Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hugmyndir eru um 250 herbergja hótel nærri Hlíðarfjalli á Akureyri. Eigandi lóðarinnar segir málið aðeins vera á hugmyndastigi. Á vef Akureyrarbæjar var aug- lýst til kynningar deiliskipulag 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Frestur til að skila ábendingum rann út í gær. Umrætt landsvæði er með útsýni yfir Akureyrarbæ og nærri skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Skipulags-, arkitekta- og hönn- unarstofan Teikn – ráðgjöf og hönnun er skráð fyrir tillögunum. Segir þar jafnframt að „skipulagið sé unnið fyrir hönd landeigenda af Teikn á lofti / Arctic Portal … undir stjórn Halldórs Jó- hannssonar landslagsarki- tekts og skipu- lagsráðgjafa.“ Ekki náðist í Halldór í gær. Hann var á sín- um tíma talsmað- ur kínverska fjárfestisins Hu- ang Nubo vegna áforma um hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Fram kemur í kynningargögnum að skipulagssvæðið er 3. áfangi Há- landa í landi Hlíðarenda ofan Akur- eyrar sem er eignarland. Hálöndin liggi frá bænum Hlíðarenda ofan Akureyrar í um 175 metra hæð yfir sjávarmáli og upp í 290 metra hæð yfir sjávarmáli í hlíð Hlíðarfjalls, norðan Hlíðarfjallsvegar. Þjónusta á miðju svæðinu Svæðið er í aðalskipulagi skil- greint fyrir frístundabyggð. Á miðju svæðisins er einnig heimilt að reka þjónustustarfsemi. Nýja skipulagstillagan tekur til 3. áfanga frístundabyggðar og þjón- ustustarfsemi. Fyrirhuguðum mannvirkjum er lýst svona: „Á svæðinu eru skipulagðar 52 lóðir fyrir frístundahús, sambærileg og í áfanga 1 og 2. Einnig er skil- greind lóð fyrir hótel, á miðhluta, með allt að 250 gestaherbergjum, ráðstefnusölum, veitingarekstri og afþreyingu, bílastæðum, annarri tengdri starfsemi og aðstöðu. Á skipulagssvæðinu eru einnig skil- greindir tilheyrandi vegir og göngustígar. Frístundahúsin verða ýmist til útleigu eða sölu. Hótelið verður sjálfstætt rekið,“ segir þar orðrétt. Öll hús í 1. áfanga eru seld Síðar í skjalinu segir að 1. áfangi svæðisins sé fullbyggður frístunda- húsum og öll húsin seld. Þá sé 21 hús í 2. áfanga byggt eða í bygg- ingu og mikill áhugi fyrir staðsetn- ingunni. „Því er afar mikilvægt að skipuleggja áfanga 3. á heildar- svæðinu til að tryggja markvissa heildaruppbyggingu á svæðinu í heild.“ Áformað hótel yrði á norðurhluta svæðisins með 250 herbergi fyrir allt að 500 gesti. Gert er ráð fyrir að byggingin geti risið allt að þrjár hæðir upp úr landi og tvær hæðir niður í landið og þannig unnið með landhallanum. Byggingarflötur er að hámarki 15 þúsund fermetrar. Gert er ráð fyrir á annað hundrað bílastæðum. Verktakinn SS Byggir er eigandi lóðarinnar. Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði hugmyndir um hótel á frumstigi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Teikna 250 herbergja hótel nærri Hlíðarfjalli  Teiknistofa kynnir tillögu að nýju deiliskipulagi Hálanda Nýtt deiliskipulag Hálanda í landi Hlíðarenda Lóð fyrir hótel Lóð: 18.000 m2. Hótel: 3 hæðir og 2 kjallarar. Allt að 15.000 m2. 250 herb. fyrir 500 gesti. Bílastæði: 116 stæði og 4 rútur. 52 lóðir fyrir frístundahús Lóðir: 1.260-2.160 m2. Hús: 120-150 m2. AKUREYRI Hlíðarendi Heimild: Skipulagsdeild Akureyrarbæjar Halldór Jóhannsson Ljósmynd/Lilja Laufey Davíðsdóttir/Birt með leyfi Útsýni Fyrirhugað hótel er á þessum slóðum við Hlíðarfjall. Horft er yfir gamla bæjarstæðið á Hlíðarenda sem áður hét Tyllingur eða Tittlingur, að því er fram kemur í grein Lilju Laufeyjar Davíðsdóttur fornleifafræðings. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Guðrún Þ. Stephensen leikkona lést mánudag- inn 16. apríl, 87 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 29. mars 1931 og var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leik- félagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jak- obssonar, Dómínó og Kertalogi, og er þá að- eins fátt eitt nefnt. Hún var síðan fast- ráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttar- stólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Ís- landsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guð- rún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsa- mömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóð- leikhúsið var Fríða í hinni geysi- vinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í út- varpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlist- armaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Andlát Guðrún Þ. Stephensen leikkona Gera má fyrir mildu veðri á landinu í dag, fyrsta sumardag, og fyrir norðan eru líkur á glaðasólskini, segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. Líkur eru á að á Akur- eyri verði hiti í dag um og yfir 10 stig þegar best lætur. Hins veg- ar verður þungbúið og strekkingsvindur sunnan- og suð- austanlands. Á köflum verður rigning suðvest- anlands fram eft- ir degi en fyrir austan fjall og með suðurströndinni allt austur á firði verður meira og minna samfelld rigning. Á Vestfjörðum og við Breiðafjörð verður þurrt og sýn til sólar. Frost til fjalla á Norðurlandi Litlar líkur voru því síðdegis í gær á að vetur og sumar frysu sam- an en samkvæmt þjóðtrúnni veit slíkt á gott sumar. Strax í kvöld verður þó sú breyting á veðri að þá kólnar þegar loft úr norðri laumast inn á landið. „Þá frystir til fjalla norðanlands og gengur á með élj- um,“ segir Einar. „Síðan eru horfur á að eitthvað snjói þegar líður á helgina norðaustan- og austanlands, jafnvel í byggð. Sunnanlands gæti gert næturfrost, en það verður bjart og sæmilega hlýtt að deg- inum.“ Veturinn ekki í sögubækur Eftirmælin um nýliðinn vetur eru þau, segir Einar, að hann hafi verið sérlega kaflaskiptur. Fyrir áramót var frekar kalt og áberandi frost al- veg fram yfir nýár. Stormasamt og umhleypingar voru frá því seint í janúar og allan febrúar. Þá brá til tíðar sem einkenndist af staðviðri og kulda. „Frá því um miðjan mars hefur verið tiltölulega milt í veðri, snjó tekið upp á láglendi og garðagróður tekið við sér nú í vetrarlok. Þessi vetur fer varla í sögubækurnar hvað varðar veðráttuna. Til gamans má geta að hiti var yfir meðaltali, en heldur kaldara þó en árin frá aldamótum.“ sbs@mbl.is Mild sumarbyrjun en vorhret í kortum  Hitastig í vetur var yfir meðallagi Einar Sveinbjörnsson Barnabókaverðlaun Reykjavík- urborgar 2018, sem afhent voru í gær, koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthías- dóttur, fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnar- gjarnar stelpur og Ránar Flyg- enring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri afhenti verðlaunin við athöfn í Höfða. Allt frá árinu 1973 hafa Barna- bókaverðlaun Reykjavíkur verið með það að markmiði að vekja at- hygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi. Við afhendinguna í gær tilkynnti borgarstjóri að frá og með næsta vori yrðu árlega veitt sérstök barnabókaverðlaun í nafni Guð- rúnar Helgadóttur, eins vinsælasta barnabókahöfundar þjóðarinnar fyrr og síðar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bækur Handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018. Kristín Helga Gunnarsdóttir, til vinstri, Magnea J. Matthíasdóttir og Hjörleifur Hjartarson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring. Þrjár fengu verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.