Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 40

Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 40
Allir sem kaupa stillanlegt rúm í Dorma meðan á HM í Rússlandi stendur* lenda í potti og geta unnið 65’’ UHD snjallsjónvarp frá Samsung að verðmæti 199.995 kr. Dregið verður 12. júlí og vinningshafinn getur horft á úrslitin í nýju sjónvarpi. HM-LEIKUR DORMA *Leikurinn stendur fram yfir undanúrslit. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Gerðu gott mót betra með DORMA ÁFRAM ÍSLAND OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI Komdu og veldu þér þitt draumasæti 25% AFSLÁTTUR TILBOÐ AVIGNION hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skemli. Leður á slitflötum eða grátt áklæði Fullt verð í áklæði : 109.900 kr. Aðeins 82.425 kr. Fullt verð í leðri : 129.900 kr. Aðeins 97.425 kr. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Atómstjarna er marg-laga verk á mörkum allra listgreina, tón-list, myndlist, dans-list, leiklist og gjörn-ingalist,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarkona þegar hún er beðin að lýsa Atómstjörnu, upplifunarverki sem frumsýnt verð- ur í Ásmundarsal við Freyjugötu 41 á föstudaginn. „Við erum þrjár saman, ég og danshöfundarnir Sveinbjörg Þór- hallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir, sem erum búnar að vinna að þessu verkefni í um tvö ár,“ heldur Jóní áfram. „Það byrjaði þannig að ég hafði gert búninga, leikmyndir og fleira í verkum þeirra, úr því varð til vinátta og við ákváðum að gera verk saman, þar sem við værum allar höfundar. Stein- unn var í masters- námi í perform- a n s f r æ ð u m úti í New York og við Sveinbjörg fórum út að heim- s æ k j a hana og vo r u m í viku í borg- inni að skoða myndlist, fara á tónleika, dans- sýningar, leiksýningar og gjörn- inga.“ Jóní segir New York heimsóknina hafa verið innspýtingu fyrir ferlið sem varð að Atómstjörnunni þar sem þær stöllur fjalli um mann- eskjuna og skoði hana út frá kerfum líkamans, náttúrunnar og heimsins en einnig hinu óþekkta eins og fjar- víddum geimsins. Það er sem sagt allt undir? „Já, en svo nær það að kristallast í myndum, hreyfingum, mynd- list og búningum og allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal.“ Gekk ykkur vel að fá fólk til samstarfs úr hinum ýmsu listgreinum? „Já, mjög vel. Við erum með flottan hóp af dönsurum og Ing- var Sigurðsson sem er meðal okkar bestu leikara, Eva Signý Berger sér um útlit og Áskell Harðarson um hljóðheiminn. Þetta er stórskota- lið og svo er klárt fólk í tækni-og framkvæmdastjórn. Það hefur þurft mikið skipulag til að ná öllu saman og það er stórkostlegt að vera í þessu húsi, Ásmundarsal, sem er verið að opna almenningi eftir endurbætur og breytingar.“ Jóní segir Atómstjörnuna í og með hverfast um húsið og fólkið sem byggði það, þau Gunnfríði Jónsdóttur og Ásmund Sveinsson. „Gunnfríður sá fyrir þeim Ásmundi með saumaskap meðan hann var í námi, ferðaðist með honum til Grikklands og bjó í Kaupmanna- höfn. Líkaminn er mikil uppspretta í mynd- og danslist og við tengjum höggmyndalist þeirra hjóna lifandi líkömum.“ Heldurðu að gestir sýningarinnar nái að fanga allar þessar hugmyndir ykkar? „Það er rannsókn í sjálfu sér,“ svarar Jóní. „Okkar spenna í gerð verksins er að sjá hvort okkur tekst að búa til heild úr öllum þessum brotum. En ég er bjartsýn á það. Við vorum með atriði úr verkinu á setningarathöfn Listahátíðar, það gaf tóninn og áhorfendur virtust hrifnir.“ Jóní segir fólk geta keypt sér miða á ákveðnar sýningar í Ásmundarsal sem taka tæpa tvo tíma. „En fólk sest ekki niður og horfir þaðan á heildar- dagskrá, heldur gengur um húsið og upplifir eitthvað nýtt hvar sem það stígur niður fæti. Ásmundarsalur er jafnframt opinn frá 10 til 17, þá er hægt að sjá innsetningar og vídeó og svo detta þar inn pop-up sýn- ingar sem við auglýsum á samfélags- miðlum með stuttum fyrirvara, það er í raun óvænt hvort hver og einn verður vitni að lifandi manneskju í rýminu eða ekki.“ Allt verður að einni stjörnu í Ásmundarsal Höfundarnir Stein- unn Ketilsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Sveinbjörg Þórhalls- dóttir. Mynd/Eirún Sigurðardóttir „Líkaminn er mikil uppspretta í mynd- og danslist og við tengjum höggmyndalist þeirra hjóna lifandi líkömum,“ segir Jóní og á þar við hjónin Ásmund Sveinssyni og gunnfríði Jónsdóttur. FréttabLaðið/StEFÁn Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Dans-og mynd- listarverkið Atóm- stjarna verður frumsýnt 8. júní í Ásmundarsal við Freyjugötu. 6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R20 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð menning 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 0 3 -1 F 2 8 2 0 0 3 -1 D E C 2 0 0 3 -1 C B 0 2 0 0 3 -1 B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.