Morgunblaðið - 28.03.2018, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Fyrir Íslendinga er erfittað gera sér í hugarlundhve risavaxið Grænlander. Raunar er það erfitt
fyrir alla sem hafa ekki komið
þangað. Undanfarin ár hafa verið
gefnar út nokkrar bækur hér á
landi til að auðvelda skilning á
Grænlandi og þjóðinni sem þar
býr. Ljósmyndabækur Rax eru
sjálfstæð listaverk.
Bókin Á norðurslóð – ferðasaga
frá Grænlandi eftir feðgana Pétur
Ásgeirsson sendiherra og Ásgeir
er nýjasta framlag Íslendinga til
kynningar á Grænlandi. Athyglin
beinist einkum að vesturströnd
Grænlands og lýsir bókin báts-
ferðum þeirra þar sumurin 2015
og 2016.
Í bókinni segja feðgarnir frá því
sem fyrir augu þeirra bar og
kynnum sínum af nátt-
úru, mönnum og menn-
ingu. Þeir sigldu frá
Nanortalik í 60°N til
Uummannaq í 71°N.
Alls sigldu þeir tæplega
3.000 sjómílna (5.500
km) vegalengd þegar
allt er talið.
Ásgeir tók myndir og
prýða margar þeirra bókina og
auðvelda lesandanum að átta sig á
ýmsu sem lýst er í textanum. Sá
háttur er á umbroti bókarinnar að
auk stórra mynda í hverjum kafla
hennar eru allar myndirnar einnig
prentaðar sem smámyndir með
stuttum texta aftast í bókinni. Inn-
an á kápum eru kort sem sýna
siglingaleiðina.
Allt efni er sett fram á skýran
og skilmerkilegan hátt. Má segja
að bókin sé góð handbók fyrir þá
sem ætla að leika þetta ferðalag
eftir. Almennur lesandi finnur í
bókinni mikinn fróðleik
um mannlíf og staðhætti
á vesturströnd Græn-
lands.
Pétur Ásgeirsson var
skipaður aðalræðis-
maður Íslands á Græn-
landi 1. júlí 2013 og var
aðalræðisskrifstofan
formlega opnuð í Nuuk
8. nóvember 2013.
Í febrúar 2015 keypti Pétur lítið
notaðan Nord Star Patrol 26, 8,4
m langan plastbát, smíðaðan í
Finnlandi. Í stefni bátsins er lítil
káeta þar sem tveir geta sofið en
sex manns geta setið í stýrishús-
inu. Þar er einnig aðstaða til mats-
eldar. Lítill pallur á skut bátsins
rúmar gúmmíbát. Vélin er Volvo
Penta D4, 260 hestafla og gang-
hraði að hámarki 32 hnútar (um 60
km). Hagkvæmasti hraðinn er um
27 hnútar (50 km). Um borð höfðu
þeir VHF talstöð, VHF handstöð,
gervihnattarsíma, tvö GPS tæki,
radar, áttavita og sjókort auk
björgunarvesta, flotgalla, neyðar-
blysa og riffils.
Þeir Pétur og Ásgeir stunduðu
fjarnám í Tækniskóla Íslands og
luku þaðan skemmtibátaprófi sem
veitir réttindi til að stjórna allt að
24 m löngum skemmtibátum. Á
Grænlandi er óheimilt að hafa
VHF talstöð um borð í báti án til-
skilinna réttinda. Aflaði Pétur sér
þeirra með því að sækja fjar-
skiptanámskeið á Grænlandi. Kom
það grænlenskum vinum hans á
óvart að þessi krafa væri gerð og
sögðu hann nú geta orðið loft-
skeytamann á grænlenskum tog-
ara.
Að öllu þessu fengnu og í sam-
floti við vinafólk á öðrum báti,
hjónin Liss Stender, listakonu og
vöruhönnuð, og Peter Jensen,
kvikmyndatöku- og þáttagerðar-
mann, var siglt af stað frá Nuuk.
Sumarið 2015 fóru þeir í 13 daga
ferð suður á bóginn og sigldu alls
1.620 sjómílur fram og til baka á
65 siglingartímum. Sumarið 2016
sigldu þeir 1.350 sjómílur norður
og til baka á 56 siglingartímum.
Samtals eru þetta 2.970 mílur á
121 klukkustund eða 24 mílna
meðalhraði.
Þetta nákvæma yfirlit gefur til
kynna hve vel Pétur heldur utan
um allar tímasetningar og vega-
lengdir í frásögn sinni. Þeir sigla
almennt við góðar aðstæður en þó
getur gefið á fyrir opnu hafi og í
niðaþoku er betra að fara varlega
bæði vegna hættu af ís og grynn-
ingum þegar siglt er innan skerja.
Allt er svo stórt í sniðum í
grænlenskri náttúru að undrin eru
mörg sem við augum blasa. Þá er
lesandinn hvað eftir annað minnt-
ur á hve miklu skiptir fyrir Græn-
lendinga að eiga góða báta til að
fara á milli staða. Vegir teygja sig
lítt út fyrir litla bæi og bannað er
að reyna að ferðast um landið á
mótorhjólum. Bátar, þyrlur og
flugvélar eru almennt farartæki
þeirra sem vilja komast á milli lit-
skrúðugra bæjanna við ströndina.
Sleðahundar eru bannaðir fyrir
sunnan heimskautsbaug á vest-
urströnd Grænlands og aðrir
hundar en sleðahundar eru bann-
aðir norðan baugsins. „Þetta er
gert til að koma í veg fyrir blönd-
un og að fólk haldi sleðahunda
sem húsdýr fyrir sunnan. Sleða-
hundar eru vinnudýr og þeir geta
verið grimmir og jafnvel hættu-
legir. Ókunnugir ættu því ekki að
nálgast sleðahunda í Grænlandi
eins og um gæludýr væri að
ræða,“ segir Pétur.
Fróðleikurinn sem hann miðlar
til lesandans er margbreytilegur.
Til dæmis segir hann að líklegt sé
að stóru flugvellirnir tveir sem
Bandaríkjaher lagði annars vegar
í Kangerlussuaq, Syðri-Straum-
firði, árið 1941, og hins vegar í
Narsarsuaq, innst í Eiríksfirði,
verði brátt aflagðir. Sífreri undir
flugbrautinni í Kangerlussuaq er
tekinn að þiðna vegna hlýnandi
loftslags og ákveðið hefur verið að
leggja flugbraut við Qaqortoq í
mynni Eiríksfjarðar. Til að
tryggja betur flugsamgöngur við
höfuðborgina Nuuk verður flug-
brautin þar lengd í 2.200 metra.
Þegar Íslendingar ferðast með
vesturströnd Grænlands staldra
þeir við hjá Íslendingum þar og
segja frá því sem Íslandi tengist,
fyrr og síðar. Öllu er því vel til
skila haldið af aðalræðismanninum
sem nú er orðinn sendiherra Ís-
lands í Kanada.
Ljósmyndir Ásgeirs bregða ljósi
á mannlíf og náttúru Grænlands
og er mikill fengur að þeim í þess-
ari vel gerðu bók.
Á skemmtibáti við vesturströnd Grænlands
Ljósmynd/Ásgeir Pétursson
Ísröst Frá siglingu feðganna Ásgeirs Péturssonar og Péturs Ásgeirssonar við Grænlandsstrendur.
Ferðasaga
Á norðurslóð bbbmn
Eftir Pétur Ásgeirsson og
Ásgeir Pétursson.
Opna, 2017. Innb., 249 bls.
BJÖRN BJARNASON
BÆKUR
Sýning Önnu Fríðu Jónsdóttur,
Tónn, verður opnuð í D-sal Lista-
safns Reykjavíkur - Hafnarhúsi í
dag, miðvikudag, klukkan 17. Anna
Fríða er 33. listamaðurinn sem sýn-
ir í D-salarröð safnsins.
Í tilkynningu segir að Anna Fríða
skoði veröldina í kringum sig eins
og úrval af hljóðfærum þar sem ým-
islegt er í boði: pákur, píanó, bjöllur
og strengir. Hún fangar hljóðbylgj-
urnar og býr þeim form í verkum
sínum. Hún gerist hljómsveitar-
stjóri náttúrunnar þegar hún stend-
ur upp á trjábol og stjórnar skógar-
sinfóníu, býr til tónlist úr heila-
bylgjum og reynir að hafa áhrif á
þær með rödd sinni, smíðar tónverk
úr vindhviðum og undirtónum öld-
unnar. Á sýningunni eru vídeóverk
og skúlptúrar. Sýningarstjóri er
Klara Þórhallsdóttir.
Anna Fríða útskrifaðist frá LHÍ
árið 2010 og lauk MA-námi í Vín-
arborg. Hún hefur sýnt verk sín og
gjörninga víða, hér og erlendis.
Morgunblaðið/Eggert
Listakonan Anna Fríða Jónsdóttir við uppsetningu sýningar sinnar í D-sal.
Fangar hljóðbylgjur
og býr þeim form
Anna Fríða Jónsdóttir sýnir í D-sal
Ármúla 24 s. 585 2800
TÍMALAUS HÖNNUN
FRÁ BY RYDÉNS
ICQC 2018-20