Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
og tölvupósta eins og við gerðum fyr-
ir þann tíma.“
Stór stund
S. Andrea Ásgeirsdóttir, skjala-
vörður á Þjóðskjalasafninu, segir
skilin vera stóra stund. „Þetta átti að
afhendast upphaflega árið 2015. Það
er alltaf flókið að gera eitthvað í
fyrsta skipti, en þetta er í fyrsta
skipti sem skjalavörslukerfi er af-
hent eftir nýjum reglum, svokölluð-
um vörsluútgáfureglum nr. 100/
2014,“ segir Andrea, en meginmunur
á eldri reglum er að í nýju reglunum
er skilað á XML formi, sem gerir
auðveldara um vik að leita í gögn-
unum í framtíðinni.
Andrea segir að áður hafi verið
tekið á móti tveimur minni skjala-
vörslukerfum samkvæmt eldri
reglum, úr gamla iðnaðarráðuneyt-
inu og efnahags- og viðskiptaráðu-
neytinu.
Er þá hægt að koma niður í safnið
og skoða þessi gögn?
„Nei, við veitum aðgang að þess-
um gögnum þegar þau eru orðin 30
ára gömul. Þangað til þarf fólk að
leita til ráðuneytanna sjálfra.“
Andrea segir að áður hafi gagna-
grunnum verið skilað samkvæmt
nýju reglunum, en aldrei skjala-
vörslukerfi.
Hvernig verður með framhaldið,
fara rafrænu skjalakerfin að
streyma inn til ykkar núna. „Það eru
margir sem bíða og ég er bjartsýn á
að þetta gangi hratt héðan í frá.“
Danir langt á undan
Þjóðskjalasafn Íslands notast við
sömu aðferðafræði og Danir varð-
andi móttöku á rafrænum gögnum.
„Þeir eru komnir miklu lengra en við
og tóku við fyrstu vörsluútgáfunum
á áttunda áratug síðustu aldar.“
Opinberar stofnanir eru allar
skilaskyldar til opinbers skjalasafns,
sveitarfélög skila til héraðsskjala-
safna en aðrar opinberar stofnanir
til Þjóðskjalasafns. „Í raun er ekkert
héraðsskjalasafn tilbúið að taka við
rafrænum kerfum, en ég veit að
Borgarskjalasafn er komið af stað í
slíkt verkefni.“
Spurð um skjöl einkaaðila segir
Andrea að tekið sé á móti einka-
skjalasöfnum á pappír. „Við mynd-
um taka við rafrænum afhendingum
einkaaðila, en það er ekki hægt að
gera þá kröfu á einkaaðila þar sem
það kostar mikinn pening að gera
vörsluútgáfur sem eru það form sem
rafrænar afhendingar eru afhentar
á. En auðvitað væri æskilegt að geta
tekið á móti rafrænum afhendingum
frá einkaaðilum.“
Hvað með gögn úr Facebook eða
öðrum forritum? „Reglurnar segja
að allt sem viðkemur máli og hefur
áhrif á framgang þess eigi að fara
undir málið. Varðandi símtöl, SMS,
Facebook og annað, þá ættu menn að
skrifa hvað þeim fór á milli í minn-
isblað og vista í skjalavörslukerfinu.“
Tímamót í skjalavörslu
Morgunblaðið/Ómar
Aukning Rafrænum gögnum fjölgar. 2017 voru 13 afhendingar, en ein 2016.
Tekið á móti rafrænum skjölum frá heilu skjalavörslutímabili í fyrsta sinn
Fyrirtæki mega skila en er kostnaðarsamt Má skoða eftir 30 ár
Gagnavarsla
» Þjóðskjalasafnið geymir raf-
ræn gögn til framtíðar á TIFF,
JPG 2000, WAVE, MP3, GML,
MPEG 2 og MPEG 4 formi.
» Menntamálaráðuneytið not-
ar GoPro mála- og skjalakerfið
til að halda utan um rafræn
skjöl og önnur gögn.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fyrstu rafrænu skil á skjölum frá
heilu skjalavörslutímabili fóru á dög-
unum fram í Þjóðskjalasafni Íslands,
þegar mennta- og menningarmála-
ráðuneytið skilaði þangað fyrstu raf-
rænu skjölum sínum. Guðrún I.
Svansdóttir, skjalastjóri hjá ráðu-
neytinu, segir í samtali við Morgun-
blaðið að um sé að ræða mjög um-
fangsmikið skjalasafn frá
skjalavistunartímabilinu 2011-2014.
„Þetta var stórt verkefni sem unnið
var í nánu samstarfi við Hugvit,
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins og
Þjóðskjalasafnið,“ segir Guðrún.
Hún segir að skjalamagn á pappír
hjá ráðuneytinu fari stöðugt minnk-
andi. Rafrænt skjalastjórnarkerfi
hefur verið við lýði í næstum 25 ár
hjá mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu. Guðrún segir að þó svo að
gögn hafi verið geymd frá þeim tíma
með rafrænum hætti, þá þurfti fram
til ársins 2011 að prenta öll skjöl út á
pappír og skila þeim þannig til Þjóð-
skjalasafnsins, þar á meðal tölvu-
pósta og viðhengi. „Umfang vinn-
unnar minnkar þó ekki þó
pappírsmagnið minnki. Skjala-
stjórnun er að breytast í gagna-
stjórnun.“
Mennta- og menningarmálaráðu-
neyti er fyrsta ráðuneytið sem fær
samþykkt rafræn skil á heilu skjala-
vörslutímabili. „Frá áramótum 2010-
2011 höfum við ekki prentað út skjöl
aðar fyrir ári komi í ljós að megin-
skýring á aukinni verðbólgu nú sé
að olíuverð lækki ekki eins og í
fyrra, auk þess sem gengisstyrking
krónunnar sé heldur minni nú.
Verðmæling Hagstofunnar ætti,
að sögn SA, að hafa lítil áhrif á
vaxtastefnu Seðlabankans því hún
hefur engin áhrif á heimsmarkaðs-
verð á olíu. Vaxtahækkun væri frek-
ar til þess fallin að auka framboðs-
vanda á húsnæði og ýta undir enn
frekari hækkun húsnæðisverðs.
Samtök atvinnulífsins segja að verð-
bólga sé komin yfir verðbólgumark-
mið Seðlabankans vegna framboðs-
skorts á húsnæði. Ástæðuna megi
ekki rekja til aukinnar þenslu í þjóð-
arbúskapnum. Þetta kemur fram á
vef samtakanna.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að verðbólga mældist 2,8% í mars og
er í fyrsta skipti í fjögur ár komin
yfir verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans, sem er 2,5%.
SA segja að sé litið til sama mán-
Húsnæðisskortur knýr verðbólgu
SA búast ekki við vaxtahækkun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsnæðismarkaður Skortur á húsnæði ýtir undir verðbólgu að mati SA.
● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% í
gær og hefur hækkað um 8,3% frá ára-
mótum. Veltan á hlutabréfamarkaði
nam 1,8 milljörðum króna.
Sjóvá hækkaði um 1,8% í 224 milljón
króna veltu, Icelandair Group hækkaði
um 1,4% í 193 milljón króna veltu og
Marel um 1,1% í 334 milljón króna
veltu. Einungis tvö félög lækkuðu í gær.
Skeljungur lækkaði um 1,7% í 129 millj-
ón króna veltu og Reginn um 0,2% í
276 milljón króna veltu.
Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði
um 0,06% í gær.
Úrvalsvísitalan hækkaði
um 8% frá áramótum
28. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.08 98.54 98.31
Sterlingspund 139.5 140.18 139.84
Kanadadalur 76.15 76.59 76.37
Dönsk króna 16.318 16.414 16.366
Norsk króna 12.728 12.802 12.765
Sænsk króna 11.953 12.023 11.988
Svissn. franki 103.6 104.18 103.89
Japanskt jen 0.9326 0.938 0.9353
SDR 143.05 143.91 143.48
Evra 121.56 122.24 121.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.639
Hrávöruverð
Gull 1350.65 ($/únsa)
Ál 2021.5 ($/tonn) LME
Hráolía 70.43 ($/fatið) Brent
● Þorsteinn Már
Baldvinsson, for-
stjóri Samherja,
segir að ársfundur
Seðlabankans eftir
páska verði vænt-
anlega sá síðasti
undir stjórn núver-
andi stjórnenda
bankans og því síð-
asta tilefnið fyrir
seðlabankastjóra
og bankaráðsformann að biðja starfs-
menn Samherja, Aserta-menn og aðra
þá sem hann hefur í nafni Seðlabank-
ans ásakað ranglega í gegnum árin af-
sökunar. „Eftir það mun málið vera í
höndum lögmanna,“ segir Þorsteinn
Már í pistli á vef útgerðarinnar. Sex ár
voru liðin í gær frá húsleit Seðlabanka
hjá Samherja vegna ásakana um brot á
gjaldeyrislögum.
Síðasta tilefni til afsök-
unarbeiðni á ársfundi
Þorsteinn Már
Baldvinsson
STUTT