Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
ICQC 2018-20
Gítarhetjan Mark Knopfler, for-
sprakki bresku hljómsveitarinnar
Dire Straits sem naut gríðarlegra
vinsælda seint á áttunda áratugn-
um og snemma á þeim níunda, lét
ekki sjá sig þegar hljómsveitin var
tekin í Frægðarhöll rokksins í
Cleveland-borg á laugardaginn var.
Bassaleikari hljómsveitarinnar,
John Illsley, tók við viðurkenning-
unni og sagði, þegar blaðamenn
gengu á hann, að ástæður væru
„persónulegar“ hjá Knopfler. Og í
samtali við Billboard kvaðst hann
hafa reynt nokkrum sinnum að
telja gítarleikaranum hughvarf, án
árangurs. Í þakkarávarpi bar Ills-
ley lofsorð á Mark Knopfler fyrir að
hafa samið tónlistina sem gerði
hljómsveitina svo vinsæla, en meðal
kunnustu laganna má nefna „Sult-
ans of Swing“ og „Money For
Nothing“. Vegna fjarveru Knopfl-
ers tróð Dire Straits ekki upp á
inntökuhátíðinni, sem var nú haldin
í 33. sinn.
Hljómsveitin Bon Jovi og söng-
konan Nina Simone voru einnig
tekin í Frægðarhöllina á laugardag
og í upphafi dagskrárinnar var
Toms Petty minnst, en hann lést í
október síðastliðnum. Þá lék Bon
Jovi fyrir gesti og tróðu fyrrver-
andi meðlimirnir Richie Sambora
og Alec John Such þar upp með
þeim núverandi og léku lögin „Liv-
in’ on a Prayer“, „You Give Love a
Bad Name“ og „It’s My Life“.
Knopfler lét ekki sjá sig í Frægðarhöll
Wikipedia/Helge Øverås
Vinsælir Hljómsveitin Dire Straits á tónleikum í Noregi árið 1985.
Tékkneski kvikmyndaleikstjórinn
Milos Forman lést í Bandaríkjunum
á föstudaginn, 13. apríl, 86 ára að
aldri. Forman var meðal þekktustu
og virtustu kvikmyndaleikstjóra sög-
unnar og hlaut tugi verðlauna og til-
nefninga fyrir kvikmyndir sínar á
ferlinum, m.a. tvenn Óskarsverðlaun
fyrir leikstjórn One Flew Over the
Cuckoo’s Nest, eða Gaukshreiðursins
árið 1976 og Amadeus árið 1985. Af
öðrum þekktum verkum hans má
nefna Hair eða Hárið, Ragtime,
Black Peter, The Fireman’s Ball, The
People vs. Larry Flynt og Man on the
Moon.
Margar kvikmynda Formans fjöll-
uðu með einum eða öðrum hætti um
baráttu fyrir frelsi, uppreisn hug-
rakkra manna gegn kúgun og vald-
níðslu og er Gaukshreiðrið væntan-
lega þekktasta og besta dæmið þar
um.
Holdgervingur
kommúnistastjórna
Forman var heiðursgestur Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík, RIFF, árið 2009 og hlaut verð-
laun fyrir framlag sitt til kvikmynda-
listarinnar úr hendi forseta Íslands,
Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessa-
stöðum.
Að lokinni viðhafnarsýningu á
Gaukshreiðrinu í Háskólabíói svaraði
Forman spurningum bíógesta og lék
á als oddi. „Ég veit ekki enn hvort
hann er í rauninni klikkaður,“ sagði
hann og hló innilega þegar talið barst
að leikaranum Jack Nicholson, sem
hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammi-
stöðu sína í myndinni, en í henni fer
hann með hlutverk Randle P.
McMurphy, lífglaðs og villts glaum-
gosa sem er lagður inn á geðsjúkra-
hús eftir að hafa komist í kast við lög-
in og afplánað stuttan dóm. Þar er
hann kúgaður af yfirhjúkrunar-
konunni Ratchett, líkt og aðrir vist-
menn en Ratchett er táknmynd
valdsins, kúgunarstjórnar sem fylgist
með þegnum sínum og ber þá til
hlýðni.
Forman sagði gestum í Háskóla-
bíói að Ratchett væri holdgervingur
kommúnistastjórna en hann ólst upp
og bjó í kommúnistaríki, Tékkó-
slóvakíu, allt til ársins 1968.
Einn af liðsmönnum
tékknesku nýbylgjunnar
Forman fæddist í bænum Caslav
árið 1932 og voru bæði faðir hans og
móðir tekin af lífi í útrýmingarbúðum
nasista. Hann hóf feril sinn sem leik-
stjóri í byrjun sjöunda áratugarins og
tilheyrði tékknesku nýbylgjunni, hópi
kvikmyndagerðarmanna sem veittu
kommúnistastjórn landsins and-
spyrnu með verkum sínum. Hann
flutti til Bandaríkjanna árið 1968 eftir
að herir Varsjárbandalagsins, undir
forystu Sovétríkjanna, gerðu innrás í
Tékkóslóvakíu og bundu enda á „Vor-
ið í Prag“, stutt tímabil aukins frjáls-
ræðis í landinu.
Fyrsta kvikmynd Forman í Banda-
ríkjunum var Taking Off sem kom út
árið 1971 en fjórum árum síðar kom
meistaraverkið Gaukshreiðrið sem
gerði Forman heimsfrægan.
Fjöldi þekktra einstaklinga í kvik-
myndageiranum hefur minnst For-
man frá því að fréttist af andláti hans
og þ.á.m. fyrrum stjórnandi Cannes-
kvikmyndahátíðarinnar, Gilles Jacob.
Hann segir Forman hafa verið borð-
bera sannleikans sem hafi auk þess
haft dálæti á bjór, tennis og – auðvit-
að – Cannes.
helgisnaer@mbl.is
Sígild Jack Nicholson í hlutverki Randle P. McMurphy í Gaukshreiðrinu, kvikmynd Milos Forman sem þykir ein
þeirra bestu í kvikmyndasögunni og hlaut fimm Óskarsverðlaun og sex Golden Globe og Bafta-verðlaun.
Morgunblaðið/Kristinn
Tveir meistarar Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Milos Forman ræddu
málin á Bessastöðum þegar Forman tók við heiðursverðlaunum Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, árið 2009.
Boðberi sannleikans
Einn virtasti kvikmyndaleikstjóri sögunnar, Milos Forman, er allur Hlaut
Óskarsverðlaun í tvígang auk tuga annarra verðlauna og viðurkenninga
Í annað sinn Forman þakkar fyrir
sig eftir að hafa tekið við öðrum
Óskarsverðlaunum sínum, fyrir
Amadeus árið 1985. Þess má geta að
Amadeus verður sýnd á bíótónleik-
um Sinfóníuhljósmveitar Íslands í
Eldborg 26. og 27. apríl.
AFP
Austurríski listamaðurinn Thomas
Neuwirth sem sigraði í Eurovision í
Kaupmannahöfn vorið 2014 undir
listamannsnafninu Conchita Wurst
upplýsti um helgina á Insta-
gram-síðu sinni að hann væri og
hefði í allmörg ár verið HIV-
jákvæður. Í pistlinum upplýsir hann
að fyrrverandi kærasti hans hafi
hótað honum því að upplýsa um
leyndarmálið og því hafi hann sjálfur
valið að greina frá heilsufari sínu þó
hann telji að upplýsingar eigi í reynd
ekkert erindi við almenning.
„Til aðdáenda minna: upplýsing-
arnar um að ég sé HIV-smitaður
geta verið nýjar fyrir ykkur, en
heilsufarsástand mitt er það ekki.
Mér líður vel og ég er sterkari, ég
finn fyrir meiri hvatningu og er
frjálsari en áður. Takk fyrir stuðn-
inginn,“ skrifar Thomas Neuwirth á
Instagram-síðu Conchita Wurst. Í
fyrra upplýsti Neuwirth að hann
hygðist skapa nýja persónu sem
taka ætti við af dragdrottningunni
Conchita Wurst.
AFP
Drottning Thomas Neuwirth í hlut-
verki sínu sem Conchita Wurst.
Verið HIV-
jákvæður í
fjölmörg ár