Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 ✝ Sigurlína JódísHannesdóttir fæddist á Melbreið, Fljótum í Skaga- firði 22. mars 1933. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi 8. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hannes Hannesson, kennari og skóla- stjóri, f. 25 mars 1888, d. 20. júlí 1963, og Sigríð- ur Jónsdóttir húsmóðir, f. 30. júlí 1900, d. 1. ágúst 1995. Systkini Sigurlínu: Valberg, f. 1922, d. 1993, Aðalheiður, f. 1924, d. 2006, Pálína, f. 1927, d. 2012, Guðfinna, f. 1930, d. 2012, Erla, f. 1935, Snorri, f. 1937, og Haukur, f. 1938. Sigurlína giftist 19. júní 1954 Úlfari Kristni Þorsteinssyni frá Tjarnarkoti, Þykkvabæ, Rang- árvallasýslu, f. 12. febrúar 1924, d. 15. júní 1991. For- eldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og Jóhanna Felixdóttir húsmóðir. Börn Sigurlínu og Úlfars eru: 1) Aðalbjörg, f. 10. mars 1954, sambýlismaður Arnór Hannesson. Sonur hennar og Óla, f. 4. mars 1986, maki Bryn- hildur Hafsteinsdóttir. Börn þeirra Hrólfur Karl og Birta María; og Davíð, f. 7. nóvember 1987, maki Rebekka Bjarna- dóttir. Sonur þeirra er Aron Logi. 4) Þórdís, f. 12. júní 1962, maki Guðni Ingvar Guðnason. Dóttir Þórdísar er Sigrún Lína, f. 19. júní 1986, maki Kolbeinn Karl Kristinsson. Börn þeirra Sóley María og Benedikt Kári. Börn Guðna eru Halldór Ingi, f. 19. júlí 1986, maki Sigrún Arna Gunnarsdóttir, synir þeirra Guðni Þór og Breki Þór; Haf- dís, f. 21. mars 1990, sambýlis- maður Guðmundur Geir Jóns- son. Sigurlína ólst upp á Melbreið til 16 ára aldurs þegar hún flutti til Reykjavíkur og var í vist fyrstu árin. Samfara hús- móðurstörfum og barnauppeldi starfaði hún við saumaskap, smurbrauðsgerð og matreiðslu. Lengst af, í um 20 ár, starfaði hún sem matráðskona í mötu- neyti ÁTVR á Stuðlahálsi, eða til 2003 er hún lét af störfum sökum aldurs. Þau Úlfar bjuggu fyrstu sambýlisár sín á Seltjarnarnesi og síðan um 10 ára skeið í Faxaskjóli. Árið 1972 fluttu þau í Árbæjar- hverfið þar sem þau bjuggu til dauðadags. Síðustu árin bjó Sigurlína í Hraunbæ 103. Útför Sigurlínu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 17. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundar Þórs Jónssonar er Sæv- ar Þór, f. 20. júní 1975. Sambýlis- kona hans er Krystyna Kordek. Börn þeirra; Jó- hann Þór og Re- bekka. Börn Arn- órs eru Guðlaug, f. 25. febrúar 1977, maki Kristján Jóns- son, synir þeirra Guðmundur Atli og Jón Arnór, Hannes f. 24. nóvember 1982, maki Kristjana Þrastardóttir. 2) Jóhanna, f. 7. desember 1957, maki Gísli Hafþór Jónsson. Börn þeirra Úlfar Kristinn, f. 10. janúar 1979, sambýliskona Birna Óskarsdóttir, dóttir þeirra er Saga. Heiðrún Björk, f. 2. mars 1986, sambýlismaður Grétar Dór Sigurðsson. Dætur þeirra Hanna Sólveig og Harpa Margrét. Harpa Sif, f. 4. janúar 1990, sambýlismaður Elfar Freyr Helgason. 3) Jón Smári, f. 21. júní 1959, maki Hjördís Hendriksdóttir. Synir þeirra Hendrik Daði, f. 9. janúar 1996, og Úlfar Smári, f. 27. janúar 2001. Fyrir á Jón, með Ólöfu Gerði Ragnarsdóttur, Kristján Á þeim rúmu tveimur áratug- um sem liðin eru frá því að ég kynntist Línu tengdamóður minni er margs að minnast. Hún fæddist og ólst upp á Melbreið í Stíflu í Fljótum. Þykir mörgum það vera með fegurstu stöðum á landinu að öðrum stöðum ólöst- uðum. Oft ræddum við saman um þann tíma þegar hún var að alast upp og varð henni tíðrætt um snjóþyngslin á vetrum. Snjórinn kom að hausti og grasið kom grænt undan honum á vorin. Á veturna sást hvergi í dökkan díl og jafnvel skorsteinarnir voru komnir á kaf í snjó. Má segja að hún hafi fengið sig fullsadda fyrir lífstíð af snjóþyngslunum í æsku. Lína var hreinskiptin og fljót til svars. Hún var minnug og vel að sér um menn og málefni og fylgdist vel með fréttum. Hafði ég mikla ánægju af að ræða við hana hvort sem var um málefni líðandi stundar eða gamla tíma. Hún var félagslynd með afbrigðum og hvers manns hugljúfi og tók virk- an þátt í félagslífinu. Einnig hafði hún gaman af að ferðast um landið og tók vel eftir smáatriðunum og var fróð um landið sitt. Þegar Lína og Úlfar byrjuðu að byggja sumarbústað var hún ósérhlífin í trjáræktinni. Var hún útsjónarsöm að fá græðlinga hér og þar og fékk hvert tré sitt nafn. Einnig hafði hún mörg orð um allan áburðinn sem hún bar á landið, því bera þurfti hann upp mikla brekku. Nú má sjá ávöxt erfiðis henn- ar í þéttum gróðri þar sem áður voru melar. Eftir því sem barnabarna- börnunum fjölgaði ákvað hún að fá sér spjaldtölvu til að fylgjast betur með afkomendum sínum á Facebook, og þá sérstaklega yngstu börnunum. Var hún áhugasöm um þá tækni og fljót að tileinka sér hana. Nú þegar Lína er horfin úr þessu lífi verður eftir ákveðið tómarúm sem erfitt er að fylla en minning hennar mun lifa. Ég votta aðstandendum hennar og vinum samúð mína. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. – Ég sá allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. – Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld (Einar Benediktsson) Arnór. Elsku Lína. Þú ert farin frá okkur og við finnum sterkt fyrir tómleika í líf- inu, tómi sem þú, þessi fíngerða kona, fylltir út í með stórum per- sónuleika þínum. Undanfarna daga höfum við rifjað upp sam- verustundir með þér og þrátt fyrir söknuð okkar getum við ekki varist því að brosa þegar við tölum um þig. Það var bara alltaf svo gaman að vera í kringum þig. Ég var dálítið stressuð þegar ég fór að hitta þig í fyrsta sinn. Þú mættir mér, þessi glæsilega kona, uppáklædd með nýlagt hárið og skreytt skartgripum. Það hvarflaði að mér að þú hefðir kannski klætt þig upp og haft þig svona vel til af því að þú værir að fara að hitta mig. En svo komst ég auðvitað að því að svona varstu alltaf, sama hvaða dagur var eða tími dags, ávallt óaðfinn- anleg. Sama átti við um heimilið þar sem allt var ávallt á sínum stað. Ja og þó! Ég man eftir einni und- antekningu. Nýlega sátum við saman í eldhúsinu þínu og þú starðir á hillu fyrir ofan ísskáp- inn. Ég spurði þig hvað væri að og þú svaraðir: „Æi Hjördís mín, krúsirnar þrjár þarna uppi, þær eru ekki beinni röð, getur þú ekki lagað þetta?“ Og svo skelltir þú upp úr yfir þessari nákvæmni þinni og við hlógum saman að því hver afkomenda þinna hefði erft þessa áráttu þína. Þessi góðlátlegi húmor þinn, lífsgleðin og jákvæðnin gerði nærveru þína eftirsóknaverða sem sjá mátti á eilífum gesta- gangi hjá þér. Jákvæðni þín og áhugi á öllu mögulegu gerði þig að virkum og eftirsóttum félaga í alls konar formlegum og óform- legum hópum. Þín skýring var: „Ég segi bara já við öllu sem mér er boðið“ og svo hlóstu. Orð að sönnu því þú varst ávallt til í ævintýri. Þú varst tilbúin að koma með okkur til Parísar og í sumarbústaðaferð til Danmerkur og koma til okkar í fjölmargar heimsóknir til Belgíu. En þú varst ekki alltaf ein- tómt logn, Lína mín. Þú gast ver- ið mjög föst fyrir, vissir hvað þú vildir og vílaðir ekki fyrir þér að segja þína skoðun ef brýna nauð- syn bar til. En þú varst líka með þín mottó á hreinu: „fólki má finnast það sem því finnst“ og „fólk á ekki að vera að skipta sér af því sem því kemur ekki við“. Þessi einföldu sannindi hef ég reynt að gera að mínum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þess kost að vera þér innan handar þegar áföllin dundu á þér sl. 15 mánuði. Ekki að það hafi verið skortur á aðstoð; það var hópur af ættingjum í kringum þig sem vildi gera allt fyrir þig, börn, tengdabörn og barnabörn. Þú hafðir svo þínar skoðanir á því hverjum hæfði best að taka að sér hvaða verkefni og því urð- um við bara að hlíta. Eitt af mínum hlutverkum var að skutlast með þig. Alltaf tókst þér að smygla inn smá gleði í ferðirnar okkar. Á heimleið var komið við á kaffihúsi þar sem við fengum okkur eitthvert góðgæti í gogginn og spjölluðum. Elsku Lína. Ég á eftir að sakna mjög samverustundanna okkar, svo ég tali nú ekki um þegar við fengum okkur koníak á tyllidögum, sem við vorum sam- mála um að væri einn besti drykkur sem til væri. Þakka þér samferðina í lífinu, elsku tengdamamma og vinkona. Þín Hjördís. Í dag kveð ég ástkæra tengda- mömmu mína Sigurlínu Hannes- dóttur. Það fyrsta sem kom upp í hugann við andlát Línu var þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari konu. Við kynnt- umst í kringum 1975 í Hraunbæ 6, þegar ég féll fyrir Jóhönnu dóttur hennar, og urðum við fljótlega mestu mátar. Lína var hrókur alls fagnaðar hvenær sem fjölskyldan eða vinir hittust. Oft var setið lengi að spjalli, nú eða söng og varð þá yf- irleitt eitthvað skagfirskt fyrir valinu. Lög eins og Undir blá- himni og Rósin voru í miklu uppáhaldi hjá Línu. Lína var æðrulaus og tók öllu sínu mótlæti með miklu jafnaðar- geði. Mér er sérstaklega minn- isstætt kvöldið eftir að Úlfar dó, þá fór ég með Línu austur í bú- stað, það var fátt sagt en því meira hugsað. Hún sat í blóma- breiðunni í tvær klukkustundir og hugsaði. Lína var með mjög beittan en skemmtilegan húmor. Í veikind- um sínum síðustu mánuði missti hún aldrei húmorinn og lífsgleð- ina. Nokkrum kvöldum fyrir andlát Línu fórum við Harpa til hennar þar sem hún sló um sig með bröndurum og glettnin skein úr augum hennar. Þetta eru aðeins örfá orð um hana Línu en sannarlega væri hægt að skrifa heila bók með gamansögum. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Lína. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þinn Gísli. Það er merkilegt hverju mað- ur leyfir sér að trúa, gegn betri vitund, að sumar manneskjur verði alltaf til. Amma var orðin 85 ára þegar hún lést sunnudag- inn 8. apríl og hafði fylgt okkur alla ævi. Hún hafði átt erfitt ár en við vorum þó farin að halda að hún ætti, líkt og kettir, níu líf. Hún horfði alltaf fram á veginn og var einstaklega lífsglöð. Amma var ein skemmtilegasta kona sem hægt var að ræða við. Hún var svo dásamlega fyndin og á sama tíma skoðanaglöð. Hún sagði hlutina umbúðalaust. „Af hverju ertu með þetta fallega barn í svona ljótri peysu?“ Orð- um hennar var aldrei tekið illa heldur hlógum við að öllu saman, hún með sína glettni í augunum. Við hlógum síðast saman á páskadag þegar við heimsóttum hana á spítalann. Þá rann upp fyrir okkur að líklega yrði húm- orinn það síðasta sem hún amma myndi glata. Það er sannarlega til eftirbreytni. Amma hafði gaman af því að ferðast og yfirleitt var skemmti- legast í fjölskylduferðum ef hún var með. Það var svo gaman að hlusta á hana, enda orðheppin með eindæmum. Hún hafði sér- lega gaman af því að kenna okk- ur ný orð, eða öllu heldur æva- forn orð sem hún vissi að við þekktum ekki. Hvort sem það var „raffínerað“ eða „stykkjótt“ fannst henni best ef við stóðum alveg á gati, þá gat hún hlegið og býsnast yfir fákunnáttunni. Ömmu þótti alltaf gaman að hafa sig til og leiddist ekki að kaupa nýjar dulur. Verst þótti henni tískan með rifnum galla- buxum, henni varð hreinlega orða vant. Hún var manna dug- legust að hrósa fyrir ný kaup, átti það jafnvel til að líkja manni við greifa, en lét líka vita ef henni líkaði ekki valið. Hún var félagsvera og það átti vel við hana að búa í Hraunbæ 103, þar sem mikið félagslíf er fyrir eldra fólk í hverfinu. Amma var mjög sigursæl í bingó og kom oftar en ekki heim hlaðin mat- arvinningum. Henni þótti hræði- leg tilhugsun að henda mat og þar sem hún bjó ein var innihaldi vinningskörfunnar oftar en ekki dreift til ættmenna. Gular og grænar baunir voru þá á mat- seðlinum næstu vikur. Amma sótti í félagsstarf eldri borgara í Árbæjarkirkju og gott ef hún var ekki líka í jóga. Hún lét sér sann- arlega aldrei leiðast. Enginn var heldur svikinn af hennar fé- lagsskap. Það er erfið tilhugsun að eiga ekki eftir að kíkja í kaffi til ömmu, þar sem undirskálar voru ávallt óþarfar, og spjalla við hana um heima og geima. Öll höfðum við líka okkar hlutverk og skyld- ur hjá ömmu, þrífa bíla og kaupa inneign í gsm-símann svo eitt- hvað sé nefnt. Hún hafði mikinn áhuga á fólkinu sínu og spurði mikið, þrátt fyrir kynslóðabilið. Spurði meira að segja alltaf um æskuvinina, þrátt fyrir að þeir væru komnir hátt á fertugsaldur, alltaf hafði hún áhuga. Minning- arnar munu lifa með okkur um ókomin ár. Elsku amma, hvíl í friði. End- um þetta á þínum orðum … hér sé friður! Þín Úlfar, Heiðrún og Harpa. Þau eru vandfundin orðin sem gefa heildstæða mynd af þeirri manneskju sem amma var. Hún var merkileg kona í alla staði og persónuleiki sem erfitt er að lýsa fyrir þeim sem ekki þekktu hana. Hún var iðin félagsvera, líkaði best að vera umkringd fólki í hinu ýmsa félagsstarfi sem hún sótti. Hún bjó yfir ríkulegri kímnigáfu og umbúðalausum og hreinskilnum framburði sem skreytti frásagnir hennar. Hún var líka mikil fjölskyldukona sem hélt sterkum tengslum við flest ættmenni sín. Amma fæddist inn í samfélag sem var mjög frábrugðið því sem hún kveður eftir 85 ára ævi. Í sið- um og fari hennar mátti gjarnan sjá glitta í viðhorf liðins tíma. Á heimili hennar mátti finna síma- stól þar sem ættmóðirin sat lang- tímum saman enda hringdi sím- inn gjarnan jafn óðum og tólinu hafði verið skellt á. Hún naut þess líka að kynna fyrir afkom- endum sínum fornt orðalag sem hún beitti í lýsingum sínum á líf- inu og tilverunni. Íbúð ömmu í Hraunbænum var vinsæll sam- komustaður okkar sem þekktum hana. Hvort sem um var að ræða helgidag eða virkan þá var mikið um að vera hjá henni. Við dyrnar gat myndast hringekja þar sem gestir voru að kveðja um leið og nýir heilsuðu. Fyrir afkomendur hennar, sem nú eru í tugum tald- ir, og stórfjölskylduna almennt var heimili hennar miðdepillinn. Amma var fyrst og síðast góð- ur félagi sem gott var að eiga að og hennar verður sárt saknað. Ég varði mörgum stundum heima hjá henni frá því ég var lít- ill og fékk að kynnast henni vel í gegnum árin. Mér er einkum minnisstætt að hafa setið á þak- svölunum heima í Brussel með ömmu á sólbjörtum eftirmiðdegi þar sem hún svalaði þorstanum með dökkum belgískum bjór og kenndi mér orð svo sem eins og „argintæta.“ Óformlegar kennslustundir af þessu tagi voru tíðar í gegnum árin, til dæmis varði ég glötuðum skóla- dögum í kennaraverkfallinu 2004 heima hjá henni þegar hún tók að sér að kenna mér margföld- unartöfluna. Þegar skólastarfið krafðist þess að ég kynni kross- saum þá gat ég leitað til ömmu sem kenndi mér að þræða nál. Á síðari árum var hlutverkunum breytt að vissu leyti, þegar mér var treyst fyrir því að kenna henni á samfélagsmiðla hinnar stafrænu aldar, t.d. á spjaldtölvu. Ömmu fannst gaman að spjalla um mál líðandi stundar. Hún var skemmtilegur sögumað- ur sem átti litríkar og viðburða- miklar samræður við þá sem urðu á vegi hennar. Hún hélt tengslunum vel eftir að ég flutti utan með reglulegum samskipt- um og heimsóknum til okkar til Brussel. Það verður skrýtið að koma ekki oftar við hjá henni í Hraunbænum, en eftir standa hlýjar minningar sem ég er þakklátur fyrir. Myndasöfn hennar og munir geyma nú ríka sögu ævinnar sem að baki er. Eftir standa bækur um fjölbreytileg efni, hannyrðir, verðlaunapeningar frá fyrstu kvennahlaupunum, minjagripir frá ferðalögum víðsvegar um Evrópu, fjögur börn, níu barna- börn, og tíu langömmubörn. Hendrik Daði. Elsku amma Lína. Við verðum ævarandi þakklát- ir fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Við erum þakklátir fyrir all- ar stundirnar sem við áttum með þér og við erum þakklátir fyrir allar þær yndislegu minningar sem þú gafst okkur. Allar minn- ingarnar úr sumarbústaðnum þegar við vorum litlir, að renna okkur niður grasbrekkuna, stel- ast í graslaukinn, huga að trján- um með þér og alltaf gátum við treyst á brjóstsykurinn sem þú varst með í töskunni þinni. Við munum muna hvað þú varst góð, við munum muna hvað þú varst umhyggjusöm og við munum muna hversu gott það var að ræða við þig um alla heimsins hluti. Við eigum eftir að sakna þín í öllum kaffiboðum, áramótapartí- um og hangikjötsveislum. Takk fyrir allar samveru- stundirnar, allar samræðurnar yfir kaffibolla og að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Umfram allt þökkum við þér fyrir vináttu þína og hlýju. Kristján Óli, Davíð, Úlfar Smári og fjölskyldur. Amma Lína var besta amma mín. Hún var viðstödd fæðingu mína sem bar upp á brúðkaups- afmælisdag hennar og afa og tók virkan þátt í uppeldi mínu. Við bjuggum fyrstu árin mín í sömu blokk og eyddum öllum jólunum saman. Ég, mamma og amma brölluðum ýmislegt saman. Við fórum oft í sumarbústaðinn, amma tók mars (eða mats eins og hún kaus að kalla það) og bauð upp á það á leiðinni. Ég reyndi að stytta okkur stundir og spurði hvort við ættum ekki að syngja saman á leiðinni í bílnum. Þær sögðu bara „syngdu“ og ég tók alltaf sama lagið, Litlu flug- una. Amma var frekar (nei, reynd- ar mjög) hreinskilin manneskja og blótaði frekar mikið fyrir minn smekk þegar ég var lítil. Á tímabili í minni barnæsku reyndi ég að siða hana og skammaði hana fyrir að blóta, það virkaði ekki. Ég bannaði henni að kaupa Lottó því það leiddi til mikils blóts þegar hún tapaði, einnig reyndi ég að fá hana til að hætta að reykja en það gekk nú aldrei. Þegar við fluttum í hærra númer í Hraunbænum flutti amma líka stuttu síðar nær okk- ur. Ég hljóp oft yfir bílastæðið til hennar í heimsókn og tók tím- ann, 27 sek. á tölvuúrinu. Þegar ég gisti hjá ömmu fékk ég alltaf Swiss Miss og ristað brauð eða corn flakes í morgunmat og flýtti mér svo heim, sama hvað amma hvatti mig til að vera aðeins leng- ur. Amma passaði mig stundum í vinnunni, í Ríkinu, og otaði þá stundum að mér smá nammi og bað mig að segja engum frá. Stuttu seinna kom kokkurinn og gerði það sama, ég græddi ald- eilis á þessu. Ég talaði alltaf svo- lítið öðruvísi við ömmu en við aðra. „Blessuð!“ þegar við hittumst og sagði „éttu“, sem mér líkaði ekkert sérlega við að segja nema við ömmu. Hún kallaði mig líka alltaf Sissu, sem ég hef aldrei fíl- að neitt sérlega vel en ekki breytti maður ömmu. Ömmu þótti mjög gaman þeg- ar ég hringdi og lét vita að ég væri á lífi og mér að heyra að hún væri lifandi líka. Hún hafði unun af því að fylgjast með öllu sem var að gerast í fjölskyldunni og var fyrst með fréttirnar. Hún ljómaði öll þegar langömmu- börnin komu í heimsókn. Hún sagði, „láttu nú sjá þig“ þegar við kvöddumst í síma og þakkaði alltaf mjög vel fyrir símtalið. Amma hafði sterkar skoðanir sem hún viðraði en var alltaf geð- góð, hógvær, brosmild og vina- mörg. Amma naut þess mjög að ferðast hvort sem var innanlands eða utan. Alltaf þótti mér gaman að heyra sögurnar af ferðunum hennar. Ef ömmu þótti eitthvað skemmtilegt þá var það að kaupa sér ný föt, fá ný föt að gjöf og opna pakka. Ég gaf henni einu sinni pínulitla gjöf sem var marg- innpökkuð. Önnur eins barnsleg eftirvænting og áfergja í að rífa upp einn pakka hefur ekki sést fyrr né síðar. Amma var frábær manneskja, undir það síðasta var heilsunni farið að hraka en hugurinn var í lagi sem var henni afar mikil- vægt. Ég kveð þig nú, amma mín, nú ertu með Úlla afa aftur og laus við veikindin. Sjáumst síðar. Þín Sigrún Lína. Sigurlína Jódís Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.