Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 91. tölublað 106. árgangur
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
LANDSINS
MESTA ÚRVAL
AF RIEDELGLÖSUM
NÝTT APP GREINIR
ORMSEGG Í
HROSSATAÐI
HLUTANETIÐ
BREIÐIST ÚT
Á ÍSLANDI
NÆR SEX
METRA HÁR
SKÚLPTÚR
VIÐSKIPTAMOGGINN HELGI GÍSLASON 70-71VÍSINDADAGUR KELDNA 20
Vodafone á Ís-
landi, með lið-
sinni Vodafone
Group, skoðar
fýsileika þess að
leggja nýjan sæ-
streng frá Íslandi
til Evrópu. Verk-
efnið er enn á
þróunarstigi og
ekki ljóst hvort af því verður. Þetta
staðfestir Guðfinnur Sigurvinsson,
samskiptastjóri Sýnar, móðurfélags
Vodafone.
„Þar sem um væri að ræða upp-
byggingu á mikilvægum fjar-
skiptainnviðum til landsins á félagið
nú einnig í uppbyggilegum við-
ræðum við stjórnvöld. Rétt er að
taka fram að ekki er á þessu stigi
gert ráð fyrir að koma þurfi til beins
fjárhagslegs ríkisstuðnings verði
verkefnið að veruleika,“ segir hann.
Fram kom í nýlegri úttekt KPMG
á gagnaversiðnaðinum að litið væri á
það neikvæðum augum af mögu-
legum viðskiptavinum gagnavera að
einungis eitt fyrirtæki, Farice, byði
nettengingar við umheiminn. Auk
þess sé bandvídd dýrari hér en í
samkeppnislöndum. Efla þurfi net-
tengingar til landsins til þess að
gagnaver hérlendis geti keppt al-
þjóðlega. »ViðskiptaMoggi
Skoða
lagningu
sæstrengs
Vodafone á í við-
ræðum við stjórnvöld
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um
rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér
um bil tvöfalt meira en á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem fjölgunin
var næstmest. Þessari nánast for-
dæmalausu fólksfjölgun fylgir meira
álag á alla innviði sveitarfélaganna á
svæðinu sem íbúar segjast finna vel
fyrir. „Fólksfjölgunin og það sem
henni fylgir verður án efa stærsta
verkefnið sem mun mæta nýjum
meirihlutum eftir kosningarnar í
sveitarfélögunum á Suðurnesjum,“
segir Berglind Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum.
Samhliða þessu hefur atvinnu-
tækifærum á svæðinu fjölgað, t.d.
hefur beinum störfum á Keflavíkur-
flugvelli fjölgað um hátt í 4.500 und-
anfarin fimm ár, í ár er búist við að
þeim fjölgi um 1.300 og ekkert lát er
á þessari þróun. „Þessi fjölgun starfa
samsvarar því að heil stóriðja bætist
við á hverju einasta ári,“ segir Berg-
lind.
Úrbætur í málefnum aldraðra
Í Morgunblaðinu í dag er rætt við
nokkra íbúa á Suðurnesjunum um
hver þeir telji verða stærstu kosn-
ingamálin í sveitarstjórnarkosning-
unum 26. maí næstkomandi. Meðal
málaflokka sem voru nefndir voru
samgöngur, umhverfis- og menning-
armál og húsnæðismál.
Þá voru úrbætur í málefnum aldr-
aðra nefndar til sögunnar, en skort-
ur er á hjúkrunarrýmum á svæðinu.
Samsvarar heilli stóriðju
Mikil fólksfjölgun á Suðurnesjum verður stærsta verkefni nýrra sveitarstjórna
í vor Samgöngur og heilbrigðismál eru meðal þess sem helst brennur á íbúum
MSamgöngur … »2 og 36-37
Sundlaugar landsins eru staður hreyfingar og
heilsubótar, en líka þess að njóta lífs og leikja.
Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega vel
hönnuð og þar er líka frábært útsýni yfir Skaga-
fjörð; umhverfi sem skapar staðnum einstaka
umgjörð. Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir sýndi
mikil tilþrif þegar hún stakk sér í laugina í fal-
legum boga og Ingunn Marín Ingvarsdóttir, vin-
kona hennar, fylgdist með.
Morgunblaðið/Eggert
Gleðilegt sumar
Gert er ráð fyrir allt að 250 her-
bergja hóteli nærri Hlíðarfjalli á
Akureyri í tillögu að nýju deiliskipu-
lagi Hálanda í landi Hlíðarenda.
Á vef Akureyrarbæjar var aug-
lýst til kynningar deiliskipulag 3.
áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda.
Í gær rann út frestur til að skila
ábendingum.
Skipulags-, arkitekta- og hönn-
unarstofan Teikn – ráðgjöf og hönn-
un er skráð fyrir tillögunum og er
skipulagið unnið f.h. landeigenda
fyrir Teikn á lofti/Artic Portal und-
ir stjórn Halldórs Jóhannssonar,
landslagsarkitekts og skipulags-
ráðgjafa. Halldór var á sínum tíma
talsmaður Huang Nubo vegna
áforma um hótel á Grímsstöðum á
fjöllum. »10
Hugmyndir um 250
herbergja hótel