Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 8
SLÖKKTU Á SLENINU
OG KVEIKTU Á SPORTINU
Mitsubishi ASX er fjórhjóladrinn rúmgóður sportjeppi sem skilar þér miklu ai á mjúkan og
sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og nýtur aksturseiginleikanna. Nú fylgir 350.000 kr.
sumarauki með öllum nýjum Mitsubishi bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á sleninu og kveiktu á
sportinu í sumar með nýjum Mitsubishi ASX 4x4. Hlökkum til að sjá þig!
Mitsubishi ASX Intense
4x4, sjálfskiptur, dísil:
3.990.000 kr.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að nna á www.hekla.is/abyrgd
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
FYRIR HUGSANDI FÓLK
Sumarauki að verðmæti350.000 kr. fylgir!
Bandaríkin Harvey Weinstein
kvaðst í gær saklaus er hann kom
fyrir hæstaréttardómara í New York.
Kviðdómur ákvað á dögunum að
ákæra bæri framleiðandann
fyrir þrjú kynferðisbrot. Lög-
maður Weinsteins, Benjamin
Brafman, sagði hann aldrei
hafa stundað kynlíf án sam-
þykkis.
Rúmlega sjötíu konur
hafa sakað kvik-
my n d a f r a m l e i ð -
andann um kyn-
ferðislega áreitni
og kynferðisbrot.
Mál gegn honum
eru einnig til rann-
sóknar í Los Ange-
les, London og á
vettvangi banda-
ríska alríkisins.
Verði hann sak-
felldur í New York
á hann yfir höfði sér allt að 25 ára
fangelsisdóm.
„Við ætlum að krefjast þess fyrir
dómi að fá afhent ýmis gögn. Ef
það gengur eftir gæti vel farið svo
að það verði ekkert af réttar-
höldunum,“ sagði Brafman við
blaðamenn. Weinstein sjálfur
svaraði engum spurningum.
Brafman hefur áður sagt að
saksóknarar í málinu
séu undir ósann-
gjörnum pólitísk-
um þrýstingi. Þeim
finnist þeir þurfa
að ná fram sak-
fellingu vegna
þ e s s hve r su
mikla umfjöllun
mál Weinsteins
h a f a f e n g i ð
vegna #MeToo-
hreyfingarinnar.
– þea
Reyna að fá málið fellt niður
Belgía Carles Puigdemont, fyrrver-
andi forseti héraðsstjórnar Katalón-
íu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru
með honum á flótta í Brussel undan
ákæru spænska ríkissaksóknarans,
hafa höfðað mál gegn hæstaréttar-
dómaranum Pablo Llarena.
Llarena dæmir í málinu gegn Kata-
lónunum en það snýst um aðgerðir
katalónsku héraðsstjórnarinnar
síðasta haust. Það er sjálfstæðisat-
kvæðagreiðsluna og sjálfstæðisyfir-
lýsinguna. Hafa Katalónarnir verið
ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska
ríkinu og eiga yfir höfði sér allt að 50
ára fangelsisdóm.
Lögmaður Katalónanna sagði á
blaðamannafundi í Brussel í gær að
belgískur dómari hefði nú skipað
Llarena að koma fyrir dóm þar í
landi. Ástæða málsóknarinnar sé sú
að brotið sé á stjórnarskrárvörðum
rétti Katalónanna til að fá „óháðan
og hlutlausan dómara“, réttinum til
sanngjarnra réttarhalda og réttinum
til þess að vera álitinn saklaus uns
sekt er sönnuð.
„Dómskerfið er ekki að eltast við
okkur, heldur dómari sem lætur hug-
myndafræði sína stýra aðgerðum
sínum,“ sagði Puigdemont á blaða-
mannafundinum. – þea
Útlagarnir í mál við dómarann
íran Ali Akbar Salehi, forstöðu-
maður kjarnorkumálastofnunar
Írans, tilkynnti í gær að verið væri
að undirbúa smíði nýrra skilvinda
til þess að auka afkastagetu úran-
auðgunarversins í Natanz. Hafist
var handa eftir að æðstiklerkurinn
Ali Khamenei skipaði embættis-
mönnum sínum að vera reiðubúnir
að auðga úran á ný ef svo færi að
kjarnorkusamningurinn svokallaði
liðaðist í sundur að fullu.
Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Kína, Rússland, Þýskaland og Evr-
ópusambandið gerðu samninginn
við Íran árið 2015 eftir langar við-
ræður. Hann setur takmarkanir
við getu Írans til að vinna að kjarn-
orkuáætlun sinni. Donald Trump
Bandaríkjaforseti rifti samningnum
af hálfu Bandaríkjanna í maí.
Síðan þá hafa Evrópuþjóðirnar
reynt að halda samningnum á lífi.
Íransstjórn hefur þó gagnrýnt Evr-
ópuríkin fyrir að styðja samninginn
ekki nægilega svo það sé þess virði
fyrir Írana að halda í hann.
„Ef samningurinn fellur saman, og
við ákveðum að setja saman nýjar
skilvindur, setjum við saman nýja
kynslóð skilvinda. En eins og staðan
er í dag þá munum við athafna okkur
innan þess ramma sem samningur-
inn kveður á um,“ sagði Salehi.
Samkvæmt samningnum er Írön-
um heimilt að smíða íhluti í skilvind-
ur svo lengi sem þær eru ekki teknar
í notkun á fyrstu tíu árunum eftir að
samningurinn var undirritaður.
Gegn því að hætta vinnu að
kjarnorkuáætluninni var slakað á
viðskiptaþvingunum í garð Írans.
Repúblikanar í Bandaríkjunum
gagnrýndu þessa tilslökun og sögðu
Íransstjórn með þessu fá aukið fé til
að fjármagna hryðjuverkastarfsemi.
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna
varaði í gær við því sem ráðuneytið
kallaði „lygavef“ Írana og sagði
írönsk fyrirtæki og einstkalinga
stunda glæpsamlega viðskiptahætti.
thorgnyr@frettabladid.is
Íranir undirbúa smíði
nýrra úranskilvinda
Yfirvöld í Íran undirbúa nú smíði nýrra skilvinda til að auðga úran. Vilja taka
skilvindurnar í gagnið ef kjarnorkusamningurinn springur. Smíðin ein og sér
ekki brot á samningnum. Bandaríkjamenn vara við viðskiptaháttum Írana.
Írani við störf í Isfahan úran-auðgunarverinu. NordIcphotos/AFp
6 . j ú n í 2 0 1 8 M i Ð V i k U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-2
D
F
8
2
0
0
3
-2
C
B
C
2
0
0
3
-2
B
8
0
2
0
0
3
-2
A
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K