Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Stund milli stríða Það er gott að geta tyllt sér niður í dagsins önn og skoð-
að símann. Bakvið bekkinn er mynd sem sýnir stæður af gallabuxum.
Kristinn Magnússon
Miðflokkurinn er
upptekinn af því
hvernig túlka skal
landsfundarályktun
Sjálfstæðisflokksins
varðandi uppbyggingu
Landspítala. Bergþór
Ólason er þar á meðal,
eins og fram kom í
pistli hans í Morgun-
blaðinu sl. laugardag
24. mars. Stefna Sjálf-
stæðisflokksins er alveg skýr í upp-
byggingu Landspítala við Hring-
braut. „Ljúka ber þeirri framkvæmd
við uppbyggingu á Landspítalalóð
sem er komin á framkvæmdastig og
tengist núverandi starfsemi“. Þetta
er orðrétt úr ályktuninni eins og hún
var samþykkt.
Framkvæmdastig
er í fullum gangi
Sú stóra uppbyggingarfram-
kvæmd sem nú er í gangi hófst með
byggingu sjúkrahótels í ráðherratíð
Kristjáns Þórs Júlíussonar og opnar
nú loksins árið 2018 og jarðvegs-
framkvæmdir við meðferðarkjarnann
á fullu síðar á þessu ári. Verkefnið
var samþykkt af Alþingi, m.a. af nú-
verandi þingmönnum Miðflokksins,
er á fjárlögum þessa árs, er í stefnu-
skrá ríkisstjórnarflokkanna og er svo
sannarlega á framkvæmdastigi.
Landsfundarályktunin var samin
af velferðarnefnd flokksins, en auk
þess lagði ég til að bætt væri inn í
ályktunina að hugað yrði að stað-
arvali og tekið frá landsvæði fyrir
byggingu annars spítala, t.d. til að
bjóða fjölbreyttari rekstrarform
sjúkrahúsaþjónustu.
„Þannig verði horft til
breyttra þarfa, nýrra
valkosta fyrir starfs-
menn og sjúklinga og
annars konar sérhæf-
ingar á næstu áratug-
um“, eins og það var orð-
að.
Horft til framtíðar
en ekki fortíðar
Í ályktun landsfundar
var talað um að vinna
hratt og vel að staðarvali
og um spítala og spítalaþjónustu í
stað orðsins Landspítala. Þá stefnu
áréttaði ég sem frambjóðandi í vel-
ferðarnefnd flokksins. Þá horfði ég
m.a. til þeirrar stefnu frambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins, sem er að
byggja íbúðir á landi Keldna. Þar
gæti verið ákjósanlegt að byggja
einnig sjúkrahús ásamt heilsugæslu,
hjúkrunar-, endurhæfingarstarfsemi
og ýmsa sérfræðiþjónustu. Þarna á
ekki að vera bráðasjúkrahús og há-
skólasjúkrahús eins og við Hring-
braut. Það er auk þess visst öryggi að
vera ekki með alla sjúkrahúsþjónustu
höfuðborgarsvæðisins á einum stað.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um
þetta í svo breiðum og fjölbreyttum
hóp sem sækir landsfund, en nið-
urstaðan er skýr og landsfundur stóð
sameinaður á bak við ályktunina.
Það má vel vera að það hefði verið
rétt árið 2002 að byggja við Foss-
vogsspítala eða á allt öðrum stað, en
núna eigum við að horfa til framtíðar
en ekki fortíðar. Sjálfstæðisflokk-
urinn og þeir sem bjóða sig fram til
borgarstjórnar horfa á daginn í dag,
en líka til næstu áratuga og strax
verði farið í að velja öðrum spítala
annan stað ekki til höfuðs því sem er
núna í gangi. Einu sinni var til Borg-
arspítali. Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið og Reykjavíkurborg þarf að
hafa frumkvæði í þessum málum.
Reynslan hefur kennt okkur það.
Bergþór saknar að sjálfsögðu
gamla góða flokksins
Bergþór gerði þetta mál að um-
ræðuefni á Alþingi í framhaldi af
landsfundinum, en forseti þingsins,
Steingrímur J. Sigfússon, benti hon-
um réttilega á að það stæði yfir fund-
ur á Alþingi, en ekki landsfundur
Sjálfstæðisflokksins. Bergþór er
ennþá með hugann við Sjálfstæð-
isflokkinn þótt hann hafi valið sér
nýjan vettvang sem auðveldaði hon-
um að komast á þing. En hann hefur
eins og fleiri greinilega tapað þeim
hæfileika að lesa sér til gagns eftir að
hann fór í Miðflokkinn. Þar er líka
notuð önnur aðferðafræði við að afla
sér fylgis, – eða eins og einhver sagði:
„Það er ekki til neins að heyja kosn-
ingabaráttu byggða á staðreyndum,
það snýst allt um tilfinningar og að
höfða til þeirra.“
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson »Það má vel vera að
það hefði verið rétt
árið 2002 að byggja við
Fossvogsspítala eða á allt
öðrum stað, en núna eig-
um við að horfa til fram-
tíðar en ekki fortíðar.
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og formaður velferðarnefndar
Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
Miðflokksmenn læri
að lesa sér til gagns
Fólkið sem duglegast
er að kenna sig við um-
burðarlyndi og skreyta
sig með frjálslyndi virð-
ist hafa litla þolinmæði
fyrir andstæðum skoð-
unum, allra síst mið-
aldra karla. Ég fæ ekki
betur séð en að þeir
sem helst af öllu vilja
vængstýfa miðaldra
karlmenn – ekki síst þá
sem hafa unnið sér það
til óhelgi að vera hægrisinnaðir – séu
í andlegum tengslum við þá sem
leggja hart að sér að grafa undan
tiltrú á einstaklinginn og frjálst fram-
tak. Í hugarheimi þeirra er flest það
sem íslenskt er bæði neikvætt og
hallærislegt enda þjáist Íslendingar
af „menningarlegri einangrunar-
hyggju“. Ísland er sagt „ónýtt“ og
nafngreindir einstaklingar eiga að
„éta skít“. Fyrrverandi flokks-
formaður og ráðherra talar um ís-
lenska „bananalýðveldið“. Þeir sem
vilja draga fram hið jákvæða eru óðar
sakaðir um þjóðrembu og hroka.
Límmiða-pólitíkin hefur tekið yfir
rökræðuna. Pólitískir andstæðingar
eru „brennimerktir“.
Síðastliðinn föstudag hófst þriðja
umræða um frumvarp til breytinga á
lögum um kosningar til sveitar-
stjórna þar sem lagt er til að kosn-
ingaaldur verði lækkaður í 16 ár. Eft-
ir nokkra umræðu tók forseti
Alþingis þá ákvörðun að fresta um-
ræðunni fram yfir páska. Þar með
virðist ljóst að lækkun kosningaald-
urs nær ekki fram að ganga fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar í
maí, líkt og margir höfðu vonast eftir.
Þegar þingmenn tóku til máls við
þriðju umræðu féll það ekki í kramið
hjá öllum. Þingkona Samfylkingar-
innar sagði á fésbók að ástandið væri
„ótrúlegt“ og í þingsal færi „fram
málþóf miðaldra karla úr Sjálfstæð-
isflokki og Miðflokki til
að koma í veg fyrir að
meirihluti þings fái að
greiða atkvæði með
lækkun kosningaald-
urs“. Eftir að ljóst varð
að frumvarpið yrði ekki
afgreitt fyrir páska
sagði forystumaður
ungra jafnaðarmanna í
samtali við Morgun-
blaðið það „óttalega
sorglegt hvernig þetta
fór; stöðvað af nokkrum
miðaldra körlum“.
Djúpvitur álitsgjafi hélt
því fram að sérstakt málþóf hefði ver-
ið stundað af miðaldra körlum úr
Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki
fólksins – knúnum áfram af ótta við
ungt fólk.
Límmiða-pólitíkin krefst þess ekki
að reynt sé að varpa ljósi á málefnið,
hvað þá að röksemdum andstæðra
sjónarmiða sé mætt með mótrökum.
Kosningaréttur og ábyrgð
Fæstir þeirra þingmanna sem
lögðust gegn samþykkt frumvarpsins
eru andvígir því að lækka kosninga-
aldurinn. Gagnrýnin er margþætt,
ekki síst að í besta falli sé óeðlilegt að
ósjálfráða einstaklingur hafi kosn-
ingarétt. Brynjar Níelsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, gerði ágæt-
lega grein fyrir þessu þegar hann
sagði í atkvæðaskýringu við aðra um-
ræðu:
„Ég hef alltaf litið þannig á að
kosningaréttinum fylgi mikil ábyrgð.
Ef menn eru sammála mér um það
verður það auðvitað að vera þannig
að þeir sem eru 16 ára og eiga að fá
kosningarétt geti tekið ábyrgð á öðru
í lífi sínu. Ég er alveg tilbúinn að fall-
ast á að menn geti kosið 16 ára. En ég
vil þá að fólk sé lögráða 16 ára. Það er
langeðlilegast, þ.e. ef við teljum að
kosningaréttinum fylgi einhver
ábyrgð.“
Rauði þráðurinn í málflutningi
þeirra sem sakaðir voru um málþóf er
að samhliða lækkun kosningaaldurs
sé nauðsynlegt að horfa til víðtækari
samræmingar á réttindum og skyld-
um ungs fólks. Í nefndaráliti Brynj-
ars Níelssonar og undirritaðs er því
haldið fram að mörg rök hnígi að því
„að því að lækka kosningaaldur í 16
ár“, en það sé í besta falli sérkenni-
legt að kosningaaldur sé misjafn eftir
því um hvaða kosningar er að ræða.
Við félagar teljum einnig nauðsynlegt
að lækka kjörgengisaldur til sam-
ræmis við kosningaaldur: „Hið sama
á við um sjálfræðisaldur, enda er for-
senda þess að einstaklingur setjist á
Alþingi eða í sveitarstjórn að hann sé
sjálfráða.“
Það er umhugsunarvert að heit-
ustu talsmenn þess að lækka kosn-
ingaaldurinn í komandi sveitar-
stjórnarkosningum eru lítt hrifnir af
því að lækka einnig sjálfræðisald-
urinn. Eru því ekki fylgjandi að ung-
menni geti gert skuldbindandi lög-
gjörninga og tekið aukna ábyrgð á
eigin lífi. Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, telur
hins vegar nauðsynlegt að ræða
„hvort ástæða sé til að taka öll hin
ólíku réttindi sem varða börn sam-
kvæmt lögum til skoðunar um leið og
við veltum fyrir okkur hvernig við
getum fengið þau til frekari þátttöku
um nærumhverfi þeirra“.
Ráð sérfræðinga hundsuð
Þeir sem gengu harðast fram gegn
dómsmálaráðherra og höfðu stóryrði
um að ráðherra hefði átt að fara eftir
ráðleggingum sérfræðinga ráðuneyt-
isins sneru blaðinu við í umræðum
um lækkun kosningaaldurs. Nú skyldi
hafa ábendingar og ráðleggingar sér-
fræðinga í sama ráðuneyti að engu.
Viðvaranir væru léttvægar og skiptu
engu. Með sama hætti átti að virða
óskir Sambands íslenskra sveitarfé-
laga að vettugi.
Í umsögn sérfræðinga dómsmála-
ráðuneytisins um frumvarpið sagði
meðal annars:
„Framkvæmd sveitarstjórnar-
kosninga er fyrst og fremst á sveit-
arstjórnarstiginu þannig að hitinn og
þunginn af framkvæmd kosninganna
lendir þar. Grundvallarbreytingar á
lögum svo skömmu fyrir kosningar
skapa hættu á að mistök verði í fram-
kvæmd og mistök geta haft afdrifa-
ríkar afleiðingar á gildi kosninga.“
Sama dag og þriðja umræða um
frumvarpið hófst samþykkti stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga sér-
staka bókun sem var send formanni
og varaformanni stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar. Var þess farið á leit
að bókuninni yrði komið á framfæri
við alla alþingismenn, fyrir atkvæða-
greiðslu um breytingar á kosn-
ingalögum. Í bókuninni var ekki tekin
efnisleg afstaða til þess að lækka
kosningaaldurinn en sagt „var-
hugavert að samþykkja breytingar á
lögum um kosningar til sveitarstjórna
nú þegar rúmlega tveir mánuðir eru
til kosninga“:
„Stjórnin bendir á leiðbeiningar frá
Evrópuráðinu þar sem fram kemur að
stöðugleiki er mikilvægur varðandi
kosningalöggjöf og telur að stjórnvöld
og Alþingi eigi að starfa út frá þeirri
meginreglu að ekki séu gerðar meiri-
háttar breytingar á kosningalögum
þegar minna en eitt ár er til kosn-
inga.“
Ekki einu sinni umsögn umboðs-
manns barna náði að hafa áhrif en þar
sagði meðal annars:
„Frá 16 til 18 ára aldri eru ein-
staklingar börn og því í forsjá foreldra
eða annarra forsjáraðila. Mikilvægt er
að löggjafinn meti hvort forsjáraðili
geti með einhverjum hætti haft áhrif á
kosningarétt barna við núverandi að-
stæður, til dæmis um aðgengi að upp-
lýsingum fyrir kosningar. Má í þessu
sambandi nefna sendingu markpósta,
aðgang stjórnmálaflokka að skólum
eða nemendafélögum, til dæmis
grunnskólum, en lækkun kosninga-
aldurs mun hafa í för með sér að hluti
10. bekkinga öðlast kosningarétt.
Mikilvægt er að tryggt sé að for-
eldrar geti ekki með einhverjum
hætti haft áhrif á kosningarétt barna
verði kosningaréttur lækkaður.“
Límmiða-pólitík
Kosningaréttur er órjúfanlegur
hluti lýðræðisins og þess vegna verð-
ur að undirbúa allar breytingar á
kosningalögum af kostgæfni og með
góðum fyrirvara. Það eru ekki aðeins
miðaldra karlar á þingi sem þurfa að
vera sannfærðir um að breytingarnar
verði ekki til þess að kosningarnar
nái ekki fram að ganga með eðlileg-
um hætti. Og varla getur það talist til
eftirbreytni að gera róttækar breyt-
ingar á kosningalögum án umræðu
eða án þess að gera tilraun til að
tryggja að sæmilegt samræmi sé í
hlutunum.
En límmiða-pólitíkin hefur ekki
áhuga á umræðunni eða gæta þess að
samræmi sé í löggjöf til að koma í veg
fyrir vandamál og þversagnir. Pró-
fessor, sem leggur að því er virðist
meiri áherslu á merkimiða en fræði-
mennsku, blandaði sér í umræðuna
um lækkun kosningaaldurs. Um
smekklegheit manns sem hefur látið
sig dreyma í áratugi um að njóta virð-
ingar sem fræðimaður dæma aðrir en
sá er hér heldur um penna:
„Sjálfstæðismenn sem tala um lýð-
ræði orka nú orðið á mig eins og nas-
istar að auglýsa gasgrill.“
Með andstæðinga af þessu tagi er
það nokkuð ánægjulegt að vera mið-
aldra hægrisinnaður karl.
Eftir Óla Björn
Kárason »Heitustu talsmenn
þess að lækka kosn-
ingaaldurinn í komandi
sveitarstjórnarkosn-
ingum virðast lítt hrifnir
af því að lækka einnig
sjálfræðisaldurinn.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Miðaldra hægrisinnaður karl