Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Egill Árni Pálsson, tenór-söngvari í þríeykinu Radd-ir Reykjavíkur, er á leiðásamt Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur sópran og Hrönn Þráins- dóttur píanóleikara til Seattle í Banda- ríkjunum í byrjum maí. Tilgangur ferðarinnar er að taka þátt í vígsluhátíð Nordic Heritage Mu- seum, sem er safn sem heldur utan um arfleifð Skandinavíubúa. „Það er víst töluvert um að fólk beri eftirnafnið son og íslensk nöfn á götum í Seattle hef ég heyrt,“ segir Egill Árni sem hlakkar til ferðarinnar. Hann segir að við vígsluna verði forseti Íslands, ásamt kóngafólki frá hinum löndunum á Norðurlöndum. „Það verða þrjú íslensk atriði á opnuninni. Fyrir utan okkur sem köll- um okkur Voices of Reykjavík, í Seattle-ferðinni koma hljómsveitin Mammút og Karlakórinn Fóstbræður fram,“ segir Egill Árni og bætir við að Raddir Reykjavíkur komi fram á góð- um tíma. „Við komum fram rétt áður en klippt verður á borðann og safnið opn- að. Við munum taka örstutta kynningu á íslenskum einsöngslögum og dúett- um. Við ætlum að fara yfir eins breitt svið og við getum og verðum með mik- ið af nýrri tónlist. Við tökum klassísk lög og hálfklassísk popplög. Á efnis- skránni verður dúett úr óperunni Ragnheiði, eftir Gunnar Þórðarson, frumflutt lag eftir Ólaf B. Ólafsson, föður Ingibjargar Aldísar og nýtt lag eftir Gunnstein Ólafsson af nýútkomn- um diski mínum,“ segir Egill Árni og bætir við að Ingibjörg Aldís hafi þekkt konu í Seattle sem kom að skipulagn- ingu hátíðarhaldanna og hún hafi látið Ingibjörgu Aldísi vita af henni. „Við sóttum um og vorum svo heppin að komast að með efni á opn- unina. Við vissum ekki af Mammút eða Karlakórnum Fóstbræðrum fyrr en fyrir lá hverjir tækju þátt.“ Í fyrsta sinn erlendis Raddir Reykjavíkur hafa ekki komið fram erlendis fyrr. En Egill Árni og Ingibjörg Aldís hafa bæði búið og sungið við óperuhús í Þýskalandi. Raddir Reykjavíkur voru stofnað- ar af feðginunum Aldísi Ingibjörgu og Ólafi B. Ólafssyni sem er þekktur harmonikuleikari og lagasmiður. Við Hrönn erum nú hluti af þessum hópi. „Við höfum unnið mikið saman og meðal annars sungið á tónleikaröðinni Brautryðjendur í Salnum í Kópavogi. Þetta er tónleikaröð sem Ólafur hefur haft veg og vanda af. Hann hefur skrif- að sögur íslenskra óperusöngvara sem sagðar eru í tónleikaröðinni. Það er af nógu að taka af sögum af söngvurunum sem ruddu brautina fyrir okkur hin.“ Egill Árni segir að auk þess að koma fram á vígslu safnsins muni þau vera með alvörutónleika í kirkju skammt frá safninu. „Ferðin gefur okkur tækifæri á að kynna okkur erlendis og svo fengum við boð um að koma í söngprufu í óp- eruhúsinu í Seattle og það er ómetan- legt fyrir okkur sem einstaklinga.“ Að sögn Egils Árna er ferðin kostnaðarsöm en þeim hafi tekist að fá styrk fyrir um 70% af flugfarinu í gegn- um Reykjavík Loftbrú. „Þeir eru nú að breyta reglunum og styrkja einn aðila í staðinn fyrir fimm á ári og það útlokar sennilega litla hópa frá styrkveitingum. Ferðalagið til Seattle tekur viku og ætlar Rödd Reykjavíkur einnig að troða upp í hófi sem haldið verður með öllum Íslendingunum sem fram koma á vígslu Nordic Heritage Museum. Raddir Reykjavíkur í Seattle Raddir Reykjavíkur koma fram við vígslu Nordic Heritage Museum í Seattle í Bandaríkjunum í byrjun maí. Auk þess að flytja tónlist við vígsluna munu Raddir Reykjavíkur halda tónleika í kirkju skammt frá safninu. Fóstbræður og Mammút taka einnig þátt í vígslu safns- ins. Dúett úr óperunni Ragnheiði, eftir Gunnar Þórðarson og hálfklassík popplög verða meðal þess sem Raddir Reykjavíkur bjóða upp á. Tónlistarfólk Egill Árni Pálsson tenór, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran mynda þríeykið Raddir Reykjavíkur. Dúett Egill Árni og Ingibjörg Aldís syngja saman á tónleikaröðinni Braut- ryðjendur í Salnum í Kópavogi sem Ólafur B. Ólafsson á heiðurinn af. Þrettánda Hammondhátíð Djúpavogs verður haldin á Djúpavogi dagana 19. til 22. apríl. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 21.00 með tónleikum á Hótel Framtíð, þar sem fram koma Guðmundur R. og Moses Hightower. Á föstudag mæta Úlfur Úlfur og Mammút á Hótel Fram- tíð og á laugardag spila þar Árstíðir og Sólstafir. Salka Sól og hljómsveit slær botninn í hátíðina á sunnudag með tónleikum í Djúpavogskirkju. Markmið Hammondhátíðarinnar er að heiðra Hammondorgelið og talið er að þetta sé eina hátíðin í heim- inum sem tileinkuð er hinu magnaða hljóðfæri. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2006 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. 18 ára aldurstakmark er á tónleika hátíðarinnar fyrir utan sunnudaginn. Salka Sól og hljómsveit með tónleika í kirkjunni Hammondhá- tíð Djúpavogs Tónlistarviðburðir Salka Sól lokar Hammondhátíðinni á sunnudaginn. Léttur sportjeppi með 9 gíra 4MATIC bensínvél • OFF-ROAD útlitspakki • Dynamic Select • Eco - Comfort - Sport - Sport+ • Agility Control Suspension • Árekstarvörn - Collision Prevention Assist • Opnanlegt tvískipt glerþak • Beygjustýrð framljós með • LED Intelligent Light System LHD • Adaptive Highbeam Assist • Leggur sjálfur í stæði • USB og Bluetooth símatenging • Framsæti m. þægindapakka • Artico man-made leather silk beige/black • Eigin þyngd aðeins 1.660 kg. Skráningarnúmer REX99 Ásett verð 7.490.00 kr. Tilboðsverð: 6.950.000 kr. Árg. 2016, ekinn: 40.000 km. Nývirði um 9.400.000 kr. Mercedes-Benz GLC sportjeppi 4MATIC Umboðssala: HEKLA Notaðir Bílar Kletthálsi 13, Reykjavík Sími 590 5040 notadirbilar@hekla.is www.hnb.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.