Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 25
ferð ástfangin upp fyrir haus.
Kórfélagar brostu ögn viðkvæmir
yfir sínum kæru vinum sem höfðu
fundið ástina í kórnum og það var
svo sannarlega ætlunin að eiga
þátt í öllum þeirra stóru stundum
sem framtíðin átti að bera í skauti
sér. Það var líka ætlunin að læra
og syngja með Ragnari vísurnar
úr Flóanum. Enn er minnt á að
njóta hverrar stundar líkt hún
væri sú síðasta.
Brokkkórinn sendir fjölskyldu
og vinum Ragnars innilegar sam-
úðarkveðjur. Elsku Sigurlaug
okkar, kórinn ykkar Ragnars
mun reyna að styðja þig á alla
lund í þessari miklu og djúpstæðu
sorg. Söngurinn mun áfram vera
okkar gleði og huggun í lífsins
þrautum. Ragnari þökkum við
samfylgdina og blessuð sé minn-
ing hans, minning um góðan
dreng og kæran vin lifir með kór-
félögum um ókomna tíð.
Fyrir hönd Brokkkórsins,
Áslaug Ásmundsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ragnar Lýðsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs,
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 18. apríl, kl. 12:00 í Valhöll
Háaleitisbraut 1.
Húsið opnar kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 900 krónur
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Klapparhraun 5, Rangárþing ytra, fnr. 234-2304 , þingl. eig. EV-17 ehf.,
gerðarbeiðandi Frístundasvæði Heklubyggðar, mánudaginn 23. apríl
nk. kl. 11:15.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
16 apríl 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og jóga með Hildi kl. 9:30 í
hreyfisalnum, er það stólajóga og teknar þar góðar teygjur. Göngu-
hópurinn fer af stað kl. 10:15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl.
10:50. Tálgað í tré hópurinn mætir kl. 13 í hús og postulínsmálun er kl.
13 í hreyfisalnum. Línudansinn er hjá okkur kl. 13:30 í matsalnum og
kostar tíminn 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur.
Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9. Smíðastofan er lokuð. Bónus-
bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leib. kl. 12.30-
16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Spilum kl. 20 í neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Allir vel-
komnir. Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Boccia kl. 10.30. Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingaryoga hjá Lilju Steingríms kl. 09:00-09:50,
allir velkomnir. Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30.
Leshópur Hjördísar kl. 10:30. Eva hjúkrunarfræðingur kl. 11:00. Boccia
10:40-11:20. Bónusrútan kemur 14:40. Leshópur kl. 13:00. Opið kaffi-
hús 14:30-15:15.
Fella-og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12:00. Eftir stundina er boðið
upp á súpu og brauð á vægu verði. Félagstarfið byrjar kl. 13:00.
Línudans og góð skemmtun. Spilum, spjöllum og eigum góða sam-
veru. Kaffi og meðlæti kl. 15:00 að hætti Kristínar og Jóhönnu. Verið
hjartanlega velkomin.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 09.00. Opin
handverkstofa kl.13.00. Landið skoðað með nútímatækni kl.13.50.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur hittist 9-12, glerlist
9-13, hópþjálfun/stólaleikfimi 10:30-11:15, litaklúbbur í handavinnu-
stofu 13-14:30, frjáls spilamennska 13-16:30, félagsvist í sal 13-15:30,
kaffiveitingar 14:30-15.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg,
síminn hjá okkur er 411-9450
Furugerði 1 Vinnustofa opin frá 10-16. Framhaldslestur fer fram kl.
10:00 . Sitjandi leikfimi og öndunaræfingar kl. 11. Klukkan 13 er farið í
göngu. Boccia í innri sal kl. 14:00.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Vatnsleikfimi
Sjál. kl. 8:20/15:15. Qi Gong Sjál. kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Boccia Sjál. kl. 11:40.
Karlaleikfimi Sjál. kl. 13:00. Trésmíði kl. 9:00/13:00 í Kirkjhvoli. Bónus-
rúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13:30/14:30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Keramik málun
kl.09:00-12:00. Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00. Leikfimi Maríu
kl. 10:00-10:45. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30. Gönguhópur um
hverfið kl. 10:30. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 10.00 stólaleikfimi, kl. 13.00 handa-
vinna, kl. 13.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14.00
hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.00 dans.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13:00-
15:30. Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni. Einnig
flytur Sigurjón Árni tónlist ásamt félögum. Þá er í boði handavinna,
spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveiting-
um kl. 15:00.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12
Gullsmári Myndlist kl 9.00. Boccia kl 9.30. Ganga kl 10.00. Málm/
Sifursmíði/Kanasta kl. 13.00.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9 hjá Ragn-
heiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridge kl.
13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.9, Thai Chi
kl.9, leikfimin með Guðnýju kl.10, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, Kríur
myndlistahópur kl.13, bónusbíll kl.14.55, brids kl.13, bókabíll kl.14.30,
síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-
2790. U3A kl.17.15.
Korpúlfar Sundleikfimi 7:30 og 14:10 í Grafarvogssundlaug í dag.
Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum. Boccia í Borgum kl. 10 og
16:00. Helgistund í Borgum kl. 10:30 í dag. Heimanámskennsla kl.
16:30 í dag í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,trésmiðja 9-12, listasmiðja kl.9-16,
morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11,opin listasmiðja
m.leiðbeinanda kl.13-16, Samverustund með djákna kl.14, boccia,spil
og leikir kl.15.30. Uppl í s 4112760
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl.13.15. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 07.15. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Pútt Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi
Hreyfilandi kl. 12.00. Bridge Eiðismýri 30 kl. 13.30. Karlakaffi í safnað-
arheimili kirkjunnar kl. 14.00. Í kvöld kl. 19.30 er félagsvist Vörðunnar í
salnum á Skólabraut. Allir velkomnir. Glæsilegir vinningar og kaffi-
veitingar.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13.00, allir velkomnir.
Vesturgata 7 Glerskurður ( Tifffanýs) kl:13:00-16:00. Vigdís Hansen.
Félagslíf
EDDA 6018041719 I Lf.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Íbúðir á Algarve svæðinu í
Portúgal
Bæði íbúðir í fjölbýli og einbýlishús
af ýmsum gerðum.
Sjá nánar á:
www.abbaleiga.net/439232483
Fyrirspurnir sendist á:
abbaleiga@gmail.com
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókanir, reikningsfærslur
o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
13 R 22.5 kr. 23.400 + vsk
1200 R 20 kr. 19900 + vsk
275/70 R 22.5 kr. 28900 + vsk
385/65 R 22.5 kr. 39.000 + vsk
1000 – 20 kr. 23387 + vsk
og fleiri stærðir.
Kaldasel@islandia.is
Kaldasel ehf s. 5444333 og
8201070
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum og á mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
amma myndi segja eða gera í
þessu eða hinu máli og ég hef
ætíð reynt að temja mér hennar
helsta lífsmottó, að launa illt með
góðu. Það hefur heppnast misvel
verður að segja, en betur má ef
duga skal. Ég er ekki eins flink í
því og amma en ég legg mig fram
um að breyta á þann hátt sem ég
ímynda mér að hún hefði gert.
Þátttaka í félagsmálum fylgir
greinilega nafninu, elsku amma.
Ég hef oft bölvað þeirri kvöð sem
það er að vera þannig innréttuð
að verða að láta sig málin varða
og eiga erfitt með að neita að
taka enn eina fundargerðarbók-
ina eða bókhaldið að sér. Einu
sinni ræddum við þetta og kom-
umst að þeirri niðurstöðu að okk-
ur yrði líklega launað á himnum.
Mín upplifun af þátttöku ömmu í
félagsmálum var ávallt að taka
öllu með yfirvegun og fara fram
sem maður sjálfur. Öll sú ást,
umhyggja og þolinmæði sem ein
manneskja gat sýnt svo mörgum
og öllu samfélaginu verður varla
leikin eftir. Umhyggjan var ekki
einungis til okkar mannanna, því
skepnur fengu ávallt gott atlæti í
ömmu umsjá og það að græða
landið var henni hugfólgið. Létt-
lyndi reyndi hún ávallt að temja
sér og alltaf var stutt í kímnina.
Margs er að minnast en þó
koma gæðastundir eins og útreið-
artúrar og allar heiðarferðirnar
sem ég fékk að fara með þér í
efst í hugann. Það var alltaf ynd-
islegt að koma í Gil, þó að það
hafi bara verið eitthvert hvers-
dagslegt stúss. Svo var nú ávallt
gaman að fá að fara á kór-
skemmtanir með ykkur afa.
Það sem ég myndi gera fyrir
eina heiðarferð eða þó að það
væri ekki nema að slá á þráðinn
til þín, elsku amma. Fátækleg orð
og fáeinar setningar munu aldrei
ná að lýsa því kærleiksríka sam-
bandi sem við áttum, elsku
amma, svo mikið hef ég alltaf
verið þér háð. Það veit ég fyrir
víst að móttökurnar hafa verið
góðar hinum megin þó að ég sé
sár og reið að hafa ekki fengið að
hafa þig lengur hjá okkur. Hvers-
dagsleikinn eins og ég þekkti
hann virðist núna vera svo óra
fjarri.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson)
Þín,
Erla Rún.
Fleiri minningargreinar
um Erlu Hafsteinsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.