Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  89. tölublað  106. árgangur  FORVITNILEGASTA KYNLÍFSLÝSING ÞÓRARINS SYSTRABANDIÐ UMBRA VERÐUM GLAÐARI ÞVÍ MEIRA SEM VIÐ GEFUM 30 NÝ LJÓÐABÓK ÞÓRUNNAR 12FÉKK RAUÐU HRAFNSFJÖÐRINA 30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvalur hf. vinnur að rannsóknum á möguleikum þess að nýta langreyð- arkjöt í járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi. Einnig gelatín úr beinum og hvalspiki til lækninga og í matvæli. Þetta er með- al forsendna þess að Hvalur hf. hefur ákveðið að hefja hvalveiðar á ný í sumar, eftir tveggja ára hlé. Veið- arnar hefjast um 10. júní. Hvalur hf. hætti hvalveiðum árið 2016 vegna erfiðleika í útflutningi hvalaafurða til Japans. Snéru þeir meðal annars að úreltum aðferðum við efnagreiningar sem gáfu misvís- andi niðurstöður. Kristján Loftsson framkvæmdastjóri gerir sér vonir um að dregið verði úr þessum hindr- unum. Allar afurðirnar hafa verið frystar og megnið flutt til Japans. Hvallausu árin tvö hafa verið notuð til að kanna möguleika á að vinna aðrar afurðir. Það hefur verið gert í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Er nú verið að kortleggja styrk hemjárns og annarra efna í lang- reyðarkjöti. Járnnæringarskortur er talinn útbreiddasta og alvarleg- asta heilbrigðisvandamálið í heimin- um. Kjöt af sjávarspendýrum er járnríkt og járntöflur sem þróaðar eru á rannsóknarstofum slá ekki við náttúrulegum efnum. Hvalveiðar hefjast á ný  Hvalur hf. stendur fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr langreyðarkjöti og gelatíni úr beinum og spiki  Vonir um að Japansmarkaður opnist aftur MHvalkjöt nýtt í fæðubótarefni »6 Hvalveiðar » Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða 161 langreyði í sumar, auk þess sem nota má hluta af ónýttum kvóta síðasta árs. » Til að búa til járnríkt fæðu- bótarefni þarf að frostþurrka og mala kjötið. Til þess þarf mikinn tækjabúnað. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunhæft er að framkvæmdir við borgarlínu hefjist jafnvel á næsta ári. Framundan er undirbúningur framkvæmda og fjármögnun verk- efnisins. Þetta segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Sam- tökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, SSH. Hann reiknar aðspurður með að um næstu mánaðamót muni öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa samþykkt breytingu á svæðisskipulagi vegna borgarlínu. Miðað við þróunina geti borgarlínan rúllað af stað innan fjögurra ára. Um 44 milljarðar Samráðshópur SSH, Vegagerðar og samgönguráðuneytis áætlaði í mars að kostnaður við fyrsta áfanga borgarlínu væri um 44 milljarðar. Hrafnkell segir horft til þess að vagnarnir verði knúnir innlendum orkugjöfum, einkum rafmagni. Borgarlínan sé að verða „staðföst stefna sveitarfélaga“. »14 Borgar- línan á skriði Borgarlína H ei m ild : SS H 44 milljarðar kr. er kostnaður við 1. áfanga. Það gera 800 þúsund kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu.  Framkvæmdir gætu hafist 2019-20 Fæstir kunna því vel að vera innilokaðir of lengi og því má ljóst vera að margir fagna hlýnandi veðráttu undanfarna daga. Þá er hægt að trítla út og viðra sig, anda að sér vorloftinu og fara um á tveimur jafnfljótum og finna fyrir frelsi útiver- unnar. Þessir tveir nutu þess að spóka sig í miðbæ Reykjavíkur, þó enn sé ástæða til að nota húfu og vettlinga. En vorið er handan við hornið og þá styttist í húfulausa daga. Hlýnandi veður léttir lund mannfólksins Morgunblaðið/Eggert  Ferskt íslenskt wasabí, sem rækt- að er í gróðurhúsi hjá fyrirtækinu Jurt í Fellabæ, er flutt frá Íslandi til Danmerkur, Finnlands og Noregs. Wasabí er eftirsótt og verðmætt hráefni sem notað er til matar- gerðar en jurtin er að uppruna til japönsk og erfið í ræktun. Ragnar Atli Tómasson og Johan Sindri Hansen standa að fyrirtæk- inu Jurt ásamt fjárfestum. Megin- áhersla fyrirtækisins er að fram- leiða hreina vöru, ræktaða með hreinu vatni og endurnýtanlegum orkugjöfum. Wasabí-plantan íslenska er notuð í sushi-matargerð á hágæða- veitingastöðum á Norðurlöndunum og á Fisk- og Grillmarkaðnum í Reykjavík. Fyrsta wasabí- uppskeran fór í veitingahús hér- lendis í haust og hefur framleiðslan nú þegar tvöfaldast. Íslenskt ferskt wasabí eftirsótt og selt á norrænum hágæðaveitingastöðum Sterkt Wasabí bragðast líkt og piparrót og þykir mörgum það ómissandi með sushi. „Ég er himinlifandi með þetta magn- aða verkefni. Ef allt gengur eftir ætt- um við eftir 20 ár að geta bundið 1,7 milljónir tonna af kolefni,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjar- stjóri Ölfuss, um fyrirhugaða Þor- láksskóga á Hafnarsandi sem rækta á þar á næstu 20 árum. Hann segir að kolefnisbindingin ein og sér hafi gert það að verkum að Ölfus gat ekki hafnað þátttöku í verkefninu með Skógrækt ríkisins og Landgræðsl- unni. „Verkefnið hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi og niðurstaða Umhverfisstofnunar að ekki þyrfti umhverfismat er gríðarlega mikil- væg. Nú er hægt að fara strax af stað í verkefnið,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að leitað verði í bakland þeirra sem að verkefninu standa varðandi fjármögnun, og leitað verði í sjóði, til opinberra aðila og síðar til fyrirtækja og almennings. „Þetta er uppbyggjandi og um- hverfisvænt samfélagsverkefni,“ seg- ir Gunnsteinn sem telur að skógurinn muni bæta lífsskilyrði, hafa mikið að- dráttarafl fyrir innlenda ferðamenn, binda kolefni og skapa tugi starfa en talið er að 30 störf skapist á hverja 1.000 hektara af trjárækt. Þorláks- skógar verða á tæplega 5.000 hektara svæði. ge@mbl.is Þorláksskógar stóriðja Ölfuss Ljósmynd/Ingólfur Snorrason Berangur Þorlákskógar munu mynda skjól fyrir íbúa Ölfuss. bbbbm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.