Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Rússlandi sökuðu í gær
stjórnina í Washington um að hafa
beitt samstarfslönd Bandaríkjanna
„gríðarlegum þrýstingi“ til að vísa
rússneskum sendimönnum úr landi
og sögðust ætla að svara með gagn-
aðgerðum.
„Þetta er afleiðing gríðarlegs
þrýstings, gríðarlegrar kúgunar sem
hefur verið helsta tæki stjórnarinnar
í Washington á alþjóðavettvangi,“
sagði Sergej Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands. „Við ætlum að
svara, velkist ekki í vafa um það!
Enginn vill sætta sig við svo durts-
lega hegðun og við gerum það ekki.“
Stjórnvöld í 23 ríkjum ákváðu í
fyrradag að vísa alls a.m.k. 116 rúss-
neskum sendimönnum úr landi vegna
ásakana Breta um að stjórnvöld í
Rússlandi hefðu staðið fyrir morðtil-
ræði við fyrrverandi njósnara með
rússnesku taugaeitri, novítsjok,
fyrstu árásinni með efnavopni í Evr-
ópu frá síðari heimsstyrjöldinni.
Stjórn Írlands bættist við í gær og
sagðist ætla að vísa einum Rússa úr
landi. Framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins ákvað að vísa á
brott sjö mönnum í sendinefnd Rússa
og hafna beiðni um að leyfa þremur
öðrum Rússum að hefja störf fyrir
hana.
Talsmaður Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta sagði í fyrradag að
brottvísanirnar væru „svar við notk-
un Rússa á efnavopni á bresku land-
svæði“. Stjórn Trumps vísaði 60
meintum njósnurum Rússa úr landi
vegna málsins, fleiri en nokkru sinni
fyrr frá lokum kalda stríðsins. Þetta
eru mestu brottvísanir meintra
njósnara frá Bandaríkjunum frá
árinu 1986 þegar stjórn Ronalds
Reagans vísaði 80 Sovétmönnum úr
landi.
Gætu eflt Pútín heima fyrir
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Bretlands, fagnaði stuðningi banda-
manna Breta við þá í deilunni við
Rússa. „Aldrei áður hafa jafnmörg
lönd tekið höndum saman um að vísa
rússneskum stjórnarerindrekum úr
landi,“ sagði Johnson í grein sem birt
var í dagblaðinu The Times. Hann
bætti við að brottvísanirnar væru
áfall fyrir leyniþjónustu Rússlands
og kvaðst telja þær geta markað
þáttaskil í afstöðu vestrænna ríkja til
„glannalegra“ aðgerða Rússa. Til-
raunir þeirra til að sá fræjum efa-
semda um að þeir hefðu staðið fyrir
árásinni bæru ekki lengur tilætlaðan
árangur.
Rússneskir fjölmiðlar sögðu að
brottvísanirnir leiddu til „nýs kalds
stríðs“ milli Vesturlanda og Rúss-
lands. „Brottvísanirnar verða sérlega
skaðlegar fyrir samskipti Rússlands
og Bandaríkjanna,“ skrifaði stjórn-
málaskýrandinn Fedor Lúkjanov í
viðskiptadagblaðið Vedomosti. Hann
spáði því að deilan héldi áfram að
stigmagnast og vestrænu ríkin gripu
til „enn alvarlegri efnahagslegra að-
gerða“ gegn Rússlandi síðar.
Nokkrir fréttaskýrendur hafa sagt
að deilan geti styrkt stöðu Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir
því að deilur við erlend ríki þjappi
þjóðinni saman á bak við ráðamenn-
ina í Kreml. „Því verri sem tengslin
milli Rússlands og Vesturlanda eru
því betra er það fyrir forsetann,“
skrifaði stjórnmálaskýrandinn Stan-
islav Belkovskí á vef rússneska út-
varpsins Ekho Moskví.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur í
Bandaríkjunum hafa látið í ljós efa-
semdir um gagnsemi brottvísananna
og sagt að efnahagslegar refsiaðgerð-
ir séu miklu líklegri til að bera tilætl-
aðan árangur.
Misvísandi skilaboð frá Trump
Donald Trump hefur sent misvís-
andi skilaboð um afstöðu sína til
stjórnvalda í Rússlandi og Pútín hef-
ur verið einn af örfáum sem hann hef-
ur veigrað sér við að gagnrýna á
blaðamannafundum eða á Twitter.
Forsetinn sætti t.a.m. gagnrýni þing-
manna úr röðum repúblikana fyrir
viku þegar hann virti ráð sérfræðinga
sinna í utanríkis- og öryggismálum að
vettugi og óskaði Pútín til hamingju
með endurkjörið í nýlegum forseta-
kosningum og kvaðst vilja eiga fund
með honum. Misvísandi skilaboð for-
setans gætu grafið undan aðgerðum
stjórnar hans gegn Rússlandi, að því
er fréttaveitan Reuters hefur eftir
stjórnmálaskýrendum.
Aðstoðarmenn Trumps hafa þó
lagt áherslu á að forsetinn styðji
brottvísanirnar, fengið upplýsingar
um undirbúning þeirra á nokkrum
fundum og „tekið þátt í ákvörðuninni
frá upphafi“. Ennfremur hefur verið
bent á að þrátt fyrir vinsamleg um-
mæli Trumps um Pútín hafa
embættismenn í utanríkisráðuneyt-
inu, varnarmálaráðuneytinu og Hvíta
húsinu gripið til aðgerða sem þykja til
marks um harða afstöðu gegn stjórn-
völdum í Rússlandi. Utanríkis-
ráðuneytið í Washington skýrði t.a.m.
frá því fyrr í mánuðinum að stjórnin
hefði ákveðið að sjá Úkraínuher fyrir
flugskeytum sem gera honum kleift
að granda skriðdrekum uppreisnar-
manna sem njóta stuðnings stjórn-
valda í Kreml. Forveri Trumps, Bar-
ack Obama, hafði neitað að útvega
Úkraínumönnum flugskeytin af ótta
við að það myndi reita Rússa til reiði.
Skella skuldinni á Bandaríkin
Rússar saka stjórnina í Washington um að hafa beitt samstarfsríki gífurlegum þrýstingi til að
vísa rússneskum sendimönnum úr landi Boða gagnaðgerðir og segja að nýtt kalt stríð sé hafið
Stjórnvöld í 23 ríkjum vísuðu alls 116 Rússum úr landi í fyrradag vegna ásakana Breta um að stjórnvöld
í Rússlandi hefðu staðið fyrir taugaeiturárás á fyrrverandi rússneskan njósnara í Bretlandi
Alls hefur a.m.k. 139 Rússum
verið vísað úr landi vegna málsins,
að meðtöldum 23 sem vísað
var frá Bretlandi 14. mars
Stjórnvöld í Rússlandi
sögðust í gær ætla að
svara þessum brottvísunum
með gagnaðgerðum
Rússneskum sendimönnum vísað úr landi
Bandaríkin Bretland
Kanada
Rússum vísað úr landi
60
ÞýskalandFrakkland Pólland Litháen Danmörk Ítalía
SpánnHolland
Albanía
Eistland Finnland Noregur RúmeníaUngverjal. Lettl. Makedónía Svíþjóð
Ástralía
Úkraína 1323
Króatía
Tékkland
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu, Japan og
fleiri löndum voru í gær með
vangaveltur um að Kim Jong-un,
leiðtogi einræðisstjórnar Norður-
Kóreu, hefði verið í grænni járn-
brautarlest sem kom til Peking fyrr
í vikunni og fór þaðan í gær. Mikill
öryggisviðbúnaður var og hermenn
stóðu heiðursvörð við lestina.
Talsmaður kínverska utanríkis-
neytisins vék sér hjá því að svara
spurningum fréttamanna um hvort
Kim hefði verið í lestinni. Reynist
vangavelturnar réttar var þetta
fyrsta utanlandsferð hans frá því að
hann tók við völdunum í Norður-
Kóreu árið 2011 og talið var líklegt
að hann hefði rætt við Xi Jinping,
forseta Kína.
Lestin er mjög lík brynvörðum
lestum sem faðir Kims, Kim Jong-il,
notaði í sjö ferðum sínum til Kína
og þremur til Rússlands á árunum
1994-2011. Hermt er að Kim hafi
ferðast með lestum vegna flug-
hræðslu.
AFP
Dularfulla lestin Suður-Kóreumaður fylgist með sjónvarpsfrétt um járn-
brautarlest í Peking sem talið var að leiðtogi Norður-Kóreu hefði verið í.
Var Kim Jong-un
í lestinni í Peking?
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o