Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Helstu nýjungar í rannsóknum og greiningum á dýrasjúkdómum af völdum sníkjudýra, baktería og veira verða meginviðfangsefnið þegar 70 ára starfsafmæli Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum verður fagnað á vísinda- degi á morgun. Erlendur gesta- fyrirlesari verður Martin Krarup Nielsen, sérfræð- ingur í sníkjudýr- um í hestum frá University of Kentucky – Gluck Equine Research Center. Stóri dreyraormurinn skæður Um 150 sníkjudýr herja á hesta og er stóri dreyraormurinn skæðastur þeirra, hann er líka í sérstöku uppá- haldi hjá Martin. „Þetta er uppá- haldssníkjudýrið mitt,“ segir Martin á ágætri íslensku en um tvítugt vann hann á sveitabæ hér á landi við um- hirðu hesta. Martin er danskur og lærði dýralækningar áður en hann fór í doktorsnám þar sem hann rann- sakaði stóra dreyraorminn og þróaði nýjar greiningaraðferðir. „Hefbundna aðferðin við að greina orma í hrossi er að taka skítasýni og senda til rannsóknar þar sem eggin í skítnum eru talin undir smásjá. Egg stóra dreyraormsins líta alveg eins út og egg um fimmtíu annarra sníkju- dýrategunda í hesti svo ég hef verið að vinna að því að þróa nýja aðferð við að greina þau í sundur. Ein þeirra er app í snjallsíma sem greinir og telur eggin í skítnum á nokkrum mínútum. Sú aðferð er auðveldari og áreiðan- legri en talning í gegnum smásjá því mannshöndin kemur ekki nálægt talningunni. Við höfum unnið að þessu appi undanfarin fjögur ár og stefnum á útgáfu 2018 fyrir hesta. Það er verið að vinna að samskonar appi fyrir aðrar dýrategundir en vegna þess að skítur dýra er mismun- andi er ekki hægt að nota sama appið fyrir alla.“ Sýklalyfjaónæmi ógnar Martin segir að fyrir um 50 árum hafi allir hestar borið stóra dreyra- orminn í þörmunum en hann hafi ekki haft nein áhrif á flesta þeirra. Eftir að ormalyfin komu til sögunnar varð ormurinn sjaldgæfari en nú virðist sem sníkjudýr af sama ættbálki og stóri dreyraormurinn séu farin að þróa með sér sýklalyfjaónæmi og skjóta aftur upp kollinum. Martin mun meðal annars tala um sýklalyfjaónæmi í hestum í fyrirlestri sínum á Keldum. „Sýklalyfjaónæmið er m.a. tilkomið vegna lítillar þróunar í ormalyfjum en við höfum ekki séð ný ormalyf í þrjátíu ár. Þess vegna þarf að gefa lyfin sjaldnar en hefur verið og setja strangari reglur um að- gengi að sýklalyfjum handa dýrum eins og hefur verið gert víða á síðustu árum til að tryggja virkni lyfjanna. Hér í Bandaríkjunum er óheft að- gengi að sýklalyfjum og sumir gefa hestum sínum ormalyf í hverjum mánuði, því er stóri dreyraormurinn að koma aftur.“ Við háskólann í Kentucky hefur verið tilraunastóð hesta frá árinu 1979 sem hefur ekki verið gefið orma- lyf, kynslóð fram af kynslóð. Martin segir alla hestana vera með mikið af stóra dreyraorminum en hann virðist ekki hafa áhrif á þá og þeim líði öllum vel. Sömu sníkjudýrin alls staðar Spurður hvort sníkjudýr í hestum séu mismunandi eftir tegundum og löndum segir Martin það ekki vera. „Það finnast sömu sníkjudýr í hross- um hvar sem er í heiminum sem er áhugavert því aðstæður og veður eru svo ólík. Það er lítið um frávik en auð- vitað er ólíkt hvað finnst í hestunum eftir því hvernig þeir eru meðhöndl- aðir.“ Nýtt app greinir egg stóra dreyraormsins í hrossaskít  Martin Nielsen, sérfræðingur í sníkjudýrum í hestum, óttast sýklalyfjaónæmi Hýsill Hestur með Tilraunastöðina á Keldum í baksýn. Á morgun, 20. apríl, er vísindadagur þar sem m.a. verður fjallað um sníkjudýr í hrossum. Martin Krarup Nielsen Vísindadagur á Keldum verður haldinn í bókasafni Tilraunastöðv- arinnar á morgun kl. 8.30-16.00. Aðgangur er öllum heimill og að kostnaðarlausu. Þar verður fræðsluefni um helstu nýjungar um rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum. Eftir setningu flytur mennta- og menningar- málaráðherra ávarp kl. 8.35. Kl. 8.50 er Martin Nielsen með erind- ið Equine helminth parasites: epi- demiology, diagnostics, anthelm- intic resistance, and disease. Matthías Eydal fjallar um rann- sóknir á sníkjudýrum hrossa á Ís- landi kl. 10.10 til 10.40. Þá tekur Karl Skírnisson við og fjallar um hunda- og kattasníkjudýr á Ís- landi. Guðný Rut Pálsdóttir flytur svo erindi um tríkinur. Eftir hádegishlé fjallar Eggert Gunnarsson um nokkra alvarlega bakteríusjúkdóma í búfé á Íslandi. Kl. 12.45 flytur Vala Friðriksdóttir erindið Salmonella og campylo- bacter í dýrum og mönnum. Á eft- ir henni fjallar Þórunn Rafnar Þor- steinsdóttir um sýklalyfjaónæmar bakteríur í dýrum á Íslandi. Kl. 14.05 er Árni Kristmunds- son með erindið Áhrif sjúkdóma á nytjastofna ferskvatns og sjávar á Íslandi. Kl. 14.35 er Vilhjálmur Svansson með erindi um veirur í dýrum á Íslandi. Martin Nielsen lokar Vísindadeginum með síðara erindi sínu Equine parasitology research: What’s new? Vísindadag- ur Keldna 20. apríl NÍU FYRIRLESARAR Opnaðu á lægra eldsneytisverð! Sæktu um Orkulykil á orkan.is af hverjum lítra í fyrsta sinn sem þú dælir af hverjum lítra á afmælisdaginn þinn Allt að 11 kr. af hverjum lítra með afsláttarþrepum Orkunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.