Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 58
Undanfarnar vikur hafa verið með líflegra móti í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 og fjölbreytt flóra gesta komið í heimsókn. Þáttastjórn- endur hafa rætt um pólitík, spurt hlustendur spjörunum úr og ekki má gleyma Íslandsmeistaramótinu í fimmaurabrandarakeppninni. Ísland vaknar er á dagskrá alla virka daga klukkan 06:45-09:00. Ísland er vaknað MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 „Grunnatriði til að skilja kvíða er að átta sig á að hann er náttúruleg viðbrögð. Líkaminn veit ekki að hann er ekki lengur hellisbúi. Kvíði er ósjálfráð viðbrögð sem vernda þig í hættulegum að- stæðum. Þegar þú mætir hættu þá bregst líkaminn við henni,“ segir Urður, sem flutti fyrirlestur um þetta í Háskóla Íslands fyrir skömmu. Þetta er kallað bar- áttuflóttaviðbrögð og flestir þekkja einhver einkenni. Maga- verkur, hraðari hjartsláttur jafn- vel öndurnarerfiðleikar. Það skýr- ist af því að kvíði á sér líffræðilegar skýringar. Sjónin breytist og kenning er um að það að svitna í lófunum sé frum- viðbragð til að geta náð betra taki, til dæmis á vopni. Kvíði getur hjálpað okkur til að takast á við erfiða hluti. Þegar hann er farinn að hamla okkur þá er hann orðinn vandamál. Þegar við erum farin að flýja það sem hræðumst þá erum við farin að tala um kvíðaröskun. „Til dæmis að panta sér tíma hjá tannlækni. Okkur finnst það óþægilegt og við frestum því og upplifum létti og þessi léttir slekkur á þessu við- bragði.“ Mikilvægt að ofvernda börnin ekki Hún segir að kvíði sé í eðli sínu góður og jafnvel nauðsynlegur. „Þegar við erum að fara að gera eitthvað erfitt þá finnum við fyrir vægum kvíða. Þá skerpist einbeit- ingin og manni gengur oft betur. Það hjálpar okkur til dæmis í prófum og erfiðum aðstæðum. Við tölum um kvíðaröskun þegar kvíði er farinn að skerða lífsgæði okkar. Þú tekur ekki þátt í einverju sem þú þarft að gera, mætir ekki í skóla eða vinnu eða ert orðinn fé- lagslega einangraður. Þá erum við komin með hömlun og þegar þang- að er komið viljum við fara að skoða þetta betur.“ Hún segir líka að það sé mik- ilvægt að ofvernda ekki börnin og að magna ekki upp aðstæður á þann hátt að börn verði óróleg og tekur dæmi sem eflaust margir þekkja: Þegar barni er fylgt í skólann í fyrsta sinn. „Þá erum við að fara að gera eitthvað nýtt og erum stressuð fyrir hönd barnsins og þá erum við ósjálfrátt að senda þau skilaboð að þetta sé eitthvað hættulegt. Við höldum fastar í þau. Kveðjustundin er löng, með langri rútínu og mörgum kossum. Þetta getur verið fínt ef barnið er glatt og hamingjusamt. En ef ekki erum við að senda skilaboð um að þetta sé hættulegt,“ segir Urður. logibergmann@k100.is Kvíði er eðlileg viðbrögð Það er ekki langt síðan almenn umræða hófst um kvíða hjá börnum og svo virðist sem hann fari vaxandi. Urður Njarðvík, dósent í sál- fræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að muna að kvíði sé eðli- leg viðbrögð líkamans og að það þurfi að bregðast rétt við honum. Matur Hvað er í bíó? mbl.is/bio Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511 2022 | dyrabaer.is Mikið úrval af flottum HUNDARÚMUM – fyrir dýrin þín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.