Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 14
Gylfi Þór
Sigurðs-
son
Aldur:
28 ára
Staða:
Miðju-
maður
Félag:
Everton
Lands-
leikir:
56/19
mörk
10
Frjálsar íþróttir Aníta Hinriks-
dóttir stórbætti Íslandsmetið í
einnar mílu hlaupi á móti sem
haldið var í Hengelo í Hollandi um
síðustu helgi. Aníta hefur sérhæft sig
í 800 og 1500 metra hlaupum, en ein
míla er rúmir 1600 metrar.
Aníta kom í mark á 4:29,20 mín-
útum og stórbætti Íslandsmet Chel-
sey Kristinu Birgisdóttur frá 2009
eða um rúmlega 17 sekúndur. Hún
segir taktíkina nokkuð frábrugðna
þegar um 1500 og rúmlega 1600
metra hlaup hafi verið að ræða.
Það hafi verið gaman að prófa
nýja vegalengd en aðaláherslan
muni áfram vera á 800 og 1500
metra hlaup.
„Þetta hlaup var sett upp fyrir hol-
lenska hlaupastjörnu sem býr hér á
svæðinu, en hún mætti reyndar ekki
til leiks. Þetta var bara skemmtilegt
og það var gaman að bæta Íslands-
metið. Það verður hins vegar að
hafa það í huga að það eru fáir sem
engir Íslendingar sem hafa einblínt
á þessa vegalengd í gegnum tíðina
og þessa stundina. Þessi vegalengd
er mikið notuð í Bandaríkjunum,
en ekki eins mikið í Skandinavíu
og Evrópu,“ sagði Aníta um tildrög
þess að hún hljóp þessa vegalengd
og frammistöðu hennar.
„Ég hef hlaupið áður 1500 metra,
en það munar töluvert um þessa
auka 100 metra hvað taktík og
aðferðafræði varðar. Hlaupið fór
nokkuð hægt af stað og ég sprengdi
aðeins upp hraðann og vanmat það
hvað auka 100 metrarnir í lokin eru
erfiðir þegar það er búið að hlaupa
svona langa vegalengd. Þetta gekk
hins vegar bara vel og aldrei að vita
nema ég prufi þetta aftur,“ sagði
Aníta enn fremur um hlaupið.
Æfir í Hollandi
Hún segir að nú muni hún einbeita
sér aftur að þeim vegalengdum sem
hún hefur keppt í undanfarin ár.
„Nú fer ég að einblína aftur á 800
og 1500 metrana. Ég mun taka þátt í
800 metra hlaupi á móti sem haldið
er í tengslum við Demantamóta-
röðina í Stokkhólmi um helgina. Þar
á eftir er svo mót í Ostrava í Tékk-
landi sem Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandið heldur,“ sagði Aníta um
framhaldið hjá sér.
Aníta býr þessa dagana í Hollandi
þar sem hún æfir en hún hefur búið
á meginlandinu í um átján mánuði
„Ég hef verið hér í Hollandi í um
það bil eitt og hálft ár við æfingar
og keppni undir handleiðslu hol-
lensks þjálfara. Ég hef lært mikið
hér á nýjum stað og aðstaðan, þá
sérstaklega yfir sumartímann, er
afar góð. Það er frábært að hlaupa í
hollensku skógunum í um það bil 20
gráðu hita. Planið er hins vegar að
koma heim eftir mótið í Ostrava og
svo aftur í júlí til þess að hlaða batt-
eríin aðeins. Svo hefjast æfingar af
fullum krafti fyrir Evrópumeistara-
mótið sem fram fer í Berlín í ágúst.
Það er stærsta mótið sem ég tek þátt
í á þessu sumri. Æfingaplanið geng-
ur út frá því að toppa á þeim tíma,“
sagði Aníta um komandi verkefni
hjá sér.
„Ég mun svo taka stöðuna næsta
haust og ákveða hvort ég held áfram
að vera búsett í Hollandi og vera við
æfingar þar. Eins og staðan er núna
lítur allt út fyrir að ég verði áfram
þar, en ég hef hins vegar ávallt tekið
bara eitt keppnistímabil í einu og
mun bara fara yfir málin þegar
sumarið er búið og taka ákvörðun
um hvernig næsta keppnistímabil
verður.“ hjorvaro@frettabladid.is
Æfingaplanið sett upp til að
toppa á Evrópumótinu í haust
Aníta Hinriksdóttir hefur verið búsett í Hollandi síðasta eina og hálfa árið, en þar hefur hún lært mikið og
bætt sig umtalsvert. Aníta reyndi sig í míluhlaupi um síðustu helgi með góðum árangri, en ætlar þó að ein-
beita sér áfram að 800 og 1500 metra hlaupum. Evrópumeistaramótið í Berlín er stærsta mót sumarsins.
Aðstaðan hér í
Hollandi, sérstak-
lega yfir sumartímann, er
frábær. Það er gott að geta
hlaupið í skógunum í tutt-
ugu stiga hita.
Aníta bætti níu ára gamalt Íslandsmet Chelsey í Hollandi um helgina um sautján sekúndur. FréttAbLAðið/Anton brink
KörFubolti Finnur Freyr Stefánsson,
eða Finnur sem allt vinnur eins og
hann er kallaður, tilkynnti í gær að
hann væri hættur störfum sem þjálf-
ari karlaliðs KR í körfubolta. Fimm
ára samningur hans sem hann skrif-
aði undir árið 2013 rennur út í sumar
og hefur hann ákveðið að draga sig
í hlé. Hefur hann starfað við körfu-
boltaþjálfun hjá félaginu frá 1999 en
óvíst er hvert næsta skref hans er.
Finnur tók við liðinu af Helga Má
Magnússyni sumarið 2013 og byrjaði
af krafti. Á fyrsta ári hans unnust
tveir titlar af þeim stóru þremur. Á
þessu ári vann KR 30 af 33 leikjum
sínum en féll snemma úr leik í bikar-
keppninni.
Reyndist þetta aðeins upphafið
en uppskeran var sú sama ári síðar,
deildar- og Íslandsmeistarar eftir 33
sigra í 39 leikjum í öllum keppnum.
Næstu tvö ár eftir það vann KR
alla þrjá stærstu bikarana, deildar-
bikar- og Íslandsmeistaratitilinn, en
á þessum tímapunkti var KR búið að
vinna tíu af tólf titlunum sem í boði
voru undir stjórn Finns.
Síðasta tímabilið reyndist erfiðra
en oft áður, KR tapaði sjö leikjum
og varð ekki deildarmeistari í fyrsta
sinn undir stjórn Finns. Þrátt fyrir
það tókst honum að stýra KR til
sigurs í úrslitakeppninni og landa
fimmta Íslandsmeistaratitlinum í
röð en það var ellefti bikar hans á
aðeins fimm árum.
Er hann sigursælasti þjálfarinn
í sögu efstu deildar karla ásamt
Sigurði Ingimundarsyni með fimm
meistaratitla.
„Tilfinningin er mjög blendin eftir
að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég er
sáttur við að hafa ákveðið mig en er
um leið sorgmæddur yfir að kveðja
stað sem hefur verið mitt annað
heimili undanfarna tvo áratugi
tæpa,“ sagði Finnur er Fréttablaðið
heyrði í honum en honum langar í
nýja áskorun.
„Það verður skrýtið að vera ekki
að þjálfa úti í KR næsta haust, en mér
fannst þetta vera komið gott og tími
á nýja áskorun. Þetta hefur verið frá-
bær tími, en undir lokin var komin
þreyta í mig og þá fannst mér réttast
að stíga frá borði og hleypa fersku
blóði að.“
Finnur hefur heyrt af áhuga
erlendis. „Það hafa komið fyrir-
spurnir að utan og ég hef áhuga á að
spreyta mig í því en það er aðeins á
grunnstigi. Ég er ekki stressaður á því
að finna starf strax en er með eyrun
opin,“ sagði Finnur og bætti við:
„Nú er kominn tími til að eyða tíma
með fjölskyldunni, rækta líkama og
sál og vinna í golfsveiflunni.“ – kpt
Finnur sem allt vinnur yfirgefur KR eftir farsæl ár
11
titla vann KR á þeim 5 árum
sem Finnur stýrði liðinu.
Finnur fagnar þeim fimmta í röð í kr-heimilinu í vor. FréttAbLAðið/Anton brink
Fótbolti Manchester United er
byrjað að láta til sín taka á leik-
mannamarkaðnum en í gær til-
kynnti félagið að samkomulag hefði
náðst við Shakhtar Donetsk um
kaupverðið á Brasil íumanninum
Fred. Greiðir enska félagið tæpar
fimmtíu milljónir punda fyrir Fred
sem er í brasilíska landsliðshópnum
sem fer til Rússlands.
Er hann fjórði dýrasti leikmað-
urinn í sögu félagsins á eftir Angel
Di Maria, Romelu Lukaku og Paul
Pogba. Verður hann sjöundi Brasil-
íumaðurinn sem leikur fyrir Man-
chester United.
Á sama tíma fjölluðu enskir miðl-
ar um að Diogo Dalot, portúgalskur
bakvörður frá Porto, hefði staðist
læknisskoðun hjá félaginu. Greiðir
Manchester United riftunarverðið
í samningi Dalots, tuttugu milljónir
evra, en hann hefur aðeins leikið sex
leiki fyrir portúgalska stórveldið
Porto. – kpt
United byrjað
að styrkja liðið
Fótbolti Íranska landsliðið varð í
gær fyrsta keppnisliðið til að mæta
til Rússlands fyrir Heimsmeistara-
mótið er liðið kom til Moskvu. Er
þetta í fimmta sinn sem Íranir keppa
á HM en þeim hefur aldrei tekist
að komast upp úr riðlinum. Munu
Íranir, undir stjórn Carlos Queiroz,
æfa í Moskvu á næstu dögum en
fyrsti leikur þeirra fer fram í Péturs-
borg föstudaginn 15. júní.
Átta dagar eru í opnunarleikinn
og fara þjóðirnar sem keppa á HM
að streyma til Rússlands á næstu
dögum. Strákarnir okkar mæta
Gana í æfingaleik á morgun en þeir
halda til Rússlands á laugardaginn
þar sem þeir munu dvelja í æfingar-
búðum í Gelendzhik. – kpt
Íranar fyrstir til
Rússlands
Handbolti Guðmundur Guð-
mundsson heldur blaðamanna-
fund í dag þar sem hann tilkynnir
þá sextán leikmenn sem taka þátt
í leikjunum gegn Litháen. Eru leik-
irnir hluti af undankeppni Heims-
meistaramótsins 2019 og fær sigur-
vegarinn þátttökurétt á mótinu sem
fram fer í Þýskalandi og Danmörku.
Verða þetta fyrstu keppnisleik-
irnir undir stjórn Guðmundar eftir
að hann tók við liðinu í þriðja sinn
í febrúar. Leikið verður ytra á föstu-
daginn og í Laugardalshöll á mið-
vikudaginn.
Hefur Litháen aðeins einu sinni
komist inn á HM í Japan 1997 en
Ísland hefur verið meðal þátt-
takenda á undanförnum fjórum
mótum. – kpt
Hópurinn
kynntur í dag
6 . j ú n í 2 0 1 8 M i Ð V i K u d a G u r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
spoRt
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-1
5
4
8
2
0
0
3
-1
4
0
C
2
0
0
3
-1
2
D
0
2
0
0
3
-1
1
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K