Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 8

Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu um 452 fm. verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Höfðabakka. Stórir gluggar sem ná niður í gólf, loft eru með endurnýjaðri klæðningu og vandaðri innbyggðri lýsingu. Hátt til lofts. Gólf eru me snyrti egum gráum flísum. Rýmið e að mestu opið en ti staðar ru tvæ skrifstofur. Auðvelt er að fjölga skrifstofum. Eldtraust geymsla er innan rýmis. Laust strax. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL EIGU Höfðabakki 9 – 110 Rvk. Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Stærð: 452 m2 Allar nán ri upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Vinstri græn og Samfylking sátusaman í ríkisstjórn sem sam- þykkti loftárásir NATO á Líbíu. Það vafðist ekki fyrir þeim þá en nú eru Vinstri græn aftur í ríkisstjórn og þá eiga þau í vandræðum með að taka afstöðu til af- staðinna loftárása sem Ísland átti enga aðild að, voru að auki mjög takmarkaðar og höfðu ekkert mannfall í för með sér.    En þetta vefst ekki aðeins fyrirVG. Samfylkingin, sem nú stendur utan ríkisstjórnar, á líka í vandræðum með málið.    Á laugardag virtist Logi Einars-son, formaður flokksins, styðja árásirnar því að þá sagði hann í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: „Ja, eins ömurlegt og stríð er almennt, þá verður auð- vitað að senda Assad skýr skilaboð um að efnanotkun, efnavopna- notkun verður ekki liðin og það er auðvitað ógeðslegt að beita þeim gegn eigin þjóð. Það þarf hins veg- ar að vinna þetta í mjög víðtæku samráði og mér sýnist að þessar árásir takmarkist við staði sem að hafa verið að framleiða efnavopn og ekki hafi orðið mannfall.“    Síðan virðist það hafa gerst ásunnudag að Logi áttar sig á vandræðaganginum í VG og þá er hann orðinn þeirrar skoðunar að loftárásirnar hafi verið „ótímabær- ar,“ að því er virðist af því að Frakkland, Bretland og Bandarík- in leituðu ekki fyrir fram eftir samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.    Getur verið að Samfylkinginætli að nota ástandið í Sýr- landi til að slá pólitískar keilur hér heima? Logi Einarsson Ótímabær og skýr skilaboð? STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.4., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 5 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk -3 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Ósló 8 þoka Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 13 skýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 14 skúrir Berlín 13 rigning Vín 17 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 19 heiðskírt Aþena 19 heiðskírt Winnipeg 2 skýjað Montreal 0 rigning New York 11 rigning Chicago -1 snjókoma Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:49 21:07 ÍSAFJÖRÐUR 5:44 21:22 SIGLUFJÖRÐUR 5:26 21:05 DJÚPIVOGUR 5:16 20:39 Gefin hefur verið út reglugerð um makrílveiðar í ár og er alls úthlutað tæplega 135 þúsund tonnum. Frá þeirri tölu dragast rúm níu þúsund tonn vegna bráðabirgðaákvæða og 1.500 tonn vegna framlags til Rússa, skv. samkomulagi sem gert var í vet- ur. Ekki er samkomulag um stjórnun makrílveiða í NA-Atlantshafi. Að mestu leyti er reglugerðin í samræmi við það sem gilt hefur und- anfarin ár. Þó er sú breyting gerð á að vinnsluskylda er ekki lengur skil- yrði enda veiðar og vinnsla síðustu ár verið í þeim farvegi að langmest af makrílnum hefur farið í frystingu. Íslendingar hafa síðustu ár yfirleitt miðað sinn afla við 16,5% af þeim há- marksafla sem ESB, Noregur og Færeyjar hafa tekið sér. Á þeirri reglu er einnig byggt núna. Í fyrra var kvóti Íslendinga alls um 168 þús- und tonn. Eins og áður kemur mest í hlut skipa sem veiddu makríl í flottroll og nót á árunum 2007-2009. Alls mega þau veiða 86.652 lestir. Í hlut línubáta með aflareynslu frá 2010-14 koma 5.042 lestir. Tæpum 26 þúsund tonn- um verður úthlutað til vinnsluskipa og 6.654 lestir koma í hlut ísfiskskipa. Makríl- kvótanum úthlutað  Vinnsluskylda er ekki lengur skilyrði Dótturfélag Arion banka vinnur að nauðsynlegum undirbúningi þess að rekstur geti hafist á nýjan leik í kísilverinu sem áður tilheyrði Unit- ed Silicon í Helguvík. Jafnframt er unnið að því að selja rekstrarfélag verksmiðjunnar. Arion banki var veðhafi í helstu eignum United Silicon og leysti til sín eignirnar eftir gjaldþrot fyrir- tækisins. Eignirnar voru færðar til nýstofnaðs félags, EB0117. Skipta- stjóri sagði upp öllum starfs- mönnum fyrirtækisins en bankinn endurréði 9 þeirra, allt starfsmenn sem hafa sérþekkingu á rekstri og starfsemi verksmiðjunnar. Fjárfestar sýna áhuga Nýja rekstrarfélagið vinnur að því að fullnægja kröfum stjórn- valda og að starfsemin geti farið fram í sátt við nærumhverfið, að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs Arion banka. Meðal annars þarf að gera nýtt umhverfismat. Segir Haraldur að gera megi ráð fyrir að starfsemi hefjist ekki að nýju fyrr en eftir um 18-24 mánuði. Haraldur segir að starfsmenn bankans hafi orðið varir við áhuga bæði innlendra og erlendra fjár- festa sem hafi sérþekkingu á rekstri af þessum toga. helgi@mbl.is Unnið að endurreisn kísilversins  Dótturfélag Arion banka gerir nýtt umhverfismat fyrir kísilverið í Helguvík Morgunblaðið/RAX Helguvík Starfsemin liggur niðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.