Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is „Við nánast snérum við á punkt- inum því þetta var svo spennandi bragð og hráefni til að vinna með í súkkulaðiuppskrift. Við prófuðum að setja þetta maltaða og brennda bygg í næstu súkkulaðilögun og við vissum strax að okkur langaði að bæta þessu hráefni við upp- skriftina. Þetta nýja bragð breytti hug- mynd okkar um hvað súkkulaði er og getur orðið, og bragðið er örugglega bæði sérstakasta og eitt það skemmtilegasta sem við höfum unnið að en með bygginu kemur þessi dásamlegur keimur sem minnir á ristað brauð. Þannig að við stoppuðum útgáfuferlið á stykkinu sem við höfðum verið að vinna að og við tóku nokkrir mán- uðir í viðbót í tilraunaeldhúsinu þar sem svarta hvíta súkkulaðið átti hug okkar bróðurpart af heilu ári. Við ákváðum að halda áfram að prófa okkur áfram með uppskrift- ina og bættum líka við hraunsalti frá Saltverki og byggi frá Móður Jörð á Vallarnesi. Hraunsaltið gaf súkkulaðinu nauðsynlegt jafnvægi á móti sætunni og viðaraskan í saltinu viðeigandi lit. Íslenska líf- ræna byggið frá Móður Jörð er frábært og bragðgott hráefni sem hefur verið okkur hugleikið og á teikniborðinu frá upphafi Omnom. Þarna var loksins komin uppskrift þar sem íslenska byggið fékk að blómstra. Við létum poppa byggið fyrir okkur eins og poppkorn og húðuðum það svo með súkkulaðinu og þá fengum við þessa stökku áferð sem okkur finnst svo góð,“ segir Kjartan en athygli vekur að súkkulaðið er nánast svart. „Á þessum tímapunkti erum við ekki lengur með hvítt súkkulaði í höndunum heldur kolsvart hvítt súkkulaði og dásamlega uppskrift þar sem finna má ríkulegan keim af ristuðu byggi sem minnir á rist- að brauð, beiskt kakó og kaffi. Súkkulaðið verður gefið út í maí og heitir Black n’ Burnt Barley. Sérstakasta og eitt skemmtilegasta súkkulaðið sem við höfum unnið að,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og stofnandi Omnom Chocolate. „Í þróunarferl- inu fór súkkulaðið frá því að vera maltað hvítt súkkulaði yfir í kol- svart súkkulaði úr möltuðu og brenndu byggi; byggi sem venju- lega er notað í bruggun á dökkum bjór. Með viðkomu í bruggheim- inum fundum við bragð sem hefur algjörlega breytt okkar hugmynd um hvað súkkulaði er og getur orð- ið.“ Brennt bygg Vel ristað, maltað bygg frá Þýskalandi, venjulega notað í bruggun á Porter- og Stout-bjór. Byggið ber mikinn og sterkan keim af kaffi, ristuðu brauði og beisku kakói. Hraunsalt Hraunsaltið, frá Saltverki á Reykjanesi, gefur súkkulaðinu nauðsynlegt jafnvægi á móti sæt- unni og viðaraskan viðeigandi lit. Poppað bygg Íslenskt lífrænt bygg frá Móður Jörð í Vallarnesi, er poppað eins og poppkorn og húðað með súkku- laðinu, áður en því er sáldrað yfir súkkulaðistykkið. Bragðeinkenni Ríkulegur keimur af ristuðu byggi sem minnir á ristað brauð, beiskt kakó og kaffi. Hvíta súkkulaðið sem varð svart „Við höfum verið að vinna að uppskrift að hvítu súkkulaði í tilraunaeldhúsinu í töluvert langan tíma. Uppskriftin var klár, pakkningar voru klárar. Við vorum að setja okkur í startholurnar að setja framleiðsluna í gang og gefa súkkulaðið út, en þá héldum við bjór- og súkkulaðipörun með vinum okkar bruggurunum í Ölvisholti og við kynntumst nýju hráefni; brenndu byggi sem er venjulega notað í bruggun á Porter- og Stout-bjór,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og stofnandi Omnom Chocolate, um tilurð nýja súkkulaðisins sem Omnom er að setja á markað um þessar mundir. Súkkulaðigerð Mikil vinna fer í að hanna og þróa nýja súkkulaðigerð. Ljósmynd/Omnom Skuggalegt Nýja Omnom- súkkulaðið er svart á litinn. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.