Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna hefur sam- þykkt að óska heimildar Reykja- víkurborgar fyrir nýrri landfyllingu við Klettagarða í Sundahöfn. Ætlunin er að í landfyllinguna verði notað jarðefni sem fellur til vegna fram- kvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut á árunum 2018 til 2020. Á síðasta stjórnarfundi var tekið til afgreiðslu bréf frá NLSH ohf. þess efnis hvort Faxaflóahafnir gætu nýtt jarðefnið til landfyllingar. Samkvæmt frummati er um að ræða 200 þúsund rúmmetra efnis og af því mætti nota um 80% til landgerðar. Í bréfinu segir að mikilvægt sé að stytta akstursleiðir til losunar og að umhverfissjónarmið vegi hér þungt. Öll svæði nálægt Hringbraut séu betri kostur til brottflutnings á efni en flutningur þess í Bolaöldur fyrir ofan Reykjavík, sem eru í um 35 kíló- metra fjarlægð frá verkstað. Efni frá Landspítalalóðinni þarf að fara jafn- óðum frá svæðinu, þar sem starfsemi spítalans verður rekin í þeim húsum sem fyrir eru meðan á framkvæmd- unum stendur. Gætu tekið við öllu efni Fyrir stjórnarfundinn var einnig lagt fram minnisblað Gísla Gíslasonar hafnarstjóra, Jóns Þorvaldssonar að- stoðarhafnarstjóra og Halldóru Hrólfsdóttur skipulagsfulltrúa. Þar kemur fram að hentug stað- setning fyrir nýja landfyllingu gæti verið við eldri landfyllingu og mann- gerða strandlínu norðan við Kletta- garða, við Laugarnes, og vestan við vitann á Skarfagarði. Mögulegt sé að losa þar um 300.000 rúmmetra af efni, sem gæti orðið um 25.000- 30.000 fermetra fylling (2,5-3 hekt- arar). Þarna verði hægt að taka á móti öllu því efni sem flutt verði af lóð Landsspítalans. Fyllingin geti einnig tekið við hluta burðarhæfs efnis af lóð á Kirkjusandi þegar framkvæmdir fari þar af stað og hugsanlega öðrum framkvæmdum í borgarlandinu. Landfylling á þessum stað er ekki á aðalskipulagi og því þyrfti að koma til aðalskipulagsbreyting og síðan deili- skipulag. Slíkt ferli geti tekið þó nokkurn tíma og því sé brýnt að hefja þá vinnu sem fyrst ef taka eigi við efni frá Landspítalalóð og mögulega Kirkjusandi. „Samþykki Reykjavíkurborgar og ákvörðun um málsmeðferð er for- senda þess að unnt sé að fara í nauð- synlegar skipulagsaðgerðir í þessu efni og sú vinna þyrfti að ganga snurðulaust fyrir sig til þess að fram- kvæmdin komi að gagni í tengslum við verkefni NLSH,“ segir í minnis- blaðinu. Stjórnendur Faxaflóahafna velta upp mjög athyglisverðum möguleika í minnisblaði sínu, þ.e. að nýjar höfuð- stöðvar fyrirtækisins verði reistar á hinni nýju landfyllingu, en þær eru sem kunnugt er í Hafnarhúsinu: „Í Reykjavík eru Faxaflóahafnir sf. með tvær aðskildar starfsstöðvar í Hafnarhúsinu og Bækistöð við Fiski- slóð. Aðstaða skipaþjónustu í Hafn- arhúsinu er orðin erfið af ýmsum ástæðum m.a. vegna starfsmanna- aðstöðu og aðkomuleiða. Því hefur verið skoðað hvar koma mætti starf- seminni fyrir í Reykjavík og ná fram hagræðingu í rekstri undir sama þaki, á stað sem dugað gæti til lengri tíma fyrir sameinaða aðstöðu Faxa- flóahafna sf. Með því að nýta um 10- 15.000 fermetra lóð á landfyllingu væri unnt að koma fyrir skrifstofu að- stöðu skipaþjónustu og aðstöðu Bækistöðvar . Mögulegt væri einnig að útbúa aðstöðu fyrir dráttarbáta fyrirtækisins, sem væru þannig stað- settir miðsvæðis milli Sundahafnar og Gömlu hafnarinnar og af því rekstrarlegt og umhverfislegt hag- ræði.“ Spítalamoldin fer í Laugarnes  Flytja þarf 200 þúsund rúmmetra jarðefnis vegna nýs Landspítala  Vegna umhverfissjónarmiða er heppilegt að þurfa ekki að flytja efnið langar leiðir  Höfuðstöðvar reistar á nýju landfyllingunni? Íslenskir aðalverktakar hf., Reykja- vík, áttu lægsta tilboð í gerð nýrrar vegtengingar Hafnavegar við Reykjanesbraut, við hringtorg nærri Fitjum. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerð- inni. Alls bárust fjögur tilboð og buðu Íslenskir aðalverktakar tæpar 118,9 milljónir króna í verkið. Er það 86,7% af áætluðum verktakakostnaði, sem hljóðaði upp á 137 milljónir. Ellert Skúlason ehf. Reykjavík bauð 122,8 milljónir, Háfell ehf. Reykjavík 153,6 milljónir og Ístak hf. Mosfellsbæ 160,6 milljónir. Verkið felst í nýbyggingu vegarins á um 850 metra löngum kafla, og lok- un á núverandi gatnamótum Reykja- nesbrautar og Hafnavegar vestan við hringtorgið. Einnig tilheyrandi rifi malbiks og yfirborðsfrágangi um- ferðareyja Reykjanesbrautar, sem og landmótun og yfirborðsjöfnun utan hennar. Verklok eru 15. september í haust en gerð Hafnavegar skal þó lokið fyrir 15. ágúst. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda sem leið eiga um Reykjanesbraut, með því að loka hættulegum T-gatnamótum og tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn á núverandi hringtorg á Reykja- nesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu og bæta tengingu við Hafnir. sisi@mbl.is Ný veglína Hafnavegur færist að torgi við hina fjölförnu Reykjanesbraut. Aðalverktakar buðu lægst í Hafnaveg Þegar framkvæmdir hefjast að fullu við stærstu byggingu hins nýja Landspítala verður óhjá- kvæmilega mikil röskun í ná- grenni Landspítalalóðarinnar. Í fundi hjá stjórn Strætó var tekið fyrir erindi bygginga- nefndarinnar. Þar var tilkynnt að í tengslum við framkvæmdir við Landspítalann við Hring- braut yrði Gömlu Hringbraut lokað frá og með október 2018. Í ljósi þess þyrfti að gera breyt- ingar á leiðum Strætó sem aka um Gömlu Hringbraut. Vinna við tillögur að breytingu á þessum leiðum er þegar hafin. Búast má við mikilli umferð vörubíla þegar byrjað verður að grafa grunn að byggingunni. Loka Gömlu Hringbraut MIKLAR FRAMKVÆMDIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtiferðaskip í höfn Í Sundahöfn fer fram meginstarfsemi hafnanna í Reykjavík, m.a. allir vöruflutningar. Kort/Faxaflóahafnir Ný landfylling Heppilegasti staðurinn að mati sérfræðinga er við Laugar- nes, vestan við Skarfabakka. Staðsetningin býður upp á ýmsa möguleika. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 (Lokað sumardaginn fyrsta) GLEÐILEGT SUMAR! COLOUR 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.