Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 4
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR. – LISTAVERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. ÚTFÆRSLUR Í BOÐI: POP, LOUNGE, BEINSKIPTUR/SJÁLFSKIPTUR, BLÆJU OG 105 HESTAFLA TWINAIR (TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI) FIAT 500 Á FRÁBÆRU FIAT-SUMARTILBOÐI MAMMA MIA! ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF · UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI · WWW.FIAT.IS ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16 Í umfjöllun blaðsins um manneklu í heimahjúkrun Reykjavíkurborgar voru gerð þau mistök í orðalagi að tala um ófaglærða félagsliða. Félag íslenskra félagsliða vill koma því á framfæri að félagsliðar eru ekki ófaglærðir, nám í Borgarholtsskóla sé 140 einingar og útskrifast nemendur með starfsheitið félagsliði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting efnahagsmáL „Við lögðum gríðar- lega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfs- hóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal ann- ars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðla- bankastjóra starfi tveir aðstoðar- seðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beit- ingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármála- eftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjár- málastöðugleika mun við breyting- una aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins. Önnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjór- ar, annar með áherslu á fjármála- stöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Banka- stjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjár- málastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleika- ráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðug- leika hafi forgang yfir viðhald verð- stöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrr- nefnda. „Í því tilviki skal peninga- stefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðug- leikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgu- markmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsátt- málanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nán- ústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er. jonhakon@frettabladid.is Tveir aðstoðarbankastjórar og ábyrgð Seðlabankans aukist Lagt er til að húsnæðisverð verði undanskilið í verðlagsvísitölu í nýjum tillögum starfshóps um endur- skoðun peningastefnunnar. Fjármálastöðugleiki hafi forgang yfir verðstöðugleika ef fjármálastöðugleika er ógnað. Aðstoðarseðlabankastjórum verði fjölgað í tvo og Seðlabankinn taki við hluta af verkefnum FME. Doktor Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, var formaður starfshópsins og kynnti skýrsluna í Þjóðminjasafninu í gær. Með honum í starfshópnum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. FréttablaðIð/steFÁn heiLbrigðismáL Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður vel- ferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Umrætt bann er meðal breytinga sem meirihlutinn vill gera á frum- varpi um rafrettur sem Alþingi hefur nú til meðferðar. Frumvarpið hafði aðeins gert ráð fyrir banni við notk- un rafrettna á stöðum eins og opin- berum stofnunum, þjónusturýmum fyrirtækja, skólum, heilbrigðisstofn- unum og almenningsfarartækjum. Þá leggur meirihlutinn til ýmsar aðrar breytingar sem lúta meðal annars að því að tryggja að auglýs- ingabann nái líka til vef- og sam- félagsmiðla, vernd barna verði betur tryggð og að hluti söluvirðis renni í Lýðheilsusjóð, líkt og gildir um tóbak. Halldóra styður ekki frumvarpið. „Meirihluti nefndarinnar er að ganga mun lengra heldur en frumvarpið sem gengur lengra en tilskipunin. Það er ekki búið að taka tilskipunina inn í EES-samninginn, þannig að okkur ber ekki skylda til að taka þetta upp nú,“ segir Halldór. – sar Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Meirihluti velferðarnefndar leggur til að notkun rafrettna verði bönnuð á veit- inga- og skemmtistöðum og öðrum almennum rýmum. norDIcphotos/GettY KJaramáL Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í alls- herjaratkvæðagreiðslu. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 25. maí síð- astliðinn en atkvæðagreiðsla félags- manna FG stóð yfir dagana 31. maí til 5. júní. Alls greiddu 74 prósent eða 2.533 með samningnum en tæplega 25 prósent eða 837 greiddu á móti. Alls greiddu 3.423 atkvæði og auðir seðlar voru 53 talsins. Á kjörskrá eru 4.689. Félag grunnskólakennara hefur verið án kjarasamnings síðan í desember á síðasta ári en nýr samn- ingur gildir frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019. – gj Mikill meirihluti kennara sagði já KOsningar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu í gær að ganga til formlegra við- ræðna um myndun meirihluta í Kópavogi. „Ég er ánægður að við séum loks á leiðinni í formlegar viðræður,“ segir Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, í samtali við Fréttablaðið. „Ég er bjartsýnn á að þessir tveir flokkar eigi málefnalega samleið.“ – tg Viðræður hafnar í Kópavogsbæ 6 . J ú n í 2 0 1 8 m i ð V i K U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 0 3 -1 F 2 8 2 0 0 3 -1 D E C 2 0 0 3 -1 C B 0 2 0 0 3 -1 B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.