Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Prestafélag Íslands
er jafnaldra fullveldinu
og er stofnað 1918 eftir
að fáein svæðisbundin
prestafélög höfðu verið
starfandi um skeið.
Starfsemi félagsins
hefur óneitanlega
breyst mikið á þessum
árum en mestu breyt-
ingarnar hafa verið
þau verkefni sem
prestar standa frammi
fyrir í þjónustu sinni. Á ýmsum tím-
um í lífi félagsins hefur verið presta-
skortur á Íslandi og innan fárra ára
gætu þær aðstæður aftur skapast.
Ég held ég geti fullyrt að mestu
breytingarnar á þessum hundrað ár-
um liggi í mikilli breytingu á al-
mennri menntun presta, framhalds-
menntun, sérmenntun og
stórauknum möguleikum á endur-
menntun í guðfræði. Hinn stóri þátt-
urinn sem breyst hefur er starfs-
vettvangurinn. Vígðir þjónar hafa
verið að mæta mun meiri þörf í þjón-
ustu sinni í sóknum landsins og á
stofnunum þar sem öllum er þjónað
með faglegum hætti í klínískri sál-
gæslu óháð trúarafstöðu eða lífs-
skoðun.
Fyrsta prestafélagið í landinu er
stofnað á Snæfellsnesi 1845 en það
er Félag presta og aðstoðarpresta í
Syðra-Þórsnesþingi. Það er stofnað
af prestum og einum guðfræðingi
undir forystu þáverandi prófasts
Snæfellinga, Péturs Péturssonar.
Svo virðist sem félagið hafi lagt af
alla starfsemi þegar dr.
Pétur fór til Presta-
skólans. Elsta félagið
sem enn er starfandi er
Prestafélag hins forna
Hólastiftis en það er
stofnað 1898 á Sauð-
árkróki. Það hefur af
og til gefið út tímarit
sem kallast Tíðindi og
haldið guðfræðidaga á
Hólum um árabil. Nú
eru starfandi níu fé-
lagsdeildir en auk
svæðisbundnu félag-
anna eru það félög pró-
fasta og fyrrum þjónandi presta og
maka þeirra. Félag prestsvígðra
kvenna er yngsta deildin. Saga PÍ er
rakin mjög vel og ítarlega í Guð-
fræðingatalinu sem gefið var út af
PÍ 2002 en þar er saga félagsins rak-
in af sr. Heimi Steinssyni og dr.
Hjalta Hugasyni prófessor. Fram að
stofnun félags bar fundum presta
nær eingöngu saman á presta-
stefnum.
Þó að oft hafi umræða um starfs-
kjör, aðstöðu og laun verið fyrir-
ferðarmikil í fundarstörfum félags-
ins er það aðeins að hluta til lýsandi
fyrir megintilgang félagsins. Prestar
fengu fyrst laun 1907 en „þeir voru
allir fátækir“ segir í sögu félagsins.
Frá upphafi virðist vera lögð höfuð-
áhersla á að efla guðfræðina. Sést
það á inngönguskilyrðum í fyrsta fé-
lagið sem er félag þeirra sem teljast
„útlærðir“ og búa á svæðinu. Guð-
fræðingar hafa því frá upphafi verið
félagar þótt þau gerist ekki prestar.
Með orðinu „útlærð“ er trúlega átt
við þau sem hlotið hafa embættis-
gengi. Mikill metnaður er í starfi
Prestaskólans og snemma á síðustu
öld eru allir nýir guðfræðingar með
embættispróf frá Háskóla Íslands
eða með sambærilegt háskólapróf
frá erlendum skólum. Tilgangur
elsta prestafélagsins er í lögum þess
að glæða kristni og kirkjulíf. Það er
varla hægt að orða það betur enda
gildir það enn um tilganginn með
starfi PÍ. Afmælisárið er miðað við
fyrsta fundinn sem bráðabirgða-
stjórn hélt á heimili biskups, dr.
Jóns Helgasonar, 8. júlí 1918 eftir
ályktun á prestastefnu. Var Jón
Helgason kosinn formaður. Síðar
sama ár voru félagar orðnir 104 og
eru núna um 200.
Prestar haf lengi gefið út tímarit
um guðfræði og hóf Kirkjuritið
göngu sína 1935. Þar áður var það
Prestafélagsritið. Útgáfa Kirkjurits-
ins hefur legið niðri um nokkurt
skeið. Prestafélagið leggur metnað í
endurmenntun með því að halda ár-
legan Menntadag PÍ og styðja
Áhugahóp um guðfræðiráðstefnur,
fræðadaga í félagsdeildunum, Guð-
fræðidaga á Hólum og Þrettánda-
akademíu í Skálholti bæði með bein-
um styrkjum og/eða í gegnum
Vísindasjóð PÍ. Nú hafa þessar að-
stæður breyst enn til batnaðar með
þeirri ákvörðun kjararáðs, sem
þakkað er fyrir, að prestar eru orðn-
ir aðilar að Starfsþróunarsetri há-
skólamanna. Prestafélagið er fyrst
og fremst fagfélag presta og guð-
fræðinga en er einnig hagsmuna-
félag í þeim málum sem snúa að
prestum. Þá má geta þess að félagið
hefur átt fulltrúa í undirbúnings-
nefnd prestastefnu sem í fyrra var
haldin með námskeiði í Wittenberg í
Þýskalandi í tilefni 500 ára siðbótar
og líka í starfshópi sem undirbjó
þing Alkirkjuráðsins um loftslags-
mál og umhverfisvernd sem haldið
var í Kópavogi, Reykjavík og á Þing-
völlum á liðnu hausti. Félagið er aðili
að norrænum samráðsvettvangi
prestafélaga og Evrópusamtökum
prestafélaga.
Haldið verður upp á aldarafmæli
félagsins með veglegum Menntadegi
mánudaginn 23. apríl og hátíðar-
kvöldverði. Lögð er áhersla á að
heiðra þau sem stuðla að endur-
menntun presta og tilkynnt verður
um nýjan heiðursfélaga. Mennta-
dagurinn er helgaður umhverf-
isguðfræði, áfallasögu kvenna,
#metoo-viðhorfsbreytingunni og
stöðu jafnréttismála. Daginn eftir
verður aðalfundur félagsins haldinn
í Bústaðakirkju í Reykjavík og verð-
ur þar allnokkur endurnýjun í
stjórn. Stjórn, nefndir og ráð gera
grein fyrir störfum sínum á liðnu ári.
Þar má nefna skýrslur frá fráfarandi
formanni, Siðanefnd, Námsleyfa-
nefnd, Vísindasjóði, Kirkjuritinu og
kjaramálafulltrúa. Síðar sama dag
kallar biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, saman til Presta-
stefnu Íslands, en eitt meginvið-
fangsefni hennar er umhverfismál
og græn kirkja.
Guðfræðimenntun
og þjónusta í samfélaginu
Eftir Kristján
Björnsson » Prestafélag Íslands
er 100 ára. Miklar
breytingar hafa orðið á
menntun og aðstæðum
presta frá 1918 en til-
gangur PÍ er að glæða
kristni og kirkjulíf.
Kristján
Björnsson
Höfundur er formaður Prestafélags
Íslands og sóknarprestur í Eyrar-
bakkaprestakalli.
klerkur8@gmail.com
Ljósmynd/Kristján Björnsson
Frá prestastefnu á Ísafirði Prestafélag Íslands fagnar hundrað ára afmæli
sínu á þessu ári og segir höfundur miklar breytingar hafa orðið á þeim tíma.