Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
✝ GuðmundurRúnar Sig-
hvatsson fæddist á
Húsavík 12. október
1951. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 19.
mars 2018.
Móðir hans er
Guðrún Magnea
Aðalsteinsdóttir, f.
23.12. 1927. Faðir
hans var Sighvatur
Bergsteinn Kjartansson, f. 14.8.
1919, d. 26.5. 1980. Guðmundur
var elstur þriggja systkina, syst-
ur hans eru María, f. 9.2. 1954,
maki Auðunn Eiríksson, f. 17.10.
1953, og Aðalheiður Hervör, f.
21.5. 1956, maki Arnmundur
Kristinn Jónasson, f. 3.6. 1955, d.
12.12. 2013.
Guðmundur kvæntist Ragn-
heiði Jónsdóttur 14.4. 1979, börn
þeirra eru: 1) Sigríður Hrönn, f.
30.10. 1978. Dóttir hennar er
Sunna, f. 5.9. 2010. 2) Atli Örn, f.
15.7. 1980, maki hans er Vigdís
Lúðvíksdóttir, f. 10.7. 1982. Börn
þeirra eru Sóley Nótt, f. 9.3.
vík (verkamaður) áður en hann
innritaðist í Kennaraskóla Ís-
lands haustið 1969. Á kenn-
araskólaárunum vann hann eitt
sumar við skógrækt í Noregi en
aðallega í Hvalstöðinni í Hval-
firði. Eftir kennarapróf 1973 var
Guðmundur ráðinn til kennslu í
Austurbæjarskóla, þar sem hann
starfaði þar til hann fór á eft-
irlaun 2015. Yfirkennari varð
hann 1983 og skólastjóri 1995.
Mörg sumur með kennslu vann
Guðmundur við hvalskurð hjá
Hval hf. í Hvalfirði. Þá vann hann
einnig um árabil við ættfræði-
rannsóknir hjá Þjóðsögu. Eftir
að Guðmundur hætti í Austur-
bæjarskóla naut hann þess að
vera með barnabörnunum sínum
og starfa með vinum sínum í
Hollvinafélagi Austurbæjar-
skóla.
Árið 2005-2006 fékk Guð-
mundur námsleyfi og fluttu þau
Gunnhildur og Soffía til Möltu
þar sem Guðmundur fór í há-
skólanám í kennslu og móttöku
nemenda með annað móðurmál.
Undir stjórn Guðmundar var
Austurbæjarskóli móttökuskóli
tvítyngdra barna en skólinn var
þá leiðandi á því sviði við góðan
orðstír.
Útför Guðmundar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 28. mars
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
2003, Úlfar Alex-
ander, f. 18.3. 2009,
og Sindri Hrafn, f.
3.11. 2016.
Guðmundur og
Ragnheiður slitu
samvistum. Sam-
býliskona og maki
Guðmundar til 18
ára er Gunnhildur
Friðþjófsdóttir, f.
30.10. 1961. Hún á
eina dóttur, Soffíu
Tinnu, f. 25.9. 1988, sem Guð-
mundur gekk í föðurstað. Soffía
er í sambúð með Einari Gísla-
syni, f. 14.5. 1983. Börn þeirra
eru Magnea, f. 10.5. 2003, og
Garðar, f. 1.4. 2014.
Guðmundur ólst upp á Húsa-
vík til fimm ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan suður til
Reykjavíkur í Bústaðahverfið
þar sem Guðmundur gekk í
Breiðagerðis- og Réttarholts-
skóla. Mörg sumur var hann í
sveit og kaupamennsku hjá móð-
ursystur sinni á Öndólfsstöðum í
Reykjadal. Eftir gagnfræðapróf
1968 vann hann eitt ár í Reykja-
Mig langar í örfáum orðum að
minnast æskufélaga míns Guð-
mundar Rúnars fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman þegar hann var á
sumrin hjá Toggu frænku sinni og
Árna bróður mínum heima á Önd-
ólfsstöðum við leik og störf. Guð-
mundur var alltaf svo hress og
skemmtilegur og margt kemur
upp í huga minn í minningunni
eins og þegar við vorum þrjú uppi
á heyvagni og vildum öll moka upp
á sömu hönd. Þá var hlegið og rif-
ist um hver ætti að vera hvar, en
Guðmundur var nú pínu prakkari
og smá stríðinn. Ég man leikina
okkar úti á kvöldin þegar við vor-
um fimm til tíu krakkar að leika
okkur saman. Það er margs að
minnast og margs að sakna frá
þessum gömlu árum en ég veit að
Hera amma, Árni bróðir minn og
pabbi þinn taka vel á móti þér og
leiða þig í birtu, ljós og yl. Mig
langar að senda þér tvær gamlar
vísur úr Reykjadal.
Breiðist yfir mýri og mó
mildur aftanfriður.
Upp við tjörn og út við skóg
allur þagnar kliður.
Öræfanna anganblær
ofan í dalinn leitar.
Hvílir hljóður bóndabær
blítt í faðmi sveitar.
(Jónas Friðriksson frá Helgastöðum)
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra. Sofðu rótt, kæri vinur.
Fríða Jónsdóttir
frá Öndólfsstöðum.
Þessi góði og geðþekki maður
sem var fullur af kærleika og
mannúð er allur. Erfitt er að vita
til þess að svona maður sem þú
varst sé farinn á brott.
Ég kynntist Guðmundi í Aust-
urbæjarskóla þar sem hann var
starfandi skólastjóri. Var hann sá
sem réði mig í vinnu og var ég svo
heppinn að fá að vinna undir hans
stjórn og fá að blómstra svolítið
sjálfur þar sem maður þurfti að
vinna sjálfstætt og hugsa sjálf-
stætt; hvernig ég gæti hugsað
mér að vinna. Fékk ég rosalega
gott rými til þess að blómstra,
bæði sem skólaliði og stuðnings-
fulltrúi. Vissulega var þetta ekk-
ert alltaf auðvelt starf en maður
fékk svo gott traust frá honum
Guðmundi. Það eru ekki á hverju
strái menn sem gefa fólki svona
gott svigrúm og treysta því enda
var hann sanngjarn og velviljaður
að hjálpa fólki að verða það sem
það langaði til að verða. Það er svo
margt sem ég gæti sagt um þenn-
an mann en það sem skipti máli er
hvernig hann stjórnaði, hverju
hann áorkaði og það sem hann
gerði fyrir sitt fólk, sem er
ógleymanlegt. Guðmundi tókst að
veita það sem allt starfsfólkið
þurfti á að halda, en það var
ánægja, vellíðan og það sem mest
er um vert starfsframi. Erfitt er
að vita til þess að maður sem bjó
yfir svona ríkjandi persónuleika
fái ekki að lifa lengur í þessu jarð-
neska lífi. Ég veit þó eitt að honum
líður örugglega vel og þeir sem
eru hjá honum og fá að njóta góðs
af eru mjög sælir að vera í návist
hans.
Kæri nafni. Mig langar að
þakka þér fyrir samveruna og
samstarfið, sem var ógleymanlegt
og munt þú vera í hjarta mínu um
aldur og ævi. Að lokum vil ég votta
fjölskyldu hans og hans nánustu
samúð mína. Megi góður Guð
styrkja ykkur og vaka yfir ykkur.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Í minningunni birtist hann
snemmsumars, brosmildur og
freknóttur. Var hvers manns hug-
ljúfi og léttur í spori. Fyrirmynd-
ardrengur sem fékk ekki bara að
hlaupa á eftir rollunum heldur líka
að keyra dráttarvélina, þótt hann
væri ekki hár í loftinu. Guðmund-
ur, frændi minn, sem nú hefur lok-
ið jarðvistinni allt of snemma.
Við vorum systrasynir og átt-
um það sameiginlegt að vera í sér-
stöku uppáhaldi hjá ömmu okkar,
enda var hann skírður í höfuðið á
elsta syni hennar sem hafði tekið
út af báti og drukknað í blóma lífs-
ins, en ég hlaut nafn afa. Á æsku-
heimili mínu vorum við samvistum
sumar eftir sumar og samgangur
mikill á milli fjölskyldna okkar.
Seinna deildum við herbergi í
tvo vetur eða hann lét sig hafa það
að fá mig inn í sitt einkaherbergi í
kjallaranum á Kleppsvegi. Það
var sannarlega í takt við tímann,
málað svörtum og appelsínugul-
um litum. Þótti flott, en var örugg-
lega eilítið drungalegt. Stemning-
in var afslöppuð og við vorum út af
fyrir okkur á meðan aðrir í fjöl-
skyldunni bjuggu á þriðju hæð.
Hann var að klára Kennó, ég að
byrja í Versló. Við vorum ólíkir,
hann á kafi í skemmtanalífi, um-
vafinn hópi vina og glæsimeyja, ég
feiminn sveitapiltur að læra á lífið
í Reykjavík. En aldrei varð okkur
sundurorða og sambúðin lukkað-
ist vel.
Guðmundur komst í eftirsótta
sumarvinnu á þessum árum í
Hvalstöðinni í Hvalfirði og ein-
kennislykt þeirrar hráefnis-
vinnslu fylgdi honum fram eftir
hausti. Fötin máttu þola þvott eft-
ir þvott. En uppgripin voru ein-
stök, mikil vinna og gott kaup, og
ekki veitti af því það kostaði sitt að
lifa lífinu og það gerði frændi minn
af áfergju. Mér fannst hann öf-
undsverður.
Ég man vetrarmorgna í rauðri
Cortinu, sem hann átti og var
stundum erfið í gang. Iðulega fékk
ég far með honum í skólann. Við
sátum í ískaldri Cortinunni, fram-
rúðan að mestu hrímuð. Ekki tími
til að skafa nema lítinn hluta
hennar og svo var lagt af stað.
Hann í bílstjórasætinu, en vildi
nota tímann til að reykja eina eða
tvær rettur og þá kom í minn hlut
að stýra og skipta um gír. Hann sá
um kúplingu og bremsu. Þannig
gátum við ekið endilangan
Kleppsveginn, langleiðina niður í
bæ.
Ég leit upp til hans. Hann var
smart, töff, fylgdi tískunni og
hafði efni á að vera sá sem hann
vildi vera. Var gamansamur, átti
hressa vini og stelpurnar eltu
hann á röndum. Eða var það öf-
ugt? Svo fann hann þá réttu og
hún fylgdi honum heim í herberg-
ið okkar, sem varð þá fljótlega of
lítið. Frændi minn var vaxinn úr
grasi, orðinn kennari og stúdent
að auki og fyrir honum lá að gift-
ast, eignast börn og bú og lifa líf-
inu eins og það lagði sig. Við hitt-
umst af og til, en svo oftar þegar
börnin mín voru í Austurbæjar-
skóla og nutu þess að eiga hann
að, þegar á þurfti að halda. Síð-
ustu misserin sáumst við mun
sjaldnar.
Ég kveð Guðmund frænda
minn með þakklæti fyrir sam-
fylgdina og bið ástvinum hans
blessunar. Og rétt í svip, áður en
ég sleppi taki af pennanum,
bregður fyrir rauðri Cortinu og ég
teygi mig ósjálfrátt í huganum til
að halda um stýrið, þótt það sé
löngu orðið um seinan.
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson.
Við kynntumst Guðmundi þeg-
ar við hófum störf í Austurbæj-
arskóla haustið 1992. Það voru
gæfuspor og forréttindi að hafa
kynnst og unnið með Guðmundi
sem gegndi þá starfi yfirkennara
en varð fljótlega skólastjóri. Með
tímanum varð Guðmundur góður
vinur okkar beggja.
Austurbæjarskóli er sá vinnu-
staður sem okkur hefur liðið best
á. Okkur hefur raunar reynst
ómögulegt að yfirgefa vinnustað-
inn og þar á Guðmundur stóran
hlut að máli. Í hjarta hans var
Austurbæjarskólinn, með manni
og mús, og grunnstefið vellíðan
allra sem þar starfa, jafnt nem-
enda sem starfsfólks. Hann talaði
stundum um það hvað hann væri
lánsamur í ráðningum. Leyndar-
málið lá hins vegar í lífsleikni
hans, að hafa trú á fólki. Það laðar
fram það besta í hverjum og ein-
um. Það fengu allir að vera eins og
þeir voru. Stundum var heitt í kol-
unum, t.d. á kennarafundum. Guð-
mundur hafði hins vegar mikið
jafnaðargeð og fólk gat sagt sínar
skoðanir án þess að það drægi dilk
á eftir sér. Hann vann þannig úr
málum að allir gengu sáttir frá
borði.
Guðmundur var einn sá allra
vænsti maður sem við höfum
kynnst. Hann hafði allt það sem
góðan mann prýðir, var skemmti-
legur, eldklár, hlýr, hógvær og
hafði góða nærveru og ótrúlega
samskiptahæfileika. Hann stjórn-
aði skólanum eins og listgrein og
talaði máli allra, nemenda, for-
ráðamanna þeirra og starfsfólks.
Hann leit aldrei stórt á sig, var
einn af hópnum og bar virðingu
fyrir störfum allra. Síðustu ár sín í
starfi sem skólastjóri ákvað hann
til dæmis að fara út dag hvern í
frímínútnagæslu. Ekki er þau
störf að finna í starfslýsingu
skólastjóra. Hann var afbragðs
ræðumaður sem unun var að
hlusta á og ávallt mikið hlegið
undir ræðunum hans. Sérstaklega
munum við eftir hlátrasköllum yf-
ir jólamatnum áður en við héldum
í jólafríið langþráða hverju sinni.
Guðmundur var líka orðheppinn í
meira lagi. Í síma kynnti hann sig
gjarnan seinni árin, eftir að hann
var hættur störfum, með því að
segja kankvís: „Sæl, þetta er Guð-
mundur, „fyrrverandi“.“
Guðmundur var vakinn og sof-
inn yfir störfum sínum. Hann var
mikið í vinnunni og þekkti starf-
semi Austurbæjarskólans öðrum
fremur. Guðmundur þekkti líka
nemendur með nafni og mundi af-
mælisdaga starfsfólksins. Hann
þekkti fjölskyldur okkar. Austur-
bæjarskólafjölskyldan er fjöl-
menn. Hún telur núverandi nem-
endur og starfsmenn, fyrrverandi
félaga, nemendur og fjölskyldur
þeirra. Í hópnum ríkir fjölbreytni
og kærleikur. Á 80 ára afmæli
skólans árið 2010 sýndu nemend-
ur honum þann heiður að hanna
boli með mynd af skólastjóranum
sínum og klæddust nemendur og
starfsfólk bolunum á vorhátíð
skólans. Það var hugmynd nem-
enda að gera Guðmund skóla-
stjóra að sameiningartákni síns
góða skóla.
Það er mikil gæfa að hafa feng-
ið að verða samferða manni eins
og Guðmundi. Í dag kveðjum við
góðan vin. Hans verður sárt sakn-
að en um leið gleðjumst við yfir
því að hafa átt hann að.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til Gunnhildar, Atla,
Siggu, Soffíu og ástvina hans.
Inga Lára Birgisdóttir og
Hildur Kristjánsdóttir, kenn-
arar í Austurbæjarskóla.
Með svipuðum hætti og hún
Sigríður Tómasdóttir, amma mín
sem dó snögglega, hefur hann
Guðmundur Rúnar Sighvatsson
nú kvatt þetta jarðlíf án þess að
nokkur hafi búist við því, en hann
var eiginmaður móðursystur
minnar og faðir tveggja frænd-
systkina minna. Það var oft glatt á
hjalla hjá ömmu og afa, þar sem
ég ólst upp, og þaðan minnist ég
hans fyrst. Rétt eins og amma er
hann mörgum harmdauði. Hann
hafði þennan dýrmæta hæfileika
að láta fólki finnast það mikilvægt,
þar sem hann var fjölfróður og
ræddi við aðra af þekkingu, en gat
þó einnig beitt kímnigáfunni þeg-
ar það átti við. Sem barni fór mér
strax að líka vel við hann þegar ég
fann að hann gat talað við börn
sem jafningja, en einnig var hann
almennt skapgóður og gaman-
samur. Allir þessir eiginleikar
munu hafa gert hann að einstak-
lega hæfum kennara og skóla-
stjóra síðar, enda var hann farsæll
í því starfi. Myndarleg voru fjöl-
skylduboðin hjá þeim hjónum og
oft kom ég til þeirra þar sem þau
bjuggu við Kópavogsbrautina. Á
þeim tíma eða á unglingsárunum
og fram yfir tvítugt var ég að
þroskast sem listamaður, í tónlist,
ritlist og myndasögum. Þá gaf
hann mér mörg góð ráð, benti mér
á rithöfunda eins og Gest Pálsson
og fleiri. Hann gat haldið uppi
samræðum um málefni Nýals dr.
Helga Pjeturss, og var það mér
hvatning þegar ég fór að kynna
mér þau fræði. Ég vil rifja hér upp
atvik sem lýsir því hversu hjálp-
samur hann var. Árið 1992 var ég í
kórnum í Menntaskólanum í
Kópavogi. Þá varð ég þess heiðurs
aðnjótandi að Jón Ólafsson kór-
stjóri, úr Nýdanskri, vildi fá mig í
hljóðverið sitt, hugsanlega með
plötuútgáfu í huga, eftir að hafa
heyrt mig syngja á Myrkramess-
unni árið áður. Jón úr Nýdanskri
bað mig að senda sér kassettu
með nokkrum lögum, en þegar ég
sagði Guðmundi þetta fékk hann
lánaða myndbandsupptökuvél í
nokkra daga. Tók ég upp um það
bil 20 lög á tveimur dögum með
aðstoð Atla frænda míns, sem er
sonur hans. Hann gaf sér jafnvel
tíma til að lesa yfir smásögurnar
mínar á sínum tíma. Við getum
vonað að okkur auðnist aftur að
hitta framliðna á nýrri jörð, en þó
á meðan við erum á þessari jörð
heiðrum við minningu þeirra með
því að leggja sjálf rækt við það
besta sem við minnumst í þeirra
fari. Börnum, barnabörnum, öðr-
um ættingjum og vinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Ingólfur Sigurðsson.
Margir góðir skólamenn starfa
nær allan sinn starfsaldur við
sama skóla, eru þar gjarnan fyrst
kennarar, svo aðstoðarskólastjór-
ar og jafnvel skólastjórar. Guð-
mundur R. Sighvatsson var einn
þeirra. Hjarta hans sló til Austur-
bæjarskóla, honum þótti vænt um
skólann sinn og samband hans við
samstarfsmenn, sem flestir urðu
samferðafólk til áratuga, nemend-
ur og foreldra var einstakt. Í skól-
anum tókst honum að þjappa fólki
saman á þann hátt að menn fundu
sig tilheyra samfélagi, stóðu sam-
an að mikilvægum verkefnum og
vildu vinna skóla sínum gagn.
Guðmundur var einstakur mað-
ur og hafði mikla persónutöfra.
Viðmót hans einkenndist af hlýju
og manngæsku auk þess sem
hann kunni þá list að laða fólk til
samstarfs og skapa frjótt og nota-
legt andrúmsloft þar sem gleðin
var höfð að leiðarljósi; vissi sem er
að annars verður enginn árangur.
Guðmundur átti gott með að sjá
broslegu hliðina á málum, var orð-
heppinn og stóð traustan vörð um
rétt þeirra sem minna máttu sín.
Eftir að hann lét af störfum við
Austurbæjarskóla var hann virk-
ur þátttakandi í starfi Hollvina-
félags skólans en tilgangur félags-
ins er m.a. að styrkja menn-
ingarstarfsemi innan skólans,
skrásetja sögu hans og starfrækja
skólamunastofu í Austurbæjar-
skóla. Þetta átti vel við Guðmund
enda hafði hann vakandi auga og
áhuga fyrir sögunni og var í mun
að varðveita hið gamla og hlúa að
rótum skólastarfsins.
Samferðamenn í Austurbæjar-
skóla sjá á bak góðum samstarfs-
manni og félaga og kveðja hann
með söknuði og þakklæti. Ástvin-
um hans öllum sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Kristín Jóhannesdóttir
skólastjóri.
Haustið 1973 hóf ungur maður
úr Smáíbúðahverfinu störf við
Austurbæjarskólann. Hafði hann
kynnst Hjalta Jónassyni skóla-
stjóra við sumarvinnu í Hvalstöð-
inni. Þetta var Guðmundur Sig-
hvatsson og lét fljótt til sín taka á
nýjum vinnustað. Hluta dags var
hann starfsmaður skóla-
athvarfsins sem stofnað var um
líkt leyti. En einkum kvað að hon-
um í elstu bekkjunum. Vegna
ungs aldurs varð hann strax vel
liðinn meðal unglinganna. Ekki
drógu hæfileikar hans og augljósir
mannkostir úr vinsældum hans.
Þegar hér var komið sögu starfaði
enn fólk við skólann sem hafði ver-
ið þar allt frá dögum Sigurðar
Thorlaciusar og Arnfinns Jóns-
sonar, öndvegis fólk sem talaði fal-
legt mál, sagði vel frá og lét sér
annt um lítilmagnann. Af vörum
þess kynntist Guðmundur sögu
skólans, hefðum, gildum en ekki
síst mennskunni, sem sveif yfir
vötnunum frá fyrstu tíð. Einnig
nam hann frásagnir af kynlegum
kvistum sem þar höfðu átt mis-
langa dvöl.
Hér verður farið hratt yfir
sögu. Fljótlega varð Guðmundur
yfirkennari við hlið Alfreðs Eyj-
ólfssonar og varð sjálfur skóla-
stjóri í ársbyrjun 1995. Um líkt
leyti tóku sveitarfélögin við
rekstri grunnskólanna af ríkinu.
Sigrún Magnúsdóttir var þá orðin
formaður fræðsluráðs og farið var
í umfangsmiklar endurbætur á
húsnæðinu í takt við nýja tíma.
Arkitekt skólans var Vilhjálmur
Hjálmarsson. Áslaug Brynjólfs-
dóttir var fræðslustjóri og bar
Guðmundur þessu fólki ávallt vel
söguna. Austurbæjarskólinn varð
árið 2001 móðurskóli fjölmenning-
ar og vann merkt starf á því sviði,
starf sem eftir var tekið. Þá sem
endranær hélt Guðmundur góðu
sambandi við starfsfólk sitt,
þekkti sterkar hliðar hvers og eins
Guðmundur Rúnar
Sighvatsson
HINSTA KVEÐJA
Kæri vinur og frændi.
Ég hugsa til þín með
söknuði og þakka þér fyrir
áratugina sem við höfum
unnið saman. Blessuð sé
minning þín.
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Sigrún Lilja.