Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 45

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Tilefni þessarar greinar eru þrálátar uppákomur Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra og ýmissa meðreiðarsveina hans í fjölmiðlum að undan- förnu, þar sem lýst er glæstri sýn á marg- víslega uppbyggingu í Reykjavík á næsta kjörtímabili borgar- stjórnar, á nánast öll- um sviðum. Hver glærusýningin á fætur annarri. Ástæðan, jú það eru borgarstjórnarkosningar fram- undan. Athygli vekur að Reykjavík- urborg er látin bera kostnaðinn í þessari kosningabaráttu borgar- stjórans. Sagan endurtekur sig frá borgar- stjórnarkosningunum 2014 þar sem nýju fötin keisarans voru klæð- skerasaumuð. Hvernig lítur dæmið svo út þegar upp er staðið? Í dag getur nánast enginn ein- staklingur og/eða fámennur hópur einstaklinga fengið úthlutaða lóð undir raðhús, sambýlishús, parhús eða einbýlishús. Nánast öll upp- bygging íbúðarhúsnæðis er að mestu komin á hendur öflugra byggingarfyrirtækja, fjárfestinga- sjóða eða íslenskra og erlendra auðmanna. Enda engin tilviljun að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur sjöfaldast á örfá- um árum, úr 4% í 28%. Verð á nýjum íbúðum óviðráðanlegt fyrir flesta Dagur B. og félagar segja að fjölmargar lóðir og íbúðir fyrir jafnt unga, miðaldra sem eldri borgara séu handan við hornið. Nú á að byggja út um allar koppa- grundir, nóg af íbúðum fyrir fólk á öllum aldri. Það dapurlega við þessar yfirlýsingar borgarstjórans er sú staðreynd að verð þessara fyrirhuguðu íbúða gengur ekki upp hjá fólki, sem ekki er með sömu tekjur og hann. Fólk leitar því í önnur sveitarfélög enda sýna íbúatölur að afar lítil fjölgun á sér stað í Reykjavík, á meðan íbúafjöldinn stóreykst í nágrannasveitar- félögunum. Sú var tíð að Reykjavíkurborg sinnti betur en önnur sveitarfélög eftirspurn eftir íbúðalóðum enda fjölgaði íbú- um þá hraðar í Reykjavík en ann- ars staðar. En nú er öldin önnur: Reykjavík hefur stöðugt dregist aftur úr í þeirri viðleitni að hafa til taks lóðir undir nýja íbúðabyggð. Á sama tíma hafa nágrannasveit- arfélög boðið upp á lóðir undir parhús, raðhús, einbýli auk fjöl- býlis. Frá 2006-2017 fjölgaði íbúum í Reykjavík um aðeins 6%, en í Garðabæ um 59%, Mosfellsbæ um 30%, Kópavogi um 28% og Hafn- arfirði um 21%. Einnig hefur nánast algjör stöðnun átt átt sér stað í að byggja íbúðir fyrir eldri borgara sl. 4 ár miðað við það sem áður var gert. Yfirlýsingar korteri fyrir kosningar Dagur B. og félagar segja nú, korteri fyrir kosningar, að það eigi að fjölga almennum félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar eða um 100 íbúðir árlega. Þeir sögðu þetta einnig fyrir kosningarnar 2014. Þeim hefur ekki fjölgað neitt að ráði í 6 ár. Í lok ársins 2010 voru almennar félagslegar íbúðir 1.842. Í lok ársins 2016 voru þær 1.926. Almennum félagslegum íbúðum fjölgaði því um 14 íbúðir árlega á þessu tímabili. Hvernig væri að borgarstjóri efndi til glærusýningar um þessa þróun? Samgöngumál og vegabætur í lamasessi Staðreyndin er sú, að efla og bæta verður gatnakerfi borginnar og gera það skilvirkara og örugg- ara. Almenningssamgöngur í borg- inni hafa verið vanræktar í 8 ár, en nú hefur meirihlutinn kastað líflínu til borgarbúa, sem hann kallar Borgarlínu. Núverandi gatnakerfi borgarinnar er í lamasessi og átak til að fjölga farþegum í strætó hef- ur lítinn sem engan árangur borið. Á síðustu vikum fyrir kosningar hefur borgarstjóri boðið borgar- búum upp á hverja glærusýninguna á fætur annarri: Miklubraut í stokk, Borgarlínu sem á að komast í full not efir 22 ár og hann hefur meira að segja látið hugann reika að Sundabraut. Það vita það allir að Sundabraut er alls ekki á dag- skrá hjá núverandi borgar- stjórnarmeirihluta enda hafa þau fækkað þeim möguleikum sem áður komu til álita um lagningu hennar. Nánast ekkert hefur verið gert í samgöngumálum sl. 8 ár. Það eina sem borgarstjórinn hefur raunveru- lega staðið við er samningur við þá- verandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um frystingu á öll- um bráðnauðsynlegum umferðar- mannvirkjum. Kosningabrellur Ein af síðustu glærusýningum meirihlutans var þessi: „Reykjavík- urborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum. Leikskólaplássum verður fjölgað um 750-800“. Hver trúir þessu í alvöru? Ekki einu sinni borgarstjórinn sjálfur trúir þessu. Borgarbúar eru fyrir löngu farn- ir að sjá í gegnum kosningabrellur borgarstjórans og átta sig á sjónar- spilinu sem hefur verið í gangi und- anfarin ár. Það fóru 500 hundruð milljónir í grjóthleðslu við Klambratúnið, sem eftir á er sagt að standist enga umferðaröryggis- staðla. Það fóru 200 milljónir í að þrengja Grensásveginn, 150 millj- ónir í götuföndur og að þrengja Hofsvallagötuna, smíða þar fugla- hús og mála malbik í björtum lit- um. Farsinn í Borgartúni, sem kost- aði um 250 milljónir króna, hefur teppt þar umferð verulega og gert götuna óöruggari. Samtals um 1.100 milljónir hafa farið í þessar framkvæmdir og þannig verið kastað í glórulausa skemmdarverkastarfsemi á sam- göngukerfi borgarinnar. Þeim fjár- munum hefði betur verið varið í uppbyggingu og viðhald leikskóla, að stytta biðlista eftir leikskóla- rýmum og bæta þjónustuna við borgarana sem sífellt versnar með hverju árinu. Endurtekin kosningaloforð sem öll eru í vanskilum Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Borgarbúar eru fyrir löngu farnir að sjá í gegnum kosningabrell- ur borgarstjórans og átta sig á sjónarspilinu sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. marta.gudjonsdottir@reykjavik.is Nú hefur komið í ljós að mengunin í Reykjavík er jafnvel orðin meiri en í millj- ónaborginni Amsterdam. Ljóst er að mengunin stafar aðallega af nagladekkjunum og skemmdir líka. Hvað veldur að umræðan um nagladekkin virðist þögguð niður? Ragnheiður. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nagladekk Holur Þessi sjón er allt of algeng. Ferðaþjónustan í Kópavogi er hneyksli Kópavogur er nú að segja upp samningi við blindan Kópavogsbúa sem er þar að auki í hjólastól og þarf að hafa samband við við- komandi bílstjóra. Í bréfi þar að lútandi segir meðal annars: „Blindrafélagið mun taka við ferðaþjónustunni af Kópavogsbæ þann 01.05. 2018.“ Bréfið var sent 28. mars 2018. Oddur Stefánsson Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Óskum eftir bílum á söluskrá, höfum laus sölustæði, kíktu við! Sundföt 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.