Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Ljóst er að nýting jarðefnaeldsneytis mengar andrúmsloft jarðar svo mjög að ógnar öllu lífi sé ekki vikið af hættubraut. Parísarsamkomulagið vísar á veginn til bjargar. Samt eru stjórnmálamenn hik- andi í aðgerðum enda oft togað í þá og horfa sjaldan út fyrir tvö kjörtímabil. Því þurfa fleiri að bregðast við vánni. Boðskapur kristinnar kirkju býr að afli til viðbragða, beiti hún sér til umhverfisverndar. Frans Páfi er ötull talsmaður lífsverndar svo sem páfabréf hans „Laudato si‘, mi Sig- nore“, „Lof sér þér Drottinn minn“ vitnar um. Þar áréttar hann hve miklu varði að virða sköpunar- verkið og höfund þess með ábyrgri umgengni við lífríkið. Æðsti patríarki rétttrúnaðar- kirkjunnar Bartólemeos I. er nefndur græni patríarkinn. Hann hvetur til að kirkjudeildir marki stefnu í umhverfismálum og trúar- brögð sameini krafta til lífsbjargar. Siðbótarkirkjur hafa líka vaknað til vitundar um köllun sína og þjóð- kirkjur Norðurlanda beitt sér til umhverfisverndar. Við mörk sumars og hausts á liðnu ári efndi þjóðkirkja Íslands til átaks og umræðu um umhverfis- vernd undir heitinu: Tímabil sköp- unarverksins. Þar var fylgt for- dæmi kristinnar kirkju víða um heim. Við lok tímabilsins, 11.-13. okt. stóð Alkirkjuráðið, World Co- uncil of Churches, í boði þjóðkirkjunnar að ráðstefnu í Digranes- kirkju í Kópavogi og á Þingvöllum um rétt- látan frið við jörðu. Auk innlendra þátt- takenda og fulltrúa frá höfuðstöðvum ráðsins í Genf sóttu stefnuna kirkjuleiðtogar frá Alaska, Kanada, Bandaríkjunum og Norðurlöndum og þ.á.m. Evrópuforseti þess Anders Wejryd. Þátttakendur komu líka frá Fidji- eyjum í Kyrrahafi sem ógnað er af hækkandi stöðu sjávar. Wejryd sagði í fyrirlestri að rétt- lætishugtakið yrði að ná yfir tengsl manna og lífvera, og í samninga- viðræðum um réttlæti þyrftu að vera auðir stólar til að minna á ófædda og þá mörgu er væru utan- garðs og líka fyrir jörðina sjálfa. Vafasamt væri að líta á hagvöxt sem gildi í sjálfum sér. Ekki mætti sniðganga æðri viðmið um lífsgildi. Málflutningur frumbyggja frá nyrstu slóðum og Fidjieyjum vakti athygli. Frásagnir er vitna um virð- ingu fyrir dýrum, skorkvikindum og gróðri móta Sama frá bernsku. Þekking hjá þeim væri skilgreind sem hæfni til að gera rétt og þroski að gera gott og fara vel með lífið. Arðrán, ranglát lífsgæðaskipting og spillandi mengun væru svik við Skaparann. Athyglisvert var að sjá myndband af mótmælum frum- byggja við olíuleiðslulögnum í Alaska og blessun rétttrúnaðar- kirkjunnar þar á vatni og sjó er hindraði framkvæmdirnar. Ályktun ráðstefnunnar var sam- þykkt í helgistund á Lögbergi á Þingvöllum og undirrituð í Þing- vallakirkju. Ráðstefna Alkirkju- ráðsins tengdist 5. hringborði norð- ursins, 13.-15. okt. í Hörpu sem aðfararatburður þess. Af því tilefni buðu þjóðkirkjan, Hringborð norð- ursins og ríkisstjórn Íslands græna patríarkanum Bartólomeosi I. í op- inbera heimsókn til landsins. Patrí- arkinn hitti fyrir forseta og biskup Íslands og fleiri ráðamenn og fór í Skálholt og gróðursetti þar birki- sprota ásamt biskupi Íslands og biskupi kaþólskra hér á landi. Patríarkinn flutti lykilræðu á Hringborðinu og fjallaði m.a. um að trú og vísindi ættu samleið er þau létu sig varða grundvallarspurn- ingar um hvernig mannkyni og sköpunarverki reiddi af. Trúar- leiðtogar og vísindamenn yrðu að standa saman til að afstýra háska og endurnýja þyrfti sáttmála Guðs og manna um ábyrga ráðsmennsku. Pallborð Alkirkjuráðs fylgdi ræð- unni. Erkibiskup frá Fidjieyjum sýndi þar í gjörningi að íbúar þeirra hrökkluðust frá strandheim- kynnum sínum vegna loftslags- breytinga. Alkirkjuráðið stóð að tveimur málstofum á Hringborðinu. Önnur var um trúarviðhorf frumbyggja sem gjöf til að umbreyta heimi og hin um loftslagsréttlæti og nauð- synina að bregðast við háskanum. Patríarkinn hóf hana með ávarpi. Ásamt fylgdarliði sínu stóð hann að rétttrúnaðarmessu í Hallgríms- kirkju og hélt þar tölu. Sam- kirkjuleg Guðsþjónusta fylgdi messunni. Ráðstefnufulltrúar tóku virkan þátt en sex þeirra prédikuðu í öðrum kirkjum. Ráðstefna Alkirkjuráðsins og þátttaka í Hringborði norðursins svo og heimsókn patríarkans var hvað þjóðkirkjunni viðkom mikil- vægt framlag til 500 ára minning- arársins um trúarsiðbót Lúthers og miðaði að siðbót í samtíð um um- hverfisvernd. Á prestastefnu í Neskirkju verð- ur framhaldið og umhverfismál efst á baugi. Þess verður gætt hvernig ráðsmennskunni verði sinnt og stefnt að sjálfbærum lífsháttum. ‚,Tímabil sköpunarverksins‘‘ verður enn á dagskrá í haust og horft til þess að efna aftur til samstarfs við Hringborð norðursins, öflugasta umræðuvettvanginn um framtíð norðurheimskautssvæða, sem vís- inda- og viðskiptamenn, mennta- frömuðir og stjórnmála- og trúar- leiðtogar sækja. Þar sem víðar þurfa siðferðileg og trúarleg lífsgildi að móta ákvarðanir og glæða lífsvirðingu og styrk til að snúa af braut ágirndar og ásælni, mengunar og lífsspill- ingar. Andspænis umhverfisvá er kristin kirkja kölluð til að vinna að siðbót og leggja lífinu lið í helgi- haldi sínu, vitnisburði og verkum. Umhverfisvernd efst á baugi prestastefnu Eftir Gunnþór Þ. Ingason » Siðferðileg og trúar- leg lífsgildi þurfa að móta ákvarðanir og glæða lífsvirðingu og styrk til að snúa af braut ágirndar og ásælni, mengunar og lífsspillingar. Gunnþór Þ. Ingason Höfundur er sérþjónustuprestur á Biskupsstofu. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.