Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 19

Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Á útkikkinu Þessi sílamávur virti fyrir sér veröldina þaðan sem hann valdi sér góða útsýn, nýkominn til landsins. Eggert Ekkert skortir á ná- kvæmni manna að fara með nýja bílinn sinn í fimmtán þúsund kílómetra skoðun og borga fúlgur fjár fyrir. Hins vegar eru margir treg- ir til að fara sjálfir til læknisins í samskonar fyrir- byggjandi skoðun og þola illa nöldrið í konu sinni eða móður þegar þær eru að minna á að heilsan sé rann- sökuð og hjartsláttur bóndans ekkert síð- ur en ganghljóð bílsins. Ekkert eitt hefur fyrirbyggt eða komið í veg fyrir áföll og dauða kvenna eins og regluleg brjósta- skoðun og leit að krabbameini. Mér er sagt að Íslensk erfðagreining sé að kalla inn reglulega heilu hópana í heilsuskoðun, í allsherjarrannsókn. Guðmundur Þor- geirsson hjartalæknir standi þar vaktina hjá Kára Stefánssyni. Ég hitti mann á dögunum sem þangað fór og leiðin lá beint inn á hjartadeild; þrjár æðar kolstíflaðar og hann vissi ekkert sjálfur að dauðinn gæti mætt honum á næsta götuhorni. Sjálfur fór ég að ráði Ólafs F. Magnús- sonar heimilislæknis til Ásgeirs Theó- dórssonar læknis í maga- og ristilspeglun inum eða béaðri sykursýkinni sem læðist að fólki og getur rústað heilsunni. Við erf- um nefnilega kostina frá mæðrum og feðr- um okkar en gallana einnig. Að lokinni ristilspegluninni gekk ég skjálfandi til gjaldkerans, skoðunin kost- aði þá aðeins 10% af því sem 15 þúsund kílómetra skoðunin á bílnum kostaði, en ekki ek ég honum um vegi landsins ef „hinn þögli morðingi“ fær að búa um sig í maga eða ristli. Þessi grein er skrifuð lífinu og læknis- fræðinni til dýrðar og til sona þessa lands að hætta að hugsa eins og kjánar: „Það kemur ekkert fyrir mig!“ Við erum allir jafnir fyrir sjúkdóm- unum en sumir jafnari en aðrir, munum að: „Illt er í ætt gjarnast.“ í leit að „hinum þögla morð- ingja“, eins og þetta dulda krabbamein er stundum nefnt af ærinni ástæðu. Hann þræddi myndavél um kokið í magann og svo fór hann með hana um ristilinn. Ég beið átekta og spurði: „Að hverju varstu að leita í maganum?“ Hann svaraði: „Að „óvininum“, sem oft býr um sig þar og er „helíkó- baktería“, en hún myndar svo maga- og skeifugarnar- sár og síðar oft krabbamein.“ Svo bætti hann við: „En veistu það, ristill- inn þinn er hreinn eins og Hvalfjarðar- göngin en óvinurinn er kominn í magann. En ég kem honum fyrir kattarnef,“ bætti hann við, „á einni viku, ein pilla á dag, það verður átakalaus magahreinsun og þú ert laus við þann arma þræl.“ Allt gekk það eftir. Svo bætti hann við: „En veistu að ristilkrabbamein er annað eða þriðja al- gengasta krabbamein meðal Íslendinga og önnur algengasta dánarorsökin af völd- um krabbameins. Flestar þjóðir hafa byrjað skimun eftir þessu krabbameini en ekki við Íslendingar. Þeir eru margir sem koma í svona skoðun ári of seint! Dauðinn hefur heltekið líkamann og dreift sér.“ Svo má ekki gleyma blöðruhálskirtl- Eftir Guðna Ágústsson »Ristilkrabbamein erannað eða þriðja al- gengasta krabbamein meðal Íslendinga og önnur algengasta dánar- orsökin af völdum krabbameins. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Karlinn þarf ekki síður en bíllinn í læknisskoðun Reykjavík er stjórn- að af Samfylkingunni sem kallaði sig einnig, að mig minnir, Jafn- aðarmannaflokk Ís- lands. Ég bið forláts ef mig misminnir. Sumir jafnari en aðrir Samfylkingin er þeirrar skoðunar að við sem þar búum séum þar tilneydd. Þeir kumpánar, Dagur og Hjálmar, hafa því tekið sig til að bjarga okkur úr prísundinni, frelsa okkur, leyfa okkur að koma til sín. En líkt og hjá félaga Napóleon kost- ar björgunin „tímabundnar“ fórnir. Þess vegna þarf, tíma- bundið, að skattleggja Árbæ, Grafarvog, Breiðholt, Ártúnsholt og aðrar byggðir aust- an Elliðaáa. Þjónustan er afnumin, búða- kjörnum er breytt í íbúðir með skipulags- breytingum. Gang- stéttirnar eru sprung- um settar þvers og kruss, göturnar hol- óttar og rykið hreinsað af göngustígunum einu sinni á ári (a.m.k. einu sinni á kosningaári). Leikskólarnir eru opnir þegar starfsfólk er tiltækt, en börnin annars send heim og for- eldrarnir í launalaust frí. Skattféð er svo tekið og notað í gæluverkefnin í miðbænum og ráðhúsinu. Samgöngur við úthverfin En það verður ekki af þeim fé- lögum tekið að þeir eru húmoristar. Að aka úr úthverfunum á vinnustað- ina okkar vítt og breitt um borgina er ekki heiglum hent. Þess vegna er- um við hvött til að hjóla þar til við fáum borgarlínuna. Danir hjóla, hvers vegna ekki Breiðholtsbúar? Og hinir líka. Kaupa sér bara hjól og tilbehör og eiga birgðir af svita- spreyi á skrifstofunni. Hvað er að því? Að vísu snjóar þrisvar sinnum oftar í Reykjavík heldur en Kaup- mannahöfn (og hér snjóar í alvöru). Að ekki sé talað um klakann, rokið og úrhellið. En liðið í úthverfunum bætir bara heilsuna með útivistinni. Ætti í raun að vera þakklátt, svei mér þá. Vesalings Dagur og Hjálm- ar neyðast til að rölta niður brekk- una í vinnuna í ráðhúsinu og risikera heilsunni með hreyfingarleysinu. Eru ekki hundruð milljóna hjóla- brýrnar yfir Elliðavoginn til dæmis um frábæran húmor? Hlýtur að vera, þar sést aldrei nokkurn tíma neinn. Þétting byggðar Já, þegar yfir lýkur munum við líka fá að vera með Degi. Búa í blokk niðri í bæ, taka þátt í menningarlíf- inu, ganga í vinnuna o.s.frv. Og ef ekki við, þá a.m.k. börnin, nú eða barnabörnin. Glærurnar hans Dags sýna okkur líka svart á hvítu (ef mannréttindaráð heimilar orðalagið) að þar er jafnan gott veður. En bíddu við, var einhver að afþakka gott boð? Heimta að búa bara í fá- sinninu? Vanþakklætið ríður ekki við einteyming hjá þessu liði. Þangað til er þéttingu byggðar er náð í Reykjavík verða að vísu nei- kvæð hliðaráhrif. Þetta unga fólk er svo óþolinmótt. Getur barasta ekki beðið með að fara að búa. Fær sér lóðir í plássum eins og Selfossi. Það er svo sem ekki alslæmt út frá sjón- armiðum Samfylkingar Dags og Hjálmars. Það er jú líka þétting byggðar – á Selfossi. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Danir hjóla, hvers vegna ekki Breið- holtsbúar? Kaupa sér bara hjól og tilbehör og eiga birgðir af svita- spreyi á skrifstofunni. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Úthverfi Reykjavíkur – skattlönd miðborgarinnar Um þessar mundir á sér stað mikil uppbygging í Mosfellsbæ á öllum sviðum. Fordæmalaus fjölgun varð í bæjarfélaginu á síðasta ári en þá fjölgaði bæjabúum um 8,2%. Þetta er lang- mesta fjölgun á höfuðborg- arsvæðinu og ein sú mesta á landinu. Ástæður þess- arar miklu fjölgunar eru einkum tvær. Í fyrsta lagi er skortur á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í Mosfellsbæ hafa bæjaryfirvöld brugðist við því með miklu lóðarframboði í nýjum uppbyggingar- hverfum bæjarins, Helgafelli og Leirvog- stungu. Í Helgafellshverfi einu og sér hafa t.d. verið byggðar rúmlega 600 nýjar íbúðir á undanförnum árum. Við sjálfstæðisfólk í Mosfellsbæ höfum staðið vaktina á undan- förnum árum og séð til þess að það hefur verið nægt lóðaframboð í Mosfellsbæ. 347 umsóknir um 31 lóð Önnur ástæða þess að svo mikil upp- bygging er í Mosfellsbæ er að bærinn er vinsælt sveitarfélag til búsetu. Í þjónustu- könnunum Gallup sem gerðar eru meðal 19 stærstu sveitarfélaganna ár hvert hefur Mosfellsbær ávallt verið í 1. eða 2. sæti á undanförnum árum þegar ánægja íbúanna er mæld. Þetta endurspeglast í því að ný- lega voru auglýstar rúmlega 30 lóðir lausar ávísun hækkað um rúm 50% og stórátak gert í tæknimálum skólanna, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þetta er rekstrar- afkoma sveitarfélagsins góð en samkvæmt ársreikningi fyrri árið 2017 var rekstrar- afkoman jákvæð um 560 mkr. og skulda- hlutfall fer lækkandi. Fjölgun íbúa ásamt traustum og ábyrgum rekstri gerir það að verkum að svona er hægt að standa að mál- um hjá Mosfellsbæ. Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og með gildi bæjarins góðu „Virðingu – Jákvæðni – Framsækni og Umhyggju“ að leiðarljósi eru Mosfellingum allir vegir færir. Við sjálf- stæðisfólk höfum verið við stjórnvölinn í Mosfellsbæ síðan árið 2002. Á þeim tíma hefur þjónusta og rekstur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut og gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mos- fellsbæ fáum við til þess umboð í kosning- unum 26. maí. til umsóknar. Alls bárust 347 umsóknir um þessa 31 lóð eða rúmlega 11 umsóknir um hverja lóð. Þessu til viðbótar eru að fara af stað verkefni í miðbænum sem felur í sér um 250 nýjar íbúðir ásamt versl- unarhúsnæði. Það mun setja nýjan svip á miðbæinn og gera hann mun samkeppnishæfari um verslun, þjónustu og menn- ingu ýmis konar. Það er vinsælt að búa í Mosfellsbæ Aukin þjónusta og lægri álögur í stækkandi bæ Svona mikil uppbygging kallar á fjárfest- ingar í innviðum. Helgafellsskóli er nú í byggingu og er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi hans verði tekinn í notkun í upphafi árs 2019. Fullbyggður mun skólinn hýsa 6-800 nem- endur og kosta um 3,7 milljarða króna. Önn- ur stór framkvæmd sem ráðist verður í á árinu 2018 er bygging knatthúss að Varmá og verður það um 3.800 fm að stærð. Auk knattspyrnuvallar verður í húsinu hlaupa- braut ásamt göngubraut, áhorfendaaðstöðu og snyrtiaðstöðu. Húsið verður án alls efa bylting fyrir íþróttafólk, sérstaklega knatt- spyrnu, í Mosfellsbæ. Samfara þessu hafa álögur lækkað í Mosfellsbæ. Verð á heitu vatn er nú um fjórðungi lægra en á þjón- ustusvæði Veitna, álagningarhlutföll fast- eignagjalda hafa lækkað verulega á síðustu tveimur árum. Leikskólagjöld hafa lækkað, jafnframt því að leikskólaaldurinn hefur ver- ið færður niður í 13 mánaða aldur, frístunda- Mosfellsbær, vinsæll bær Eftir Harald Sverrisson » Önnur ástæða þess að svo mikil upp- bygging er í Mosfellsbæ er að bærinn er vinsælt sveitarfélag til búsetu. Eins og sést í þjónustu- könnunum Gallup. Haraldur Sverrisson Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.