Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 26

Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI VANDAÐIR KROSSAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI HJÁ ÞÉR? GOTT ÚRVAL AF ÖRYGGISHLÍFUM - HAGSTÆTT VERÐ HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR OG KÚPLINGAR Ferðasagan er smám saman að taka á sig mynd en það er frámörgu að segja,“ segir Gerður Steinþórsdóttir, sem er 74 ára ídag. „Ég fór umhverfis jörðina árið 2014 og ferðaðist mest á suðurhveli jarðar um lönd sem ég hafði ekki komið til áður, eins og Ástralíu, Nýja-Sjáland og Nepal, og kynntist mörgu áhugaverðu í sögu og menningu þessara þjóða sem mig langar að segja frá í bók.“ Ferðalög um fjöll, firnindi og framandi slóðir eru rauði þráðurinn í lífi Gerðar, sem 11 ára hafði farið um stærstan hluta hálendisins með móður sinni, Auði Jónasdóttur. Þar með var vakinn áhugi sem hefur lifað. „Ferðir og útivera í náttúrunni veita kraft og endurnæringu. Jöklaferðir skipa sérstakan sess hjá mér. Auðvitað eldist ég eins og aðrir en ég er við góða heilsu,“ segir Gerður, sem á dögunum fór í helgarferð á skíðum með hópi innan vébanda Ferðafélags Íslands sem er skráður í Landvættina. Þetta eru fjórar þrautir, Fossavatnsgangan 50 km, Bláalónsþrautin er 60 km á fjallahjóli, Urriðavatnssundið 2 km og loks Jökulsárshlaupið, 33 km. „Ég hef skráð mig til leiks og svo er að sjá hvað verður. Þetta er spennandi,“ segir Gerður, sem er cand.mag. í íslenskum fræðum og starfaði lengi sem kennari. Þá hefur hún mikið sinnt félagsmálum og var lengi í borgarmálunum sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Hún er gift Gunnari Stefánssyni bókmenntafræðingi og útvarpsmanni og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flakk Ferðir og útivera veita endurnæringu, segir Gerður. Um fjöll, firnindi og framandi slóðir Gerður Steinþórsdóttir er 74 ára í dag D aníel Óskarsson fædd- ist í Fredericiu í Dan- mörku 17.4. 1948 er foreldrar hans veittu forstöðu samkomu- starfi Hjálpræðishersins. Fjöl- skyldan flutti til Akureyrar 1949 og bjó þar í Laxamýri, þar sem Hjálp- ræðisherinn rak gistiheimili og sam- komustarf: „Þaðan á ég góðar minn- ingar en þar bjuggu móðursystkini mín og afi og amma sem öll voru virk í starfi Hjálpræðishersins. Fjöl- skyldan flutti svo til Reykjavíkur 1952 og bjó í Herkastalanum, þar sem foreldrar mínir veittu forstöðu safnaðarstarfi Hjálpræðishersins þar.“ Daníel lærði ungur á trompet hjá föður sínum og byrjaði að spila í lúðrasveit Hjálpræðishersins er hann var sex ára. Þá lék hann á sam- komum Hjálpræðishersins, og þar fékk hann kall sitt frá Drottni að fela honum líf sitt. Daníel kraup við bænabekk Hjálpræðishersins og veitti kallinu viðtöku. Eftir þriggja ára starf í Reykjavík fengu foreldrar Daníels skipun til Noregs. Fyrstu tvö árin bjó fjöl- skyldan í Tönsberg, og þar hóf Daní- el skólagöngu. Þau voru síðan tvö ár í Gjövik við Mjösa en fluttu aftur heim er Daníel var 11 ára. Hann var í Miðbæjarskólanum, lauk landsprófi Daníel Óskarsson hjálpræðishersforingi – 70 ára Börn Daníels og Önnu Talið frá vinstri: Daníel Óskar, Inger Jóhanna og loks Ester Daníelsdóttir van Gooswilligen. Boðar fagnaðarerindið Hjónin Daníel og Anna hafa ætíð stuðst mikið við söng og hljóðfæraleik í störfum sínum fyrir Hjálpræðisherinn. Hér eru þau í Skagen í Danmörku. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.