Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 20
Arðsemi eigin fjár af reglulegum rekstri Arion banka minnk-aði um tæp fjögur prósentustig frá árinu 2015 til 2017 og var í
fyrra tæp fimm prósent eða ríflega
sjö prósentustigum undir arðsemis-
kröfu. Á sama tíma hækkaði kostn-
aðarhlutfall reglulegs rekstrar bank-
ans úr 53 prósentum árið 2015 í 59
prósent á síðasta ári.
Til samanburðar hafa stjórn-
endur bankans sett sér það mark-
mið að arðsemi eigin fjár bankans
nái tveggja stafa tölu og að hlutfall
kostnaðar af tekjum lækki í um það
bil 50 prósent. Dótturfélag Arion,
Valitor, vegur þungt í kostnaðar-
hlutfallinu en að kortafyrirtækinu
undanskildu hefði umrætt hlutfall
verið 50,6 prósent fyrir samstæðuna
í heild í fyrra.
Geta Arion banka til þess að greiða
út arð er jafnframt „umtalsverð“ en
með því að lækka eiginfjárhlutfall
bankans úr 23,6 prósentum í 17 pró-
sent og gefa út víkjandi skuldabréf
gæti bankinn aukið arðsemi sína
þannig að hún verði í það minnsta
átta prósent.
Þetta má lesa út úr ítarlegri skrán-
ingarlýsingu Arion banka sem gefin
var út í liðinni viku vegna hluta-
fjárútboðs bankans. Í útboðinu,
sem hófst 31. maí og stendur til 14.
júní, munu eignarhaldsfélagið Kaup-
þing og vogunarsjóðurinn Attestor
Capital, sem eiga samanlagt ríflega
68 prósent hlutafjár í Arion banka,
selja að lágmarki 22,6 prósenta hlut
í bankanum. Ólíklegt er talið að
seldur verði stærri hlutur en að sögn
kunnugra mun Kaupþing vart selja
meira en fjórðungshlut nema að
endanlegt útboðsgengi verði nærri
efri mörkum verðbilsins í útboðinu.
Það stafar ekki síst af því að af hálfu
stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á
að Kaupþing hámarki fyrst og fremst
virði eignarhlutar síns í bankanum,
þannig að sem hæst verð fáist fyrir
hann, fremur en reyni að selja sem
stærstan hlut á stuttum tíma. Kaup-
þing og vogunarsjóðurinn Taconic
Capital fá rétt til þess að fara með
virkan eignarhlut og atkvæðarétt í
bankanum eftir skráningu og eru þá
vonir bundnar við að eignarhalds-
félagið láti til sín taka sem virkur
hluthafi – en búist er við því að félag-
ið verði áfram í hluthafahópnum
næstu 18 mánuðina – og reyni að
auka með þeim hætti markaðsvirði
bankans. Ríkir hagsmunir ríkisins
eru enda í húfi. Því hærra verð sem
fæst fyrir hlut Kaupþings, þeim mun
hærra stöðugleikaframlag rennur til
ríkisins samkvæmt forskrift stöðug-
leikaskilyrðanna.
Lágt verð hreyfir við fjárfestum
Verðið sem fjárfestum býðst að
kaupa bréf í Arion banka á – 0,6 til
0,7 sinnum bókfært eigið fé bankans
– er lægra en búist var við og auk
þess mun hagstæðara en verðið í
síðustu viðskiptum með bréf í bank-
anum. Þannig voru væntingar um í
aðdraganda útboðsins að gengið
yrði á bilinu 0,7 til 0,8. Sumir ráð-
herrar innan ríkisstjórnarinnar eru
óánægðir með það hve lágt gengið
er, samkvæmt heimildum Markað-
arins, og lýstu þeirri óánægju yfir
á fundi ráðherranefndar um efna-
hagsmál seint í síðustu viku.
Talið var nauðsynlegt, að sögn
viðmælenda blaðsins, að hafa geng-
ið svo lágt sem raun ber vitni til þess
að auka áhuga erlendra fjárfesta á
útboðinu. Þetta lága gengi hefur
hreyft við mörgum fjárfestum, inn-
lendum sem erlendum, en til marks
um það var pantanabók fyrir um
fjórðungshlut í bankanum orðin
full í gær. Erlendir fjárfestingarsjóðir
hafa verið fyrirferðarmestir þeirra
sem hafa skráð sig fyrir hlut.
Verðbil útboðsins gæti jafnframt
vakið áhuga lífeyrissjóðanna, sem
höfnuðu fyrr á árinu tilboði Kaup-
þings um að kaupa hlut í bankanum
á verði sem var rétt yfir genginu 0,8
krónur fyrir hverja krónu af eigin
fé hans. Að teknu tilliti til arðs sem
greiddur var út í kjölfar viðræðn-
anna býðst sjóðunum að kaupa
bréf í bankanum á 10 til 20 prósenta
lægra verði.
Ríkið seldi jafnframt – að tillögu
Bankasýslunnar – 13 prósenta hlut
sinn í bankanum til Kaupþings á
genginu 0,81 í febrúar í samræmi
við kauprétt eignarhaldsfélagsins og
þá keyptu bankinn Goldman Sachs,
Attestor og innlendir verðbréfa-
sjóðir rúmlega fimm prósenta hlut
af Kaupþingi á gengi sem samsvar-
aði um 0,8 sinnum eigið fé Arion.
Umræddir verðbréfasjóðir þurftu
að færa niður eign sína í bankanum
um mánaðamótin í samræmi við hið
nýja markaðsverð.
Verðið var auk þess á þessum
slóðum – í kringum 0,8 miðað við
þáverandi eigið fé bankans – þegar
vogunarsjóðirnir Och-Ziff, Taconic
og Attestor sem og Goldman Sachs
keyptu 29 prósenta hlut í bankanum
í mars í fyrra.
„Verðið er tiltölulega lágt. Það
fer ekki á milli mála,“ segir Snorri
Jakobsson, greinandi hjá Capa-
cent. Í verðmati sem ráðgjafarfyrir-
Selja vart meira en um fjórðung í Arion
Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var
nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.
Verðlagning Arion banka, eins og hún birtist í verðbili hlutafjárútboðsins, á milli 0,6 og 0,7 af eigin fé bankans, er lág í alþjóðlegum samanburði. Þannig er meðalverð evrópskra banka með tilliti til
eigin fjár rétt í kringum 1,0 og eru norrænir bankar, sem þykja að jafnaði vel reknir og fjármagnaðir, enn dýrari en verð þeirra, miðað við eigið fé, er að meðaltali um 1,3. FréttAbLAðið/EyÞór
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is Jafnvel þótt það sé mat stjórnar
Arion banka að bankinn muni til
lengri tíma hagnast af vaxtastefnu
dótturfélagsins Valitor Holding, þá
telur stjórnin að nokkur ár gætu
liðið þar til stefnan fer að bera
ávöxt og stefnan gæti auk þess
verið ólík þeirri stefnu bankans að
leggja áherslu á innlendan markað,
að því er fram kemur í skráningar-
lýsingu Arion banka.
Kortafyrirtækið hefur vaxið hratt
á erlendri grundu á undanförnum
árum, meðal annars með yfirtökum
á fyrirtækjum, og stefnir að frekari
vexti. Í lýsingunni kemur fram að
tekjur af alþjóðlegri starfsemi hafi
numið 68 prósentum af rekstrar-
tekjum Valitors í fyrra. Hlutfallið var
58 prósent árið 2016 og 48 prósent
2015.
Tap hefur verið á rekstri Valitors
síðustu ár en gert er ráð fyrir því í
langtímaáætlun kortafyrirtækisins
að það skili rekstrarhagnaði innan
fáeinna ára og að reksturinn verði
orðinn arðbær innan næstu fimm
ára.
Arðsemi eigin fjár Arion banka, að
Valitor undanskildu, var 6,6 prósent
á síðasta ári, 7,5 prósent árið 2016
og 29,6 prósent 2015, eftir því sem
fram kemur í skráningarlýsingunni.
Til samanburðar var arðsemi sam-
stæðunnar í heild 6,6 prósent 2017,
10,5 prósent 2016 og 28,1 prósent
2015.
Kostnaðarhlutfall samstæðunn-
ar, að kortafyrirtækinu undanskildu,
var jafnframt 50,6 prósent í fyrra,
59,3 prósent 2016 og 28,2 prósent
2015.
Stjórn Arion banka ákvað að
leggja ekki til fyrir aðalfund bank-
ans í mars að Valitor yrði aðgreint
frá samstæðunni þannig að hluta-
bréf fyrirtækisins yrðu greidd út í
formi arðs til hluthafa, þrátt fyrir
að sú hugmynd hafi átt ákveðnu
fylgi að fagna innan stjórnarinnar.
Í lýsingunni er tekið fram að slík
ráðstöfun gæti verið bankanum til
hagsbóta. Þó þurfi að meta fyrir-
komulag ráðstöfunarinnar betur.
Það gæti falið í sér sölu á félaginu,
að hluta til eða í heild, til þriðja
aðila.
Stjórn Arion banka útilokar ekki sölu á Valitor í heild sinni
4,8%
var arðsemi af reglulegum
rekstri Arion banka í fyrra.
59%
var kostnaðarhlutfall reglu-
legs rekstrar Arion banka í
fyrra.
6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R6 mArkAðurinn
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-3
7
D
8
2
0
0
3
-3
6
9
C
2
0
0
3
-3
5
6
0
2
0
0
3
-3
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K