Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  91. tölublað  106. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM NÝTT APP GREINIR ORMSEGG Í HROSSATAÐI HLUTANETIÐ BREIÐIST ÚT Á ÍSLANDI NÆR SEX METRA HÁR SKÚLPTÚR VIÐSKIPTAMOGGINN HELGI GÍSLASON 70-71VÍSINDADAGUR KELDNA 20 Vodafone á Ís- landi, með lið- sinni Vodafone Group, skoðar fýsileika þess að leggja nýjan sæ- streng frá Íslandi til Evrópu. Verk- efnið er enn á þróunarstigi og ekki ljóst hvort af því verður. Þetta staðfestir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone. „Þar sem um væri að ræða upp- byggingu á mikilvægum fjar- skiptainnviðum til landsins á félagið nú einnig í uppbyggilegum við- ræðum við stjórnvöld. Rétt er að taka fram að ekki er á þessu stigi gert ráð fyrir að koma þurfi til beins fjárhagslegs ríkisstuðnings verði verkefnið að veruleika,“ segir hann. Fram kom í nýlegri úttekt KPMG á gagnaversiðnaðinum að litið væri á það neikvæðum augum af mögu- legum viðskiptavinum gagnavera að einungis eitt fyrirtæki, Farice, byði nettengingar við umheiminn. Auk þess sé bandvídd dýrari hér en í samkeppnislöndum. Efla þurfi net- tengingar til landsins til þess að gagnaver hérlendis geti keppt al- þjóðlega. »ViðskiptaMoggi Skoða lagningu sæstrengs  Vodafone á í við- ræðum við stjórnvöld Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér um bil tvöfalt meira en á höfuð- borgarsvæðinu þar sem fjölgunin var næstmest. Þessari nánast for- dæmalausu fólksfjölgun fylgir meira álag á alla innviði sveitarfélaganna á svæðinu sem íbúar segjast finna vel fyrir. „Fólksfjölgunin og það sem henni fylgir verður án efa stærsta verkefnið sem mun mæta nýjum meirihlutum eftir kosningarnar í sveitarfélögunum á Suðurnesjum,“ segir Berglind Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Samhliða þessu hefur atvinnu- tækifærum á svæðinu fjölgað, t.d. hefur beinum störfum á Keflavíkur- flugvelli fjölgað um hátt í 4.500 und- anfarin fimm ár, í ár er búist við að þeim fjölgi um 1.300 og ekkert lát er á þessari þróun. „Þessi fjölgun starfa samsvarar því að heil stóriðja bætist við á hverju einasta ári,“ segir Berg- lind. Úrbætur í málefnum aldraðra Í Morgunblaðinu í dag er rætt við nokkra íbúa á Suðurnesjunum um hver þeir telji verða stærstu kosn- ingamálin í sveitarstjórnarkosning- unum 26. maí næstkomandi. Meðal málaflokka sem voru nefndir voru samgöngur, umhverfis- og menning- armál og húsnæðismál. Þá voru úrbætur í málefnum aldr- aðra nefndar til sögunnar, en skort- ur er á hjúkrunarrýmum á svæðinu. Samsvarar heilli stóriðju  Mikil fólksfjölgun á Suðurnesjum verður stærsta verkefni nýrra sveitarstjórna í vor  Samgöngur og heilbrigðismál eru meðal þess sem helst brennur á íbúum MSamgöngur … »2 og 36-37 Sundlaugar landsins eru staður hreyfingar og heilsubótar, en líka þess að njóta lífs og leikja. Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega vel hönnuð og þar er líka frábært útsýni yfir Skaga- fjörð; umhverfi sem skapar staðnum einstaka umgjörð. Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir sýndi mikil tilþrif þegar hún stakk sér í laugina í fal- legum boga og Ingunn Marín Ingvarsdóttir, vin- kona hennar, fylgdist með. Morgunblaðið/Eggert Gleðilegt sumar  Gert er ráð fyrir allt að 250 her- bergja hóteli nærri Hlíðarfjalli á Akureyri í tillögu að nýju deiliskipu- lagi Hálanda í landi Hlíðarenda. Á vef Akureyrarbæjar var aug- lýst til kynningar deiliskipulag 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Í gær rann út frestur til að skila ábendingum. Skipulags-, arkitekta- og hönn- unarstofan Teikn – ráðgjöf og hönn- un er skráð fyrir tillögunum og er skipulagið unnið f.h. landeigenda fyrir Teikn á lofti/Artic Portal und- ir stjórn Halldórs Jóhannssonar, landslagsarkitekts og skipulags- ráðgjafa. Halldór var á sínum tíma talsmaður Huang Nubo vegna áforma um hótel á Grímsstöðum á fjöllum. »10 Hugmyndir um 250 herbergja hótel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.