Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vandamálið nær ekki til stórs hóps,
en þegar ungt fólk deyr af notkun
morfínskyldra lyfja eru þau tilvik
auðvitað mjög átakanleg,“ segir Þór-
arinn Tyrfingsson læknir. Hann var
framsögumaður í gærkvöldi á fundi
SÁÁ þar sem vaxandi fíkn í morfín-
skyld lyf, sem hefur verið til umræðu
að undanförnu, var í deiglunni.
Lyfjameðferð breytt
batahorfum til batnaðar
Þórarinn segir að í skrám SÁÁ séu
upplýsingar um 20 þúsund núlifandi
Íslendinga með áfengis- og vímu-
efnafíkn. Af þeim hópi séu 4,4% ein-
staklingar sem hafi ánetjast morfíni,
og 80% af þeim hafi sprautað þessum
efnum í æð. Frá 1999 hefur SÁÁ boð-
ið upp á lyfjameðferð við þessari fíkn
sem skilar góðum árangri og breytt
batahorfum sjúklinganna verulega
til batnaðar.
„En skyndidauðsföll vegna
öndunarhömlunar þessara lyfja er
mikið vandamál meðal þeirra sem
ekki eru á lyfjameðferðinni, einkum
byrjenda í neyslunni,“ segir Þórar-
inn. „Sjúkraflutningamenn ættu að
hafa heimild til þess að nota nefúð-
ann Nalaxon sem getur bjargað
miklu þegar fólk sem hefur neytt
morfíns er komið í lífshættulegt
ástand. Í dag mega aðeins læknar
nota þennan úða en heimild til þess
þarf að vera rýmri.“ Hann telur
nauðsynlegt að nú verði tekin heil-
brigð rökræða um meðferðarstarfið
og forvarnir. Kerfið sé á heildina litið
gott en hafi sína styrkleika og veik-
leika og gera verði betur og berja í
þá bresti sem augljósir eru.
Neysla á dýrari fíkniefnum
fylgi efnahag
Það var síðastliðið haust sem Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu fór að
greina aukningu í neyslu örvandi
efna, svo sem kókaíns, sem er bland-
að saman við róandi morfínskyld lyf.
„Nei, ég get svo sem ekki sagt til um
hvað nákvæmlega hratt þessu af
stað síðastliðið haust. Oft er þó eins
og neysla á dýrari fíkniefnum fylgi
betri efnahag. Þegar fólk hefur úr
meiru að spila fer það í þessi efni,“
segir Margeir Sveinsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn. Lögreglan þekkir
vel til þessara mála og var fulltrúi
embættisins með erindi á fundi SÁÁ
í gærkvöldi.
Mikilvægt er, segir Margeir, að
þeir sem sinna fólki sem er í vímu-
efnavanda séu í góðum samskiptum
og þekki leiðir og möguleika til að
koma þessum einstaklingum til
hjálpar. „Oft hefur lögreglan fyrstu
snertingu við fólk þegar það er illa
statt og í neyslu. Vistun í fanga-
geymslu er aldrei lausn, nema því
aðeins að hætta sé á að viðkomandi
fari sjálfum sér á voða eða sé hættu-
legur. Því er mikilvægt að lögreglan,
SÁÁ og aðrir séum í góðu sambandi
og getum komið þessu fólki til hjálp-
ar, þegar og ef það hefur vilja til að
þiggja aðstoð og sannarlega mættu
úrræðin vera fleiri,“ segir Margeir.
Morgunblaðið/Hari
Umræða Aukin neyslan á morfíni í deiglunni á fundi SÁÁ í gærkvöldi. Neytendur eru ekki margir en vandinn sár.
Morfínneysla aukist
frá síðasta hausti
Lítill hópur sem er í neyslu Þörf er á fleiri úrræðum
Þórarinn
Tyrfingsson
Margeir
Sveinsson
Morfín
» Morfín er sterkt verkjastill-
andi lyf sem hefur áhrif á mið-
taugakerfið og hindrar að sárs-
aukaboð berist þangað.
» Verkjastillandi áhrif eru til-
tölulega skammvinn.
» Ávanahætta af morfíni er
mikil og sé lyfið notað til langs
tíma myndast þol við áhrifum.
» Morfín er notað við miklum
sársauka, til dæmis vegna
krabbameins, skurðaðgerða
eða mikilla áverka.
Khaled Cairo var í gær dæmdur í 16
ára fangelsi fyrir hrottafengið morð
á Sanitu Brauna á Hagamel í sept-
ember á síðasta ári. Fyrir dómi kom
fram að Khaled hefði myrt Sanitu í
bræðiskasti þegar hann komst að því
að hún hefði verið með öðrum manni.
Sló hann hana ítrekað í andlit og höf-
uð með glerflöskum og slökkvitæki,
og kyrkti. Hann er 39 ára að aldri.
Dómurinn var kveðinn upp í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur en í dómnum
kemur fram að Khaled og Sanita hafi
kynnst um tveimur mánuðum fyrir
atburðinn og átt náið samneyti.
Sanita forðaðist hins vegar að
hitta hann í kjölfarið, svaraði ýmist
ekki skilaboðum frá honum eða
kvaðst vera upptekin. Ákvað Khaled
þá að fara heim til Sanitu á Hagamel
umrætt kvöld. Hún var ekki heima
en Khaled var hleypt inn í húsið þar
sem hún hafði herbergi og var her-
bergi hennar ólæst. Sá Khaled þar
skilaboð í tölvu hennar frá þeldökk-
um manni frá Afríku og brást illa við.
Í reiði sinni opnaði hann vínflösku og
var orðinn drukkinn þegar Sanita
kom að honum í herbergi sínu, og var
henni mjög brugðið að sjá Khaled.
Khaled kvaðst hafa slegið Sanitu í
tvígang með flötum lófa til að hegna
henni fyrir samskiptin við aðra karl-
menn, en þegar annar karlmaður
birtist í dyragættinni síðar um
kvöldið hefði hann misst stjórn á
skapi sínu og mundi hann aðeins
brot af atburðarásinni.
Auk þess að sæta 16 ára fangelsis-
vist var Khaled gert að greiða for-
eldrum Sanitu hvoru um sig 1,6
milljónir króna og hverju þriggja
barna hennar þrjár milljónir króna.
Myrti Sanitu í æðiskasti
Héraðsdómur dæmdi tæplega fertugan karlmann fyrir
morðið á Hagamel Var afbrýðisamur vegna ástamála
Morgunblaðið/Valli
Morðmál Khaled Cairo glotti þegar
hann var leiddur úr Héraðsdómi
Reykjavíkur eftir uppkvaðninguna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sníkjudýrarannsókn, sem fram-
kvæmd var af Karli Skírnissyni,
dýrafræðingi við Tilraunastöðina á
Keldum, staðfestir að þvottabjörn-
inn sem drepinn var í Höfnum á
Reykjanesi 20. mars síðastliðinn var
birna, villt að uppruna og komin frá
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Uppruni dýrsins fékkst staðfestur
með greiningu sníkjudýra sem fund-
ust í því og aðeins finnast í þvotta-
björnum á útbreiðslusvæði tegund-
arinnar í Bandaríkjunum. Þá bendir
fjölbreytt sníkjudýrafána sem
fannst í dýrinu til þess að það hafi
lifað villt áður en það lagði upp í
ferðina til Íslands. Þá útiloki hin
fjölbreytta sníkjudýrafána dýrsins
að það hafi verið gæludýr því þau
geti sjaldnast hýst önnur sníkjudýr
en þau sem hafa beinan lífsferil.
Tíu tegundir sníkjudýra
Í dýrinu fundust 10 tegundir
sníkjudýra. Fundust þau í maga,
smáþörmum, ristli, saur og þvag-
blöðru. Þá segir í skýrslunni að
frekari vefjarannsóknir muni leiða í
ljós fleiri tegundir en þær tíu sem
fyrrgreind rannsókn staðfesti. Sum
sníkjudýrin sem fundust í dýrinu
staðfestu að birnan hefði dagana
eða vikurnar á undan smitast af
þeim þegar hún hefur étið fiska,
kuðunga og hugsanlega litla krabba
eins og marflær sem hún náði að
klófesta í fjöru á Íslandi. Upptaldar
fæðutegundir eru allar til staðar á
svæðinu þar sem birnan var veidd.
Þokkalegt ásigkomulag birnunn-
ar bendir til þess að hún hafi ekki
liðið langvarandi hungur og hafi
„ekki verið lengi að velkjast á leið-
inni til landsins, til dæmis innilokuð
í gámi“, segir í niðurstöðu skýrsl-
unnar sem Karl hefur ritað um
rannsóknina á hræi birnunnar. Tel-
ur hann líklegast að birnan hafi
komið hingað til lands með flugvél.
Bendir hann á að aðeins nokkrir
kílómetrar séu af flugvallarsvæðinu
í Keflavík yfir á staðinn þar sem
birnan var felld.
Segir í niðurstöðu rannsóknarinn-
ar að óljóst sé hvenær dýrið barst
til Íslands en að líklega sé tíminn
frá því að það gerðist fremur mæld-
ur í vikum, en dögum eða mánuðum.
Dýrið kom frá
Bandaríkjunum
Þvottabjörn reyndist ókynþroska birna
Kom að öllum líkindum með flugvél
Sjaldséð sjón Þvottabirnir hafa
sjaldan borist hingað til lands.
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands
var kosið á Alþingi í gær. Þórunn
Guðmundsdóttir, sem verið hefur
formaður ráðsins var endurkjörin en
hún er tilnefnd af Sjálfstæðisflokki
og hið sama á við um Sigurð Kára
Kristjánsson. Gylfi Magnússon var
tilnefndur af Vinstri grænum, Frosti
Sigurjónsson af Framsóknarflokki.
Þá var Bolli Héðinsson tilnefndur af
Samfylkingu, Una María Óskars-
dóttir af Miðflokki og Jacqueline
Claire Mallett af Pírötum.
Varamenn voru kosnir þau Þór-
lindur Kjartansson og Kristín Thor-
oddsen, tilefnd af Sjálfstæðisflokki,
Hildur Traustadóttir, tilnefnd af VG,
Bára Ármannsdóttir, tilnefnd af
Framsóknarflokki, Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sam-
fylkingu, Vilborg Hansen, tilnefnd af
Miðflokki og Ólafur Margeirsson,
sem tilnefndur var af Pírötum.
Breytingar á banka-
ráði Seðlabankans
Bankaráð Þórunn Guðmundsdóttir,
formaður ráðsins var kosin að nýju.