Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 42
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Engum íslenskum fangahefur tekist að strjúkaán þess að komast á nýundir manna hendur.
„Oftast tekur það skamman tíma,“
segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri.
Strok úr fangelsum hér á landi
er raunar fátítt. Samkvæmt tölum
sem Hafdís Guðmundsdóttir hjá
Fangelsismálastofnun tók saman
fyrir Morgunblaðið er aðeins um
fjögur tilvik um strok að ræða úr
lokuðum fangelsum hér á landi á
áratugnum 2007 til 2017 og tvö úr
opnum á sama tíma. Um tvö tilvik
um strok er að ræða á þessu ári,
flótta Sindra Þórs Stefánssonar úr
opna fangelsinu á Sogni í Ölfusi í
vikunni og Mikaels Más Pálssonar
frá áfangaheimilinu Vernd snemma
í þessum mánuði.
Ef skoðaðar eru tölur um
fangaflótta fyrir önnur norræn
lönd kemur í ljós að árið 2016 er
Ísland í þriðja sæti hvað flótta
varðar úr opnum fangelsum miðað
við hverja 100 þúsund fangadaga.
Þetta er þó undantekning miðað
við það sem vanalegt er og aðeins
er um að ræða tvö atvik. Finnland
er í efsta sæti það ár og Danmörk í
öðru, Noregur er í fjórða sæti og
Svíþjóð í fimmta. Í Finnlandi og
Danmörku struku 55 úr opnum
fangelsum árið 2016, 49 í Noregi og
13 í Danmörku. Þegar tölur fyrir
önnur ár áratugarins eru skoðaðar
sker Ísland sig úr. Enginn flýr þá
úr opnu fangelsi hér á landi.
Mun minna er um flótta úr
lokuðum fangelsum en opnum í öll-
um löndunum. Ef aftur er miðað
við árið 2016 var um ekkert strok
að ræða hér á landi og Svíþjóð úr
lokuðu fangelsi, en 4 tilvik í Finn-
landi og eitt í Danmörku og Nor-
egi. Strok úr lokuðum fangelsum er
að jafnaði sjaldgæft í þessum lönd-
um, en einstök ár skera sig þó úr.
Þannig struku 17 í Danmörku árið
2007 og 11 árið 2014, 13 í Finnlandi
árið 2008 og 16 í Svíþjóð sama ár.
Árið 2009 struku tveir úr lokuðu
fangelsi hér á landi.
Af eftirminnilegu tilvikum um
að fangi hafi strokið hér á landi má
nefna flótta Matthíasar Mána Erl-
ingssonar frá Litla-Hrauni í des-
ember 2012. Hann fannst viku
seinna í sumarbústað í Árnesi og
var þá vopnaður riffli, hnífum og
öxi. Árið 2004 strauk Annþór Krist-
ján Karlsson úr fangaklefa á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu með
því að brjóta glugga. Hann fannst
sama dag í felum hjá félaga sín-
um í Mosfellsbæ. Ef horft er
lengra aftur í tímann má
nefna strok Donalds M.
Feeney og Jóns Gests
Ólafssonar frá Litla-
Hrauni í ágúst 1993. Þeir
náðust á flugvellinum í Eyj-
um og höfðu þá tekið flug-
vél á leigu sem þeir
ætluðu með til
Færeyja.
Strokufangar hafa
alltaf náðst aftur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fangelsi Misjafnt er hve ströng
gæsla er í fangelsum landsins.
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Biðlistar erublettur áíslensku
heilbrigðiskerfi.
Þeir valda sjúk-
lingum miklum
hremmingum og
óþægindum og
eru þegar upp er
staðið kostnaðarsamari fyrir
heilbrigðiskerfið en að veita
skilvirka og greiða þjón-
ustu. Í myrkviðum biðlist-
anna leynast síðan ýmsar
mótsagnir og furður, sem
nær væri að ætla að væru
skáldskapur en veruleiki.
Ein af þessum mótsögnum
var dregin fram í Morgun-
blaðinu í gær og var það
ekki í fyrsta skipti sem at-
hygli er á henni vakin. Til-
efnið var grein sem Stein-
grímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands,
skrifaði í Fréttablaðið í
fyrradag. Liðskiptaaðgerðir
eru gerðar hjá stofnunum
ríkisins. Ef bið eftir slíkri
aðgerð tekur lengri tíma en
þrjá mánuði virkjast svo-
kallað biðlistaákvæði. Sjúk-
lingur á þá rétt á að Sjúkra-
tryggingar taki þátt í
kostnaði við aðgerð utan
stofnana ríkisins. Slíkar að-
gerðir eru í boði hjá sjálf-
stætt starfandi bæklunar-
læknum en eins og sakir
standa er Sjúkratryggingum
einungis heimilt að taka
þátt í kostnaði við liðskipta-
aðgerðir utan hins opinbera
heilbrigðiskerfis fari þær
fram erlendis. Gildir þá
einu þótt það sé dýrara.
Steingrími Ara blöskrar
þessi þrákelkni og ber grein
hans yfirskriftina „Skamm-
sýni og sóun“.
Rætt er við Hjálmar Þor-
steinsson, bæklunarlækni
og forstjóra Klíníkurinnar
Ármúla, í Morgunblaðinu í
gær. Hann bendir á að rétt-
ur sjúklinga sé ekki jafn
eins og málum er komið.
„Ef ríkið ætlar eingöngu að
leyfa þá leið að sjúklingar
sem eru búnir að bíða leng-
ur en þrjá mánuði þurfi að
flýja land til að sækja rétt
sinn, þá er augljóst að það
er veruleg mismunun á milli
þegnanna því þeir sem
þurfa mest á aðgerðunum
að halda, sem eru kannski
elstu sjúklingarnir og þeir
sem eru með aðra sjúk-
dóma, hafa minnstu mögu-
leika á að fara út. Hér situr
fólk alls ekki við sama
borð,“ segir Hjálmar í frétt-
inni. „Það er pólitíkin ekki
embættismennirnir, sem eru
að stoppa þetta. Það er aug-
ljóst núna þegar forstjóri
sjúkratrygginga
segir það berum
orðum að boltinn
liggi hjá rík-
isstjórninni.“
Þörfin á þess-
um aðgerðum
hefur ekki
minnkað og þeim
fjölgar sem sækja um að
komast í þær erlendis. Á
þessu ári hefur Sjúkra-
tryggingum Íslands borist
31 umsókn frá sjúklingum
sem eru á biðlista og vilja
komast í liðskiptaaðgerð er-
lendis. Í fyrra voru umsókn-
ir um 48 slíkar aðgerðir
samþykktar. Á rúmu ári
hafa 95 liðskiptaaðgerðir
verið gerðar á Klíníkinni.
Þessar aðgerðir eru megin-
ástæðan fyrir því að hægt
er að segja að biðlistinn hafi
styst.
Þá hefur bið eftir viðtali
til að komast á biðlistann
lengst. Biðlistarnir eru því
orðnir tveir, einn til að
komast í aðgerð, annar til
að komast á biðlistann til að
komast í aðgerð. Biðin eftir
viðtalinu telst hins vegar
ekki til biðtímans þótt hún
geti tekið hálft ár og rúm-
lega það.
Heilbrigðiskerfið er að
sligast undan álagi. Fyrir
vikið þarf fólk iðulega að
bíða eftir því að fá bót
meina sinna langt umfram
það sem boðlegt má teljast,
með tilheyrandi óþægindum
og kostnaði. Úrræðum til að
stytta biðlistana og draga
um leið úr álaginu á heil-
brigðiskerfið ætti að taka
fagnandi, en svo er ekki.
Þrátt fyrir að þráfaldlega
hafi verið bent á þetta mis-
ræmi er staðan óbreytt,
þótt það sé dýrara að senda
sjúklinga til útlanda í að-
gerð. Verst kemur þetta við
þá sem eru það þungt
haldnir að þeir komast ekki
til útlanda og hafa ekki efni
á að borga aðgerðina á
Klíníkinni úr eigin vasa.
Erfitt er að sjá að hér sé
um að ræða grundvallar-
afstöðu gegn einkaframtaki
í heilbrigðisþjónustu því að
aðgerðirnar erlendis eru
gerðar á sjálfstætt starfandi
læknastofum. Þá er aðeins
um óbeit á íslensku einka-
framtaki að ræða.
Ákvörðunin um að leyfa
aðeins greiðsluþátttöku í
liðskiptaaðgerðum erlendis,
en ekki á Íslandi, lýsir ein-
stakri þröngsýni. Hún ber
vitni óvirðingu fyrir skattfé
almennings og skeyting-
arleysi um þjáningar sjúk-
linga.
Hvers vegna er
greitt fyrir aðgerðir
í útlöndum en ekki á
Íslandi, þótt það sé
dýrara og valdi meiri
óþægindum?}
Óskiljanleg þrákelkni
M
iðvikudagur 18. apríl 2018 kl.
15.25. Í dag er von á áliti fjár-
málaráðs um fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar. Ég var að
vonast til þess að vera búinn
að fá álitið í hendurnar til þess að geta skrifað
stuttan pistil um helstu ábendingar fjár-
málaráðs en því miður hefur ráðið ekki enn lok-
ið störfum. Fjárlaganefnd er samt búin að bóka
fund með fjármálaráði á föstudag kl. 9.30 og
hefur tveimur og hálfum tíma verið úthlutað í
þann fund. Nú hef ég setið nokkra fundi þar
sem fjármálaráð kynnir álit sitt fyrir fjár-
laganefnd og hafa þeir allir verið mjög áhuga-
verðir og gagnlegir fyrir nefndarmenn. Allir
aðrir; þingmenn, fjölmiðlar og þjóðin, þurfa því
miður að reiða sig á það hversu duglegir fjár-
laganefndarmenn eru að glósa og spyrja til
þess að fá nákvæmar upplýsingar um það sem fram kem-
ur í kynningu fjármálaráðs. Því fannst mér og þingmönn-
um stjórnarandstöðunnar sjálfsagt að biðja um að fund-
urinn með fjármálaráði yrði opinn öllum, tekinn upp og
streymt í beinni útsendingu.
Píratar hafa lagt fram frumvarp á þingi um að nefnd-
arfundir yrðu að jafnaði opnir og streymt í beinni útsend-
ingu. Ástæðan fyrir því er ekki bara gagnsæið sem er
nauðsynlegt að stunda til þess að vinna upp traust á störf-
um þingsins heldur einnig að við upplýsingarnar sem
koma fram á fundinum þurfi ekki að treysta á hæfileika
nefndarmanna til þess að glósa eða muna hvað var sagt ut-
an að. Það gerist allt of oft að slíkar upplýs-
ingar skolast til og leiða til einhvers konar mis-
skilnings.
Það eru ýmsir sem hafa áhyggjur af því að
umræðurnar verði ekki eins djúpar og fólk
veigri sér við að segja eitt eða annað á opnum
fundum sem það annars myndi treysta sér til
þess að segja á lokuðum nefndarfundi. Ég skil
það viðhorf mjög vel en tel það einfaldlega
rangt, ekki af því að ég haldi að fólk verði endi-
lega jafn opinskátt á opnum fundi heldur af því
að við þurfum einfaldlega að æfa okkur í og
læra að starfa á opinn og gagnsæjan máta. Við
þurfum að vera staðreyndamiðuð og upplýst til
þess að gera starfið faglegra. Upplýsingar sem
eru geymdar í óljósum glósum eða minni fólks
eru óáreiðanlegar. Með því að starfa almennt
undir þeirri kröfu að nefndarfundir séu opnir
og aðgengilegir öllum þá gerist tvennt, upplýsingarnar
sem koma þar fram gleymast ekki og vinnubrögðin breyt-
ast. Sumir óttast að vinnubrögðin verði eins og í ræðustól
þingsins, ég horfi hins vegar á opna nefndarfundi í breska
og bandaríska þinginu og sé hvernig þeir virka allt öðru-
vísi en ræðustóllinn í þingsal. Þar eru spurningarnar und-
irbúnar og hnitmiðaðar.
Ég hlakka því til á föstudag að hitta fjármálaráð á opn-
um nefndarfundi og ég hlakka til þess að deila þeirri
reynslu og upplýsingum með öllum. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Opinn fundur
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
„Við munum fara yfir verklag á
staðnum,“ segir Páll Winkel
fangelsismálastjóri þegar hann
er spurður hvort gerðar verði
ráðstafanir í fangelsinu á Sogni í
Ölfusi til að hindra að fangar
geti flúið þaðan á ný. „Hugs-
anlega þarf að bæta við mynda-
vélum, en ég legg áherslu á það
að eftirlit í opnum fangelsum er
minna og á að vera minna en í
lokuðum öryggisfangelsum. Ef
viljinn er til staðar geta fangar
strokið úr opnum fangelsum.
Það er alltaf slæm hugmynd og
hefur vondar afleiðingar fyrir
viðkomandi fanga. Afplánun
verður erfiðari í kjölfarið. Strok
úr fangelsi er meðal alvar-
legustu agabrota fanga og
getur m.a. haft áhrif á tíma
sem fangi þarf að vistast í
fangelsi. Þá getur strok
frestað eða komið í veg
fyrir vistun á áfangaheimili,
það að vera undir rafrænu
eftirliti og öll önnur fríðindi
í afplánun.“
Farið verður
yfir verklag
FANGELSIÐ Á SOGNI
Páll Winkel
65
48
38 35
Strok fanga úr fangelsum á Norðurlöndunum
Fjöldi strokufanga úr opnum fangelsum 2007-2016
Heildarfjöldi strokufanga úr lokuðum fangelsum árin 2007-2016
100
75
50
25
0
75
50
25
0
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð
Heimild: Fangelsismálastofnun
Fjöldi á hverja
100.000
fangadaga í
sviga
15
(6)
49
(10)
55
(19)
55
(14)
2007 2016