Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 48

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Jónas Páll Jónasson fiskifræð- ingur ræddi málið við 200 mílur, en hann hélt erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku þar sem hann fór yfir sögu humarveiða við Ísland, frá því þær hófust upp úr miðri 20. öldinni og til dagsins í dag. Bar erindið yf- irskriftina „Veiðar á leturhumri – sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“ og byggðist á rann- sóknum Jónasar og Hrafnkels Ei- ríkssonar, forvera hans í starfi hjá stofnuninni. Uppistaðan tólf til tuttugu ára „Þá fjallaði ég um stöðuna sem blasir við í dag, en hún er alvarleg vegna mikils nýliðunarbrests,“ segir Jónas. „Segja má að frá ár- unum 2010 og 2011 höfum við orð- ið vör við það að það vantar þenn- an smærri humar, en á sama tíma hefur þó verið ágætis stand á eldri hluta stofnsins.“ Sá hluti muni þó á endanum hverfa úr stofninum. „Hann verð- ur ekki þarna að eilífu. Við erum að tala um dýr sem nær ekki nema í kringum tuttugu ára aldri, og kemur inn í veiðistofninn fimm ára. Sæmi- leg nýliðun hef- ur ekki átt sér stað í sjö til átta ár og uppistaðan í stofninum er þannig orðin tólf til þrettán ára og allt upp í tuttugu ára. Að endingu gengur náttúrlega á þennan hluta stofns- ins og að óbreyttu verður eitthvað róttækt að gerast.“ Ekki bundið við humarinn Jónas segist þó vilja leyfa sér að vera bjartsýnn. „Það eru ýmsir stofnar sem hafa náð sér á síðustu árum eftir hrap niður á við. Það var hrun í sandsíli og sjófugli við suðurströndina, svo ég nefni dæmi, í keilu og blálöngu sömu- leiðis – þetta er því ekki aðeins bundið við humarinn.“ Í erindi sínu benti Jónas á að þegar mest lét í humarveiðunum voru yfir 170 bátar að veiðum undan ströndum landsins. Nú eru þeir níu talsins. „Og ef við spólum til baka um tvo áratugi, til ársins 1996, þá Veiðibann í sjónmáli Ef fram fer sem horfir gæti ekki verið langt að bíða þess að humarveiðar verði bannaðar með öllu við strendur landsins. Því veldur dræm nýliðun í stofn- inum, sem verður sífellt eldri og minni samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Í humarróðri Aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á síðasta ári hljóðaði upp á 1.150 tonn. Ekki er langt síðan ráðlagður afli nam tvö þúsund tonnum. Ný- liðun hefur verið dræm síðustu ár. Jónas Páll Jónasson Veiðar á humri 1950 til 2016 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 tonn 1950 1956 1962 1968 1674 1980 1986 1992 1998 2004 2010 2016 Erlend skip Íslensk skip

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.