Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | LOKSINS KOMNAR VINSÆLU SUMARYFIRHAFNIRNAR Regnkápur- Frakkar - Vatt jakkar Soffía Dögg segir að hún og maður hennar, Valdimar Björn Guðbjörnsson kerfis- fræðingur, búi í húsi sem byggt var árið 1975 með stórum garði. „Við keyptum húsið 2008 en það var ekki fyrr en síðla sumars 2016 sem við hófumst handa við að gera pallinn og smíðinni er ekki lokið. Við ætlum að stækka hann enn frekar enda er þvílíkur munur að hafa hann. Fyrir framan hús var smá afdrep sem við notuðum fyrstu árin en eftir að við fengum pallinn erum við bara þar. Pallur- inn er framlenging á stofunni og ég er alltaf með opið út þegar veður leyfir,“ segir hún. Soffía segir að þau vilji minnka grasið í garðinum og þar með slátt- inn. „Það er mikil vinna að halda garðinum fallegum og þess vegna höfum við ákveðið að stækka pall- inn töluvert í viðbót. Garðurinn er í mikilli rækt og fallegur en honum fylgir mikil vinna. Það er eilífðar verkefni að hreinsa beðin þótt mér þyki gaman að hafa gróðurinn,“ segir Soffía. Valdimar byggði sjálfur pallinn ásamt föður sínum og var vandað til verksins. „Þetta var hellings verkefni þar sem hver einasta hola var handgrafin. Það var mikið af stóru grjóti í jarðveginum. Það þurfti að úthugsa hönnunina þar sem við ætlum að hafa pallinn helmingi stærri og jafnvel fá okkur heitan pott. Einnig langar okkur í vinnuskúr þar sem hægt er að geyma grill og útihúsgögn. Sömu- leiðis þurftum við að hugsa um útsýnið, við erum með sjávarsýn og vildum ekki missa hana. Vegg- irnir mega því ekki vera of háir og verða með gluggum að hluta. Við létum pallinn veðrast í heilt ár eins og ráðlagt er áður en við bárum á hann.“ Soffía Dögg er nýbúin að kaupa sumarblóm til að skreyta umhverf- ið enn frekar en hún keypti hús- gögn í Rúmfatalagernum síðasta sumar sem hún er mjög ánægð með. „Húsgögnin stóðu úti í allan vetur og það sér ekki á þeim. Þau þurfa ekkert viðhald. Við fengum okkur líka nýtt borð og stóla enda er svo gaman að borða úti. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að gera fínt á pallinum og maður vonar bara að sumarið verði gott. Við erum líka með hengirúm sem krakkarnir nota mikið. Í rauninni er þetta rosa vinsæll staður hjá þeim,“ segir Soffía sem á tvö börn. „Pallurinn gaf okkur nýtt líf og það munar svo miklu að geta labbað beint út og notið sumarsins. Litli hundurinn okkar getur líka nýtt pallinn enda er hann alveg lok- aður. Mér finnst ánægjulegast að nú erum við farin að nota þennan hluta garðsins sem við gerðum ekki áður,“ segir Soffía Dögg. Soffía segist hvetja fólk sem er með garð að drífa í því að gera pall. „Og ef fólk er ekki með aðstöðu fyrir pall þá er alveg hægt að gera svalirnar kósí. Ég er viss um að pallurinn verður mikið notaður í sumar. Þarna varð til glænýr íveru- staður fyrir okkur. Það eru forrétt- indi að grilla úti á palli og borða síðan úti á fallegum sumardögum. Húsgögnin og sumarblómin gera líka svo mikið fyrir pallinn,“ segir Soffía sem er ekki bara með Skreytum hús á Facebook heldur einnig vinsælt blogg undir sama nafni. Glæsilegur pallur hjá Soffíu. Greinilegt að hún nostrar við hvert smáatriði. MYNDUR/ERNIR Fallegur sólbekkur sem Soffía segir að sé orðinn tíu ára gamall. Hann fær nýtt líf á pallinum. Soffía Dögg á tvö börn sem hafa mikið yndi af hengi- rúminu. Soffía keypti sófasettið í Rúmfata- lagernum og er mjög ánægð með þau kaup. Hundurinn á heimilinu er ekki síður ánægður með nýja pallinn en aðrir í fjölskyldunni. Hann getur valsað áhyggjulaus um enda er þetta lokað svæði. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Soffía Dögg segir að fjölskyldan borði eins oft úti og veðrið leyfi. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . J Ú N Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 0 3 -2 4 1 8 2 0 0 3 -2 2 D C 2 0 0 3 -2 1 A 0 2 0 0 3 -2 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.