Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 66
66 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Ég ætla að fara upp í sumarbústað við Þingvallavatn og verðfram eftir degi, síðan fer ég á fund um kvöldið. Það er þaðsem er í bígerð á þessari stundu,“ segir Sigurður Friðriksson,
sem fagnar 70 ára afmæli í dag.
Sigurður, eða Diddi Frissa eins og hann er yfirleitt kallaður, gerðist
ungur skipstjóri og vann við það fram yfir fimmtugt og fór þá út í
hótelbransann og bílaleigu og er enn í bílaleigunni.
„Ég var með hótel við Laugaveginn, gegnt Tryggingastofnun. Það
hét Hótel Viðey en gekk undir nafninu Fourth Floor Hotel. Við hjónin
vorum einnig með veitingahúsið Studio 29 á horni Snorrabrautar og
Laugavegs en seldum allan pakkann og erum búin að stofna Nordic
Campers, sem er bílaleiga með húsbílum og svefnbílum, og ætlum að
prófa þetta eftir að við hættum í hótelgeiranum. Við erum síðan búin
að vera með bílaleiguna City Car frá 2007.“
Hver eru áhugamálin? „Ég hef mikinn áhuga á heilsurækt og góðu
líferni, og iðka líf án áfengis með öllu sem því fylgir. Ég stunda
líkamsrækt og er í sjósundi. Ég er búinn að fara 703 sinnum í sjóinn,
fór síðast í gær klukkan 11. Þá var sjórinn 5,5 gráður og komst í fyrsta
sinn yfir fimm gráðurnar á árinu. Við félagarnir höfum stundum sótt í
kaldan sjó, mínus tvær gráður er það kaldasta sem ég hef synt í.“
Eiginkona Sigurðar er Evelyn Rojas Tagalog frá Filippseyjum. Þau
eiga eina dóttur, sem fermdist í vor og heitir Amanda. Dætur Sig-
urðar frá fyrra hjónabandi eru Lóa Kristín, Ragnheiður og Hafrún og
barnabörnin eru tíu.
Morgunblaðið/RAX
Grænlandssund Sigurður í Scoresbysundi, lengsta firði í heimi.
Sjö hundruð
sinnum í sjósund
Sigurður Friðriksson er sjötugur í dag
S
teinunn Birna Ragnars-
dóttir fæddist í Reykjavík
19.4. 1958 og ólst upp í
Smáíbúðahverfinu: „Þá
var hverfið nýbyggt með
opin, óbyggð svæði fyrir okkur
krakkana og ótrúlega spennandi. Ég
dvaldi ekki langdvölum í sveit, en
ferðaðist mikið um landið með for-
eldrum mínum. Við fórum mikið í
Borgarfjörðinn þangað sem ég á
ættir að rekja. Borgarnes var alltaf í
uppáhaldi og Norðurárdalurinn og
síðar byggði ég mér hús við Jötna-
garðsás sem ég á enn og er ómetan-
legt fjölskylduathvarf, skammt frá
Munaðarnesi.“
Steinunn var í Breiðagerðisskóla,
Kvennaskólanum og MH. Hún hóf
ung píanónám, útskrifaðist með
píanókennarapróf frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1979 og einleikara-
próf á píanó 1981. Þá hélt hún utan í
tónlistarnám við New England Con-
servatory í Boston og lauk þaðan
meistaragráðu 1987.
Steinunn sinnti fjölbreyttum störf-
um með náminu, vann m.a. á kaffihúsi
við Harvard Square, ók ísbíl og var ís-
sali eitt sumar þegar hún missti
námslánin og varð að vinna sér inn
aur fyrir síðasta námsvetrinum: „Það
var mikið ævintýri og ótrúlega lær-
Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri – 60 ára
Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason
Þrír afburða tónlistarmenn Sigurgeir Agnarsson, Guðný Guðmundsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, 2008.
Vann á kaffihúsi og ók
ísbíl á námsárunum
Reykjavík Benjamín
Hugi fæddist 28. janúar
2018 kl. 00.55. Hann vó
3.718 grömm og var 53
cm langur. Foreldrar
hans eru Þorbjörn
Smári Ívarsson og Kol-
brún Sjöfn Jónsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is