Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Vesti
Verð 9.990.-
Litir: dökkblátt, svart
Str. 38/40-50/52
(stórar stærðir)
Skattskrár vegna álagningar 2017 og
virðisaukaskattskrár vegna tekjuársins
2016 verða lagðar fram 17. apríl 2018
Skrárnar, sem sýna álagða skatta og gjöld á gjaldendur í hverju
sveitarfélagi, eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum
ríkisskattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana
17. apríl til og með 30. apríl 2018. Framlagning skattskráa er
samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr.
laga nr. 50/1988.
17. apríl 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Magnea Þ. Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Icelandair-hótela, seg-
ir kaup félagsins á Hótel Öldu við
Laugaveg lið í þeirri stefnu að auka
framboð gistirýmis í hærri gæða-
flokki. Hótelið sé
„hentug stærðar-
eining á frábær-
um stað í miðbæn-
um“. Á Hótel
Öldu eru 89 her-
bergi og mun það
halda nafninu.
Eftir kaupin á
Hótel Öldu munu
alls 1.937 herbergi
heyra undir Ice-
landair-hótelin. Alls 876 eru í Reykja-
vík, 450 á landsbyggðinni og 611 her-
bergi á Eddu-hótelunum eru í rekstri
á sumrin. Skammt er síðan Icelanda-
ir-hótelin opnuðu 50 herbergja hótel í
Hafnarstræti.
Tvískipt nálgun
Spurð hvernig kaupin falla að
markmiðum Icelandair-hótela segir
Magnea að nálgun félagsins sé tví-
skipt.
Annars vegar að bjóða hágæðagist-
ingu undir alþjóðlegu vörumerki í
samstarfi við Hilton Worldwide,
stærsta hótelfélag í heimi sem rekur
alls 14 ólík hótelvörumerki. Þar sé
horft til viðskiptavina með meiri
kaupgetu. Þá meðal annars ráð-
stefnugesta, sérhópa og fólks í hvata-
ferðum. Hótelið njóti þess að vera
tengt öflugu söluneti Hilton-keðjunn-
ar. Hins vegar séu Icelandair-hótelin
með innlend vörumerki sem ætluð
eru breiðari hópi ferðamanna.
Alls 13 hótel heyra nú undir Ice-
landair-hótelin. Þrjú þeirra eru rekin
með sérleyfissamningi við Hilton
Worldwide en rekstur þeirra er
alfarið í höndum Icelandair-hótela.
Þau eru Hilton Reykjavík Nordica á
Suðurlandsbraut, Canopy Reykjavík
| City Centre við Laugaveg og
Reykjavík Konsúlat-hótel í Hafnar-
stræti sem tilheyrir Curio-hótelun-
um. Þá eru Icelandair-hótelin að
undirbúa opnun glæsihótels í gamla
Landssímahúsinu við Austurvöll.
Magnea segir aðspurð stefnt að því
að opna hótelið fyrir árslok 2019. Það
fari þó auðvitað eftir því hvernig verk-
ið vinnst. Þar er nú miðað við 145 her-
bergi og hafa þau stækkað á síðari
stigum. Magnea tekur þó fram að
hönnuninni sé ekki lokið.
Spurð um horfur í íslenskri ferða-
þjónustu og sölu gistingar á árinu
segir Magnea að meiri óvissa sé um
framhaldið en undanfarin ár.
„Ég held að árið verði að mörgu
leyti snúið. Það er ekki útséð um
hvernig það verður. Það hafa verið
teikn á lofti með að hægst hafi á bók-
unum frá Evrópu. Evrópubúar hafa
verið að horfa til staða sem verið hafa
í lægð eins og Egyptalands, Grikk-
lands og jafnvel Tyrklands.
Á sama tíma hefur verið gríðarleg
aukning í Ameríkuflugi til og frá Ís-
landi og með því hafa myndast ný
tækifæri. Þannig að flugsamgöngur
eru lykillinn að innflæðinu. Markaðs-
starfið þarf að taka mið af því.“
Sókn í Austur-Evrópu
Spurð hvaða önnur markaðssvæði
skapi tækifæri til sóknar segir Magn-
ea meðal annars horft til Asíu og
Austur-Evrópu með vaxandi milli-
stétt. „Við erum að horfa á markaði
sem eru tilbúnir í meiri gæði. Þá erum
við ekki að tala um ferðamenn sem
vilja koma hingað fyrir sem minnst.“
Magnea segir aðspurð fjölda aðila
hafa boðið Icelandair-hótelunum
eignir í Reykjavík á síðustu árum. Nú
séu hins vegar merki um að tekið sé
að draga úr slíkum verkefnum.
„Sum verkefnin koma kannski fjór-
um til fimm sinnum til okkar á þróun-
arstigi en komast ekki af stað, önnur
verkefni ríma ekki við okkar stefnu.“
Hún segir harða samkeppni um
ferðamenn. Síðustu ár hafi verið um-
frameftirspurn eftir hótelum á Ís-
landi.
„Það eru enn þá sóknarfæri. Það
skiptir hins vegar lykilmáli til langs
tíma litið að það sé samræmi milli
verðs og gæða, það gengur ekki til
lengdar að selja einfalda gistingu á of
háu verði vegna þess að eftirspurnin
er mikil. Við verðum að gæta þess að
það sé samræmi milli vöru og verðs
og það teljum við okkur vera að gera
með fjölbreyttu úrvali.“
Með kaupum á Hótel Öldu eru
Icelandair-hótelin orðin þrettán
Framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir markaðinn í Evrópu hafa höktað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Alda Hótelið var opnað vorið 2014. Það var síðan stækkað.
Magnea Þ.
Hjálmarsdóttir
Fyrstu þrjá mánuði ársins voru 1.816
starfsmenn skráðir hjá starfsmanna-
leigum. Það er um 64% aukning milli
ára. Langflestir eru erlendir ríkis-
borgarar.
Starfsmannaleiga er í lögum skil-
greind sem þjónustufyrirtæki sem
leigir út starfsmenn til notendafyrir-
tækja gegn gjaldi. Starfsmennirnir
eru undir verkstjórn notandans.
Gísli Davíð Karlsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir þessar
tölur vitna um hvað starfsmannaleig-
ur eru orðnar umfangsmiklar á ís-
lenskum vinnumarkaði.
Vísbendingar séu um að síðustu 6-8
mánuði hafi skapast jafnvægi í fjölda
starfsmanna hjá starfsmannaleigum.
Þeir hafi verið um 2.000 á tímabilinu.
Næstu mánuðir muni veita frekari
vísbendingar um hvort jafnvægið sé á
þessu bili, í kringum 2.000, eða fjölgi
yfir sumarið eins og í fyrra.
Minni umsvif á Bakka
Útsendum starfsmönnum hjá þjón-
ustufyrirtækjum fækkar hins vegar
milli ára. Þeir voru alls 320 í lok mars
en 475 í lok mars í fyrra.
Útsendir starfsmenn eru þeir sem
koma á vegum fyrirtækja í Evrópu og
vinna að ákveðnum verkefnum, yfir-
leitt um skemmri tíma.
Gísli Davíð telur minni umsvif á
Bakka kunna að skýra fækkunina.
baldura@mbl.is
Starfsmannaleigur
stórauka umsvifin
Mikil fjölgun í skráningum milli ára
Erlendir starfsmenn á vinnumarkaði
Fjöldi erlendra starfsmanna hjá starfsmannaleigum 2015-2018
Fjöldi útsendra starfsmanna 2015-2018
600
400
200
0
2.000
1.500
1.000
500
0
2015 2016 2017 2018
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
17
246
36
191
320
475
1.104
1.816
Heimild: Vinnumálastofnun
Heildartjón í Suðurlandsskjálft-
anum í maí 2008 reyndist rúmlega
16 milljarðar króna að núvirði.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Viðlagatryggingar Íslands (VTÍ)
um mat á áhrifum á breytingu á
eigin áhættu tjónþola. Í skýrslunni
kemur jafnframt fram að Suður-
landsskjálftinn sé stærsti vátrygg-
ingaratburður í sögu VTÍ. „Tjóns-
staðir vegna tjóns á húseignum
voru rúmlega fjögur þúsund. Nú-
virt meðaltjón vegna húseigna er
um 2,7 milljónir. Núvirt meðal-
greiðsla til tjónþola er um 2,5 millj-
ónir miðað við núverandi eigin
áhættu, en yrði um 2,3 milljónir
samkvæmt frumvarpinu. 90% tjóna
á húseignum voru um eða undir
fjórum milljónum króna,“ segir í
skýrslu VTÍ. mhj@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Tjón Gríðarlegt tjón varð á Suðurlandi
þegar skjálftinn reið yfir í maí 2008.
Skjálftinn kostaði
16 milljarða
Fjármálastöðugleikaráð, sem er
formlegur samstarfsvettvangur
stjórnvalda um fjármálastöðugleika,
hefur ákveðið að beina þeim tilmæl-
um til Fjármálaeftirlitsins að sveiflu-
jöfnunarauki verði hækkaður.
Hækkunin mun taka gildi ári eftir að
ákvörðun FME liggur fyrir.
Í tilkynningu frá stofnuninni kem-
ur fram að fyrirmælin feli í sér að
hækka sveiflujöfnunaraukann um
0,5% og verður hann þá 1,75%. Á síð-
asta ári var hann hækkaður um
0,25%.
Þá samþykkti fjármálastöðug-
leikaráð tilmæli um óbreytta eigin-
fjárauka vegna kerfislegs mikilvæg-
is fjármálafyrirtækja og
kerfisáhættu, en samþykkt að lengja
aðlögunartíma innlánsstofnana, sem
ekki teljast kerfislega mikilvægar,
að síðarnefnda aukanum. Sam-
kvæmt tilmælunum þurfa þær að
uppfylla 3% eiginfjárauka fyrir 1.
janúar 2020 í stað 1. janúar 2019.
Sveiflujöfnunarauki leggst ofan á
eiginfjárkröfur sem gerðar eru til
viðskiptabanka og er hugsaður sem
þjóðhagsvarúðartæki.
Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem
Seðlabankinn gaf út í liðinni viku,
kom fram að merki væru um vaxandi
áhættusækni og að aukinnar áhættu
væri farið að gæta í fjármálakerfinu.
Áhættan er þó sögð vera innan hóf-
legra marka þar sem ytri aðstæður
hafi verið fjármálafyrirtækjunum
hagfelldar undanfarin misseri.
Vilja að FME hækki
sveiflujöfnunarauka
Aukin áhættusækni í bankakerfinu