar. Markaðir í jafnvægi Örn segist gera sér vonir um að í ár verði hægt að veiða um 8.600 tunnur af hrognum án þess að það leiði til kolsteypu í verði. Markaðir fyrir grásleppu séu í jafnvægi þar sem veiði undanfarin ár hefur verið á pari við eftirspurn. Útflutningsverð fyrir söltuð hrogn og grásleppu- kavíar hækkaði í fyrra, en verð fyrir frysta grásleppu á Kínamarkað gaf örlítið eftir. Vertíðin í fyrra skilaði um 900 milljónum í aflaverðmæti og útflutn- ingsverðmæti nam um 1,6 milljörð- um. aij@mbl.is Grásleppuvertíð að komast í gang  Mætt stundvíslega fyrsta veiðidaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.