Morgunblaðið - 17.04.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða
Verð frá 17.900,-
LOUIS GHOST
Stóll
Verð 36.900,- stk.
GHOST BUSTER
Náttborð
Verð 47.900,- stk.
BATTERY
Borðlampi
Verð frá 19.900,-
SIMPSON Bolli
Verð 1.590,- stk.
MR.WATTSON
led lampi
Verð 16.990,-
Fallegar gjafir í
fermingarpakkann
TAKE Borðlampi
VERÐ 10.900,-
LUKKUTRÖLL
Verð frá 3.890,-
VITA - SILVIA
Borðlampi
Verð frá 19.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl
Verð frá 10.750,-
ARCHITECTMADE
Önd andarungi
Verð frá 8.450,-
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þær ljósmyndir sem teknar voru í
kjölfar atburðanna í Douma hinn 7.
apríl síðastliðinn sýna að aðgerðir
Frakklands, Bretlands og Banda-
ríkjanna, þegar framkvæmdar voru
nákvæmar loftárásir á efnavopna-
getu Assads, voru algerlega rétt-
mætar. Þetta var hið rétta í stöðunni
– fyrir Bretland og heiminn,“ segir
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Breta, og vísar í máli sínu til loft-
árása sem gerðar voru á skotmörk í
námunda við Damaskus og Homs í
Sýrlandi um síðastliðna helgi.
Tilkynnt var um loftárásirnar
klukkan 1 aðfaranótt laugardags 14.
apríl. Eru hersveitir Bandaríkjanna,
Bretlands og Frakklands sagðar
hafa skotið yfir 100 stýriflaugum á
rannsóknastofur, efnavopna-
geymslur og efnavopnaverksmiðju.
Var meðal annars notast við lang-
drægar sprengjuflugvélar, orrustu-
þotur og herskip.
Stjórnvöld ríkjanna þriggja segja
árásina ekki gerða til að steypa Bas-
har al-Assad Sýrlandsforseta af
stóli. „En hún var svar heimsins um
að við höfum fengið okkur fullsödd
af notkun efnavopna,“ segir Boris
Johnson ennfremur. „Það var kom-
inn tími til að segja: nei.“
Neita beitingu efnavopna
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, segir „engar sannanir“
styðja fullyrðingar um notkun efna-
vopna í borginni Douma í Sýrlandi.
„Ég get ekki leyft mér að vera
ókurteis í garð þjóðhöfðingja ann-
arra ríkja, ekki frekar en míns eigin,
en vitnað hefur verið í ummæli leið-
toga Frakklands, Bretlands og
Bandaríkjanna – og með fullri hrein-
skilni sagt þá byggjast sannanir
þeirra á fréttaflutningi fjölmiðla og
samfélagsmiðla,“ segir Lavrov í
samtali við breska ríkisútvarpið
(BBC).
Teymi sérfræðinga á vegum Al-
þjóðlegu efnavopnastofnunarinnar
(OPCW) hafa átt í erfiðleikum með
að fá aðgang að Douma, en þeim er
ætlað að afla þar gagna. Peter Wil-
son, fulltrúi Bretlands hjá OPCW,
segir Rússa koma í veg fyrir allar
rannsóknir. „Enn á ný eru Rússar
að dreifa samsæriskenningum og
misvísandi upplýsingum í von um að
sverta markmið leiðangurs OPCW,“
segir hann við fréttastofu CNN.
Á sama tíma segist Aleksandr
Shulgin, fulltrúi Rússlands hjá
OPCW, Moskvu hafa „óhrekjan-
legar sannanir“ fyrir því að beiting
efnavopna í Douma hafi verið liður í
falskri aðgerð undir stjórn breskra
öryggissveita með stuðningi frá
Bandaríkjunum. „Hlutir fóru eins og
menn höfðu fyrirfram skipulagt í
Washington. Um það er enginn vafi,
Bandaríkjamenn eru mjög tengdir
þessu öllu saman,“ segir hann.
Hátt í 75 manns, þeirra á meðal
börn, létust í Douma og eru á
fimmta hundrað sagðir særðir.
„Þetta var hið rétta í stöðunni“
Boris Johnson segir það hafa verið tímabært að segja „nei“ við notkun efnavopna Sergei Lavrov
segir sannanir vesturvelda styðjast við samfélagsmiðla og fréttaflutning Rússar hafna ásökunum
EFNAVOPNASTOFNUNIN (OPCW)
Stofnað
árið1997
Höfuðstöðvar:
Haag
Framkvæmdastjóri:
Ahmet Uzumcu (Tyrkland)
Starfsfólk:
500
Hlaut Nóbelsverðlaun 2013
192 aðildarríki en í þeim búa
98% af öllum jarðarbúum
Ekki aðildarríki
Norður-
Kórea
Heimild: OPCW
(skrifaði undir sáttmálann
en hefur ekki staðfest hann)
(segist ætla að
ganga í OPCW)
Markmið:
Að framfylgja
Efnavopnasátt-
málanum (CWC)
sem hefur verið í gildi
frá 1993. Hann kveður
á um eyðingu allra
efnavopna
6.785
eftirlitsferðir til:
3.170 staða sem
tengjast efnavopnum
3.615 iðnaðarsvæða
Hefur látið eyða
96% af öllum skráðum
efnavopnum í
heiminum, samtals
72.304 tonnum
Frá
1997
Egypt
Ísrael
Suður-Sudan
AFP
Styrjöld Rússneskir hermenn voru staddir í Douma í gær, en borgin er illa
farin eftir langvarandi átök milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna.
Tilkynnt var í gær að
rússneski blaðamaðurinn
Maksim Borodín hefði
látist á sunnudaginn, en
hann féll fram af svölum á
heimili sínu í Jekaterín-
burg í síðustu viku. Lög-
reglan í Rússlandi sagði
að andlátið væri ekki talið
grunsamlegt.
Borodín vann fyrir
fréttastofuna Novíj Den,
sem þýðir nýr dagur á ís-
lensku, en hann vann ný-
lega að fréttaskýringu
um hinn svokallaða
„Wagner-hóp“, hóp rúss-
neskra málaliða í Sýr-
landi, sem vakti talsverða
athygli í Rússlandi og víð-
ar.
„Við teljum engan
rannsóknargrundvöll í
þessu máli,“ sagði tals-
maður rannsóknarnefnd-
ar lögreglunnar við TASS-fréttastof-
una í gær, en í máli hans kom fram
að mögulegt væri að um sjálfsvíg eða
slys hefði verið að ræða.
Málið hefur engu að síður vakið at-
hygli, þar sem minnst 58 blaðamenn
hafa verið myrtir í Rússlandi frá
árinu 1992. Skoraði Harlem Désir,
Blaðamaður féll
fram af svölum
Rússland Maksím Borodín féll fram af svölum.
Andlát hans er ekki talið grunsamlegt.
Ljósmynd/Facebook
fulltrúi RÖSE um prentfrelsi, á
stjórnvöld í Rússlandi að leiða hið
sanna í málinu fram eins skjótt og
mögulegt er. Borodín mun hafa
hringt til samstarfsmanns síns
skömmu fyrir andlátið og sagt hon-
um frá grunsamlegum mannaferð-
um.
Andlátið ekki talið grunsamlegt
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, ávarpaði breska
þingið í gær. Sagði hún þátt-
töku Breta í loftárásunum á
Sýrland hafa verið í nafni þjóð-
aröryggis, en ekki að beiðni
Donalds J. Trump, forseta
Bandaríkjanna.
„Til að hafa þetta alveg á
hreinu – við brugðumst við
vegna þess að það er í þágu
okkar þjóðaröryggis að koma í
veg fyrir frekari notkun efna-
vopna í Sýrlandi og að viðhalda
og verja þá fjölþjóðlegu skoðun
að ekki eigi að nota þessi
vopn,“ sagði May í ávarpi sínu.
„Við megum ekki leyfa því að
gerast að notkun efnavopna
verði eðlileg, hvort sem það er í
Sýrlandi, á götum Bretlands
eða annars staðar.“
Þá sagði May ljóst að efna-
vopnum hefði verið beitt í
Douma umræddan dag og að
breskir sérfræðingar væru
sammála um þá niðurstöðu.
Gert í nafni
þjóðaröryggis
BRESKA ÞINGIÐ
AFP
Ráðherra Theresa May ávarpar
þingheim og greinir frá aðgerðinni.