Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heima Þórunn undir mynd af Eggerti, lífsförunaut og eiginmanni, sem féll frá 2014. Ljóðabókin er tileinkuð honum.
kvenkyns,“ segir Þórunn og bætir við
að nú geti hún sleikt báðar nasir sín-
ar með tungunni rétt eins og kýr.
„Við Megas erum bæði þvoglumælt,
af því að við erum með allt of langa
tungu.“
Þórunn segist hafa hugsað mikið
um skáldadýrkun og stjörnudýrkun
almennt. „Í kristninni höfðum við
dýrlingana, sem voru áður goðahúsin
okkar og vættirnir. En núna höfum
við fræga fólkið. Þetta eru tilveruein-
ingar sem við eigum öll saman og
getum talað um þegar við hittum
annað fólk. Þörfin fyrir stjörnudýrk-
un kemur til af því að við viljum geta
sameinast um eitthvað.“
Sagnfræðingurinn í Þórunni
hefur alltaf verið stór hluti af henni
og hún segir sagnfræðina geta út-
skýrt allskonar viðkvæma til-
verupunkta, sem láta fólk ýmist þjást
eða gleðja það. „Sagnfræðin útskýrir
rótina og ástæðuna. Við þurfum að
kunna sögulegar skýringar á sem
flestu, því það er svo gott hjálpartæki
í tilverunni. Ég elska hugmyndasögu,
því það að þekkja hugmyndasöguna
hjálpar okkur að skilja hvert við er-
um að fara.“
Því meir sem maður gefur,
því glaðari verður maður
Þórunn segist hafa óvart orðið
rithöfundur, en hún ætlaði að verða
kennari. „Ég leiddist inn í þetta og
hef notið þess að þjóðin hefur greitt
mér fyrir að skrifa bækur af ýmsu
tagi alveg síðan mér var kippt út úr
kennslufræðinni. Sem betur fer hefur
þessi þjóð efni á því að styrkja fólk til
skrifta, þjóð með svo viðkvæma
tungu sem raun ber vitni. Tilfinning
Íslendingsins hér í mannfæðinni er
að sviðið sé laust til að senda frá sér
bækur. Fólk í útlöndum gólar og
grætur þegar ég segi því að ég hafi
fengið styrki til að skrifa alla ævi,
þetta eru algjör forréttindi. Að fara í
ókeypis háskólanám eru líka forrétt-
indi. Þegar ég útskrifaðist úr háskól-
anum talaði Guðmundur Magnússon
rektor um að nú væri búið að fjár-
festa í okkur nemendunum og að við
ættum að skila. Ég hef þetta ævin-
lega í huga. Ég sé betur og betur og
finn, að manni ber skylda til að
stökkva fram og segja eitthvað þegar
maður hefur eitthvað að segja, gefa
sem mest af sér. Því meir sem maður
gefur, því glaðari verður maður,“
segir Þórunn og bætir við að hún sé
óhræddi drengurinn sem þorði að
skrifa um allt of stóra menn, Matt-
hías Jochumsson og Skúla fógeta.
„Ég var mjög hugrökk fram að því að
hormónin heltóku mig og gerðu mig
að engu öðru en blíðu. Hugrekkið
hvarf við kynþroskann. En svo kom
það aftur eftir fimmtugt.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 Ford F-150 Platinum
3.5 lítra Ecoboost, 375 HÖ og 470 Lb-ft torque,10 gíra skipting.
Algjörlega glæsilegir!
Vel útbúnir bílar
2018 GMC Denali
Litur: Red quartz, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Nýr 2018
Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir
aftursæti BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur.
VERÐ FRÁ
12.000.000 m.vsk
VERÐ
10.090.000 m.vsk
Sumarið nálgast og með hækkandi
sól kemur að hinni árlegu sumarsýn-
ingu Grósku, sem verður opnuð kl.
20 annað kvöld, síðasta dag vetrar,
miðvikudaginn 18. apríl. Gróska er
samtök myndlistarmanna í Garðabæ
og verður sýningin haldin í Grósku-
salnum, Garðatorgi 1. Félagsmenn
sýna þar verk sín, sem eru jafn fjöl-
breytt og þeir eru margir.
Á opnunarkvöldinu, sem stendur
til kl. 23, verða Rakel Björk Björns-
dóttir söngkona og Kristinn Þór
Óskarsson gítarleikari með tónlist-
aratriði og boðið verður upp á léttar
veitingar.
Listunnendur eru hvattir til að
gera sér glaðan dag, göfga andann
og bjóða sumarið velkomið. Allir eru
hjartanlega velkomnir og þeir sem
ekki komast á opnunina þurfa ekki
að örvænta, því að sýningin er opin
áfram kl. 12-18 dagana 19.-22. apríl.
Auk sumarsýningarinnar stendur
Gróska fyrir fleiri sýningum og við-
burðum og ber þar hæst Jóns-
messugleðina sem haldin er ár hvert
með einkunnarorðunum: Gefum,
gleðjum og njótum. Haustsýningin
er árviss viðburður og einnig stend-
ur Gróska fyrir opnum fyrirlestrum
sem tengjast listum og menningu
og heldur fjölbreytt námskeið fyrir
félagsmenn.
Sumarsýning Grósku opnuð að kvöldi síðasta vetrardags
Gróskuverk Málverk eftir Gróskufélaga, Gunnellu (Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur).
Jafn fjölbreytt myndlist og
listamennirnir eru margir
logi mánans
leysir eilífðina
af hjörunum
þriggja skóa þjáning
fellir akkerið
í höfn
þetta er sulta elskan mín
ekki blóð
lífið er fráhvarf
úr móðurkviði
drekk land mitt við þessu
hef alltaf hoppað
út í þá Signu
sem lífið er
Ljóshöfuð
Hámörkun
líkami er meira en leigubíll höfuðs
lostavítt mitti blóðvanar annes
kaffilit augu gneistandi gul
keisaravilji hoppar hæst
fjarvist yddar lyst og losta
kampavínsljómar ásjóna þín
dey þúsund sinnum laufi þínu og limi
ástin er ljósfluga og sæhestur
sædýr sýna skapnað sinn
sá ókvalráði er fasmikill
laus við fordild fallegastur
lostakyrrð vex og hárið niður í garð
sjór brýtur land og ástin menn
Útgáfuteiti verður á morgun,
miðvikudag, klukkan 17 heima hjá
Þórunni á Bárugötu 5.