Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 LISTHÚSINU 20 % afsl af öllum blómapottum föstudag og laugardag. Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Karlakór Selfoss hyggst syngja sumarið inn með tónleikum í kvöld sem haldnir verða í Selfosskirkju kl. 20.30. Verða það fyrstu tónleikar kórsins af fernum sem auglýstir hafa verið á næstu dögum. Efnis- skrá tónleikanna inniheldur að vanda hefðbundin karlakóralög, óp- erutónlist, íslensk dægurlög og fleira. Segir í tilkynningu frá kórn- um að svo víða verði farið að það verði allt frá ABBA til Árnesþings og frá Verdi til Valgeirs Guðjóns- sonar. Sérstaklega mun kórinn flytja lög sem rætur eiga til kvik- myndasögunnar og útsett hafa ver- ið sérstaklega fyrir hann. Þar má nefna lagið Sönn ást úr Óðali feðr- anna, Þig dreymir kannski engil úr Djöflaeyjunni og UFO úr kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu. Auk tónleikanna í kvöld verða aðrir haldnir í Selfosskirkju þriðju- daginn 24. apríl kl. 20.00, í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti, fimmtudag- inn 26. apríl kl. 20.00 og á Flúðum, í Félagsheimili Hrunamanna, laugar- dagskvöldið 28. apríl kl. 20.30. Tónleikaröð Mikið stendur til hjá Karlakór Selfoss á næstu dögum. Karlakór Selfoss syngur sumarið inn  Heldur ferna tónleika á rúmri viku VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kristján Krossdal er stórhuga ung- ur maður austur á Egilsstöðum. Kristján er tölvunarfræðingur að mennt en vinnur núna að því að byggja upp fyr- irtæki í kringum framleiðslu á byssuskefti sem hann hefur hann- að. „Mínir villt- ustu draumar eru að eftir um þrjú ár verði ég farinn að selja um 1.000 skefti á ári,“ segir Kristján en hann fékk góðar viðtökur þegar hann frum- sýndi Krossdal-skeftið á IWA2018 sýningunni í Nürnberg í Þýska- landi. Eru viðræður við seljendur í fjórum löndum vel á veg komnar og stefnan sett á að selja 50-100 skefti á þessu ári. Tálgaði hnotubút í tilraunaskyni Kristján ólst upp í kringum skot- vopn og veiðar og hefur sportið fylgt honum alla tíð. Það var fyrir hálfgerða tilviljun að Kristján ákvað að spreyta sig á að smíða riffilskefti. „Ég hafði þá verið dug- legur að stunda skotsvæðin með það fyrir augum að geta keppt í skotfimi, og hugkvæmdist að kaupa mér hnotubút sem ég byrjaði að tálga til.“ Lukkaðist fyrsta skeftið ágæt- lega og í framhaldinu hóf Kristján að skoða leiðir til að auðvelda smíð- ina og bæta hönnunina. Með aðstoð góðra manna á Austurlandi, og með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum og keppnum smíðaði Kristján fyrst handstýrt hermikrákutæki, og síð- an tölvustýrðan fræsara. Tækin hefur hann notað til að þróa og bæta hönnun byssuskeftis sem þyk- ir hafa mjög eftirsóknarverða eig- inleika. Sér til halds og trausts í þessu öllu hefur Kristján haft eig- inkonu sína Perlu Sigurðardóttur en saman eiga þau tvö börn. „Án konunnar minnar væri þetta ekki hægt, og hefur hún t.d. nýtt kunn- áttu sína sem grafískur hönnuður til að útbúa m.a. allt markaðs- og kynningarefni, umbúðir og jafn- framt komið að hönnun á sjálfu skeftinu.“ Fjölhæft skefti Krossdals-byssuskeftið þykir henta bæði til veiða og skotfimi á löngu færi, og hefur m.a. inn- byggðan stuðningsfót á aftanverðu skeftinu. „Á heimsvísu eru á að giska þrír aðilar sem selja gæða- skefti úr límtré og enginn þeirra býður upp á vöru með þennan eig- inleika. Fremst á skeftinu er síðan ásmellanlegt forskefti, fest með seglum,“ útskýrir Kristján. „Skeftið er örlítið lengra en hefðbundin veiðiskefti sem þýðir að þegar skot- ið er með tvífót þá má hafa hann framar og gera riffilinn stöðugri.“ Kristján hefur líka lagt mikla vinnu í smáatriði sem blasa ekki endilega við þegar skeftið er skoð- að á myndum, eins og t.d. lögun gripsins. „Ég hef fengið til mín fjölda veiðimanna sem hafa mátað gripið á skeftinu og hjálpað mér að fínpússa hönnunina.“ Skeftin hefur Kristján hannað fyrir T3 byssulás frá finnska fram- leiðandanum Tikka. Kristján segir T3 hafa orðið fyrir valinu enda vin- sæll byssulás sem þykir lenda á góðum verð- og gæðapunkti, en vinna er þegar hafin við að þróa Krossdals-skeftið fyrir fleiri lása. Stór markaður erlendis Ef reksturinn á að dafna þarf Kristján að setja stefnuna á er- lenda markaði: Reiknast honum til að á Íslandi seljist um 100-150 skefti ár hvert. „Til að gefa hug- mynd um hvað stærðargráðan er allt önnur úti í heimi þá eru t.d. um 1,8 milljón manns með skotvopna- leyfi í Frakklandi á meðan á Íslandi seljast rétt um 10.000 veiðikort ár- lega.“ Skeftin eru gæðasmíði og kosta sitt. Segir Kristján að út úr búð ætti Krossdals-skeftið að kosta um 135.000 kr. og þykir það vel slopp- ið. Nærri heill vinnudagur fer í að smíða hvert skefti en Kristján segir að með auknu framleiðslumagni gæti það breyst. „Ég gæti einn og óstuddur annað í kringum 200-250 skeftum á ári með núverandi bún- aði en með 3-4 starfsmenn og öfl- ugri fræsara væri auðveldlega hægt að fara upp í 1.200 skefti ár- lega.“ Vinnur við áhugamálið Það vekur athygli blaðamanns að Kristján skuli leggja á sig að stofna fyrirtæki með tilheyrandi erfiði og áhættu þegar hann gæti, verandi tölvunarfræðimenntaður, vafalítið fundið sér vel launað starf. Kristján bendir á að fátt sé betra en að geta unnið að verkefni þar sem ástríðan liggur. „Ég held að ég yrði fljótt leiður á því að sitja fyrir framan tölvu alla daga og finnst ómetanlegt að hafa fundið starf sem mér þykir skemmtilegt og veitir mér ánægju. Það má kannski líka líta svo á að ef maður finnur sér vinnu sem maður hefur gaman af þýðir það að maður þarf ekki lengur að eyða miklum peningum í áhugamál og skemmt- un, enda vinnan aðaláhugamálið.“ Hentar bæði til veiða og skotfimi  Gangi allt að óskum ætti útflutningur á Krossdals-riffilskeftinu að hefjast innan skamms  Hönnun skeftisins er úthugsuð og mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði eins og lögun gripsins Notagildi Innbyggður stuðningsfótur er á aftanverðu skeftinu. Kristján Krossdal Hittni Ef skotið er með tvífót þá situr hann framar á Krossdal-skeftinu en á öðrum skeft- um og veitir það skyttunni meiri stöðugleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.