Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 24
Markmið Karlar í skúrum er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karla er í
fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við
líkamlega, andlega og félagslega í
öruggu og vinalegu umhverfi,“ segir
Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá
Rauða krossinum í Hafnarfirði og
Garðabæ.
Hörður er staddur í fyrsta skúr
karla sem var opnaður við Hellu-
hraun 8 í Hafnarfirði 1. júní.
„Karlar í skúrum er að ástralskri
fyrirmynd sem nefnist Men’s shed
og hefur slegið í gegn víðs vegar um
Evrópu og í Bandaríkjunum. Þannig
eru 422 skúrar á Írlandi þar sem yfir
10.000 karlar hittast í hverri viku og
segja 97 prósent meðlima að heilsa
þeirra hafi batnað og velferð þeirra
aukist við það að taka þátt í félags-
skap karla í skúrnum,“ upplýsir
Hörður.
Best að spjalla öxl í öxl
Karlar í skúrum er ætlað að koma í
veg fyrir félagslega einangrun karla
og neikvæðar afleiðingar hennar.
„Karlar á öllum aldri eru vel-
komnir í skúrinn þar sem þeir mæta
á sínum forsendum. Það gefur þeim
stað og stund til að hittast yfir kaffi-
sopa, spjalla og vinna að persónuleg-
um eða sameiginlegum verkefnum
sem þeir ákveða sjálfir og á sínum
hraða, og í skúrnum skiptast þeir á
þekkingu og gefa til samfélagsins á
leiðinni,“ útskýrir Hörður í skúrnum
sem skiptist í notalega kaffistofu og
vinnurými.
„Hugmyndafræðin byggir á rann-
sóknum sem sýna að karlmönnum
þykir best að tala saman þegar þeir
vinna með eitthvað í höndunum og
þegar þeir standa saman öxl í öxl
frekar en beint á móti hvor öðrum,“
segir Hörður sem er strax farinn að
horfa fram á veginn í leit að húsnæði
fyrir annan skúr í Garðabæ og vill
færa út kvíarnar víðar.
„Þörfin virðist vera mikil og meira
að segja konurnar vilja komast líka
í skúrinn. Ég skil það vel en fyrsta
kastið leyfum við körlunum að njóta
skúranna einir, að koma saman og
þróa þá eftir eigin höfði. Í hverjum
skúr þarf að vera þriggja manna
stjórn og hver skúr útbýr sínar eigin
reglur í samráði við Rauða kross-
inn. Þeir hafa sjálfir lyklavöldin að
skúrnum en ákveðnar grunnreglur
verða til staðar; að ekki megi útiloka
fólk sökum húðlits, stjórnmálaskoð-
ana, fötlunar eða þjóðernis, og ekki
er haft áfengi um hönd í skúrnum.“
Maður er manns gaman
Fallegt handverk blasir við þeim
sem heimsækja karlana í skúrnum
við Helluhraun.
„Reynslan sýnir að flestir sinna
verkefnum sem snúa að smíðum og
vinnu með timbur og menn smíða
bæði stóra og smáa hluti en gera líka
við eigin hluti og annarra. Félagslegi
ávinningurinn er þó það mikilvæg-
asta og því skipar kaffistofan stóran
sess til skrafs og ráðagerða. Í vinnu-
rýminu fást karlarnir líka við fleira
en smíðar, einn stundar listmálun í
einu horni kaffistofunnar, og tveir
með mikinn áhuga á framköllun
ljósmynda eru að búa til mykraher-
bergi,“ segir Hörður innan um glæsi-
legan tækjakost í skúrnum.
„Velvildin er svo mikil í hafnfirsku
samfélagi að skúrinn er orðinn
fullur af frábærum vélum sem við
höfum fengið gefins vegna þess að
verkefnið spurðist út. Við þorum
ekki einu sinni að auglýsa því þá
fyllist allt en margir eru tilbúnir að
gefa okkur stórkostlegar vélar,“ segir
Hörður kátur og nú þegar eru tutt-
ugu meðlimir skráðir.
„Eldri karlar á Íslandi eru miklir
vinnuþjarkar, vilja hafa mikið fyrir
stafni og kunna margt fyrir sér.
Margir hér eru mjög handlagnir,
smiðir og einn er smíðakennari
og þeir kunna vel til verka og hafa
ánægju af því að miðla. Allt eru það
félagslega sterkir menn en hópurinn
sem við viljum fá kemur vonandi
núna þegar starfið er komið í gang.
Við verðum með opið tvo daga í
viku í júní og júlí en eftir verslunar-
mannahelgina verður opið alla daga
og starfið fer á fullt,“ segir Hörður,
fullur tilhlökkunar.
Karlar í skúrum er í Helluhrauni
8 í Hafnarfirði. Opið þriðjudaga
frá klukkan 14 og fimmtudaga frá
klukkan 10. Nánari upplýsingar hjá
Herði á hordur@redcross.is
Vellíðan karla í fyrirrúmi
Nú geta karlar komið saman í huggulegum skúr í Hafnarfirði og átt glaðar og skapandi
stundir í félagsskap annarra karla yfir kaffisopa og verkefnum eftir eigin getu og áhuga.
Margt var um manninn við opnun skúrsins i Hafnarfirði 1. júní síðastliðinn. Pönnukökumeistarinn Jóhann Salomon Gunnarsson bakaði pönnukökur. .
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Hörður Sturluson, fyrir miðju, með Þórarni Klemenssyni gjaldkera og Sturlu Jónssyni. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI
Margt fagurra muna er að finna í vönduðu handverki karlanna í skúrnum.
Þekking - Þroski - Þróun - Þátttaka
STÚDENTSNÁM:
• Alþjóðabraut
• Félagsgreinabraut
• Raungreinabraut
• Viðskiptabraut
• Opin braut
• Framhaldsskólabraut
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.MK.IS OG Á FACEBOOK SÍÐU SKÓLANS
INNRITUN STENDUR YFIR TIL 8. JÚNÍ
Menntaskólinn í Kópavogi
Sími: 594 4000
GRUNNDEILD MATVÆLA OG FERÐAGREINA:
• Bakari
• Framreiðslumaður (þjónn)
• Kjötiðnaðarmaður
• Matreiðslumaður (kokkur)
eða starfa í ferðaþjónustu
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . J ú N í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-1
0
5
8
2
0
0
3
-0
F
1
C
2
0
0
3
-0
D
E
0
2
0
0
3
-0
C
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K