Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 06.06.2018, Qupperneq 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is Ég er bara „ p u t t i n g my money where my mouth is“ svarar Dóri spurður að því út í hvað hann sé eiginlega búinn að koma sér – en hann gerði sér lítið fyrir síðasta mánudagskvöld og lagði 800 evrur, um 100 þúsund íslenskar krónur, á leik Íslands á móti Arg- entínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Stuðullinn er 11,50 og ef Ísland vinnur eignast Halldór heilar 9.200 evrur – tæplega 1,2 milljónir króna. Það eru nokkrar náttúruvínsflöskur. „Mér er sagt að þetta sé okkar tækifæri – líkunum samkvæmt er ólíklegt að svona lítil þjóð komist aftur á heimsmeistaramótið og ég ætla bara að fá premium pakkann á þessu öllu saman,“ segir Halldór en hann er á leiðinni til Moskvu til að verða vitni að ávöxtun aleigunnar, eða þá því þegar hann fer gjörsam- lega á kúpuna. „Ég er að leita að fólki sem getur haldið á mér inn á völlinn og út af honum aftur. „Nota bene, ég vil vitna í nám mitt sem dramatúrg – ég veit að sama hvar við endum á þessu móti erum við alltaf að fara að vinna Argentínu, sem töpuðu í framleng- ingu í úrslitum fyrir fjórum árum. Öll teiknin eru á lofti sem gera þetta að klassísku ævintýri. Þegar Gylfi slasaðist hugsaði ég „þetta er búið“ en þegar Aron slasaðist líka – þá varð alveg kýrskýrt að við værum að fara að vinna þennan fyrsta leik. Núna til að kóróna þetta, ef við förum í sögu aðalhetj- unnar, Vogler, þá erum við búin að fara á fund lærimeistarans, Lars, og læra þar dýrmæta lexíu,“ segir Dóri og vitnar þar í reglur handritahöf- undarins og fyrirlesarans Chri- stophers Vogler um hvernig saga skuli byggð en hann vann þær upp úr verkum goðsagnafræðingsins Josephs Campbell. Sá sagði goð- sagnir og ævintýri byggð upp á svipaðan máta, hinum svokallaða „hero’s journey“ söguþræði, sem flestar stórar bíómyndir byggja á. Þar koma áföll alltaf við sögu og lærimeistari eða aðstoðarmaður hjálpar hetjunni að finna styrk sinn – í þessu tilviki Lars Lagerbäck. „Samkvæmt minni menntun og þekkingu erum við að fara að eiga annað svona „shaky móment“ í markinu. Þetta er algjörlega hero’s journey. Ég get ekkert sagt um hvort við komumst upp úr riðlin- um eða neitt þannig en þennan leik erum við alltaf að fara að vinna. Þetta verður alveg svart – Messi er þarna en þessir strákar, Raggi og Kári slökkva alveg í þessu dæmi. Á mínútu sjötíu þá segi ég að Gylfi og Aron muni eiga hlut að máli út af þessum meiðslum. Þetta er skrifað í stjörnurnar. Síðan fæ ég þessar eina komma tvær millur lagðar inn á mig og svo trítla ég á Rauða torgið og kaupi mér veski til að geyma alla þessa peninga í,“ segir Dóri, gríðarlega stressaður. Hvernig var augnablikið, Dóri, þegar þú ákvaðst að leggja aleiguna á þennan fótboltaleik? „Sko, þetta var pínu erfitt móment, því ég fór inn á Betsson, sem ég hef aldrei notað áður og þurfti því að stofna reikning og eitt- hvað. Svo fann ég ekki leikinn í smá stund en fann hann svo og smellti á upphæð og „make bet“ og þá var það bara komið! Þá var ég alveg bara „shit!“ en fjölskyldan hefur skilning á þessu. Hún veit að það er ekkert nema rib eyes eftir þetta, þau elska dramatúrginn.“ Það er gott að eiga góða að. stefanthor@frettabladid.is Dramatúrgur veðjar aleigunni á ævintýrið Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, veðjaði tæplega 100 þúsund krónum á sigur Íslendinga gegn Argentínu í HM í fót- bolta. Hann byggir ákvörðunina á menntun sinni sem dramatúrg. Halldór Halldórsson, kenndur við DNA, mun þurfa að eiga við taugarnar í bardagahring hugans á næstu dögum en hann lagði nánast aleiguna undir að íslenska landsliðið sigraði það argentínska á HM í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hér sjáum við þetta svart á hvítu, búið og gert, veðmálsseðil Dóra. Héðan verður ekki aftur snúið. 6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R26 l í f I Ð ∙ f R É T T A B l A Ð I Ð 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 0 3 -1 A 3 8 2 0 0 3 -1 8 F C 2 0 0 3 -1 7 C 0 2 0 0 3 -1 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.