Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 63

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Á ferðum mínum um landið hef ég oft verið spurð að því hverra manna ég væri og oftar en ekki, sér í lagi í sjávarbyggðum landsins, hefur mér verið svarað á móti, nú ertu dóttir hans Adda Kitta Gau?! og oft hafa fylgt sög- ur af karli, flestar sem tengjast sjómennsku hans. Sjómennsk- unni fékk ég tækifæri á að kynn- ast með honum er ég fór stundum í túra með honum sem barn á Páli Pálssyni. Það fannst mér alltaf skemmtilegt og spennandi, sér í lagi þegar verið var að toga upp úr sjónum og ég gat skoðað og hirt heim með mér allskonar sjávardýr og dót sem rak þar á fjörur mínar, sem ég svo vann úr og föndraði með á ýmsan hátt. Guðjón Arnar Kristjánsson ✝ Guðjón ArnarKristjánsson fæddist 5. júlí 1944. Hann lést 17. mars 2018. Útför Guð- jóns fór fram 5. apríl 2018. Nú, þegar hann er horfinn á braut hugsa ég til hans með þakklæti í huga fyrir eitt og annað sem ég get að ein- hverju leyti rakið til hans. Pabbi var náttúrubarn, undi sér vel út við, á sjó eða landi og marg- fróður um lífríkið. Hann talaði ætíð, jafnt við fullorðna sem börn, á jafningjagrundvelli og var oftast glaðsinna og glettinn, en líka skapmaður sem var óhræddur að láta í sér heyra. Hann kenndi mér að í lífinu eins og í pólitík að mað- ur ætti aldrei að vera hræddur við að segja sitt. Hann var barn- góður og reyndist barnabörnum sínum kærleiksríkur afi. Ég kveð þennan mann sem tók oft sviðið þar sem hann kom og ég á eftir að sakna þess að geta dvalið hjá honum í Þernuvíkinni. Minning lifir um góðan mann. Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir. ✝ GunnarSigmarsson fæddist í Krossavík í Vopnafirði 24. september 1932. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 24. mars 2018, eftir stutt en erfið veik- indi. Foreldrar hans voru Sigmar Jörg- ensson frá Krossa- vík og Sigríður Grímsdóttir frá Hvammsgerði í Selárdal í Vopnafirði. Þau eignuðust fjög- ur börn auk Gunnars, sem var þeirra yngstur; Jörgen, Ingi- björgu, Bergþóru og Björn. Öll systkinin eru nú látin. Gunnar kvæntist 15. ágúst 1959 Bergþóru Gunnlaugs- Gunnar var menntaður bú- fræðingur frá Hólum og nýttist það nám honum við þau störf sem hann átti eftir að stunda síðar á lífsleiðinni. Hann vann við Síldarmjölsverksmiðjuna. Var fyrsti mjólkurbússtjóri Mjólkurstöðvar KVV, kom einn- ig að kjötvinnslu og afgreiðslu- störfum í byggingarvöruverslun hjá sama félagi. Verslunarstjóri verslunar Verkalýðs- og sjó- mannafélags Vopnafjarðar. Vann hjá Vegagerðinni á Vopnafirði. Áður en hann hætti almennri launavinnu, 67 ára að aldri, veitti hann forstöðu bóka- safni Vopnafjarðarhrepps, enda þar vel heima í öllum fræðum. Virkur var hann í félagsmálum, klúbbastarfi, tónlistarlífi, pólitík og verkalýðsmálum. Yndi hafði hann af því að geta glatt fólk með harmonikkuleik eða góðri frásögn úr Vopnfirðingasögu, sem og af sveitungum sínum og öðrum, lífs eða liðnum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. dóttur frá Felli í Vopnafirði. Börn þeirra eru: 1) Gunnlaugur, f. 1959, búsettur í Garðabæ ásamt eiginkonu sinni Emmu Björgu Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn, Magnús Gunnar og Bergþóru Margot. 2) Margrét, f. 1964, býr á Vopnafirði ásamt sam- býlismanni sínum Birni Heiðari Sigurbjörnssyni. Þau eiga tvo syni, Elías sem er giftur Viktor- íu Blöndal og eiga þau tvö börn, Örnu Dís og Hrafn Alexis. Fyrir átti Elías soninn Aron Frosta, og Bjarka sem er í sambúð með Sóleyju Diljá W. Stefánsdóttur. Gunnar Sigmarsson móður- bróðir minn var yngstur fimm barna Sigmars Jörgenssonar (1882-1960) bónda í Krossavík í Vopnafirði og konu hans Sigríð- ar Grímsdóttur (1887-1968). Á þeim tíma lá beinast við að feta í fótspor foreldranna og hefja búskap, þegar á fullorðinsár var komið. Á samliggjandi jörðum bjuggu Jörgen á Bökkum, Ingi- björg í Krossavík 2 og Björn í Krossavík 1. Móðir mín, Berg- þóra, var sú eina sem yfirgaf heimahagana og fluttist til Reykjavíkur. Hugur Gunnars stóð einnig til bústarfa í fyrstu. Hann nam búfræði á Hólum og hóf svo búskap í Krossavík 1 ásamt konu sinni Bergþóru Gunnlaugsdóttur frá Felli í Vopnafirði. Fyrirhugað var að þau byggðu nýbýli utar í landi Krossavíkur. Af því varð þó ekki. Gunnar seldi bræðrum sínum sinn hluta Krossavíkur og fluttist ásamt fjölskyldu sinni á Tanga, en svo var þorpið handan fjarðarins jafnan kallað. Þau keyptu síðar húsið Skálholt í þorpinu og bjuggu þar alveg fram á síðustu ár. Á starfsferli sínum kom Gunnar víða við en áhugamál hans voru önnur. Sjálfur er ég af kynslóð sem gert var kleift að afla sér menntunar með skólagöngu. En þannig var það ekki með kyn- slóð Gunnars frænda míns og hreint ekki ef menn bjuggu í þeim hluta landsins sem lengst er frá Reykjavík. Skólaganga Gunnars var því ekki löng en samt var hann hámenntaður. Hann aflaði sér sinnar mennt- unar sjálfur, var í senn nemandi og eigin kennari. Saga lands og þjóðar var honum afar hugleik- in og sögu eigin byggðarlags þekkti hann, að ég hygg, betur en nokkur annar. Hann kynnt- ist mjög mörgum sinna sam- tímamanna og fjöldi fólks leit við í Skálholti. Hann kunni að segja frá og fræða og hló dátt að skemmtilegum sögum um menn og málefni. Einhverju sinni sagði hann mér að hann hefði líklegast orðið sagnfræð- ingur, hefði hann haft tök á lengri skólagöngu. En frá mín- um bæjardyrum séð var hann vel menntaður sagnfræðingur og reyndar einnig bókmennta- fræðingur og tónlistarmaður. Ég held að varla hafi komið út sú bók eftir íslenskan rithöf- und, sem hann ekki las. Hann hafði mætur á mörgum en ekki öllum. Hann útskýrði fyrir mér boðskap margra ritverka og kunni hluta þeirra, vísur og kvæði utanbókar. Ég hlýddi á og lærði margt. Og svo lék hann á harmónikkuna. Ekki veit ég hvernig hann lærði að leika á þetta fallega hljóðfæri en víst er að hann naut engrar kennslu. Hann lék á dansleikj- um og við önnur tækifæri í marga áratugi. Hann las ekki nótur en gat leikið allt sem hann heyrði. Það var gott að koma í Skál- holt til Beggu og Gunnars. Þar var tekið afar vel á móti mér og á síðari árum mér og mínum. Vel var veitt og lengi rætt. Gunnar var óþreytandi að segja frá og spila „Hafið bláa hafið“ og önnur óskalög fyrir börnin mín á harmónikkuna og svo gaf hann þeim ís og bækur. Nú kveðjum við Krossvíking- ar þann síðasta af þeirri kyn- slóð sem fæddist og ólst að hluta eða að mestu upp í gamla torfbænum í Krossavík en flutt- ist svo í veglegt steinhús, sem enn stendur reisulegt og fal- legt, þótt þar búi enginn lengur. Ég kveð frænda minn Gunnar Sigmarsson með söknuði. Sigmar Karlsson. Góður maður genginn er. Þessi orð komu mér fyrst í hug þegar mer barst andláts- frétt Gunnars frænda míns. All- ar minningar mínar um hann eru góðar. Hann var tíu árum eldri en ég. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var fimm ára, glaðbeittum í alltof stórum stíg- vélum (þá þótti sjálfsagt að kaupa slíka hluti við vöxt). Þeg- ar ég varð læs sá Gunnar að mestu um að bera í mig lesefni, nokkuð sem ég kunni vel að meta. Um tvítugt fór hann í Hóla- skóla og lærði þar í tvo vetur og útskrifaðist þaðan sem sem búfræðingur. Hann hóf búskap á Krossavík og giftist Beggu sinni, en komst fljótt að því að búskapur átti ekki vel við hann. Seldi bræðrum sínum sinn hlut í jörðinni og keypti hús í þorp- inu. Hann vann sem verkamað- ur fyrst en þegar mjólkursam- salan var stofnuð réð hann sig þar og gerði skyr, strokkaði smjör og gerilsneyddi neyslu- mjólk. þarna vann hann árum saman. Síðar vann hann við bókasafnið sem hafði lengi verið á hrakhólum, en komst í skárra húsnæði á sama leyti og Gunn- ar tók við því. Hann endur- skráði safnið að mestu og kom lagi á það. Hann hætti þar störfum vegna aldurs. Gunnar og Begga voru bæði gestrisin með afbrigðum og mætti segja að þar væri alltaf opið hús. Enda var ávallt gert ráð fyrir auka mannskap í mat og kaffi. Ég veit að bræður mínir áttu þar hauk í horni alla tíð, eða þar til þeir fóru sjálfir að búa. Þeir launuðu honum svo síðar með því að færa honum fisk, þeir sem fóru til sjós, og Sverr- ir (þegar hann fór að búa á Vakursstöðum) skaut að honum skrokki, sláturmat og jólahangi- kjöti sem hann gat ekki lofað nógsamlega. Frændi minn var með góða kímnigáfu og skrifaði gjarnan niður skopleg atvik sem skeðu í Vopnafirði. Þetta kom sér stundum vel, sérstaklega þegar semja þurfti annál ársins fyrir þorrablót en hann kom þar oft að. Hann spilaði á harmoniku frá unglingsaldri og hafði yndi af góðri músík. Hann las ósköpin öll og safn- aði bókum af ástríðu, enda átti hann fullt hús bóka þegar hann andaðist. Hér slæ ég botninn í þessi skrif. Farðu vel, frændi og vinur. Laufey og önnur Bakkabörn. Gunnar frændi minn var bæði víðlesinn og fróður. Það kom sér oft vel þegar okkur ættingjana vantaði upplýsingar. Þá var hægt að fletta upp í karlinum, hann spólaði til baka því ef hann hafði lesið eitthvað þá mundi hann það. Hann hafði unun af bókum, hann var af- skaplega spenntur fyrir jóla- bókunum ár hvert, svo spennt- ur að hann var jafnan búinn að kaupa sér þær sjálfur og lesa, þó hann vissi að bækurnar ætti hann að fá í jólagjöf stuttu síð- ar. Hann hafði einstaka frásagn- argáfu. Kunni urmul af sögum og vísum um menn og málefni. Hann þekkti öll örnefni og stað- hætti í sinni sveit og víðar. Mér er minnisstæð ferð í september 1996 með Bergþóru, móður minni, systur hans og Jóhönnu fóstursystur þeirra þar sem ég ók þeim um sveitir Vopnafjarðar og yfir á Bakka- fjörð. Gunnar var leiðsögumað- ur í ferðinni, þvílíkur fróðleik- ur! Hrein unun á að hlýða. Þær systur voru alsælar með ferðina og hún lengi í minnum höfð. Í Skálholt, heimili þeirra Gunnars og Beggu var gott að koma. Það var félagsmiðstöð okkar ættingja þeirra hjóna. Oftast fullt hús af fólki og veitingar fyrir alla. Þar voru dægurmálin krufin og skemmtisögur sagðar. Stundum tók frændi fram nikk- una og spilaði fyrir okkur nokk- ur lög. Í tilefni sjötugsafmælis Gunnars 24. september 2002 samdi Kristján Magnússon frá Fagradal fyrir mig eftirfarandi vísu: Hlustar grannt á sagnasón, sanna kímni dáir. Nikku létt úr lokkar tón, lítt í Mammon spáir. Ég kveð höfðingjann með þakklæti fyrir umhyggjuna og öll gæðin við okkur mæðgurnar. Minningin lifir. Sigríður Karlsdóttir. Gunnar Sigmarsson Elsku amma, nú er komið að kveðju- stund. Þakklæti er okkur efst í huga, við erum þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Þakklát fyrir að eiga þig sem fyrirmynd. Þakk- lát fyrir að hafa fengið að hafa þig hér hjá okkur svona lengi. Þakklát fyrir allar samveru- stundirnar, allar yndislegu stundirnar í Birkilundi og á Þúfubarðinu. Stundirnar sem við spiluðum saman og lögðum kapal. Þakklát fyrir að hafa þig hjá okkur og gleðjast með okk- ur á hamingjustundum. Þakklát fyrir að börnin okkar hafi feng- Þorgerður Guðmundsdóttir ✝ Þorgerður Guð-mundsdóttir fæddist 13. desem- ber 1926. Hún lést 5. apríl 2018. Útför Þorgerðar fór fram 13. apríl 2018. ið að kynnast þér, það sem þú elsk- aðir þau og þau þig. Þú dekraðir alltaf við okkur, alltaf var til eitt- hvert góðgæti þegar við komum í heimsókn. Þú varst alltaf svo fal- leg og flott, hlaup- andi um á hælas- kónum komin yfir nírætt. Alltaf stutt í fallega brosið þitt og hláturinn. Þakk- lát fyrir árið sem við fengum í bónus. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma takk fyrir allt, við sjáumst. Þín barnabörn Elfa Björg og Ellert Þór. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra RAGNARS ÓLAFSSONAR frá Kvíum í Þverárhlíð. Theodóra Guðmundsdóttir Gísli Ragnarsson Kolbrún Karlsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Nökkvi Bragason Sveinn Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG ERNA SIGURVINSDÓTTIR frá Búðardal, Austurgerði 6, Kópavogi, lést miðvikudaginn 4. apríl. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gísli Samúel Gunnlaugsson Guðjón Ingvi Gíslason Emma Ania Guðrún Jóhanna Gísladóttir Sigurjón Magnússon Dóra Sigríður Gísladóttir Jakob Guðmundsson og barnabörn Þökkum vináttu og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra GESTS HELGASONAR, Fosshóli. Árný Þóra og fjölskylda Allan Haywood Helgi Hallgrímsson Hallgrímur Helgason Heiðveig Agnes og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓHANNA LÚÐVÍKSDÓTTIR, sem lést á Sóltúni föstudaginn 6. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 13. Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir Jón Gestur Viggósson Ingibjörg Elíasdóttir Birgir Guðmundsson Lúðvík Elíasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn til tæpra 58 ára, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMAR ÓLASON frá Reyðarfirði, lést í Hulduhlíð, Eskifirði, sunnudaginn 15 apríl. Útför hins látna fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 21. apríl klukkan 14. Gréta Friðriksdóttir Ásta Magnea Sigmarsdóttir Hreinn Sigmarsson Óli Nikulás Sigmarson Hjördís Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.