Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðustu vikur hefur ferskt wasabí verið flutt út frá Íslandi til Danmerk- ur, Noregs og Finnlands þar sem það er notað í sushi-matargerð á hágæða- veitingastöðum, m.a. Michelin- stöðum. Hérlendis hefur það verið á boðstólum á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum og ekki aðeins verið notað í sushi, heldur einnig með steik- um á Grillmarkaðnum og í kokteila á báðum stöðunum. Það er fyrirtækið Jurt sem stendur fyrir ræktun á wasabí í hátæknigróð- urhúsi í Fellabæ, þar sem Barri var áður með starfsemi. Nú er einn fastur starfsmaður á stöðinni fyrir austan, en að fyrirtækinu standa þeir Ragnar Atli Tómasson og Johan Sindri Han- sen ásamt fjárfestum. Ragnar Atli segir að áhersla sé lögð á að framleiða hreina vöru sem er ræktuð með hreinu vatni og endur- nýjanlegum orkugjöfum. Fyrirtækið mun vera eini wasabí-ræktandinn í Evrópu fyrir utan eitt fyrirtæki í Bretlandi. Ræktunarskilyrði eru ströng og hentar kalt loftslag á Ís- landi vel til ræktunar og aðgangur að góðu vatni. Wasabí er eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar, en jurtin er japönsk að uppruna og er erfið í ræktun. Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót og segir Ragnar Atli að 95% af svokölluðu wasabí á veitingahúsum í heiminum sé í raun eftirlíking þar sem uppistaðan sé piparrót með sinn- epi og grænum matarlit. Hafa tvöfaldað framleiðsluna Fyrsta uppskeran fór í veitingahús hérlendis í haust og segir Ragnar Atli að uppskeran sé talin í kílóum og við- skiptavinir fái nokkur kíló á viku. Hann segir að framleiðslan hafi nú þegar tvöfaldast og stefnt sé að frek- ari aukningu á næstunni. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um heildar- magn eða verð á hvert kíló. „Það sem er sérstakt við þessa vöru okkar er að um 100% wasabí er að ræða. Stilkur plöntunnar er mauk- aður og í sumum tilvikum fær við- skiptavinur á veitingahúsi að fylgjast með þegar það er gert. Eftir að stilk- urinn er rifinn endist bragðið í kannski 20 mínútur, en dofnar síðan. Wasabí er ómissandi með sushi, en er líka vinsælt í alls konar matargerð þar sem ólíkum hráefnum er blandað saman,“ segir Ragnar Atli. Wasabí úr Fellabæ á nor- rænum hágæðastöðum  Plantan erfið í ræktun  Eftirsótt og verðmætt hráefni Íslensk framleiðsla Sjaldgæft er að fá 100% wasabí en ekki eftirlíkingu. irt me ðf yri rva ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 78.995 VALENCIA HELGARFERÐ Netverð á mann m.v. tvo í herbergi með morgunmat. 12. október í 4 nætur Hótel Sercotel Sorolla Palace Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvalur hf. mun hefja hvalveiðar að nýju í sumar, eftir tveggja ára hlé. Forsendan fyrir þeirri ákvörðun er að sögn Kristjáns Loftssonar fram- kvæmdastjóra vonir um að dregið verði úr innflutningshindrunum í Japan sem er helsta markaðsland hvalaafurða. Þá eru bundnar vonir við að hægt verði að þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr lang- reyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi og vinna gelatín úr afurðum langreyðar til lækninga og matvæla- framleiðslu. Kristján Loftsson segir við Morg- unblaðið að þau tvö ár sem hvalveiðar voru ekki stundaðar hafi verið notuð til að kanna hvort hægt væri að vinna aðrar afurðir úr hvalaafurðum. Sam- vinna hefur verið við Nýsköpunar- miðstöð Íslands um hvernig vinna megi langreyðarkjöt þannig að það gagnist fólki sem þjáist af blóðleysi. Þá er verið að skoða í samvinnu við Háskóla Íslands hvernig vinna megi gelatín úr beinum og hvalspiki. Járnskortur alvarlegt mál Kristján bendir á að það er mat Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að járnskortur hrjái um 30% mannkyns eða um tvo milljarða manna í heiminum öllum, einkum í þróunarlöndunum. Í um helmingi þessara tilvika er um að ræða blóð- leysi vegna járnskorts. WHO telur járnnæringarskort vera útbreiddasta og alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og hefur hann víðtæk og alvarleg áhrif á líkamlega heilsu og félagslega virkni. Börn og konur á barneignaraldri eru talin sérstaklega viðkvæmur hópur í þessu tilliti. Full- orðnir finna fyrir þreytu og skertri starfsgetu og börn eiga á hættu að skynhreyfiþroski þeirra líði. Meira en 50 ára tilraunir á heims- vísu með notkun fæðubótarefna með járnsöltum, ólífrænu járni, til að ná sjálfbærni í járnbúskap fólks í lönd- um, þar sem járnskortur er vanda- mál, hefur ekki borið árangur, sam- kvæmt upplýsingum Hvals hf. Meginástæða þessa er lítið lífaðgengi ólífræns járns vegna jurtaríkrar fæðu en hún eykur líkur á myndun flóka með járninu sem ekki eru teknir upp í líkamann. Þessu til viðbótar er að nefna að til að fá nægjanlega járn- upptöku með ólífrænum járnsöltum fylgja oft sárir og erfiðir fylgikvillar í maga og þörmum, svo sem ógleði og niðurgangur. Upptaka ólífræns járns er af stærðargráðunni 5-12 % af inn- teknum skammti. Til samanburðar er upptaka náttúrulegs hemjárns sem er lífrænt bundið járn í vefjum dýra á bilinu 12-25% og jafnvel meiri og er upptakan mest meðal fólks sem líður járnskort. Hemjárn er erfitt að búa til með efnafræðilegum aðferðum þannig að eina raunhæfa uppspretta þess er matur úr dýraríkinu, aðallega kjöt, samkvæmt upplýsingum Hvals. Í meltingarvegi er hemjárn tekið upp án allra aukaverkana. Hæsti styrkur þess er í vöðva sjávarspendýra, til dæmis um 8-10 sinnum hærra en í nautakjöti. Af þessu leiðir að upptaka hemjárns er umtalsvert meiri en úr fæðu með jafnmiklu magni af ólíf- rænu járni og krefst því minni skammta. Ólíkt nautakjöti þá er lang- reyðarkjötið með svo mikið hemjárn að það má nota til að útbúa fæðubótarefni fyrir hemjárn sem unnt er að nota í ásættanlega stórum skömmtum til að fullnægja járnþörf neytandans. Þessu til viðbótar mun slíkur skammtur af kjöti einnig sjá neytandanum fyrir öðrum lífs- nauðsynlegum stein- og snefilefnum, vítamínum og próteini sem brýn þörf er fyrir hjá stórum hópum fólks sem líður næringarskort eða hungurs- neyð. Frostþurrkað og unnið í duft Unnið er að rannsóknum við að kortleggja styrk hemjárns og ann- arra forma járns í langreyðarkjöti auk ýmissa nauðsynlegra stein- og snefilefna þess, svo sem vítamína, fitu og próteins. Auk þess fer fram þróun- arvinna á meðhöndlun afurða af lang- reyði sem henta til geymslu, flutnings og inntöku. Að auki stendur nú yfir könnun á möguleikum á því að nota hemjárns- ríkt kjöt til að bæta úr og að lokum koma í veg fyrir járnskort í heim- inum. Reiknað er með að kjötið sem til fellur við veiðarnar í sumar verði fryst, eins og hingað til hefur verið gert. Hluti verði áfram seldur til Jap- ans en hluti nýttur í nýjar afurðir. Þegar rannsóknum er lokið þarf að sögn Kristjáns að koma upp tækja- búnaði til að frostþurrka afurðirnar og mala í duft. Kjöt af 160 lang- reyðum vegur 1.000 til 1.500 tonn og því þarf mikinn búnað ef markaður finnst fyrir fæðubótarefni úr öllum afurðunum. Hvalkjöt nýtt í fæðubótarefni  Hvalur hf. hefur notað hlé á veiðunum til að gera rannsóknir á járninnihaldi hvalkjöts og mögu- leikum þess að vinna það í járnríkt fæðubótarefni  Hugað að vinnslu gelatíns úr beinum og spiki Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalveiðar á ný Hvalur 8 siglir inn Hvalfjörð með hval á síðunni. Skipið fer væntanlega til veiða á ný um 10. júní. Hvalur hf. veiddi og vann 155 langreyðar á vertíðinni sumarið 2015. Þá unnu um 150 manns við verkefnið. Vorið 2016 ákvað fyrirtækið að hefja ekki hvalveiðar það árið vegna þess sem Kristján Loftsson sagði endalausar hindranir við útflutning á hvalaafurðum til Japans. Fólust þær í að eftirlitsaðilar þar notuðu gamlar aðferðir við efnagreiningar sem Kristján sagði að ekki væru notaðar annars staðar í heiminum og gáfu misvísandi niðurstöður. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að efnagreiningarvottorð fylgdi afurð- unum héðan. Kvótinn í ár er 161 langreyður. Að auki hefur fyrirtækið heimild til að nýta 20% af ónýttum kvóta síðasta árs. Kvóti ársins er 161 langreyður 150 MANNS UNNU VIÐ HVALVEIÐAR OG VINNSLU Kristján Loftsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.