Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 62

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Elsku amma. Á þessari stundu er hjarta okkar fullt af sorg en á sama tíma þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Þú varst okkur fyrirmynd og mótaðir okkur sem einstaklinga. Amma, þú vildir öllum svo vel og virtist eiga ótakmarkaða ást að gefa. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki rætt við þig um heima og geima og fengið þína skoðun á málinu, því málið var ekki fullrætt fyrr en þín sjónarmið voru komin fram. Þú hafðir einstakt lag á að segja eitthvað hnyttið til að létta and- rúmsloftið ef samræðurnar voru að verða of þungar. Þú varst einstök, elsku amma, og við er- um afar stoltar að vera barna- börn þín. Hjá ykkur afa var alltaf gott að vera og vildum við helst eyða öllum helgum hjá ykkur í upp- vextum. Leiðin frá Akureyri að Gili virtist oft löng því eftir- væntingin var mikil. Við systur vorum oft á tíðum orðnar svo óþreyjufullar, að þegar við kom- um að fjárhúsunum hans afa upp á Vatnsskarði styttum við okkur leið með því að hlaupa niður brekkuna heim að Gili. Við hoppuðum á milli þúfnanna, yfir girðingarnar og ruddumst svo inn á Gil. Þið afi tókuð á móti okkur með kossum og knúsum og sögðuð „nei, eruð þið komnar, elskurnar“. Stuttu seinna komu mamma og pabbi keyrandi í hlað og þá vorum við yfirleitt búnar að koma okkur fyrir í makindum við eldhús- borðið með randalínu í annarri og spil í hinni. Þessi saga er lýs- andi um hvernig það var að vera hjá ömmu og afa. Um leið og maður gat horft niður í dalinn fann maður fyrir frelsinu. Einnig höfum við eytt nánast öllum aðfangadagskvöldum á Gili og getum ekki hugsað okk- ur að halda upp á jólin á neinn annan hátt. Ein jólin voru Erla Hafsteinsdóttir ✝ Erla Hafsteins-dóttir fæddist 25. febrúar 1939. Hún lést 8. apríl 2018. Útför Erlu fór fram 14. apríl 2018. mamma og pabbi búin að ákveða að við myndum vera heima hjá okkur á Akureyri sem við systur vorum ekki sáttar við. Áður en aðfangadagskvöld var liðið vorum við öll komin í faðm ykkar afa á Gili. Hjá ykkur var gott að vera. Við söknum þín, elsku amma. Guðrún Margrét og Auður Anna Jónsdætur. Það sem af er degi hefur ver- ið hinn hefðbundnasti mánudag- ur og það breytist ekkert þegar ég stíg út úr skólabílnum. Amma stendur við eldhúsvask- inn og afi togar gluggatjaldið að sér til að sjá hvort ég sé nú ekki að koma. Ég velti því fyrir mér hvor hann sé búin að stilla upp skákborðinu eða hvort amma hafi náð að setja kaffið á borðið fyrst. Þegar inn er komið sé ég að afi hefur verið sneggri til í þetta skiptið, en kaffið er nú samt sem áður farið að tínast á borðið. Eftir að hafa klætt mig úr og tekið mér stöðu við tafl- borðið hugsa ég með mér hvort dagurinn í dag sé sá dagur sem ég mun vinna afa í skák, þá væri þetta nú ekki lengur hefð- bundinn mánudagur. Eftir smá stund við taflið laumar amma hendinni yfir öxlina á mér rífur í taflborðið og nær að drepa drottninguna hans afa. Þar með var þessi mánudagur ekki leng- ur hefðbundinn, því afi gaf leik- inn. Eftir átu og gott spjall við kaffiborðið er klukkan rétt að verða fimm, við amma förum inn í sjónvarpsherbergi að horfa á Leiðarljós og afi fer inn í rúm að leggja sig. Amma spyr mig spjörunum úr, hvernig hafi gengið í skólanum og hvort það sé mikið heimanám, ég svara því játandi, það er próf í nátt- úrufræði eftir tvo daga. Eftir Leiðarljós segir amma mér að byrja að lesa efnið, á meðan hún fer og gefur fénu, hún tekur það skýrt fram að ég skuli lesa upp- hátt, þannig muni ég muna mest og skilja best. Þegar amma kemur til baka byrjar hún að spyrja mig út úr efninu sem ég hef verið að lesa. Svo sitjum við saman við eldhúsborið þar til mamma rennir í hlað. Elsku amma, minningarnar með þér eru endalausar og stuðningurinn frá þér ómetan- legur, það er eitthvað sem eng- inn getur frá mér tekið. Áhugi þinn á velgengni minni í lífinu var svo mikill að því er hvorki hægt að lýsa né þakka fyrir. Það voru einstök forréttindi að fá að hafa þig í sínu daglega lífi, en flutningar í haust gerðu það að verkum að samverustundir okkar voru ekki margar síðustu mánuði. Héðan í frá ert þú meira með okkur en við með þér. Þú varst sannfærð að himn- arnir hefðu sína kosti ég vona svo innilega að þeir hafi ekki valdið þér vonbrigðum. Líklega ertu núna í heiðarrúnt með Álftagerðisbræður eða Hauk Morthens í tækinu eða í reiðtúr á Reyk, þú ert í það minnsta umvafin öllu því fólki sem þú saknaðir sem mest. Þið afi munuð taka á móti mér líkt og áður þegar minn tími kemur. Ég kveð þig svo líkt og alltaf „bless amma, við sjáumst“. Þín, Friðrún Fanný. Ekki bjóst ég við því þegar ég byrjaði að heimsækja ömmu á spítalann að þetta myndi enda svona. Það gerðist oft í heimsóknum mínum til hennar að við klár- uðum umræðuefni dagsins fljótt eða veikindin voru henni erfið og sátum við þá saman í þögn- inni, var það nóg fyrir okkur bæði.Að mínu mati áttum við ágæta samleið, hvort sem það var á táningsárum mínum eða nú í seinni tíð. Ég mun ávallt minnast þess, þegar ég var ungur og geðillur táningur, að vera á Gili að sumri til. Ekki var ég besti vinnumaður sem bóndakona gæti óskað sér, en hún reyndi þó sitt besta að nýta mig. Margt stendur upp úr í sumarvist minni hjá henni, síð- degislúrarnir okkar, bíltúrarnir og að þurfa að reka féð af túninu í sífellu. En það sem stóð einna helst upp úr var það hvað hún amma var hjartahlý, kom ávallt fram við mig, þvermóðsk- an uppmáluð, af virðingu, þol- inmæði og jafnaðargeði. Sama gerði hún við alla aðra sem urðu á vegi hennar. Dáðist ég alltaf að þessum eiginleikum. Við bræðurnir settumst niður eftir helgi til að ræða um hana ömmu, það sem kom helst upp í huga okkar voru áhyggjur hennar af skeggvexti og kven- mannsleysi okkar beggja. Var þetta lýsandi álit fyrir konu á hennar aldri, tveir fullvaxta karlmenn báðir órakaðir og ólofaðir, ekki mikil framtíð í því. Amma hafði nefnilega alltaf pínu áhyggjur af framtíð okkar bræðra, ekki svo miklar að hún missti nætursvefn, en þó nóg til að spyrja út í það þegar hún hitti okkur. Þetta hugarangur mætti teljast afskaplega eðli- legt, amma að hafa áhyggjur af framtíð og hamingju barna- barna sinna. En meðan á dvöl hennar á spítalanum stóð höfðu áhyggjur hennar af framtíðinni aukist og lagði hún fyrir mig heimaverkefni sem fólst í því að skrifa niður hvernig framtíð mín liti út, ég tók þessu sem hálfgerðu gríni og sagði henni að ég myndi byrja að skrifa þegar ég gæti svarað þessu, því miður mun ég ekki hafa tæki- færi til þess núna. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Ég veit að þrátt fyrir að framtíðin sé óskrifuð þá munu áhrif ömmu fylgja mér á lífsleið- inni eins og þau hafa ávallt gert. Fyrir hönd okkar bræðra þakka ég þér fyrir allt, elsku Erla og kveð þig með söknuði, Björn Stefán og Ægir Örn Arnarsynir, Það eru sterkar tilfinningar tengdar Svartárdal og alltaf til- hlökkun að koma í heimsókn á Gil. Bærinn sem stendur svo snoturlega í þröngum dalnum með grösugum brekkum. En það var aldrei þröngt á Gili og allir velkomnir. Enda oft mann- margt og umræður við matar- borðið fjörugar. Hvort sem rætt var um hesta eða stjórnmál var djúphyggin og einlæg réttsýni Erlu leiðarljós umræðunnar. Erla var farsæl í starfi, oddvita- starfið var henni mjög hugleikið og sinnti hún því af alúð og metnaði á umrótartímum sveit- arinnar. Það voru forréttindi fyrir okkur fjölskylduna að fara í sveitina til Erlu, upplifa vorið, taka þátt í heyskap og smala- mennsku að hausti. Hlýja og umhyggja einkenndi Erlu og nærvera hennar var sterk. Það verður öðruvísi að koma í Svart- árdal í framtíðinni en minningin um Erlu á Gili mun lifa. Gauti. Erla góða Erla. Með sorg í hjarta sest ég nið- ur og skrifa fáeinar línur til þín. Minningar hellast yfir mig þeg- ar ég hugsa um öll sumrin sem ég var hjá ykkur Frikka. Þau mótuðu mig fyrir lífstíð og að þeim mun ég ætíð búa, þið vor- uð mínir aðrir foreldrar og hjá ykkur lærði ég svo ótal margt um lífið sem ég mun alla tíð búa að. Þegar ég hringdi í þig og til- kynnti þér að pabbi minn hefði verið að kveðja þetta líf til- kynntir þú mér að Friðrik hefði líka verið að kveðja. Sagði ég þá að ég hefði misst báða pabba mína og það var mér þungbært. Það er svo margs að minnast frá dvöl minni hjá ykkur að ég get ekki gert þar upp á milli. Lífshlaupi þínu munu aðrir gera skil. Börnum þínum öllum og fjöl- skyldu þeirra og Stefáni bróður þínum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þó rósirnar fölni og falli og fjúki um hæðir og mel og ævinnar hádegi halli í huganum líður mér vel þó héli um hauður að nýju og hætturnar umkringi mig það veitir mér himneska hlýju að hugsa um vorið og þig. (Gísli Ólafsson.) Guðrún Ársælsdóttir. Ég var sendur í sveit að Gili í Svartárdal til hjónanna Björns Jónssonar og Sigþrúðar Frið- riksdóttur sumarið 1956. Þá var sonur þeirra Friðrik tekinn að reka búskap við hlið þeirra. Hann var þá ókvæntur. Þó að ég væri á þessum tíma lítt hæf- ur til að fylgjast með ástamál- um mannfólksins í sveitinni, varð ég þess von bráðar var að ung kona frá Gunnsteinsstöðum í Langadal hefði gert strand- högg í hugarheimi Friðriks bónda þannig að fljótlega hlaut eitthvað undan að láta. Hún fluttist að Gili og eignuðust þau fyrsta barn sitt, Örn, á árinu 1959. Á næstu árum bættust Guðríður, Hafrún og Sigþrúður í hópinn og svo loks á árinu 1972 hann Björn Grétar. Ég átti sumarvist á Gili fjög- ur sumur. Þetta fólk reyndist borgarstráknum vel. Þau hafa verið vinir mínir síðan. Ég tel mig reyndar hafa vaxið vel að þroska og atgervi árin sem ég dvaldist þarna og búið að því alla tíð síðan. Ég man til dæmis vel eftir því að hafa þurft, eins og síðar á ævinni, að finna reglu til að leysa úr viðfangsefnum sem mér voru fengin. Auk ann- ars þurfti ég að ákveða hvað gera skyldi þegar Bjössi sagði mér að reka beljurnar upp með læknum en Friggi niður með læknum. Ég fann það út á svip- stundu að upp með læknum skyldu þær reknar, því ég væri í sveit hjá Bjössa. Skipti þá engu máli í huga hins vænt- anlega lögspekings, þó að Friggi ætti flestar beljurnar í hópnum. Alla tíð síðan hef ég haldið við tengslunum við fólkið á Gili. Uppkominn tók ég svo ána, sem rann út dalinn, alveg neðst, eins og kerlingin sagði, á leigu um nokkurra ára skeið. Þá jukust samskiptin við þetta góða fólk að mun. Erla var kjölfestan sem heimilið byggðist á. Hún stjórn- aði reyndar ekki bara innan- húss heldur var bóndi á borð við bónda sinn í öllum búrekstr- inum. Þessi sómahjón voru bæði afar vel gefin og fylgdust vel með gangi mála í þjóðfélag- inu. Var oft skrafað bratt við eldhúsborðið á Gili þessi ár. Þau aðhylltust oftast milliveg- inn, eins og Framsóknarmönn- um hefur oft verið tamt. Og þó að viðmælandinn væri ekki mik- ill millivegamaður gat hann ekki neitað því að minni hætta væri að keyra útaf ef maður héldi sig á miðjum veginum fremur en úti á vegarkantinum. Þau voru líka bæði oftast um- burðarlyndari gagnvart skoð- anasækni borgardrengsins, heldur en hann kannski átti skilið. Þrjú barna okkar hjóna fóru til dvalar á Gili á uppvaxtarár- um sínum til Erlu og Friðriks. Þau eiga bara góðar minningar úr dalnum góða. Þar er Erla stærst á sviðinu. Við Kristín og börn okkar þökkum Erlu á Gili fyrir verð- mæt kynni og samskipti gegn- um árin og sendum börnum hennar og þeirra fólki innilegar samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. Ragnar Lýðsson var traustur, úr- ræðagóður og eðl- isgreindur maður. Þetta eru miklir mannkostir sem margir ásælast en fáum eru gefnir. Þessara kosta nut- um við ríkulega gegnum kynni Ragnar Lýðsson ✝ Ragnar Lýðs-son fæddist 24. nóvember 1952. Hann lést 31. mars 2018. Útför Ragnars fór fram 14. apríl 2018. okkar af Ragnari sem byggingar- verktaka, en á þeim vettvangi er mikil eftirspurn eftir slíkum mann- kostum til að glíma við oft á tíðum krefjandi aðstæður. Kynni okkar Ragnars hófust fyrir um 4 árum með aðkomu Hús- heildar, verktakafyrirtækis Ragnars og sona hans – Ólafs og Hilmars, að byggingarverk- efni í Reykjavík. Það varð okk- ur strax ljóst að þarna var eng- inn meðalmaður á ferð, heldur maður sem engin sá vanda- málin heldur aðeins verkefni sem þörfnuðust lausna, hversu óraunhæf sem þau oft kunnu að vera. Þá féllu oft orðin „þetta er bara verkefni – ég held að við þurfum bara að leysa það“. Breytti þar engu hvort um var að ræða fíngerðan lokafrágang innan um „uppstrílaðar“ skrif- stofudömur eða stálsuðu burð- arvirkja í frosti og ofsaveðri til að forðast foktjón, allt lék þétta í höndunum á Ragnari. Ragnar var lykilmaður í mörgum stórum byggingar- verkefnum sem Húsheild vann að síðustu árin í samstarfi við okkur. Helst ber hér að nefna uppbyggingu á tveimur af stærstu hótelum sem byggð hafa verið utan Reykjavíkur, Fosshótel Jökulsárlón í Öræfa- sveit og Fosshótel Mývatn. Bæði þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera unnin við mjög krefjandi aðstæður, langt frá þéttbýli og oft við válynd veður. Hér eru ótalin minni en ekki síður krefjandi verkefni þar sem við nutum aðkomu Ragnars. Framlag Ragnars í þessum verkefnum var alltaf mikið og oft á tíðum ómetan- legt. Yfirvegun og ró einkenndu alla framkomu Ragnars, skipti ekki skapi þótt mörgum þætti ástæða til en lét þó vita ef hon- um var misboðið þannig að ekki var um villst, oftar en ekki með kímni. Hann naut mikillar virð- ingar manna á vinnustað og skipti stétt eða staða manna þar engu um, öllum líkaði vel við Ragnar. Virðing þessi var áunnin með framkomu og rétt- læti gagnvart náunganum. Ragnar var því ekki aðeins mikill verkmaður og dugnaðar- forkur heldur einnig félagslega sterkur og jákvæður sem ávallt var hægt að treysta á þegar öðrum brast kjarkur og þor. Á byggingarvinnustað þar sem menn mynda þétt samfélag skipta þessi eiginleikar miklu máli. Síðasti snertiflötur okkar við Ragnar var vegna byggingar- verkefnis í Garðabæ, þar sem Ragnar var lykilmaður í öllum undirbúningi og skipulagningu. Á fyrsta verkfundi eftir andlát Ragnars núna um páskana op- inberaðist grimmilega hvað frá- fall hans er mikill missir, ekki bara sem verkmanns heldur einnig sem vinar og félaga. Það skarð verður erfitt að fylla. Ragnar skilur eftir sig mikla arfleifð öðrum til fyrirmyndar, stöndugt fyrirtæki, verksvit til allra sem unnu með honum gegnum tíðina, sterka og sjálf- stæða afkomendur, ástvini, góða félaga en síðast en ekki síst góðar minningar sem munu ylja um ókomna tíð. Hvíl í friði. Karl Sigfússon, Benedikt Ingi Tómasson. Ragnar hefur verið vinur okkar Torfastaðafjölskyldunnar til margra ára. Hann bjó í Reykholti þegar við fluttum á Torfastaði fyrir 35 árum, þ.e. í maí 1983. Mjög fljótlega myndaðist vinátta milli okkar. Við föluðum Ragnar fljótlega í vinnu hjá okkur og við náðum að fastráða hann hingað á Með- ferðarheimilið Torfastöðum ár- ið 1991. Áður vann hann í lausamennsku í einstökum verkefnum því Ragnar var svo laginn að við leituðum oft til hans. Hann klæddi og einangr- aði t.d. þak í fjárhúsum að inn- an. Vandvirknin var slík að stundum var það þreytandi. Annað gilti þegar upp var stað- ið. Ragnar var svo vandvirkur að verkið stendur enn, enginn raki í þaki, loftun í þaki mjög góð. Ekki hefur þurft að líta á þakið síðan. Verk Ragnars hef- ur dugað í 28 ár og mun gera a.m.k. næstu 30 ár. Ragnar vann hjá okkur á Torfastöðum í mörg ár. Hann var yndislegur teymismaður, gerði allt 100 prósent. Krakk- arnir okkar lærðu vönduð vinnubrögð af honum. Hann strekkti girðingar svo vel að þær standa allt af sér. Hann gróf skurði sem voru alveg þráðbeinir. Ekkert fúsk. Allt fullkomið. Það er mikils virði að hafa slíkan mann í vinnu- hópnum, aldrei kastað til hönd- unum og börnin lærðu full- komna vandvirkni. Fjölskylda Ragnars varð einnig vinir okkar. Börnin hans komu oft á Torfastaði með föð- ur sínum og á tímabili vann mamma þeirra einnig hér. Dásamlegir vinnukraftar og yndislegir vinir. Ragnar hafði einstaka kímni- gáfu. Hann reytti ekki af sér brandarana en sá oft aðstæður og atburði í ljósi sem voru mjög sérstakir og skemmtilegir. Skyndilegt dauðsfall Ragn- ars er öllum aðstandendum og vinum mjög erfitt. Við höfum mikla samúð með aðstandend- um og afkomendum. Megi allar góðar vættir styðja þau og styrkja í sorg þeirra og þeim verkefnum, sem þau þurfa nú að takast á við. Við, Torfastaðafjölskyldan, munum sakna Ragnars og vin- áttu hans en minning um góðan vin lifir. Drífa Kristjánsdóttir. Áskær móðir okkar, amma og langamma, ERLA BLANDON ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, áður Sléttuvegi 15, andaðist þriðjudaginn 3. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Árni Blandon Einarsson Berglind Einarsdóttir Blandon og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.