Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 32

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 LISTHÚSINU 20 % afsl af öllum blómapottum föstudag og laugardag. Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Karlakór Selfoss hyggst syngja sumarið inn með tónleikum í kvöld sem haldnir verða í Selfosskirkju kl. 20.30. Verða það fyrstu tónleikar kórsins af fernum sem auglýstir hafa verið á næstu dögum. Efnis- skrá tónleikanna inniheldur að vanda hefðbundin karlakóralög, óp- erutónlist, íslensk dægurlög og fleira. Segir í tilkynningu frá kórn- um að svo víða verði farið að það verði allt frá ABBA til Árnesþings og frá Verdi til Valgeirs Guðjóns- sonar. Sérstaklega mun kórinn flytja lög sem rætur eiga til kvik- myndasögunnar og útsett hafa ver- ið sérstaklega fyrir hann. Þar má nefna lagið Sönn ást úr Óðali feðr- anna, Þig dreymir kannski engil úr Djöflaeyjunni og UFO úr kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu. Auk tónleikanna í kvöld verða aðrir haldnir í Selfosskirkju þriðju- daginn 24. apríl kl. 20.00, í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti, fimmtudag- inn 26. apríl kl. 20.00 og á Flúðum, í Félagsheimili Hrunamanna, laugar- dagskvöldið 28. apríl kl. 20.30. Tónleikaröð Mikið stendur til hjá Karlakór Selfoss á næstu dögum. Karlakór Selfoss syngur sumarið inn  Heldur ferna tónleika á rúmri viku VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kristján Krossdal er stórhuga ung- ur maður austur á Egilsstöðum. Kristján er tölvunarfræðingur að mennt en vinnur núna að því að byggja upp fyr- irtæki í kringum framleiðslu á byssuskefti sem hann hefur hann- að. „Mínir villt- ustu draumar eru að eftir um þrjú ár verði ég farinn að selja um 1.000 skefti á ári,“ segir Kristján en hann fékk góðar viðtökur þegar hann frum- sýndi Krossdal-skeftið á IWA2018 sýningunni í Nürnberg í Þýska- landi. Eru viðræður við seljendur í fjórum löndum vel á veg komnar og stefnan sett á að selja 50-100 skefti á þessu ári. Tálgaði hnotubút í tilraunaskyni Kristján ólst upp í kringum skot- vopn og veiðar og hefur sportið fylgt honum alla tíð. Það var fyrir hálfgerða tilviljun að Kristján ákvað að spreyta sig á að smíða riffilskefti. „Ég hafði þá verið dug- legur að stunda skotsvæðin með það fyrir augum að geta keppt í skotfimi, og hugkvæmdist að kaupa mér hnotubút sem ég byrjaði að tálga til.“ Lukkaðist fyrsta skeftið ágæt- lega og í framhaldinu hóf Kristján að skoða leiðir til að auðvelda smíð- ina og bæta hönnunina. Með aðstoð góðra manna á Austurlandi, og með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum og keppnum smíðaði Kristján fyrst handstýrt hermikrákutæki, og síð- an tölvustýrðan fræsara. Tækin hefur hann notað til að þróa og bæta hönnun byssuskeftis sem þyk- ir hafa mjög eftirsóknarverða eig- inleika. Sér til halds og trausts í þessu öllu hefur Kristján haft eig- inkonu sína Perlu Sigurðardóttur en saman eiga þau tvö börn. „Án konunnar minnar væri þetta ekki hægt, og hefur hún t.d. nýtt kunn- áttu sína sem grafískur hönnuður til að útbúa m.a. allt markaðs- og kynningarefni, umbúðir og jafn- framt komið að hönnun á sjálfu skeftinu.“ Fjölhæft skefti Krossdals-byssuskeftið þykir henta bæði til veiða og skotfimi á löngu færi, og hefur m.a. inn- byggðan stuðningsfót á aftanverðu skeftinu. „Á heimsvísu eru á að giska þrír aðilar sem selja gæða- skefti úr límtré og enginn þeirra býður upp á vöru með þennan eig- inleika. Fremst á skeftinu er síðan ásmellanlegt forskefti, fest með seglum,“ útskýrir Kristján. „Skeftið er örlítið lengra en hefðbundin veiðiskefti sem þýðir að þegar skot- ið er með tvífót þá má hafa hann framar og gera riffilinn stöðugri.“ Kristján hefur líka lagt mikla vinnu í smáatriði sem blasa ekki endilega við þegar skeftið er skoð- að á myndum, eins og t.d. lögun gripsins. „Ég hef fengið til mín fjölda veiðimanna sem hafa mátað gripið á skeftinu og hjálpað mér að fínpússa hönnunina.“ Skeftin hefur Kristján hannað fyrir T3 byssulás frá finnska fram- leiðandanum Tikka. Kristján segir T3 hafa orðið fyrir valinu enda vin- sæll byssulás sem þykir lenda á góðum verð- og gæðapunkti, en vinna er þegar hafin við að þróa Krossdals-skeftið fyrir fleiri lása. Stór markaður erlendis Ef reksturinn á að dafna þarf Kristján að setja stefnuna á er- lenda markaði: Reiknast honum til að á Íslandi seljist um 100-150 skefti ár hvert. „Til að gefa hug- mynd um hvað stærðargráðan er allt önnur úti í heimi þá eru t.d. um 1,8 milljón manns með skotvopna- leyfi í Frakklandi á meðan á Íslandi seljast rétt um 10.000 veiðikort ár- lega.“ Skeftin eru gæðasmíði og kosta sitt. Segir Kristján að út úr búð ætti Krossdals-skeftið að kosta um 135.000 kr. og þykir það vel slopp- ið. Nærri heill vinnudagur fer í að smíða hvert skefti en Kristján segir að með auknu framleiðslumagni gæti það breyst. „Ég gæti einn og óstuddur annað í kringum 200-250 skeftum á ári með núverandi bún- aði en með 3-4 starfsmenn og öfl- ugri fræsara væri auðveldlega hægt að fara upp í 1.200 skefti ár- lega.“ Vinnur við áhugamálið Það vekur athygli blaðamanns að Kristján skuli leggja á sig að stofna fyrirtæki með tilheyrandi erfiði og áhættu þegar hann gæti, verandi tölvunarfræðimenntaður, vafalítið fundið sér vel launað starf. Kristján bendir á að fátt sé betra en að geta unnið að verkefni þar sem ástríðan liggur. „Ég held að ég yrði fljótt leiður á því að sitja fyrir framan tölvu alla daga og finnst ómetanlegt að hafa fundið starf sem mér þykir skemmtilegt og veitir mér ánægju. Það má kannski líka líta svo á að ef maður finnur sér vinnu sem maður hefur gaman af þýðir það að maður þarf ekki lengur að eyða miklum peningum í áhugamál og skemmt- un, enda vinnan aðaláhugamálið.“ Hentar bæði til veiða og skotfimi  Gangi allt að óskum ætti útflutningur á Krossdals-riffilskeftinu að hefjast innan skamms  Hönnun skeftisins er úthugsuð og mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði eins og lögun gripsins Notagildi Innbyggður stuðningsfótur er á aftanverðu skeftinu. Kristján Krossdal Hittni Ef skotið er með tvífót þá situr hann framar á Krossdal-skeftinu en á öðrum skeft- um og veitir það skyttunni meiri stöðugleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.