Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsmót UMFÍ sem haldið verður
á Sauðárkróki í sumar verður með
gjörbreyttu sniði frá því sem áður
hefur þekkst. Mótið verður opið öll-
um landsmönnum, 18 ára og eldri, og
reynt að höfða til fólks sem gert hefur
hreyfingu að lífsstíl í stað hinna hefð-
bundnu keppnisíþrótta landsmóts.
Landsmót Ungmennafélags Ís-
lands (UMFÍ) hafa verið haldin á 3-4
ára fresti í bráðum 70 ár. Síðustu ára-
tugina hefur frjálsíþróttakeppnin
verið vinsælust en einnig keppt í
sundi, boltaíþróttum og ýmsum
starfsíþróttum. Vægi mótsins hefur
minnkað fyrir keppnisíþróttir og fáir
af bestu íþróttamönnum hafa tekið
þátt. Síðasta mót var haldið á Selfossi
fyrir fimm árum.
Eftir það ákvað UMFÍ að staldra
við og endurskoða mótið, markmið
þess og tilgang. Meðal annars var
farið á danska landsmótið til að sækja
hugmyndir. Niðurstaðan var að gjör-
breyta mótinu. Opna það og gera að-
gengilegra. Þannig þurfa keppendur
ekki að vera í ungmenna- eða íþrótta-
félagi. Í þessu felst að stigakeppni
héraðssambandanna leggst af.
Íþróttaveisla fyrir alla
Í stað frjálsíþróttakeppninnar held-
ur Frjálsíþróttasamband Íslands
Meistaramót Íslands í frjálsum íþrótt-
um á mótssvæðinu og UMFÍ heldur
landsmót 50+ samhliða landsmótinu.
„Markmiðið er að gera þetta
skemmtilegt, halda íþróttaveislu fyr-
ir alla. Við verðum með mikið af nýj-
um greinum, sem ekkert eða lítið
hafa verið stundaðar hér á landi.
Fólk getur komið og tekið þátt á sín-
um eigin forsendum,“ segir Thelma
Knútsdóttir, framkvæmdastjóri
Ungmennasambands Skagafjarðar
og verkefnastjóri landsmóts.
Um 40 mismunandi íþróttagreinar
verða í boði, auk skemmtiatriða, sýn-
inga og fyrirlestra.
Þátttakendur geta búið til sína
eigin dagskrá og farið á milli greina.
Nauðsynlegt er að skipuleggja þátt-
tökuna vel því hver grein fær aðeins
ákveðinn tíma í dagskránni og að
honum loknum verður þátttakandinn
að snúa sér að næstu grein. Eða
„láta vaða“ eða leika sér í öðrum
greinum.
Mótið hefst á fimmtudegi sem fyrr
en ekki verður hefðbundin setning-
arathöfn með skrúðgöngu og ræðu-
höldum. Thelma segir að verið sé að
móta það hvernig staðið verður að
upphafi mótsins.
Hreyfing í stað keppni á landsmóti
Landsmót UMFÍ haldið með gjörbreyttu sniði á Sauðárkróki í sumar Danska landsmótið er fyr-
irmyndin Boðið upp á 40 keppnisgreinar, fræðslu og skemmtun Nýjar greinar kynntar til leiks
Ljósmynd/UMFÍ
Verkefnastjóri Thelma Knútsdóttir vinnur með góðu fólki að undirbúningi
nýs landsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í sumar. Í mörg horn er að líta.
Landsmótið 2018
» Landsmót UMFÍ verður haldið
á Sauðárkróki 12. til 15. júlí í
sumar.
» Það verður með breyttu sniði.
» Fjöldi nýrra íþróttaviðburða
auk skemmtunar og fróðleiks
verður á dagskránni.
» Amerískur fótbolti, bandí,
stígvélakast og Pallaball meðal
atriða.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland
býður mikið úrval af
gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JN8020 umgjörð
kr. 18.900,-
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 22.400,-
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
borgarstjóra um að Reykjavíkur-
borg kaupi listaverkið Íslandsvörð-
una eftir Jóhann Eyfells, sem stend-
ur við Sæbraut. Kaupverðið er 27,5
milljónir króna.
Kaupin voru samþykkt með at-
kvæðum meirihlutaflokkanna gegn
atkvæðum sjálfstæðismanna, sem
vildu að peningunum yrði varið til að
kaupa verk eftir aðra listamenn. Þar
sem ekki var samstaða um kaupin
fer málið til endanlegrar afgreiðslu í
borgarstjórn.
Listaverkinu var komið fyrir við
Sæbrautina í kjölfar lánssamnings
sem gerður var við listamanninn 8.
september 2010 en samningurinn
rann út í september á síðasta ári.
Íslandsvarða (2006) eftir Jóhann
Eyfells er eitt af kennileitum borg-
arinnar en verkinu var komið fyrir
við Sæbraut í kjölfar þess að Ing-
ólfur Eyfells bauð borginni að sýna
bronsskúlptúr eftir föður sinn Jó-
hanns Eyfells án endurgjalds, að því
er fram kemur í greinargerð Ólafar
Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra
Listasafns Reykjavíkur. Verkið sé
metnaðarfullt og mikilvægt í ferli Jó-
hanns. Það hafi tvímælalaust gildi
sem vandað og gott listaverk í opin-
beru rými borgarinnar og það hafi
unnið sér sess á meðal borgarbúa.
Jóhann Eyfells (f. 1923) stundaði
nám í Bandaríkjunum í byggingar-
list, skúlptúr, málaralist og keramík
á árunum 1945-53. Hann hefur starf-
að bæði á Íslandi og í Bandaríkjun-
um. Frá 1969 til 1999 var hann pró-
fessor í höggmyndalist við Uni-
versity of Central Florida.
Verk hans hafa verið sýnd á fjölda
sýninga í Bandaríkjunum og á Ís-
landi. sisi@mbl.is
Borgin eignast
Íslandsvörðuna
Kaupverðið 27,5 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn
Íslandsvarðan Verk Jóhanns Ey-
fells við Sæbraut í Reykjavík.